Morgunblaðið - 12.08.2006, Page 51

Morgunblaðið - 12.08.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 51 PETE GARRISON (Douglas) er í hópi reyndustu leyniþjónustumanna í öryggisvörslu Hvíta hússins. Hann er tekinn að reskjast en fáir stand- ast honum snúning þegar á reynir. Þrátt fyrri langan vinnudag er Garrison óbreyttur liðsmaður, ástæðan er sú að honum brást boga- listin þegar Reagan forseti varð fyr- ir skotárás árið 1981. Aftur er Garrison í slæmum mál- um. Uppljóstrari sem hann hefur getað treyst í gegnum árin stingur að honum upplýsingum um að hryðjuverkamenn hyggist ráða Ballentine forseta (Rasche) af dög- um með hjálp svikara í innsta hring leyniþjónustunnar. Ekki nóg með það, Garrison er frekur á fóðrum þegar kemur að kvennamálum og virðist einblína í giftar konur. Hefur fjölþreifnin spillt vináttu hans og Breckinridge (Sutherland), fyrrum besta vinar hans og félaga í leyniþjónustunni. Garrison lætur sér ekki segjast og er þegar hér er komið sögu í þing- um við forsetafrúna (Basinger). Þó það fari leynt verður sambandið Garrison til vandræða þegar leitin að svikaranum er í hámæli. Ný- skriðinn úr bóli frúarinnar stenst hann ekki lygamælisprófið spurður um trúnað við húsbónda sinn í Hvíta húsinu. Breckinridge á harma að hefna og gerir það sem hann getur til að sanna sök á fyrrum eljara sinn. Skyndilega er reyndasti líf- vörðurinn grunaður um samsæri og verður að fara huldu höfði uns hann hefur uppi á hinum seka. Hvíta húsið er sem oftast fyrr forvitnilegur og spennandi bak- grunnur samsæristrylla og útlit The Sentinel er eins og best verður á kosið. Útitökum af forsetabústaðn- um er laglega fléttað saman við vandvirknislegar stúdíótökur þar sem frábær leiksvið og munir gefa myndinni ákveðinn gæðastimpil. Sömu sögu er að segja af leik- arahópnum, þar er hvergi veikan punkt að finna. Douglas er skap- aður í slík hlutverk, hann er traust- ur og sannfærandi í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur og ekki sakar orðsporið sem af honum fer í bólþurftarmálum. Sutherland er á svipuðum slóðum, velgengni sjón- varpsþáttanna 24 hefur fært leik- aranum nauðsynlegt sjálfsöryggi, sem var tekið að minnka eftir mörg og mögur hlutverk, eftir gott gengi í upphafi ferilsins. Basinger er freist- andi sem tilkippileg forsetafrú, Longoria (Desperate Housewives) getur beðið frami á hvíta tjaldinu í einhver ár og minni hlutverk eru vel mönnuð. Tónlist og taka eru í góð- um höndum og leikstjórinn heldur keyrslunni gangandi frá upphafi til enda. The Sentinel er þó ekkert annað og meira en hundrað prósent popp- kornsmynd; sem raunsæ mynd um vána af hryðjuverkum, þrautþjálf- aða öryggisgæslu og viðsjá í henni veröld fær hún falleinkunn. Látið ykkur líða vel, fylgist með Douglas, njótið gæðaframleiðslunnar, vel upp byggðrar og linnulausrar spennunn- ar en sleppið því gjörsamlega að velta fyrir ykkur efninu, sumarpopp er ekki fallið til nærskoðunar. Lífvörðurinn og lausláta forsetafrúin KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Clark Johnson. Aðalleikarar: Michael Douglas, Kiefer Sutherland, Eva Longoria, Kim Basinger, David Rasche. 105 mín. Bandaríkin 2006. The Sentinel –  Sæbjörn Valdimarsson Að mati gagnrýnanda er hvergi veikan punkt að finna í leikarahópnum í The Sentinel og Hvíta húsið spennandi bakgrunnur samsæristrylla. Hljómsveitin Fræ heldur tón-leika í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur tón- leika í höfuðstað Norðurlands. Helmingur hljómsveitarmanna er frá Akureyri og í fréttatilkynningu segir að mikil eftirvænting ríki meðal þeirra. Fræ gaf nýverið út plötuna Eyðilegðu þig smá og hafa lög á borð við „Freðinn fáviti“ og „Dramatísk rómantík“ heyrst tölu- vert á öldum ljósvakans að und- anförnu. Upphitun verður í hönd- um Sadjei, sem einnig er meðlimur í Fræ. Húsið verður opnað klukkan 21.30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikarnir eru opnir öll- um aldurshópum. Fólk folk@mbl.is Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ eeee K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER Sýnd kl. 4, 7 og 10-POWER B.i. 16 ára FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSL. TAL Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS -bara lúxus Sími 553 2075 Sími - 551 9000 ÓVISSUBÍÓ kl. 8 A Praire Home Company kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Ástríkur og Víkingarnir kl. 3 og 6 Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára The Da Vinci Code kl. 5 og 10 B.i. 14 ára Click kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 Benchwarmers kl. 3 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sýnd kl. 2 ÍSL. TAL Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.