Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorgrímur Eyj-ólfsson fæddist í Skipagerði á Stokks- eyri 27. ágúst 1923. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Bjarnason, f. 6. janúar 1869, d. 5. maí 1959, og síð- ari kona hans Þuríð- ur Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1887, d. 5. ágúst 1970. Hálf- systkini Þorgríms voru Þórdís, Gjaflaug, Bjarni og Laufey. Al- systkini hans voru Guðný, Mar- grét, Eiríkur, Sigríður, Pálmar Þórarinn, Eyjólfur Óskar og Þóra. Á lífi eru Pálmar Þórarinn og Þóra. Hinn 12. desember 1959 kvænt- ist Þorgrímur Guðrúnu Elíasdóttir frá Hólshúsum í Gaulverjabæjar- hreppi, f. 29. apríl 1923, d. 1. júní 1990. Foreldrar hennar voru hjón- in Elías Árnason og Guðrún Þórð- ardóttir. Stjúpsonur Þorgríms, sonur Guðrúnar, er Gunnar Ellert Þórðarson, f. 15. maí 1943, kona hans er Elísabet Zóphóníasdóttir, f. 16. apríl 1948, þau eiga 8 börn og 14 barnabörn. Þor- grímur og Guðrún bjuggu allan sinn bú- skap á Stokkseyri, fyrst í Skipagerði og síðan í Fagurgerði, og þar bjó Þorgrím- ur til dauðadags. Hann gekk í Barna- skólann á Stokks- eyri. Hann var ung- ur þegar farið var að senda hann í sveit á sumrin, eins og tíðk- aðist í þá daga. Fljótlega eftir fermingu fór Þorgrímur á vertíð til Vestmannaeyja, og lengstan hluta ævi sinnar var hann sjómað- ur. Hann stundaði sjómennsku í rúm 40 ár, reri frá Vestmannaeyj- um, Þorlákshöfn og Stokkseyri, sem háseti, stýrimaður og nokkrar vertíðir sem skipstjóri. Einnig var hann í 5 ár á togaranum Röðli frá Hafnarfirði. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum árið 1963. Eftir að hann hætti til sjós vann hann í nokkur ár á netaverkstæði. Útför Þorgríms verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinstu hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. ( Bjarni Kristins. frá Hofi.) Ég vil með þessu litla ljóði, minnast tengdaföður míns, Þor- gríms Eyjólfssonar eða Gimma, eins og hann var yfirleitt kallaður. Ég minnist hans með þakklæti fyr- ir hlýju og góðvild í minn garð. Það verður tómlegt um jólin og áramótin, þegar sætið hans verður autt. Ég á eftir að sakna skemmti- legu tilsvaranna hans og glettn- innar sem fylgdi honum fram á það síðasta. Blessuð sé minning hans. Elísabet (Ellý). Nú er hann Gimmi afi okkar fallinn frá. Og hugsanir sem koma í huga manns á þeim tímamótum eru margar. Við minnumst hans og ömmu okkar, hennar Rúnu, sem féll frá fyrir 16 árum. Við vorum svo heppin systkinin að eiga þau út af fyrir okkur þar sem pabbi er einbirni. Við minnumst þeirra sem sam- rýndra hjóna sem lifðu rólegu lífi í litla húsinu sínu Fagurgerði á Stokkseyri. Við minnumst tíðra heimsókna þeirra til okkar í Hóls- hús á uppvaxtarárum okkar þar sem við fengum alltaf koss og faðmlag frá þeim. Og erum þakk- lát fyrir góðar minningar sem við munum geyma í brjósti okkar um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þeirra, Ævar, Guðrún Elísa, Bjarney Ólöf, Jósef Geir, Þórunn, Sjöfn, Brynja og Linda Mjöll Gunnarsbörn. ÞORGRÍMUR EYJÓLFSSON ✝ Jón ValbergJúlíusson fædd- ist í Hítarnesi 18. ágúst 1918. Hann lést á heimili sínu hinn 27. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson, f. 23. júlí 1885, d. 16. ágúst 1975, og Kristín Stefánsdóttir, f. 29. maí 1891, d. 30. desember 1958. Systkini Jóns eru: Þorvarður, f. 30. júlí 1913, d. 20. nóvember 1991; Lovísa, f. 12. september 1914, d. 29. desember 2004; Stefán Hall- dór, f. 20. september 1915, d. 9. desember 1980; Jón, f. 8. apríl 1917, d. 11. maí 1917; Halldóra, f. mars 1976. Börn Jóns og Áslaug- ar eru: 1) Júlíus, f. 9. júní 1949, sambýliskona Inga Kolfinna Ing- ólfsdóttir, f. 14. apríl 1960. Dæt- ur hans frá fyrra hjónabandi eru: Áslaug, Ásthildur Kristín og Halldóra Ríkey. 2) Garðar Sveinn, f. 5. maí 1953, sambýlis- kona Ingeborg Breitfeld, f. 27. desember 1957. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru: Þorgrímur Jón, Ása Dóra og Sveina Kristín. 3) Ólafur Þór, f. 2. febrúar 1958. Synir hans og Þóru Kristínar Stefánsdóttur, f. 11.5. 1956, eru: Stefán Valberg og Guðmundur Þór. 4) Ásberg, f. 13. ágúst 1964, kvæntur Sigríði Jónu Sigurðar- dóttur, f. 3. maí 1965. Synir þeirra eru; Sigurður Jón, Axel Örn og Bjarki Þór, 5) Hrefna Bryndís, f. 13. ágúst 1964, gift Þorvaldi T. Jónssyni, f. 14. apríl 1963. Dætur þeirra eru: Sigríður, Steinunn og Áslaug. Útför Jóns var gerð frá Borg- arneskirkju fimmtudaginn 3. ágúst. 29. maí 1920, d. 23. október 2004; Val- týr, f. 15. mars 1923, d. 26. apríl 2003; Laufey, f. 8. maí 1925; Unnur, f. 25. apríl 1928; Að- alsteinn, f. 2. sept- ember 1931, d. 8. febrúar 1959; og Páll, f. 20. desember 1934, d. 9. desember 1987. Hinn 14. júní 1947 kvæntist Jón eftir- lifandi eiginkonu sinni, Áslaugu Sveinsdóttur, f. 30. apríl 1923. Foreldrar hennar voru Sveinn Skarphéðinsson, f. 1. ágúst 1883, d. 28. september 1955, og Sigríður Kristjánsdótt- ir, f. 14. október 1893, d. 12. Afi var góður maður. Nú er hann farinn frá okkur og minningarnar sem við eigum eru margar. Það var alltaf gott að koma á Borgarbraut- ina þegar afi var búinn að baka pönnukökur, okkur finnst pönnu- kökurnar hans afa þær bestu í heimi. Afi spurði okkur oft frétta frá Akureyri og Keflavík, en hann hafði því miður ekki tækifæri til að heimsækja okkur. Hann ferðaðist ekki mikið í seinni tíð og hefur allt- af verið heimakær. Við dáðumst alltaf að því hvað hann afi var góður við ömmu, okk- ur fannst amma og afi vera alveg sköpuð hvort fyrir annað. Afi og amma eru góð sönnun fyrir því að til séu sálufélagar. Elsku afi. Við áttum ekki von á að pabbi mundi hringja með þær fréttir að þú værir farinn. Halldóra og Ásta nýbúnar að vera í heim- sókn á Borgarbrautinni þar sem þú varst svo hress og lékst þér við Júlíus Svein í bílaleik. Áslaug hitti þig í júní og þið Jóna Ríkey náðuð svo vel saman, hún svona hrifin af langafa sínum sem var mjög ánægjulegt þar sem þið hittust nú ekki svo oft.Við minnumst þess að þegar við vorum litlar þá sast þú oft við skrifborðið þitt og last Morgunblaðið. Við feng- um oft að lesa með þér eða skoða bækurnar ykkar ömmu. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu í heimsókn og það verður skrítið að þú verður ekki þar næst þegar við komum. Elsku afi, guð geymi þig. Við hugsum til þín með söknuði og varðveitum allar þær góðu minn- ingar sem við eigum. Við þökkum þér alla ástúð á umliðnu tímans safni. Við kveðjum með klökkum huga, við kveðjum í drottins nafni. (H. H.) Áslaug, Ásthildur og Halldóra Júlíusdætur. Sunnudagurinn 23. júlí sl. var sólríkur og hlýr. Ég átti leið um Borgarnes og kom við hjá Jóni frænda mínum og Áslaugu konu hans. Hjá þeim ríkti sama hlýjan, samvinnan og gestrisnin og ávallt áður. Ég var ekki gömul þegar ég kom til þeirra fyrst, á leið minni í sveit- ina og alltaf hef ég fengið sömu góðu móttökurnar. Þegar ég var barn í Hítarnesi var alltaf tilhlökk- un þegar Jón kom: ýmist með olíu- na, til að klippa heimilismenn eða með fjölskylduna í heimsókn, þetta voru allt hátíðarstundir. Kæri frændi, þakka þér og þinni frábæru konu fyrir að vera þessi góða fyrirmynd. Elsku Áslaug (Ása), Guð verndi þig og fjölskyldu þína. Kveðja. Guðrún Magnúsdóttir. Kær vinur og nágranni er horf- inn á braut. Hinsta kallið kom óvænt og skyndilega. Það eru nú 60 ár síðan ég kynntist Jóni, þá var hann trúlofaður frænku minni henni Ásu Sveins. Þau voru ætíð góðir gestir á heimili foreldra minna og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Þá minnist Sigrún gönguferðanna á sunnudögum þeg- ar hún fór með afa í heimsókn á Borgarbrautina. Og þegar ég flutti úr foreldrahúsum settist ég að í túninu hjá Ásu og Jóni. Þau voru góðir nágrannar. Enn styrktust böndin þegar Ólöf, Hrefna og Ás- berg fæddust sama sumarið. Kæri vinur, hjartans þakkir fyrir alla þá hlýju og vináttu sem þú sýndir foreldrum mínum, dætrum og allri fjölskyldu minni. Ásu frænku og fjölskyldu send- um við innilegar samúðarkveðjur, og biðjum góðan guð að styrkja þau á sorgarstund. Blessuð sé minning um góðan vin. Ása, Sigrún og Ólöf. JÓN VALBERG JÚLÍUSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU AÐALSTEINSDÓTTUR, Eiðistorgi 1, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7A Land- spítalanum Fossvogi. Sveinbjörn Sædal Gíslason, Helgi Sveinbjörnsson, Ragna Sveinbjörnsdóttir, Edda Sveinbjörnsdóttir, Guðni Þ. Sigurmundarson, Valur Sveinbjörnsson, Benchamat Susi, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru mömmu, ömmu, langömmu og langalangömmu, AÐALHEIÐAR ÞORLEIFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær frábært starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Skjaldarvíkur fyrir umönnun og ljúft viðmót. Guð blessi ykkur. Pétur Eggertsson, Sylvía Hrólfsdóttir, Eggert Eggertsson, Anna P. Baldursdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Sveinn Eggertsson, Ólína Leonharðsdóttir, Brynja Eggertsdóttir, Bjarni Kr. Grímsson, Ásta Eggertsdóttir, Hannes Óskarsson og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU JÚLÍUSDÓTTUR, Hrauntúni 1, Breiðdalsvík, áður til heimilis að Núpi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Gunnar Einarsson, börn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.