Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 25
DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST
ÞAÐ er stundum sagt að maður fái
það sem maður borgar fyrir og við
skulum vona að það séu orð að sönnu
þegar kemur að dýrustu hótelum í
heimi árið 2006, en vefsíðan
www.forbes.com hefur tekið saman
lista yfir þau.
Fyrir að dvelja á lúxushóteli eins
og Burj Al Arab í Dubai borga gest-
irnir óheyrilega háa upphæð fyrir
nóttina, en ýmislegt er innifalið.
Hótelið er í nútímastíl með anddyri
sem þakið er gulllaufum, öll her-
bergi eru tvöföld og einkabryti er í
hverju þeirra auk 42 tommu plasma-
sjónvarps. Baðherbergið er búið
fullkomnustu þægindum og þegar
farið er að sofa geta gestir valið á
milli þrettán tegunda af koddum.
Verðið á herbergi fer eftir ýmsu,
nóttin í venjulegri svítu kostar 1.770
dollara en nóttin í konunglegu svít-
unni kostar 10.890 dollara. Sú svíta
er með nuddpotti innandyra og
snúningsrúmi.
Dýrustu hótelin hafa ekki endi-
lega hækkað verðið á milli ára en
hótelúrval hefur aukist. Í Afríku og
Mið-Austurlöndum hækkaði hót-
elverð reyndar um 16,3% á síðasta
ári og er það vegna aukinnar ásókn-
ar vestrænna ferðamanna í þessa
heimshluta. Til að fá þversnið af dýr-
ustu hótelunum valdi www.forbes-
.com alls tólf hótel frá sex svæðum í
heiminum, þ.e. tvö hótel af hverju
svæði, og dæmdi hvert hótel af verð-
inu fyrir venjulegt herbergi fyrir tvo
yfir háannatímann.
Dýrustu hótel í heimi árið 2006
FERÐALÖG
Hótelið Burj Al Arab í Dubai er með dýrustu hótelum í heimi enda staðsett
á sérstökum stað og einstaklega nútímalegt.
Dýrustu hótel í
heimi 2006
Singita Private Game Reserve,
Suður-Afríku. um 143.000 krón-
ur nóttin.
Londolozi Tree Camp, Suður-
Afríku. Um 136.000 krónur
nóttin.
North Island, Seychelles, Asíu.
Um 246.000 krónur nóttin.
Frégate Island Private, Seychel-
les, Asíu. 172.000 krónur nóttin.
Le Toiny, St. Barts, Karíbahaf-
inu. Um 140.000 krónur nóttin.
Sandy Lane, Barbados, Karíba-
hafinu. Um 85.000 krónur
nóttin.
The Palazzi, Hotel Cipriani,
Feneyjum, Ítalíu. Um 156.000
krónur nóttin.
Skibo Castle, Skotlandi.
130.000 krónur dollarar nóttin.
Burj Al Arab, Dubai, Mið-
Austurlöndum. Um 126.000
krónur nóttin.
Dar Al Masyaf Madinat Jumei-
rah, Dubai, Mið-Austurlöndum.
Um 61.000 krónur nóttin.
Mansion at MGM Grand, Las
Vegas, USA. Um 355.000 krónur
nóttin.
Casa Casuarina, Flórída, USA.
Um 177.500 krónur nóttin.
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í
sólina við Alicante á hreint ótrúlegum
kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru
tilboði. Þú kaupir tvö flugsæti en
greiðir aðeins fyrir eitt. Gisting á
Benidorm í boði ef óskað er.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Alicante
24. ágúst
frá kr. 19.990
Allra síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2
fyrir 1 tilboð 24. ágúst í 2 vikur.
Netverð á mann.
14. júlí 2006
Skólinn minn er líka herskóli og
það eru alltaf byssuæfingar a dag-
inn (eins gott að maður verði ekki
fyrir), þeir nota M16-riffla (eða 6,
man það ekki alveg). Ein góð vin-
kona mín úr hernum sýndi mér
hann.
Síðan heyrir maður alltaf svona
eins og í bíómyndum, þegar
fremsti kallinn öskrar og þá öskra
allir hinir það sama, og gera 100
armbeygjur og síðan … æjj, ja þið
hafið séð þetta allt í stríðs-
myndum. Er að pæla í að fara að
ganga í herinn … nei, djók!
Mér brá heldur betur í morgun,
það er nefnilega þannig að það eru
tvær tegundir af skólabúningum,
ef það er íþróttatími einhvern tím-
ann um daginn er maður í appels-
ínugula búningnum en ef það eru
ekki íþróttir þá er maður í pilsinu
og hvítu skyrtunni. Alltaf á morgn-
ana standa allir í skólanum fyrir
framan flaggstöngina og syngja
þjóðsönginn og biðja bænir til
Búdda, þegar það er búið er komið
að því að allir eiga að setjast niður
og síðan gengur karlmaður a lín-
una með prik! Og þá krakka sem
eru ekki í rétta skólabúningnum
(eru kannski í íþróttagallanum í
stað hins) lemur hann með prikinu!
Og eftir því sem ég sá á krökk-
unum þá virtist þetta alls ekki
þægilegt. Ég ætla að passa mig að
koma í réttu fötunum. Samt er
þetta ekki eitthvað geðveikt oft
sem hann lemur þá … en SO!
Já, klósettin í skólanum, ég
gleymdi að segja frá þeim í síðasta
bloggi.
Ég reyni eftir megni að tak-
marka klósettferðir, þetta eru
bara holur í jörðina og enginn kló-
settpappír (ég tek alltaf klósett-
pappír með mér í skólann). Já,
mjög spes!
FERÐABLOGG | Gréta María Björnsdóttir er í Taílandi
Skothríð og bar-
smíðar með priki
TENGLAR
..................................................
Slóðin á bloggið er: www.folk.is/
gretainthailand
Gréta María fór sem skiptinemi
á vegum AFS til Taílands í byrjun
júlí og kemur heim í maí 2007.
Hún dvelur um 20 km norð-
austur af Bangkok. Í Taílandi ber
hún nafnið Keat Ma Nee og
gælunafnið Daawn.
Gréta María í venjulega skóla-
búningnum sínum.
& G
T
.7 <
&
!87 (/
,/89/
(7
# 1/
R 4/
./
.