Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 45 DAGBÓK ÁST – áhugahópur samkynhneigðra umtrúarlíf, Samtökin ’78 og Hinsegin dag-ar standa í ágúst og september fyrir röðviðburða þar sem viðfangsefnið er trúarlíf samkynhneigðra. Yfirskrift dagskrár- innar er „Undir regnboganum – trú og lífsskoðun í Regnbogasal“ en dagskráin fer fram í Regn- bogasal Samtakanna ’78 á Laugavegi 3. Hrafnkell Tjörvi Stefánsson er framkvæmda- stjóri Samtakanna ’78: „Dagskrá Hinsegin daga lýkur á sunnudag kl. 16 með Regnbogamessu í Hallgrímskirkju þar sem Pat Bumgardner frá söfnuði Metropolitan Community Church í New York mun prédika. Þótti okkur tilvalið í framhaldi af komu hennar hingað til lands að efna til dag- skrár um trúarlíf og lífsskoðanir samkyn- hneigðra,“ segir Hrafnkell. Dagskráin hefst næstkomandi mánudag, 14. ágúst, en þá munu Haukur Guðmundsson og Ey- rún Jónsdóttir kynna Soaka Gakkai International, friðar- og menningarsamtök búddista, fjalla um trú búddista og og viðhorf þeirra gagnvart fjöl- breytileika mannlífsins og samkynhneigð. Hinn 20. ágúst mun Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segja frá Ásatrúarfélaginu, og trú og lífsviðhorfum ásatrúarmanna, meðal annars til samkynhneigðar. Sigurður Hólm Gunnarson, varaformaður Sið- menntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, mun heimsækja Regnbogasalinn 28. ágúst, kynna félagið, lífsskoðanir húmanista og viðhorf til kyn- hneigðar fólks. Loks mun Grétar Einarsson, sem er í forsvari fyrir Áhugafélag samkynhneigðra um trúarlíf, kynna félagið og starfsemi þess, mánudaginn 4. september. Hefjast viðburðirnir allir kl. 21 og eru öllum opnir. Fyrr á árinu tóku gildi lög sem færðu samkyn- hneigðum sömu réttarstöðu og gagnkynhneigðum gagnvart ríkisvaldinu. Athygli vakti að ekki náðist samstaða um hvort leyfa ætti trúfélögum að vígja saman samkynhneigð pör: „Mörgum þótti gleym- ast í þeirri umræðu sem spratt upp í kjölfarið að málið varðar ekki aðeins afstöðu Þjóðkirkjunnar til hjónavígslu samkynhneigða. Aðrir söfnuðir, eins og Fríkirkjan í Reykjavík og Hafnarfirði, og önnur trúarbrögð en kristin, t.d. Ásatrúarfélagið, vilja gjarna geta gefið samkynhneigða saman,“ segir Hrafnkell. „Nú hafa hin veraldlegu lög verið lagfærð og í raun kirkjan ein eftir. Það er því tímabært að efna til umræðu um þessi mál.“ Sem fyrr segir lýkur dagskrá Hinsegin daga með Regnbogamessu í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, þar sem Pat Bumgardner prédikar. Metropolitcan Community Church er söfnuður frjálslyndra mótmælenda, stofnaður seint á 7. áratugnum af sr. Troy Perry. Út frá söfnuðinum hafasprottið kirkjudeildir víða um heim. Fyrir alt- ari á Regnbogamessunni þjóna Birgir Ásgeirsson, Ása Björk Ólafsdóttir, Kristín Þórunn Tóm- asdóttir, Óskar Óskarsson, Sigfinnur Þorleifsson og Sjöfn Þór. Blandaður kór syngur undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar en organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Trúmál | Dagskrárröð í Regnbogasal Samtakanna ’78, „Undir regnboganum“, hefst á mánudag Trúarlíf samkynhneigðra  Hrafnkell Tjörvi Stef- ánsson fæddist 29. jan- úar 1975 og ólst upp í Garðabæ. Hann lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA-prófi í stjórn- málafræði frá Universi- teit van Amsterdam ár- ið 2003. Hrafnkell hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 frá júní 2003 og situr í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Maki Hrafnkels er Davíð Jóhannsson, hópstjóri hjá Símanum. Lengi von á einum. Norður ♠D9 ♥KDG2 ♦D7 ♣K7654 Vestur Austur ♠10754 ♠G82 ♥105 ♥763 ♦983 ♦G10642 ♣ÁD93 ♣G8 Suður ♠ÁK63 ♥Á984 ♦ÁK5 ♣102 Suður spilar sex grönd og fær út tígul. Er einhver leið að ná í tólf slagi? Sex hjörtu er viðunandi slemma, sem vinnst í legunni (laufás réttur og hjartað 3-2), en sex grönd virðist vera vonlaust spil. Eða hvað? Egyptinn Walid Elah- mady var í sæti sagnhafa í Live Mast- ers tvímenningnum í Chicago, og hann sá vonarglætu á tólf slögum ef vestur ætti fjórlit í báðum svörtu lit- unum – og auðvitað laufásinn líka. Elahmady tók einfaldlega alla slag- ina á rauðu litina: Norður ♠D9 ♥– ♦– ♣K7654 Vestur Austur ♠10754 ♠G82 ♥– ♥– ♦– ♦G10 ♣ÁD9 ♣G8 Suður ♠ÁK63 ♥– ♦K ♣102 Hverju á vestur að henda í tíg- ulkónginn? Skásta tilraunin sé kannski að fórna laufásnum, en sagn- hafi getur eftir sem áður fríspilað laufið án þess að austur komist inn. Eina vörn vesturs er að kasta fyrst laufdrottningu og svo laufás í síðasta tígulinn! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Framtíðarsýn að rætast FYRIR nokkur hundruð dögum þegar þú, hr. Árni Johnsen, sast fyrir framan alþjóð og laugst hægri vinstri um athæfi sem ekki sæmir alþingismanni varð maður kjaftstopp. Maður hugsaði: er maðurinn orðinn vitlaus eða hvað? Það hlýtur bara að vera, reynir að ljúga sig út úr ósómanum. En hann sá nú að sér og viðurkenndi það sem á hann var borið. Hafði ég á orði þá að svona einfalt væri þetta ekki þegar pólitíkin væri annars vegar. Mín skoðun er sú að við þig, Árni, hafi maður eða menn haft á orði að nú væri komið nóg og úr því sem komið væri best fyr- ir alla að þú færir í grjótið. Þú gerðir það sem sannur flokksbróðir gerir, það er að hlýða. Það er nefnilega eitt sem við vitum báðir að landinn er svo fjandi fljót- ur að gleyma, ekki satt? Ég skal ekki trúa því að við Íslendingar séum svo siðblindir og úti á þekju að við förum að kjósa þig aftur á þing vitandi að á þig er ekki og verður ekki hægt að treysta, aldr- ei. Hvað er að ykkur Sunnlend- ingum sem ætlið og eruð að setja nafn ykkar á undirskriftalista hon- um til handa? Hann Árni er svo voða duglegur fyrir okkur, segið þið. Það veit ég að er rétt en maðurinn er dæmdur sakamaður og hefur ekkert inn á þing að gera. Ef svo illa verður komið fyrir ykkur Sunnlendingum að þið hafið ekkert annað en dæmdan sakamann til að setja á lista ykkar veit ég að til er fjöldi góðra manna sem allt vilja fyrir ykkur Sunnlendinga gera. En þeir dvelja um þessar mundir á Hótel Litla-Hrauni. Kveðja til Suðurlands, Ómar F. Dabney. Gleraugu fundust í Stafafelli í Lóni KARLMANNSGLERAUGU í hulstri fundust í Stafafelli í Lóni síðastliðinn mánudag. Einnig fannst í Þvottárskriðum stutt frá Almannaskarði grill og matarpakki sem hafði greinilega dottið af bíl. Þeir sem hafa tapað þessu geta haft samband í síma 892-4536. Motorola GSM-sími týndist GRÁBLÁR Motorola-sími týndist á Sauðárkróki miðvikudaginn 2. ágúst. Síminn er rafmagnslaus með mörgum límmiðum og bláum rennilás bundnum við. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Bryndísi Lilju í síma í síma 453- 6714 eða skili til lögreglunnar á Sauðárkróki. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 85 ára afmæli. Jóhanna Bóel Sig-urðardóttir verður 85 ára 15. ágúst. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 13. ágúst, milli kl. 15 og 17, á heimili nöfnu sinnar að Dofra- bergi 11, Hafnarfirði. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Dagskrá í tilefni menningarnætur 19. ágúst hefst kl. 11. Handverkssýning, Sound Spell, hádeg- ismatur seldur (skráning í s. 411 2700). Ingibjörg Aldís og Stefán Helgi syngja við undirleik Ólafs B. Ólafssonar. Dagskránni lýkur með gönguferð að Sjóminjasafninu, leið- sögn hefur Helgi M. Sigurðsson. Dalbraut 18–20 | Bridge mánudaga kl. 14, félagsvist þriðjudag kl. 14. Bónus miðvikud. kl. 14. Skráning hafin í nám- skeið og hópa, skráningu lýkur mánu- dag 4. sept. Opnunarhátíð 8. sept. kl. 14. Notendaráðs- og starfsmanna- fundur 6. sept. kl. 13. S. 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur 13. ágúst kl. 20, Klassík leikur. Nokkur sæti laus í 4 daga ferð, Flat- eyjardalur-Fjörður 19.–22. ágúst uppl. og skráning s. 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún 1, Furugerði 1 og Hæðargarður 31. Farið á Safnasvæðið á Akranesi 15. ágúst. Kaffiveitingar í Garðakaffi. Farið frá Norðurbrún 1, kl. 12.30. Skráning í í s. 568 6960, í Furugerði í s. 553 6040 og í Hæðargarði í s. 568 3132. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Félagsvist mánud. kl. 13.30, frjáls spil miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu- hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn laugardag kl. 10. Sumarferð 15. ágúst. Nánari uppl. 568 3132. Hæðargarður 31 | Félagsvist mánud. kl. 13.30, frjáls spil miðvikud. kl. 13.30. Guðnýjarganga kl. 10. þriðjud. og fimmtud. Gangan Gönuhlaup alla fös- tud. kl. 9.30, gangan Út í bláinn alla laugard. kl. 10. Stefánsganga kl. 9. Aft- urganga þegar þurfa þykir. Skráning hafin fyrir veturinn. Uppl. 568 3132. Vesturgata 7 | Síðsumarsferð 22. ágúst kl. 12.30 M/Hannesi. Ekið um uppsveitir Árnessýslu, Skeið og Hreppa. Hrepphólakirkja, Gullfoss og Geysir, Laugarvatn, Þingvellir. Lyng- dalsheiðin ekin. Starfsemin hjá Flúða- sveppum skoðuð. Kaffihlaðborð á hót- el Geysi. Leiðsögum. Anna Þrúður Þorkelsd. Skráning í síma 535 2740. Kirkjustarf Áskirkja | Sumarferð Safnaðarfélags farin 13. ágúst. Ekið til Grundarfjarðar, hlaðborð í Krákunni. Komið við í Bjarnahöfn, helgistund í kirkjunni, safnið skoðað. Uppl. í s. 588 8870. Íþróttahúsið Digranes | Landsmót Votta Jehóva 11.–13. ágúst. Aðalræða mótsins flutt á sunnudag kl. 13.30. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569 1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Hvaðan komu landnámsmenn? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hef flutt læknastofu mína í Skipholt 50b Tímapantanir í síma 511 8050 Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir Falleg efri sérhæð á þessum vinsæla og friðsæla stað miðsvæðis í Hafnarfirði. Hæðin er 146,8 fm auk bílskúrs sem er 24,7 fm. Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, 3 svefnh., eldhús með borðkrók, stofa, sjónvarpshol, þvottah., svalir og bílskúr. Gólfefni eru að mestu parket og korkur. Eigninni hefur verið vel við haldið s.s. skipt um gler að mestu. Þetta er sérlega falleg eign sem vert er að skoða. Verð 33,7 millj. Eignin er laus fljótlega. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 15.00. Sölumaður Hraunhamars verður á staðnum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Smyrlahraun 10 - Hf. - Opið hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.