Morgunblaðið - 12.08.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 12.08.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 21 MINNSTAÐUR q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog LANDIÐ Húsavík | Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra afhjúpaði á dögunum allsérstakt skilti um vita, sem m.a. var búið til úr rekaviði. Undirstöður þess sem eru úr járni koma úr einum hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar á Húsavík, þar sem þær þjónuðu áð- ur sem undirstöður fyrir togspil bátsins. Um er að ræða upplýsingaskilti um vita á Norðausturlandi sem stað- sett er á verbúðarþakinu á Húsavík. Skiltið var unnið af Norðursiglingu og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga í samvinnu við Siglingastofnun Ís- lands. Á því er yfirlitskort þar sem staðsetning fimmtán vita á Norð- austurlandi er sýnd, auk þess sem mynd og upplýsingar eru um hvern vita, en þeir eru staðsettir frá Gjögri í vestri að Digranesi við Bakkafjörð í austri og er vitinn í Grímsey þar á meðal. Vitar hafa lengi verið leiðarljós fyrir sjófarendur en þeir geta einnig verið leiðarljós eða áfangastaðir ferðafólks og annarra áhugasamra sem fara um landið, enda eru vitarn- ir gjarnan áberandi og staðsettir á áhugaverðum stöðum. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er þátttakandi í Strandmenningar- verkefni (NORCE) sem er sam- starfsverkefni á norðurslóðum. Þátt- takendur frá níu löndum starfa þar saman að tilteknum viðfangsefnum auk þess sem hvert svæði sinnir sér- stökum verkefnum sem falla að skil- greindum markmiðum verkefnisins. Einn þátturinn sem unnið er með á svæði AÞ eru vitarnir á þessu svæði og er skiltið sem samgönguráðherra afhjúpaði þannig einskonar fyrsti áfangi af „vitastíg“, sem unnið er með og kynntur verður sérstaklega á næsta ári. Með „vitastíg“ er átt við áhugaverða hugmynd að áfangastöð- um meðfram norðausturströndinni. Sumir vitanna eru staðsettir í eyjum og gefst þá um leið tækifæri fyrir þá sem gera út báta í ferðaþjónustu til að bjóða upp á siglingar að þeim eyj- um sem vitar eru á. Sturla Böðvarsson sagði m.a. í ræðu sinni við afhjúpun vitaskiltisins að það væri þjóðráð að byggja á vit- unum í sambandi við ferðaþjónustu og koma um leið í veg fyrir að hlut- verk þeirra gleymdist en þeir hefðu gegnt veigamiklu hlutverki hjá sjó- farendum hér á árum áður. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Upplýsingaskilti um vita afhjúpað Egilsstaðir | Úrskurðarnefnd sem starfar skv. lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir hefur úrskurðað að Heilbrigð- iseftirliti Austurlands hafi ekki verið heimilt að innheimta 30% hærra tímagjald fyrir eftirlit með tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju og virkjunum. Ítalski verktakinn Impregilo, sem byggir Kárahnjúkastíflu og borar aðrennslisgöng virkj- unarinnar, kærði Heilbrigðis- eftirlitið til nefndarinnar og gerðu Samtök atvinnulífsins jafnframt athugasemdir við þessa gjaldtöku seint á síðasta ári. Segir í úrskurði nefndar- innar að engin fordæmi finnist fyrir slíkri gjaldtöku og sam- bærileg ákvæði hvergi að finna í gjaldskrám annarra heilbrigð- iseftirlita. Máttu ekki rukka hærra tímagjald Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.