Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 31 UMRÆÐAN 104731 www.flugger.is Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Egilsholt 1 Hugsaðu um tréverkið SKÓGRÆKT hefur verið stund- uð á Íslandi í meira en 100 ár. Fyrri hluti þessa tímabils var tengdur tilraunum. Frá 1899 hefur erlendum trjátegundum verið plantað í íslenska jörð, oft með grátlega litlum árangri. Voru skóg- arreitir á borð við skógræktina við Rauðavatn jafnvel lengi notaðir sem sönnun þess að hér væri ekki unnt að rækta skóg. Sú trjátegund sem þar var plantað reyndist vera dvergfura og það tekur eðlilega sinn tíma að hún vaxi upp úr fyrsta metranum. En smám saman hefur safnast mikil og góð reynsla og þekking sem hefur leitt til að nú verður að teljast að árangur af skógrækt sé jafnvel meiri en vonir stóðu til fyrrum. Á einni öld hefur tekist að planta trjám í um 30.000 hektara lands eða um 0,3% af flatarmáli Íslands. Þetta eru grátlega lítil afköst og mun Ísland vera skógsnauðasta land í heiminum öllum, að Sádi- Arabíu einni undanskilinni. Er land það að mestu eyðimerkur og enda- lausir sandar sem kunnugt er. Stjórnvöld hafa sýnt vaxandi skiln- ing á þörf skógræktar og hafa stuðlað að vexti skóga, einkum síð- ustu tvo áratugi. Má rekja þann skilning til fyrrum forseta lýðveld- isins, Vigdísar Finnbogadóttur, sem opnaði augu margra þeirra sem trúðu ekki á að skógrækt væri unnt að stunda hér á landi. Talnag- löggum mönnum telst til að árlega sé plantað ekki færri en 10 millj- ónum trjáplantna þar sem öll skóg- ræktarverkefni á vegum ein- staklinga, félagasamtaka, Skógræktar ríkisins og sveitarfé- laga eru tekin saman. Reikna má með að við bætist um 2.000 hekt- arar skóglendis árlega. Víða er land undir skógrækt mjög gott. Sérstaklega er ræktun hagstæð í neðri hluta fjallshlíða, einkum mót suðri en einnig vestri og austri, en fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Unnt er að ná mark- verðum árangri upp í 250–300 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem skilyrði eru góð. Betur má ef duga skal Ljóst er að Íslendingar verða að leggja mun meiri áherslu á skóg- rækt en verið hefur fram að þessu. Hvernig er með einstaklinginn eða félagsamtök sem hafa í hyggju að rækta skóg? Fyrst af öllu verð- ur að tryggja sér land, annaðhvort með kaupum eða leigja til langs tíma. Þá þarf að friða landið með því að girða það af því það er nefnilega svo, að aldagamlir at- vinnuhættir til sveita hafa tryggt vissum aðilum í landinu rétt um- fram aðra þjóðfélagsþegna. Þar er „blessuð“ sauðkindin, sem er rétt- hærri en annað búfé, í þeim skiln- ingi að um hana gildir ekki bann við lausagöngu. Spurning er: Hvernig er lagaumhverfi skóg- ræktar á Íslandi? Um skógrækt gilda lög sem að stofni til eru meira en hálfrar aldar gömul eða frá árinu 1955. Við skul- um skoða hvað skógræktarlögin segja:  Allur kostnaður af girðingum fellur sem sagt á skógareigandann, þann sem er að verjast ágangi sauðfjár. Mun kostnaður skipta hundruðum þúsunda miðað við hektara. Þá kveða lögin svo á:  Þessum ítarlegu ákvæðum hefur yfirleitt verið fylgt mjög illa eftir og eru því eins og hver annar dauður bókstafur í lagasafninu. Reynsla skógarmanna af við- skiptum við bændur og sauðfé þeirra er yfirleitt mjög slæm enda er ábyrgð bænda af skaðaverkum sauðfjár nánast engin. Kannski þessi girðingarákvæði séu meira ólög en góð lög sem þarf þá að breyta. Tiltölulega auðvelt ætti vera að samræma landslög um búfé og banna lausagöngu ekki að- eins hrossa og nautpenings, heldur einnig sauðfjár. Með því mættu bændur og sveitarfélög aftur spara stórfé í kostnaði við eftirlit sem og göngur og réttir. Því þarf að ráða bót á lagaumhverfi skógræktar. Skógrækt er mjög mikilvæg, ekki aðeins sem holl og góð tómstund heldur einnig nauðsynleg til að bæta umhverfi okkar. Skógrækt getur síðar orðið ekki aðeins til yndis og skjóls heldur einnig mjög mikilvægur atvinnuvegur lands- manna. Í Finnlandi hafa um 25.000 manns meginatvinnu sína í finnsku skógunum. Austur á Héraði eru nú um 100 mannár bundin skógrækt eða um 20% þeirra sem áætlað er að muni starfa í risaál- verinu á Reyðarfirði. Er þó ólíku saman að jafna þar sem hvert starf í álverinu kostar íslenskt samfélag hátt í allan árlegan kostnað ríkisins af skógrækt á gjörvöllu Íslandi. Betur væri að augu og eyru stjórn- málamanna mættu upp ljúkast, þó seint sé, um þessi mál. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á skógrækt en verið hefur. Og umfram allt: það þarf að bæta lagaumhverfi skógræktar, gera skógrækt eftirsókn- arverða og hvetja fleiri einstaklinga, fé- lög, fyrirtæki og sveitarstjórnir og aðra opinbera aðila að leggja meiri rækt við þessa merku starfsemi en verið hefur. Skógrækt og lausa- ganga sauðfjár Guðjón Jensson fjallar um skógrækt ’Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á skógrækt en verið hefur.‘ Guðjón Jensson Höfundur er fyrrverandi kennari og áhugamaður um skógrækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.