Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 20
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 104 fm 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi, íbúð 0104, auk sérstæðis í bílageymslu. Stórar og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á um 20 fm sólpall með skjólveggjum, vandað eldhús með innrétt. úr kirsuberjaviði og góðri borðaðstöðu. 2 rúmgóð herb. með góðu skápaplássi og baðherb. flísalagt í hólf og gólf með nuddbaðkari. Þvottaherb. innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni af sólpalli til suðvesturs. Verð 25,8 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13-16. Verið velkomin. Lómasalir 12 - Kópavogi Opið hús í dag frá kl. 13-16 SIGLINGASAMBAND Íslands og Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri, með styrk frá Avion Group, hafa í sumar gert stór- átak í að kynna börnum og ung- mennum á Norðurlandi sigl- ingaíþróttina. Á Húsavík, Dalvík og í Hrísey hafa verið haldin vikulöng námskeið og á fimmtudag hófst námskeið á Ólafsfirði. Einnig hafa verið haldnar kynningar á Rauf- arhöfn og á Kópaskeri og á myndinni sjást áhugasamir krakkar og ungmenni á Kópa- skeri forvitnast um seglbátinn hjá Rúnari Þór Björnssyni, for- manni Nökkva. Hann vonast til að margir muni ílengjast í sigl- ingum, þessari þrælskemmti- legu íþrótt. Morgunblaðið/Kristbjörg Siglingakappar framtíðarinnar Kópasker Landið | Suðurnes | Akureyri | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is LIONSKLÚBBURINN Fold færði Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) nýverið að gjöf, reiðhjól, útivist- arfatnað, sófa og fleira að verðmæti 300.000 kr. Allt kemur þetta að góðum notum fyrir börnin og unglingana. Myndin er tekin við afhendingu gjaf- arinnar. Færði BUGL gjöf Tómas Waage sendivísu með orð-unum: „Eftir japl og jaml og fuður lag- færðu landsfeðurnir kjör aldraðra svo við liggjum eftir móðir og vænt- anlega sáttir – eða hvað“: Nú þarf ekki lengur að þrátta þetta var leiðin til sátta þeir ölmusu réttu í okkur slettu krónum tólfhundruðfimmtíuogátta. Auðunn Bragi Sveins- son sendir vísur: Arngrímur í Atlanta er með hæstu skattana. Greiðir þá víst greiðlega; græðir áfram trúlega. Bankastjórar barma sér bratt við fjármagnsdaður. Flugstjórinn þeim fremri er fjáröflunarmaður! Leið til sátta pebl@mbl.is ♦♦♦ Seyðisfjörður | Í dag, laugardag, hefjast Norskir dagar á Seyðisfirði og 100 ára af- mæli símasambands við útlönd. Þetta er í 10. sinn sem Norskir dagar eru haldnir en standa nú leng- ur en áður vegna tengsla við afmæli land- töku sæsímans. Helstu viðburð- ir daganna nú verða norskt setur, tón- leikar, kvik- myndahátíð, eldsmíði, og árleg bæjarhátíð. Auk þess bjóða Seyðfirðingar í kaffi af sinni víð- frægu gestrisni meðan á norskum dögum stendur; þar sem norsk veifa er úti í garði er gestum og gangandi boðið í kaffi og spjall. Norskir dagar verða settir kl. 21 í kvöld við Lónið og fer þar fram kertafleyting til minningar um látna Seyðfirðinga. Á morgun, sunnudag verður lagður blómsveigur að minnisvarðanum um at- hafnamanninn Otto Wathne kl. 13. Dagskráin rekur sig svo fram eftir allri næstu viku, m.a. verður norskt setur í Herðubreið, þar sem finna má bækur og myndir frá Noregi, Bláa kirkjan býður eins og alltaf á miðvikudögum yfir sumartím- ann upp á góða tónleika, norska að þessu sinni og Norðurgatan fyllist af lífi fimmtu- dag og föstudag þar sem músíkantar lífga upp á tilveruna er líða tekur á daginn. Tækniminjasafn Austurlands verður op- ið alla daga frá kl. 11–17 og má geta þess að föstudaginn 25. ágúst nk. verður afhjúp- aður þar minnisvarði um komu sæstrengs- ins árið 1906, auk þess sem ný sýning verð- ur þá opnuð í safninu. Nánari upplýsingar um hina fjölbreyttu dagskrá á Seyðisfirði má finna á vefslóðunum www.seydis- fjordur.is og www.tekmus.is. Norskir dag- ar á Seyðis- firði í 10. sinn 14. ÁRSÞING Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, verður haldið í Húna- þingi vestra að Gauksmýri, 25. og 26. ágúst nk. Ársæll Guðmundsson, formaður SSNV, setur þingið kl. 10 á föstudag. M.a. halda er- indi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, Signý Ormarsdóttir, menningar- fulltrúi menningarráðs Austurlands, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Þing SSNV í Húnaþingi „Vantar þig fjórhjóladrifinn bíl til að kom- ast eftir götum bæjarins?“ segir í smáaug- lýsingu í Dagskránni, sem gefin er út á Austurlandi. Auglýsandinn hittir þar nagl- ann á höfuðið því götur Egilsstaðabæjar hafa sjaldan verið í jafnslæmu ástandi og í ár. Bæjarbúar eru verulega fúlir yfir þessu og ferðamenn gapandi. Bæjarstjórn ákvað fyrr í sumar að leggja aukafjárveitingu í gatnaviðgerðir, en svo bilaði malbikunarstöð fyrirtækis er sjá átti um verkið og end- urbætur hafa því dregist úr hófi.    Svo tuðað sé áfram um ásýnd og ástand í bænum verður að segjast eins og er að tjald- svæðið á Egilsstöðum er algerlega óvið- unandi. Það er til hreinnar skammar að bjóða ferðamönnum upp á jafnlaka aðstöðu og þar er og fólk sem hafði Egilsstaði sem náttstað á ferðalögum til margra ára skirrist við að koma og fer eitthvað allt annað. Gras- flatir eru skelfilegar og þjónustuaðstaða klén. Starfsmenn tjaldsvæðisins gera sitt allra besta miðað við léleg skilyrði en málið er að það geldur fyrir að vera á landi sem skv. nýju miðbæjarskipulagi breytist brátt í byggingarland. Ekki er búið að ákvarða hvert tjaldsvæði bæjarins verður flutt, þótt ýmsar hugmyndir séu á lofti. Á meðan fær það að drabbast niður og menn vilja trauðla leggja peninga í eitthvað sem er að fara – bráðum eða einhvern tímann.    Hins vegar er til fyrirmyndar að víða er bú- ið að gera göngustíga í nýjum hverfum, leggja gangstéttir þar sem þeirra er þörf og krakkarnir í vinnuskólanum og bæjarstarfs- menn hafa haldið bænum snyrtilegum í sumar, bæði með ruslatínslu og umhirðu gróðurs.    Þá er það hinn árlegi veruleiki Egils- staðabúa: Þú ferð alls ekki út að versla á föstudögum því svo mikið er af ferðamönn- um að biðraðir eru endalausar og búðirnar oftar en ekki uppiskroppa með bráðnauð- synlega vöruflokka. Þú ferð heldur ekki í sjoppuna, enga þeirra, því þær eru líka full- ar af ferðafólki. Þú verslar fyrri hluta vik- unnar, um leið og búðirnar eru opnaðar og tekur sömuleiðis bensín og svo reynirðu bara að forðast ösina í miðbænum eftir bestu getu. Mikið er samt gaman að hafa svona líflegt í bænum. Hressir, bætir og kætir. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.