Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Útsala Síðustu dagar útsölunnar Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Útsölulok Nýjar vörur í Bæjarlind Dúndur-útsala í Eddufelli Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 ...eftir þínu höfði Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is Frumlegur vínkælir Póstsendum Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is 20% afsl. af heimakjólum Ný búð á nýjum stað Ný sending Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSÖLULOK VERÐHRUN MARK WEBBER, Formúlu 1-öku- maður, var staddur hér á landi í gær á vegum Baugs Group til að færa börnum á Barnaspítala Hringsins leikföng frá Hagkaupum og svo til að afhenda verðlaun í „Pit Stop“-keppni sem haldin var í Smáralindinni í gær. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Webber að máli yfir kaffibolla í Smáralindinni, áður en atvinnuöku- maðurinn fór aftur úr landi til að hefja undirbúning fyrir næstu keppni í Formúlu 1 sem verður hald- in í Tyrklandi 26.–27 ágúst næstkom- andi. Mark sagði að dagurinn hefði ver- ið góður, það væri gott að sjá börnin gleðjast. „Þessi börn eiga erfiðan veg framundan. Maður fær alltaf sam- viskubit þegar maður þarf að fara en það er mikilvægt bæði fyrir foreldra og börn að gleyma stund og stað þótt ekki sé nema í stuttan tíma.“ Börnin fengu gjafir afhentar sem þau höfðu sérstaklega óskað eftir en Mark tók einnig þátt í Playstation keppni fyrr um daginn þar sem hann keppti við fimm heppna þátttakendur í leiknum Formula One 2007. Er til í 24 stunda kappakstur að vetri til á Íslandi Mark Webber hefur ekki bara keppt í Formúlu 1 heldur einnig keppt í 24 tíma kappakstri á Le Mans og með það í huga viðraði blaðamaður þá hugmynd við hann að keppa í slíkum kappakstri á Íslandi en þá væri keyrt t.d. um sumartím- ann í björtu í heilan sólahring, „Það væri frábært, eða bara á hinn veginn, 24 tíma í myrkri. Ég hef keppt í 24 tíma kappakstri áður á kappakst- ursbílum, körtum og á fjallahjólum og það er mjög langur tími en þetta er líka mjög heillandi. Ég nýt þess eiginlega meira að fá að keppa í myrkri. Það er svo allt öðruvísi, mað- ur sér öll ljósin og skilningarvitin skerpast öll – maður finnur jafnvel ilminn af grilluðum mat í nágrenninu og maður hefur miklu meiri einbeit- ingu og því tekur maður eftir ýmsu sem maður myndi ekki taka eftir í kappakstri í dagsbirtu.“ Akstursþjálfun mikilvægust umferðaröryggi Verandi atvinnuökumaður hefur Mark Webber mikla reynslu í akstri ýmiskonar ökutækja en líka skoðanir á því hvað skiptir máli þegar rætt er um umferðaröryggi. „Góð aksturs- þjálfun er eitt það mikilvægasta hvað umferðaröryggi varðar. Flestir öku- menn gera sér enga grein fyrir því hvað bílar geta verið hættulegir ef ekki er farið rétt með þá. Bílar eru orðnir svo góðir að fólk setur bara á sig beltið og finnur til mikillar örygg- istilfinningar, það upplifir sig alveg öruggt en það getur samt stórslasast í óhappi. Fyrir 30–40 árum fannstu miklu meira fyrir bílnum, það var meira vindgnauð, mjórri dekk og slíkt og fólk var meira meðvitað um hve bílar geta verið hættulegir. T.d. ef þú ekur á blæjubíl eða sportbíl finnur þú meira fyrir umhverfinu og fyrir bílstjóra snýst þetta um að vera meðvitaður um umhverfið. Það ger- ist t.d. oft í Ástralíu að fólk hreinlega keyrir beint út af vegum og á tré án þess að bremsa, það hreinlega sofnar við stýrið á breiðum og beinum vegi því það er ekkert að gerast. Það er auðvelt að segjast vilja lækka hámarkshraða og það er líka alveg í lagi en þróunin er öll á skjön. Bílar, dekk og bremsur verða sífellt betri en hraðatakmarkanir eru samt á niðurleið. Áður voru engar hraða- takmarkanir og bílarnir voru eins og skókassar hvað öryggi varðar. Fólk er farið að hafa það svo þægi- legt og flestir vilja hafa sem minnst fyrir hlutunum. Í gamla daga gat hver sem er bakkað bíl með aftaní- vagni t.d. en í dag leggur fólk bara í þrjú stæði í staðinn svo það þurfi ekki að bakka. En svona er heim- urinn í dag.“ Vill bíla sem geta bremsað og beygt Mark sagðist yfirleitt vera rólegur ökumaður en hann á sér þó sína uppáhaldsbíla og jafnvel uppáhalds- vegarspotta. „Ég vil bíl sem er létt- ur, t.d. Subaru WRX, Mitsubishi Lancer Evolution, Porsche bíla t.d. 911, ég vil bíl sem getur bremsað og beygt ekki stóra hlunka. Mátulegt afl en léttur bíll, góðar bremsur og góðir aksturseiginleikar er það sem ég vil.“ Spurður um hans uppáhalds- veg segir Mark að Alparnir séu skemmtilegastir í keyrslu og hann myndi velja sér einhvern af áð- urnefndum bílum til að takast á við beygjurnar þar en kannski blæjubíl ef veður væri gott. Hlakkar til að fara til Red Bull Racing Á næsta ári mun Mark keppa fyrir Red Bull Racing Formúlu 1-liðið við hlið Davids Coulthard en hann sagði núverandi keppnisár ekki hafa geng- ið vel með Williams. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel en ég hef ekki fengið tækifæri til að klára keppni og ef ég ætti að halda þessu áfram myndi ég sennilega missa hvatn- inguna og það er ekki gott fyrir mig eða þá sem ég er að vinna fyrir. Þannig að þetta fæ ég fyrir næsta sumar og ég er bara tilbúinn í það.“ Spurður um hvort hann sé ágeng- ur í akstri sínum svaraði Mark; „Já, fólk segir þetta um mig en þegar ég sit í bílnum finnst mér það ekki. Auð- vitað strýkur maður öðrum öku- mönnum stundum öfugt og maður er alltaf í þeirri stöðu að vera að berjast við aðra ökumenn sem stundum eru á hraðskreiðari bílum. Ég hef slegist einna mest við Kimi [Raikkonen] og fyrir stuttu tók ég slag við Michael [Schumacher]. Nokkra góða slagi hef ég líka tekið við Fernando Alonso. Svo fer maður bara heim strax eftir keppni til að ná sér niður. Venjulega förum við strax eftir keppni og maður vill sofa í rútunni eða í fluginu en maður getur það ekki því maður er ennþá fullhlaðinn af orku. Mér finnst fínt að komast heim, hitta hundana mína, fá mér ristað brauð og horfa á sjónvarpið, það virkar best til að slappa af eftir keppni. Reiknar með að koma aftur til Íslands Mark segist ekki hafa mikinn tíma til að skoða landið í þetta skiptið en hann vildi þó gjarnan fá tækifæri seinna meir til að fá nokkra ástralska vini sína hingað í heimsókn. „Ástralía er eiginlega eins langt frá Íslandi og hægt er, ég talaði við vin minn í morgun og sagði honum að ég væri á Íslandi og hann hváði bara.“ Þó gaf hann sér tíma í hjólreiðatúr á fjalla- hjólum þegar hann kom til landsins í fyrra en hann er mikill hjólamaður og hefur áður sagt að ef hann væri ekki í Formúlu 1 þá myndi hann keppa á reiðhjólum. Hann gæti vel hugsað sér að taka annan slíkan hjól- reiðatúr á landinu næst þegar hann kemur. Þegar viðtalinu var lokið missti blaðamaður út úr sér að hann hefði áform um að fara aftur í heimsókn á Nordschleife-brautina við Nurburg- ring og þá sagði Mark; „Hmm, þar hefur þú það – það er reyndar alveg örugglega besti vegarspotti í heimi. Alveg ótrúleg braut. Ég er búinn að koma þangað oft. Það eru líklega ekki fleiri en 6–7 manneskjur í heim- inum sem þekkja þessa braut mjög vel og mig minnir að þetta séu um 140 beygjur. Ótrúlegur staður.“ seg- ir Mark Webber að lokum áður en hann hverfur á braut til að afhenda verðlaun til sigurvegaranna í „Pit Stop“-keppninni sem fram fór á sama tíma í Smáralindinni. Þar fer jarðbundinn og viðkunnanlegur maður sem augljóslega er með bar- áttuþrekið í lagi. Mark Webber, Formúlu 1-ökumaður, í heimsókn á Íslandi Vill keppa í myrkri á Íslandi Morgunblaðið/Eyþór Ökumaðurinn Mark Webber í Smáralindinni. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.