Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá samkomulagi við Penguin-forlagið um útgáfu á bók Hugleiks Dagssonar, Forðist okkur. Penguin mun gefa bókina út á ensku í Bretlandi í haust og síðar í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og mun sjá um markaðssetningu bókarinnar í þessum löndum. Penguin hefur einnig keypt útgáfurétt á bókinni fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu og mun annast sölu útgáfuréttar til annarra landa. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir að aðdragandinn að samn- ingnum hafi verið ótrúlegur. „Þetta eru stór- kostleg tíðindi. Fjórum dög- um eftir að við gáfum bókina út á ensku kemur tölvu- póstur frá Penguin. Þeim áskotnaðist eintak frá Breta sem hafði komið til Íslands þegar bókin var gefin hér út. Hann afhenti Alex Clarke útgáfustjóra Penguin bókina og á einum sólarhring ákvað hann að Penguin yrði að gefa hana út.“ Að sögn Egils nefndi Clarke að Forðist okkur væri verk eftir snilling og eitt það fyndnasta sem hann hefði séð í mörg ár. „Það er mikil viðurkenning að fá verk sitt gefið út hjá jafnvirtu og stóru forlagi og Penguin. Möguleik- arnir sem þetta geta fært Hugleik eru gríðar- legir. Það verður mikið lagt í kynningu og markaðssetningu.“ Egill veit ekki til þess að Ís- lendingur hafi áður skrifað undir hjá Penguin. E.t.v. muni forlagið gefa út fleiri bækur eftir Hugleik en það muni ráðast af þessari útgáfu. Breyttur titill Hugleikur fær fyrirframgreiðslu frá Penguin og höfundarrétt í tengslum við sölu bókarinnar. „Ég veit í raun ekki hverju þetta mun breyta fyrir mig á þessu stigi málsins og það á eftir að ákveða margt í sambandi við útgáfuna. Ég lifi eingöngu á listsköpun í dag en þessi samningur veitir mér aukið öryggi,“ segir Hugleikur og nefnir að útgáfan leggist vel í sig og að hann sé bjartsýnn á framhaldið. „Ég er mjög ánægður með að þetta sé að koma út erlendis. Það væri gaman að fá að fara eitthvað út í tengslum við útgáfuna en það hefur ekkert verið ákveðið end- anlega með það.“ Á Íslandi hét enska útgáfan Avoid us en erlendis mun bókin heita Should you be laughing at this? „Ég er búinn að vera í miklu sambandi við Alex Clarke útgáfustjóra og við erum búnir að rökræða ýmislegt. Fyrst leist mér illa á þennan titil. Ég hugsa mig allavega svona 20 til 30 sinnum um áður en ég samþykki eitthvað sem markaðsfræðingar koma með. En þetta verður titillinn. Þetta er eflaust voða við- eigandi fyrir breska lesendur. Ég er búinn að sjá hvernig bókin mun líta út. Þetta er mjög smekklegt og fallegt. Þetta leggst vel í mig.“ Penguin gefur út bók Hugleiks Dagssonar Hugleikur Dagsson Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is HÓLAHÁTÍÐ var sett í gær í tilefni af 900 ára af- mæli staðarins. Við upphaf hátíðarinnar fyrir há- degi í gær var haldið málþing um Auðunarstofu, en eftir hádegi tóku handverksmenn til starfa og smíð- uðu bæði úr viði og járni. Málþingið fyrir hádegi þótti heppnast vel og var þétt setinn bekkurinn í sal Auðunarstofu. Sigríður Sigurðardóttir safnvörður sagði að þingið hefði í raun haft tvíþættan tilgang. Það væri endapunktur á því samvinnuverkefni Íslendinga og Norðmanna að reisa Auðunarstofu, en það verkefni hófst fyrir fimm árum og í samningi var gert ráð fyrir að á af- mælisári 2006 yrði verki lokið með málþingi um stofuna, en einnig yrðu námskeið í því handverki sem notað var við gerð hennar. Hins vegar væri þetta þing einnig upphaf að samvinnuverkefni, sem væri í þann mund að hefjast, en að því kæmu Byggðasafn Skagfirðinga, Hólaskóli og Hólarann- sóknin og síðast en ekki síst Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. | Lesbók Morgunblaðið/Björn Björnsson Hólahátíð var sett í gær VERÐBÓLGA í ágústmánuði er 8,6% samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í gær. Verðbólga hefur ekki verið hærri á yf- irstandandi verðbólguskeiði og hefur í raun ekki verið hærri síðan í janúar 2002 þegar hún var 9,4%. Þó eru nú mörg jákvæð teikn á lofti og ber þar fyrst og fremst að nefna að fasteignaverð lækkaði á milli mánaða og bendir fátt til þess að sú þróun muni breytast á næstunni. Þannig dró fasteignaverð úr hækkun vísitölu neysluverðs og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem það gerist eins og kemur fram í Tilefni greiningardeild- ar KB banka. | 14 Húsnæðis- verð hægir á vísitölunni VERKTAKAFYRIRTÆKIN Im- pregilo, Suðurverk og Fosskraft eru byrjuð að undirbúa brottflutning búnaðar, þar sem ýmsum verkþátt- um Kárahnjúkavirkjunar er lokið eða við það að ljúka. Svo dæmi sé tekið er Impregilo bú- ið að taka niður búnað innan lónstæð- is Hálslóns, svo sem grjótmulnings- stöð og steypustöð og mun halda áfram í haust, þó að ekki sé byrjað að flytja tæki úr landi. TBM 1-borinn lýkur sínu verki í lok mánaðarins og verður þá byrjað að rífa hann í sund- ur til útflutnings, en slíkt tekur um 3 mánuði og TBM 3 á að ljúka sínu í nóvemberbyrjun. Fosskraft afhendir sinn verkhluta við stöðvarhúsið í lok mánaðarins og Suðurverk lýkur Desjarár- og Sauðárdalsstíflum í haust. Lokahnykkur í stífluhönnun Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í kringum 20. september nk. og um 70% vinnu við Kárahnjúka- stíflu er nú lokið. Alþjóðleg ráðgjafarnefnd um hönnun stíflumannvirkjanna, sem hefur fylgst náið með framkvæmd- inni, kemur saman fyrir austan í næstu viku í síðasta sinn áður en Hálslón verður fyllt, til að hitta hönn- uði og ganga frá allra síðustu hönn- unarbreytingum og viðbótum sem settar hafa verið inn á verktímanum. Á milli 1.500 og 1.600 manns starfa nú að virkjunarframkvæmdinni og er um fjórðungur þess mannafla ís- lenskur. Meginþunginn í borverki neðanjarðar, Kárahnjúkastíflu og Hraunaveitu í vetur Verktakar byrjaðir að flytja búnað af virkjunarsvæðinu Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 68% vinnu við Kárahnjúkastíflu telst nú lokið. Hún verður ein af tíu stærstu stíflum heims.  Mest eftir | Miðopna HRAÐAR gengur en menn áttu von á að gangsetja ker í kerskála 3 í ál- veri Alcan í Straumsvík. Í gær var haldið upp á þann áfanga að búið er að endurgang- setja helming þeirra 160 kera sem í skálanum eru. Starfsmenn ál- versins í Straumsvík hafa unnið hörðum höndum að því að koma álfram- leiðslu aftur af stað í kerskálanum en hætta varð rekstri í júní vegna straumleysis í skálanum. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir að upphaflega hafi verið ráðgert að búið yrði að gang- setja öll ker skálans í nóvember en nú stefni allt í að skálinn verði kom- inn í almennan rekstur í september. „Starfsfólkið í kerskálunum hefur lagst á eitt við að leysa þetta og það hefur tekist frábærlega. Margir hafa lagt mikið á sig og án þess gengi þetta miklu hægar.“ Um fjögur ker á dag Til að mæta auknu vinnuálagi var starfsfólki í kerskálunum fjölgað og segir Hrannar að töluvert af starfs- fólki annarra deilda álversins hafi verið reiðubúið að færa sig milli deilda. Miklu hafi munað að ekki alls óreynt fólk hafi hafið störf í kerskál- unum vegna hins aukna álags. Í gær höfðu 80 ker verið gangsett af þeim 160 kerum sem eru í skála 3 og segir Hrannar að starfsmenn hafi gætt sér á köku af því tilefni. „Þetta hefur kallað á mikla vinnu og okkar fólk á mikið hrós skilið fyrir það sem það hefur verið að gera.“ Síðastliðnar vikur hafa u.þ.b. fjög- ur ker verið gangsett á hverjum degi og segir Hrannar að mikil vinna fylgi hverri gangsetningu. Fyrst og fremst þurfi að vakta kerin eftir að þau séu gangsett til að jafnvægi myndist í þeim og rafgreining álsins geti hafist. Hann segir skemmdirnar á kerunum sjálfum ekki hafa verið svo miklar og tækjabúnaður þeirra sé nokkuð óskaddaður. „Mesta vinn- an fer í að hreinsa upp úr kerunum og koma þeim í gang aftur,“ segir Hrannar. Eftir straumleysið sem varð í júní þurfti að gera við nokkur ker en afar lítið hefur verið um að endurbyggja þyrfti heilu kerin. Vel gengur að koma kerskála 3 í rekstur Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is EKKI er hægt að segja til um hversu lengi hertar öryggisreglur um handfarangur farþega flugvéla til Bandaríkjanna munu gilda. Vegna ótta í fyrradag um að far- þegaþotum yrði grandað í flugi frá Bretlandi til Bandaríkjanna ákvað ráðherra heimavarna í Banda- ríkjunum að efla bæri eftirlit með flugfarþegum sem flygju til Banda- ríkjanna. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þegar atvik verði sem leiða til hertrar öryggisgæslu hafi það verið reyndin síðustu ár að slíkar reglur hafi verið festar varanlega í sessi. | 4 Hertar reglur hafa fest í sessi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.