Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 21 MINNSTAÐUR q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog LANDIÐ Húsavík | Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra afhjúpaði á dögunum allsérstakt skilti um vita, sem m.a. var búið til úr rekaviði. Undirstöður þess sem eru úr járni koma úr einum hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar á Húsavík, þar sem þær þjónuðu áð- ur sem undirstöður fyrir togspil bátsins. Um er að ræða upplýsingaskilti um vita á Norðausturlandi sem stað- sett er á verbúðarþakinu á Húsavík. Skiltið var unnið af Norðursiglingu og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga í samvinnu við Siglingastofnun Ís- lands. Á því er yfirlitskort þar sem staðsetning fimmtán vita á Norð- austurlandi er sýnd, auk þess sem mynd og upplýsingar eru um hvern vita, en þeir eru staðsettir frá Gjögri í vestri að Digranesi við Bakkafjörð í austri og er vitinn í Grímsey þar á meðal. Vitar hafa lengi verið leiðarljós fyrir sjófarendur en þeir geta einnig verið leiðarljós eða áfangastaðir ferðafólks og annarra áhugasamra sem fara um landið, enda eru vitarn- ir gjarnan áberandi og staðsettir á áhugaverðum stöðum. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er þátttakandi í Strandmenningar- verkefni (NORCE) sem er sam- starfsverkefni á norðurslóðum. Þátt- takendur frá níu löndum starfa þar saman að tilteknum viðfangsefnum auk þess sem hvert svæði sinnir sér- stökum verkefnum sem falla að skil- greindum markmiðum verkefnisins. Einn þátturinn sem unnið er með á svæði AÞ eru vitarnir á þessu svæði og er skiltið sem samgönguráðherra afhjúpaði þannig einskonar fyrsti áfangi af „vitastíg“, sem unnið er með og kynntur verður sérstaklega á næsta ári. Með „vitastíg“ er átt við áhugaverða hugmynd að áfangastöð- um meðfram norðausturströndinni. Sumir vitanna eru staðsettir í eyjum og gefst þá um leið tækifæri fyrir þá sem gera út báta í ferðaþjónustu til að bjóða upp á siglingar að þeim eyj- um sem vitar eru á. Sturla Böðvarsson sagði m.a. í ræðu sinni við afhjúpun vitaskiltisins að það væri þjóðráð að byggja á vit- unum í sambandi við ferðaþjónustu og koma um leið í veg fyrir að hlut- verk þeirra gleymdist en þeir hefðu gegnt veigamiklu hlutverki hjá sjó- farendum hér á árum áður. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Upplýsingaskilti um vita afhjúpað Egilsstaðir | Úrskurðarnefnd sem starfar skv. lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir hefur úrskurðað að Heilbrigð- iseftirliti Austurlands hafi ekki verið heimilt að innheimta 30% hærra tímagjald fyrir eftirlit með tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju og virkjunum. Ítalski verktakinn Impregilo, sem byggir Kárahnjúkastíflu og borar aðrennslisgöng virkj- unarinnar, kærði Heilbrigðis- eftirlitið til nefndarinnar og gerðu Samtök atvinnulífsins jafnframt athugasemdir við þessa gjaldtöku seint á síðasta ári. Segir í úrskurði nefndar- innar að engin fordæmi finnist fyrir slíkri gjaldtöku og sam- bærileg ákvæði hvergi að finna í gjaldskrám annarra heilbrigð- iseftirlita. Máttu ekki rukka hærra tímagjald Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.