Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 23 MINNSTAÐUR Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. * Eingöngu innan kerfis Símans SUMARTILBOÐ Á SAMSUNG SÍMUM 5KR. SMS&MMS ALLARHELGAR Í SUMAR * Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku- stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. 14.980kr. SAMSUNG X650 Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum í gegnum blátannarbúnað. 37.980kr. SAMSUNG D820 * Eingöngu innan kerfis Símans ÁRBORGARSVÆÐIÐ ÍBÚAR í Laugardælahverfi, sem eru um 30 talsins, hafa sótt um að jörðin Laugardælir verði sameinuð sveitarfélaginu Árborg. Laugar- dælir eru austan Ölfusár og liggja að sveitarfélagamörkum Árborgar þar sem mjólkurbú MS og ýmis önnur fyrirtæki eru. Jörðin til- heyrir nú sveitarfélaginu Flóa- hreppi og var áður í Hraungerð- ishreppi. Flóahreppur varð til á liðnu vori við sameiningu Gaul- verjabæjarhrepps, Hraungerð- ishrepps og Villingaholtshrepps. Íbúar hreppanna þriggja voru samtals 526 hinn 1. desember síð- astliðinn. Eðlileg þróun Haraldur Þórarinsson, tals- maður íbúa Laugardæla, sagði að- alástæðuna fyrir því að Laug- ardælir vildu færa sig milli sveitarfélaga vera að þeir sæktu nú mestalla sína þjónustu til Ár- borgar en mun minna til Flóa- hrepps, enda byggju þeir innan við einn kílómetra frá Árborg. Börn frá bænum sækja ýmist skóla í Flóahreppi eða í Árborg. „Okkur finnst þetta eðlileg þróun,“ sagði Haraldur. Byggðin á Selfossi (Árborg) er komin að landamerkjum jarð- arinnar. Haraldur sagði að byggð- in mundi óhjákvæmilega þróast í austurátt, inn á land Laugardæla, hvort sem bærinn flyttist milli sveitarfélaga eða ekki. „Byggðin mun eftir sem áður koma hingað en það sem skiptir máli er að skipulagsmálin verði á einni hendi. Að það verði ekki farið að reisa hér tvö samfélög og ekki verði árekstrar í skipulagsmálum. Það er stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins að mynda heildstæða byggða- og þjónustukjarna og þetta fellur undir það.“ Viðræður ekki hafnar Erindi Laugardæla var lagt fram í sveitarstjórn Flóahrepps 5. júlí síðastliðinn. Í framhaldinu var skipuð þriggja manna nefnd, tveggja sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra, til að ræða við íbúana. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að viðræður væru ekki hafnar. Væntanlega fundaði nefndin með íbúum Laug- ardæla þegar sumarfríum lyki í september. Hún mundi m.a. ræða hvað lægi að baki erindinu. „Það kemur ekkert fram í er- indinu hvað liggur að baki, af hverju þeir fara fram á þetta,“ sagði Aðalsteinn. En er ekki erfitt að standa gegn eindregnum vilja íbúa Laugardæla, þótt Flóahreppur muni augljóslega missa spón úr aski sínum við að jörðin og íbúarnir færist í annað sveitarfélag? „Við hljótum að verða að hafa heildarhagsmuni sveitarfélagsins fyrst og fremst að leiðarljósi, en auðvitað hlustum við á alla íbúa og reynum að koma til móts við þeirra óskir,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði enn fremur að þessu máli þyrfti að gefa þann tíma sem það þyrfti, enda enginn asi á mönnum í því. Árborg myndi fagna auknu landi Stefanía K. Karlsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sagði að málið kæmi ekki til kasta bæjarstjórnar Árborgar nema sveitarstjórn Flóa- hrepps samþykkti að verða við ósk landeigenda Laugardæla. Sam- þykki stjórna beggja sveitarfélag- anna þyrfti til að breyta mörkum þeirra. Hún sagði hins vegar að sveitarstjórnarmenn í Árborg hefðu sýnt því mikinn áhuga að Laugardælir sameinuðust Árborg. Það væri því engin hindrun Ár- borgarmegin fyrir sameiningu. „Ég held að fyrir þeim í Laug- ardælum vaki mikil uppbygging á landi sínu, bæði íbúðabyggð og lóð- ir fyrir atvinnustarfsemi. Landið liggur að Árborg og byggðin er komin að landamerkjunum,“ sagði Stefanía. Hún sagði einnig að Ár- borg myndi fagna því að fá aukið landrými á þessu svæði til skipu- lagningar í austurátt í framhaldi af núverandi landnotkun Árborgar. „Við eigum enn talsvert af landi fyrir íbúðarhúsalóðir en hefðum viljað hafa fleiri valkosti í lóðum fyrir atvinnurekstur. Það er mikil eftirspurn eftir atvinnulóðum og við vildum gjarnan eiga úr meira landrými að spila fyrir atvinnu- starfsemi,“ sagði Stefanía. Bæði hafa ný fyrirtæki, sem ekki eru nú með starfsemi í Árborg, óskað eft- ir nýjum atvinnulóðum og eins hafa fyrirtæki sem fyrir eru óskað eftir auknu landrými fyrir starf- semi sína. Áform eru uppi um byggingu stórra verslanamiðstöðva og eins hafa stórverslanir á borð við Rúmfatalagerinn óskað eftir lóðum. „Fyrirtæki virðast sjá hag sinn í að koma hingað,“ sagði Stefanía. „Hér er hagkvæmt að vera að mörgu leyti. Við höfum hingað til getað annað eftirspurn eftir at- vinnulóðum og land Laugardæla yrði spennandi viðbót við núver- andi lóðaframboð Árborgar.“ Stefanía sagði að uppbygging íbúðarhverfa væri kostnaðarsöm. Auk þess að leggja götur og veitu- kerfi þyrfti að byggja skóla, bæði grunn- og leikskóla, svo nokkuð væri nefnt. Miklar framkvæmdir hafa verið á Selfossi og á næsta ári verður lokið við byggingu Sunnulækjar- skóla í suðurbyggð Selfoss. Í haust verður opnaður nýr leikskóli og annar er kominn á teikniborðið. Íbúum hefur fjölgað langt umfram öll meðaltöl undanfarin tvö ár og því fylgir ör uppbygging þjónustu. Ný Ölfusárbrú fyrirhuguð í landi Laugardæla Fyrirhuguð er bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá rétt austan við núverandi mörk Árborgar og Flóa- hrepps. Stefanía sagði að því lægi í hlutarins eðli að byggðin og ekki síst atvinnustarfsemin þróaðist í austurátt frá Selfossi meðfram þjóðveginum. Brúin er ekki komin á vegaáætlun, en Stefanía sagði liggja í augum uppi að nýrrar brú- ar yfir Ölfusá væri þörf. „Allir sem eiga leið hér um þekkja umferðaröngþveitið sem oft skapast við gömlu Ölfusárbrúna og vegina að henni. Það er verið að skoða alla möguleika sem eru til að flýta framkvæmdum við nýja brú, hvort sem hún verður byggð í einkaframkvæmd eða á vegaáætl- un.“ Ný brú mun ekki leysa gömlu brúna við Selfoss af hólmi, en létta mjög á umferð yfir hana. „Þessi gamla brú, sem orðin er meira en 100 ára gömul, ber ekki þennan fjölda bíla. Afkastageta hennar og gatnakerfisins að brúnni er ekki næg. Hér eru reglulega miklir um- ferðarhnútar,“ sagði Stefanía. Íbúar Laugardæla vilja sameinast Árborg             1#   5  +-   '>Q  R )& & S R (  B 5 A K8 G7 E8C 65087  $ „HANN er rétt tæpir fjórir metr- ar,“ segir Þórarinn Sigvaldason, en hann og félagar hans smíðuðu risa- gítar, nákvæma eftirlíkingu af Fender Telecaster og er hann nú til sýnis á Handverkshátíðinni sem stendur yfir á Hrafnagili. Félagar Þórarins eru þeir Jón Adolf Steinólfsson, Sigurþór Stef- ánsson, Stefán Ívar Ívarsson og Örvar Franz Ægisson. Einstakir er nafnið sem þeir gáfu félagssskap sínum, „þetta er hópur útskurð- armanna, flestir eru í Kópavogi, en við erum allir af suðvesturhorn- inu,“ segir Þórarinn. Félagarnir voru um þrjá mánuði að smíða gítarinn, hittust einu sinni til þrisvar í viku og unnu að verk- efninu. „Þetta var mikil vinna, en skemmtileg, við höfðum held ég all- ir gaman af því að fást við þetta verkefni.“ Gítarinn hefur vakið mikla at- hygli sýningargesta, „það stoppa allir við básinn okkar og skoða gripinn, hann vekur feikna at- hygli,“ segir Þórarinn hinn ánægð- asti með árangurinn. Félagarnir, Einstöku fengu til sín þekktan ítalskan útskurðarmeist- ara sem sagði þeim til „og hann kemur aftur til okkar, hann er svakalega klár, við höfum lært mik- ið af honum,“ segir Þórarinn. Gítarinn var sérstaklega smíð- aður fyrir handsverkshátíðina, enda er þema hennar að þessu sinni tónlist. En hvað á að gera við gít- arinn þegar sýningin verður tekin niður annað kvöld, sunnudags- kvöld? „Ég bara veit það ekki, hef ekki hugmynd, við vorum svona hálfpartinn að gæla við að einhver myndi kaupa hann,“ svarar Þór- arinn, sem kvaðst þó ekki hafa glóru um hvernig verðleggja ætti gripinn, „efnið í hann kostaði um 80 þúsund,“ segir hann. Fjögurra metra Fender-gítar á handverkshátíð Morgunblaðið/Margrét Þóra Risagítar Þeir eru sex saman í félagi sem kallast Einstakir, sem smíðuðu þennan Fender-gítar, sem verður til sýnis á handverkshátíðinni á Hrafna- gili um helgina. Andri, sem var einn sýningargesta, stendur hjá en til hliðar er gítar af venjulegri stærð. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.