Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 25 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST ÞAÐ er stundum sagt að maður fái það sem maður borgar fyrir og við skulum vona að það séu orð að sönnu þegar kemur að dýrustu hótelum í heimi árið 2006, en vefsíðan www.forbes.com hefur tekið saman lista yfir þau. Fyrir að dvelja á lúxushóteli eins og Burj Al Arab í Dubai borga gest- irnir óheyrilega háa upphæð fyrir nóttina, en ýmislegt er innifalið. Hótelið er í nútímastíl með anddyri sem þakið er gulllaufum, öll her- bergi eru tvöföld og einkabryti er í hverju þeirra auk 42 tommu plasma- sjónvarps. Baðherbergið er búið fullkomnustu þægindum og þegar farið er að sofa geta gestir valið á milli þrettán tegunda af koddum. Verðið á herbergi fer eftir ýmsu, nóttin í venjulegri svítu kostar 1.770 dollara en nóttin í konunglegu svít- unni kostar 10.890 dollara. Sú svíta er með nuddpotti innandyra og snúningsrúmi. Dýrustu hótelin hafa ekki endi- lega hækkað verðið á milli ára en hótelúrval hefur aukist. Í Afríku og Mið-Austurlöndum hækkaði hót- elverð reyndar um 16,3% á síðasta ári og er það vegna aukinnar ásókn- ar vestrænna ferðamanna í þessa heimshluta. Til að fá þversnið af dýr- ustu hótelunum valdi www.forbes- .com alls tólf hótel frá sex svæðum í heiminum, þ.e. tvö hótel af hverju svæði, og dæmdi hvert hótel af verð- inu fyrir venjulegt herbergi fyrir tvo yfir háannatímann. Dýrustu hótel í heimi árið 2006  FERÐALÖG Hótelið Burj Al Arab í Dubai er með dýrustu hótelum í heimi enda staðsett á sérstökum stað og einstaklega nútímalegt. Dýrustu hótel í heimi 2006  Singita Private Game Reserve, Suður-Afríku. um 143.000 krón- ur nóttin.  Londolozi Tree Camp, Suður- Afríku. Um 136.000 krónur nóttin.  North Island, Seychelles, Asíu. Um 246.000 krónur nóttin.  Frégate Island Private, Seychel- les, Asíu. 172.000 krónur nóttin.  Le Toiny, St. Barts, Karíbahaf- inu. Um 140.000 krónur nóttin.  Sandy Lane, Barbados, Karíba- hafinu. Um 85.000 krónur nóttin.  The Palazzi, Hotel Cipriani, Feneyjum, Ítalíu. Um 156.000 krónur nóttin.  Skibo Castle, Skotlandi. 130.000 krónur dollarar nóttin.  Burj Al Arab, Dubai, Mið- Austurlöndum. Um 126.000 krónur nóttin.  Dar Al Masyaf Madinat Jumei- rah, Dubai, Mið-Austurlöndum. Um 61.000 krónur nóttin.  Mansion at MGM Grand, Las Vegas, USA. Um 355.000 krónur nóttin.  Casa Casuarina, Flórída, USA. Um 177.500 krónur nóttin. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante á hreint ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru tilboði. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Gisting á Benidorm í boði ef óskað er. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 24. ágúst frá kr. 19.990 Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. ágúst í 2 vikur. Netverð á mann. 14. júlí 2006 Skólinn minn er líka herskóli og það eru alltaf byssuæfingar a dag- inn (eins gott að maður verði ekki fyrir), þeir nota M16-riffla (eða 6, man það ekki alveg). Ein góð vin- kona mín úr hernum sýndi mér hann. Síðan heyrir maður alltaf svona eins og í bíómyndum, þegar fremsti kallinn öskrar og þá öskra allir hinir það sama, og gera 100 armbeygjur og síðan … æjj, ja þið hafið séð þetta allt í stríðs- myndum. Er að pæla í að fara að ganga í herinn … nei, djók! Mér brá heldur betur í morgun, það er nefnilega þannig að það eru tvær tegundir af skólabúningum, ef það er íþróttatími einhvern tím- ann um daginn er maður í appels- ínugula búningnum en ef það eru ekki íþróttir þá er maður í pilsinu og hvítu skyrtunni. Alltaf á morgn- ana standa allir í skólanum fyrir framan flaggstöngina og syngja þjóðsönginn og biðja bænir til Búdda, þegar það er búið er komið að því að allir eiga að setjast niður og síðan gengur karlmaður a lín- una með prik! Og þá krakka sem eru ekki í rétta skólabúningnum (eru kannski í íþróttagallanum í stað hins) lemur hann með prikinu! Og eftir því sem ég sá á krökk- unum þá virtist þetta alls ekki þægilegt. Ég ætla að passa mig að koma í réttu fötunum. Samt er þetta ekki eitthvað geðveikt oft sem hann lemur þá … en SO! Já, klósettin í skólanum, ég gleymdi að segja frá þeim í síðasta bloggi. Ég reyni eftir megni að tak- marka klósettferðir, þetta eru bara holur í jörðina og enginn kló- settpappír (ég tek alltaf klósett- pappír með mér í skólann). Já, mjög spes!  FERÐABLOGG | Gréta María Björnsdóttir er í Taílandi Skothríð og bar- smíðar með priki TENGLAR .................................................. Slóðin á bloggið er: www.folk.is/ gretainthailand Gréta María fór sem skiptinemi á vegum AFS til Taílands í byrjun júlí og kemur heim í maí 2007. Hún dvelur um 20 km norð- austur af Bangkok. Í Taílandi ber hún nafnið Keat Ma Nee og gælunafnið Daawn. Gréta María í venjulega skóla- búningnum sínum.   &  G  T  .7 < &   !87  (/  ,/89/ (7    # 1/ R 4/  ./ .                            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.