Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 43
Húsbílar
Tilbúinn í ferðalagið! Mercedes
Benz 307D '83, ek. 218 þús. km.
Vaskur, helluborð og svefnpláss
fyrir 3-4. Ný topplúga, rafgeymir
o.fl. Skoðaður '06. Nánari upplýs-
ingar í síma 661 0222 - Ármann.
Mótorhjól
Suzuki Savage 650 árg. '93 til
sölu. Hjól í toppstandi. Ekið 16 þ.
km. Ný dekk, bremsuborðar að
framan og rafgeymir. Létt og lip-
urt hjól sem auðvelt er að aka.
Verð 320 þúsund. S. 868 8294.
Smáauglýsingar 5691100
✝ Steinunn Indr-iðadóttir fædd-
ist í Efsta-Dal í
Laugardal 20. júní
1918. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 29. júlí síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Indriði Guðmunds-
son frá Kjarnholt-
um, f. 15. ágúst
1877, d. 8. febrúar
1950, og kona hans
Theodóra Ás-
mundsdóttir frá
Efsta-Dal, f. 25.
apríl 1884, d. 8. febrúar 1967.
Systkini Steinunnar eru: Ingvar,
f. 15. apríl 1913, d. 1986; Magn-
hildur, f. 17. apríl 1914, d. 1992;
Auðbergur, f. 12. apríl 1915, d.
1983; Vilmundur, f. 13. apríl
1916, d. 1999; Guðný, f. 10. júlí
1921; og (Magnhildur) Hulda, f.
6. september 1924, d. 1977.
Steinunn fluttist tveggja ára
með fjölskyldu sinni að Arnar-
holti í Biskupstungum, þar sem
hún bjó fram á fullorðinsár, en
síðan flyst hún til Reykjavíkur.
Hinn 25. október 1945 giftist
Steinunn Ólafi Markúsi Krist-
jánssyni, f. 26. febrúar 1907 í
Reykjarfirði í Reykjarfjarðar-
hreppi, d. 24.
mars 1972. Börn
þeirra eru: 1)
Indriði Theodór,
f. 11. maí 1948,
fyrri kona hans
var Jóna Sigríður
Ólafsdóttir, f. 7.
janúar 1947, d. 1.
febrúar 1996.
Dætur þeirra eru
Steinunn Ósk, f.
8. maí 1968, Anna
Berglind, f. 26.
maí 1969, og
Guðný Halldóra,
f. 12. ágúst 1979.
Síðari kona Indr-
iða er Sylvía Rossel, f. 26. sept-
ember 1972. Börn þeirra eru
Kristján Bjarni, f. 16. júní 2002,
María Sif, f. 21. júlí 2004, og
Tómas Már, f. 1. júlí 2006. 2)
Ragnhildur Kristín, f. 2. sept-
ember 1953, maki Ægir Ár-
mannsson, f. 1. september 1954.
Börn þeirra eru Íris Dögg, f. 9.
september 1976, og Ólafur Már,
f. 27. mars 1981.
Sambýlismaður Steinunnar
frá 1980 var Þórhallur Á. Þor-
láksson, f. 27. nóvember 1923, d.
5. nóvember 2005.
Útför Steinunnar var gerð frá
Fossvogskapellu föstudaginn 4.
ágúst.
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Eftir margar og góðar samveru-
stundir, elsku amma mín, skiljast
leiðir okkar. Þegar mér er hugsað
til þín er frá svo ótal mörgu að
segja. Fyrstu árin mín bjó ég á
Rauðalæknum hjá þér með
mömmu og pabba. Þegar ég var
með ömmu var alltaf nóg að gera,
allt frá því að baka pönnukökur til
þess að vera að prjóna undur
hennar leiðsögn, það var eitt af
ótalmörgu sem hún amma kenndi
mér. Alltaf var hún viljug til að
kenna mér og miðla af reynslu
sinni.
Eitt af því sem stendur upp úr
eru ferðalög okkar í Landeyjarnar
á Þúfu til Indriða frænda. Þá var
amma búin að útbúa nesti og djús
á brúsa og við brunuðum af stað á
fína bílnum hans Þórhalls. Á með-
an Þórhallur keyrði þuldi amma
svo upp flestalla bæi og kirkjur
sem við keyrðum framhjá. Eftir
góðan dag á Þúfu var svo haldið til
baka og þá hlýddi amma okkur yf-
ir það sem hún hafði sagt á aust-
urleiðinni.
Árið 1990 flutti amma á Skúla-
götuna og þangað heimsótti ég
hana oft eftir skóla og í pásum.
Áttum við þá góðar stundir saman
og ræddum um heima og geima.
Já, hún amma mín var yndisleg
kona með stórt hjarta, góðan faðm
og hlýjar hendur sem leiddu mig í
gegnum mín æsku- og unglingsár.
En nú er komið að kveðjustund.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér, endalausa hlýju
og fallegt bros.
Þú munt alltaf eiga stað í mínu
hjarta þar sem ég geymi allar okk-
ar dýrmætu stundir.
Farðu í friði, elsku amma mín, á
vit guðs og góðu englanna.
Vertu yfir og allt í kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Þín
Íris Dögg.
Elsku Steina frænka, það var
fallegur dagur þegar þú kvaddir
þennan heim. Á svona stundu rifj-
ast upp margar minningar sem
manni þykir vænt um. Þú varst
mér alltaf svo góð og faðmur þinn
einstaklega hlýr, þú varst alltaf
eins og amma mín.
Þær eru ófáar minningarnar af
Rauðalæknum. Við mæðgurnar
vorum svo lánsamar að eiga þig að
hvenær sem var, alltaf gátum við
leitað til þín. Alla mína barna-
skólagöngu gat ég komið við á
Rauðalæknum og fengið heitan
mat í hádeginu hjá þér. Lifrar-
pylsa og hrossakjöt voru í miklu
uppáhaldi hjá mér og þú sást til
þess að ég fengi það reglulega.
Það var reglulega gott að vera hjá
ykkur Þórhalli og oft sátum við
þrjú saman við borðstofuborðið og
lögðum kapal og höfðum gaman af.
Margar voru ferðir okkar austur á
fínu bílunum hans Þórhalls. Alltaf
höfðum við með okkur smurt nesti
og höfðum það virkilega skemmti-
legt á leiðinni þar sem þú sagðir
mér nöfnin á öllu sem varð á vegi
okkar hvort sem það var lækur, á,
fjall eða bær, þú kunnir þetta allt
saman, hvort sem ferðinni var
heitið í Efstadal, Drumboddsstaði
eða að ógleymdri Þúfu. Alltaf
varst þú að kenna mér og minnist
ég þess þegar þú kenndir mér að
prjóna, ég framleiddi nú ekki
sokka og vettlinga eins og þú en
ég naut góðs af myndarskap þín-
um og börnin mín seinna meir.
Elsku Steina frænka, mig langar
að þakka þér fyrir að hafa verið
mér svona góð alla tíð. Árin hjá
þér voru orðin ansi mörg og nú
tekur eitthvað annað við.
Hvíl þú í friði. Megi guð vera
með þér.
Þín frænka,
Ásta Dóra.
STEINUNN
INDRIÐADÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög - mælt í To-
ols/Word Count). Ekki er unnt að
senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án
þess að það sé gert með langri
grein.
Undirskrift Höfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningar-
greinar