Morgunblaðið - 12.08.2006, Page 20

Morgunblaðið - 12.08.2006, Page 20
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 104 fm 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi, íbúð 0104, auk sérstæðis í bílageymslu. Stórar og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á um 20 fm sólpall með skjólveggjum, vandað eldhús með innrétt. úr kirsuberjaviði og góðri borðaðstöðu. 2 rúmgóð herb. með góðu skápaplássi og baðherb. flísalagt í hólf og gólf með nuddbaðkari. Þvottaherb. innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni af sólpalli til suðvesturs. Verð 25,8 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13-16. Verið velkomin. Lómasalir 12 - Kópavogi Opið hús í dag frá kl. 13-16 SIGLINGASAMBAND Íslands og Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri, með styrk frá Avion Group, hafa í sumar gert stór- átak í að kynna börnum og ung- mennum á Norðurlandi sigl- ingaíþróttina. Á Húsavík, Dalvík og í Hrísey hafa verið haldin vikulöng námskeið og á fimmtudag hófst námskeið á Ólafsfirði. Einnig hafa verið haldnar kynningar á Rauf- arhöfn og á Kópaskeri og á myndinni sjást áhugasamir krakkar og ungmenni á Kópa- skeri forvitnast um seglbátinn hjá Rúnari Þór Björnssyni, for- manni Nökkva. Hann vonast til að margir muni ílengjast í sigl- ingum, þessari þrælskemmti- legu íþrótt. Morgunblaðið/Kristbjörg Siglingakappar framtíðarinnar Kópasker Landið | Suðurnes | Akureyri | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is LIONSKLÚBBURINN Fold færði Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) nýverið að gjöf, reiðhjól, útivist- arfatnað, sófa og fleira að verðmæti 300.000 kr. Allt kemur þetta að góðum notum fyrir börnin og unglingana. Myndin er tekin við afhendingu gjaf- arinnar. Færði BUGL gjöf Tómas Waage sendivísu með orð-unum: „Eftir japl og jaml og fuður lag- færðu landsfeðurnir kjör aldraðra svo við liggjum eftir móðir og vænt- anlega sáttir – eða hvað“: Nú þarf ekki lengur að þrátta þetta var leiðin til sátta þeir ölmusu réttu í okkur slettu krónum tólfhundruðfimmtíuogátta. Auðunn Bragi Sveins- son sendir vísur: Arngrímur í Atlanta er með hæstu skattana. Greiðir þá víst greiðlega; græðir áfram trúlega. Bankastjórar barma sér bratt við fjármagnsdaður. Flugstjórinn þeim fremri er fjáröflunarmaður! Leið til sátta pebl@mbl.is ♦♦♦ Seyðisfjörður | Í dag, laugardag, hefjast Norskir dagar á Seyðisfirði og 100 ára af- mæli símasambands við útlönd. Þetta er í 10. sinn sem Norskir dagar eru haldnir en standa nú leng- ur en áður vegna tengsla við afmæli land- töku sæsímans. Helstu viðburð- ir daganna nú verða norskt setur, tón- leikar, kvik- myndahátíð, eldsmíði, og árleg bæjarhátíð. Auk þess bjóða Seyðfirðingar í kaffi af sinni víð- frægu gestrisni meðan á norskum dögum stendur; þar sem norsk veifa er úti í garði er gestum og gangandi boðið í kaffi og spjall. Norskir dagar verða settir kl. 21 í kvöld við Lónið og fer þar fram kertafleyting til minningar um látna Seyðfirðinga. Á morgun, sunnudag verður lagður blómsveigur að minnisvarðanum um at- hafnamanninn Otto Wathne kl. 13. Dagskráin rekur sig svo fram eftir allri næstu viku, m.a. verður norskt setur í Herðubreið, þar sem finna má bækur og myndir frá Noregi, Bláa kirkjan býður eins og alltaf á miðvikudögum yfir sumartím- ann upp á góða tónleika, norska að þessu sinni og Norðurgatan fyllist af lífi fimmtu- dag og föstudag þar sem músíkantar lífga upp á tilveruna er líða tekur á daginn. Tækniminjasafn Austurlands verður op- ið alla daga frá kl. 11–17 og má geta þess að föstudaginn 25. ágúst nk. verður afhjúp- aður þar minnisvarði um komu sæstrengs- ins árið 1906, auk þess sem ný sýning verð- ur þá opnuð í safninu. Nánari upplýsingar um hina fjölbreyttu dagskrá á Seyðisfirði má finna á vefslóðunum www.seydis- fjordur.is og www.tekmus.is. Norskir dag- ar á Seyðis- firði í 10. sinn 14. ÁRSÞING Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, verður haldið í Húna- þingi vestra að Gauksmýri, 25. og 26. ágúst nk. Ársæll Guðmundsson, formaður SSNV, setur þingið kl. 10 á föstudag. M.a. halda er- indi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, Signý Ormarsdóttir, menningar- fulltrúi menningarráðs Austurlands, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Þing SSNV í Húnaþingi „Vantar þig fjórhjóladrifinn bíl til að kom- ast eftir götum bæjarins?“ segir í smáaug- lýsingu í Dagskránni, sem gefin er út á Austurlandi. Auglýsandinn hittir þar nagl- ann á höfuðið því götur Egilsstaðabæjar hafa sjaldan verið í jafnslæmu ástandi og í ár. Bæjarbúar eru verulega fúlir yfir þessu og ferðamenn gapandi. Bæjarstjórn ákvað fyrr í sumar að leggja aukafjárveitingu í gatnaviðgerðir, en svo bilaði malbikunarstöð fyrirtækis er sjá átti um verkið og end- urbætur hafa því dregist úr hófi.    Svo tuðað sé áfram um ásýnd og ástand í bænum verður að segjast eins og er að tjald- svæðið á Egilsstöðum er algerlega óvið- unandi. Það er til hreinnar skammar að bjóða ferðamönnum upp á jafnlaka aðstöðu og þar er og fólk sem hafði Egilsstaði sem náttstað á ferðalögum til margra ára skirrist við að koma og fer eitthvað allt annað. Gras- flatir eru skelfilegar og þjónustuaðstaða klén. Starfsmenn tjaldsvæðisins gera sitt allra besta miðað við léleg skilyrði en málið er að það geldur fyrir að vera á landi sem skv. nýju miðbæjarskipulagi breytist brátt í byggingarland. Ekki er búið að ákvarða hvert tjaldsvæði bæjarins verður flutt, þótt ýmsar hugmyndir séu á lofti. Á meðan fær það að drabbast niður og menn vilja trauðla leggja peninga í eitthvað sem er að fara – bráðum eða einhvern tímann.    Hins vegar er til fyrirmyndar að víða er bú- ið að gera göngustíga í nýjum hverfum, leggja gangstéttir þar sem þeirra er þörf og krakkarnir í vinnuskólanum og bæjarstarfs- menn hafa haldið bænum snyrtilegum í sumar, bæði með ruslatínslu og umhirðu gróðurs.    Þá er það hinn árlegi veruleiki Egils- staðabúa: Þú ferð alls ekki út að versla á föstudögum því svo mikið er af ferðamönn- um að biðraðir eru endalausar og búðirnar oftar en ekki uppiskroppa með bráðnauð- synlega vöruflokka. Þú ferð heldur ekki í sjoppuna, enga þeirra, því þær eru líka full- ar af ferðafólki. Þú verslar fyrri hluta vik- unnar, um leið og búðirnar eru opnaðar og tekur sömuleiðis bensín og svo reynirðu bara að forðast ösina í miðbænum eftir bestu getu. Mikið er samt gaman að hafa svona líflegt í bænum. Hressir, bætir og kætir. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.