Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 38
38 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/9 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 Fim 21/9 kl. 20 Fös 22/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 MANNAKORN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þri 5/9 kl. 20 Þri 5/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22 PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. OPIÐ HÚS Sunnudaginn 3.september verður opið hús í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar! Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 10/9 kl. 20 Fös. 15/9 kl. 19 Lau. 16/9 kl. 19 örfá sæti laus www.leikfelag.is Miðasala 4 600 200 ÞRIÐJU Berjadagatónleikar Ólafsfirðinga voru háðir undir yfirskriftinni Strengleikar í höfuðkirkju bæjarins. Kom þar fram staðbundið hljómburðarsérkenni er ég hafði ekki áður veitt eftirtekt, þ.e.a.s. hvað leikhljóm- urinn gat aftast í kirkju stundum virzt líkt og úr hátal- ara. Sennilega stóð það eitthvað í sambandi við hálf- rörlaga loftið, er myndað getur „phasing“-kennd áhrif ef spilari stendur á ákveðnum stað við altarið. Ekki reynd- ist það þó trufla svo neinu næmi. Hinar sex sellósvítur Bachs hafa allt frá endur- uppgötvun Pablos Casals fyrir liðlega hundrað árum verið helgustu vé einleikssellóbókmennta. Gunnar Kvar- an lék nr. 3 í C-dúr af mikilli og heyranlegri innlifun, jafnvel þótt honum skjöplaðist nokkuð í Allemande (II) og að hluta í Courante (III); e.t.v. fyrir minnisgloppu. Sarabandan (IV) var hins vegar upphafin í kyrrlátri tign sinni, og lokaþátturinn (Gigue) skartaði dunheitri 6/8- sveiflu og smekklegum skreytingum við hæfi í end- urtekningum. Fúgan úr 1. sónötu Bachs fyrir einleiksfiðlu endurbirt- ist þessu næst í svo að segja gegnlýstri mynd með út- setningu Guðnýjar Guðmundsdóttur fyrir tvær fiðlur og víólu er leyfði þannig raddfærslunni að njóta sín betur en jafnvel stjörnufiðlarar á við Heifetz og Oistrakh megn- uðu einir og óstuddir. Með því að dreifa lagrænu athygl- inni milli spilara af talsverðu hugviti sló konsertmeist- arinn hér nokkrar flugur í senn – gerði hlust- og samspilsvæna útfærslu, og einnig kjörna inngangskynn- ingu fyrir langt komna fiðlunemendur áður en þeir leggja til atlögu við nafntogaðan fingurbrjótinn í upp- haflegri útgáfu. M.ö.o. kennslufræðilegt kólumbusaregg! Hinar tvær litlu íslenzku þjóðlagaútsetningar fyrir fiðlu og selló – Sofðu unga ástin mín (er gæti verið eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson) og Góð börn og vond sem Guðný og Gunnar pöntuðu hjá Herberti H. Ágústssyni fyrir hljómleikaför til Kanada – hljómuðu fallega í fyrra fallinu og af krafti í því síðara. Luku þær fúgutríóstöllur síðan vel heppnaðri dagskránni með viðamiklum Ter- zetto Dvoráks Op. 74 fyrir tvær fiðlur og víólu af safa- ríkri syngjandi og smitandi leikgleði. Miðað við hvað tónleikaskráin gætti þess í hvívetna að íslenzka hvert einasta ítalska þáttaheiti innan sviga var dálítið skondið að nefna ekkert annað um verkin, hvað þá plássófrek ártöl. Þó ekki væri nema fyrir aðeins lengra komna hlustendur … Gegnlýstur fingurbrjótur TÓNLIST Ólafsfjarðarkirkja J.S. Bach: Sellósvíta nr. 3 í C BWV 1009; Fúga úr einleiksfiðlu- sónötu í g BWV 1001 úts. f. tvær fiðlur & víólu. Herbert H. Ágústsson: Tvær íslenzkar þjóðlagaútsetningar f. fiðlu & selló. A. Dvorák: Terzetto Op. 74 f. tvær fiðlur & víólu. Guðný Guð- mundsdóttir & Pálína Árnadóttir fiðla, Unnur Sveinbjarnardóttir víóla, Gunnar Kvaran selló. Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:30. Berjadagar á Ólafsfirði Morgunblaðið/ÞÖK Guðný Guðmundsdóttir „Fúgan úr 1. sónötu Bachs fyrir einleiksfiðlu endurbirtist þessu næst í svo að segja gegnlýstri mynd með útsetningu Guðnýjar.“ Ríkarður Ö. Pálsson SUMARTÓNLEIKAFERÐ Stuð- manna lauk með stórdansleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á laugardagskvöld. Húsfyllir var enda biðu margir spenntir eftir að sjá hvaða söngkona kæmi í stað Birgittu er einmitt eiginkona Stefáns Karls Stefánssonar leikara sem hefur ver- ið að skemmta með Stuðmönnum að undanförnu og það má því segja að hálfgerð fjölskyldustemning hafi ríkt á sviðinu á Seltjarnarnesi. Haukdal, sem er stödd erlendis og gat því ekki sungið með sveitinni. Í ljós kom að það var leikkonan Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir sem hreppti hnossið, en hún hljóp í skarðið í þetta eina skipti. Steinunn Stuð Áhorfendur voru vel með á nótunum. Steinunn Ólína söng með Stuðmönnum Bleikir Valgeir, Egill og Stefán Karl voru í góðum gír. Morgunblaðið/Eggert Samvinna Stefán Karl lamdi húðir á meðan eiginkonan, Steinunn Ólína, þandi raddböndin. ÞAÐ gæti orðið erfitt valið fyrir þá sem ætla sér að kaupa áskrift að Tí- brártónleikum í Salnum í vetur. Segja má að þar komi fram rjómi ungra íslenskra tónlistarmanna, auk erlendra listamanna sem sumir hverjir virðast hafa tekið ástfóstri við Salinn. Nýbakaður Evrópumeistari í Bachspilverki, Elva Rún Kristins- dóttir, leikur á tónleikum í febrúar- lok, en sem kunnugt er hreppti hún fyrsta sætið í Bachkeppninni í Leip- zig á dögunum. Meðleikari hennar verður faðir hennar, Kristinn Örn Kristinsson og þau leika verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Ra- vel, Schumann, – og auðvitað Bach. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur á tvennum tónleikum í Salnum í vet- ur, fyrst á ljóðatónleikum með Guð- rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur í október, þar sem Grieg og Schumann verða á dagskránni, og svo í maí, þar sem hann leikur verk eftir Bach, Beethoven, Brahms, Chopin og Ólaf Óskar Axelsson. Reka Szilvay, einn mesti fiðluleik- ari Finna í dag leikur með landa sínum, Heini Kärkkäinen í byrjun nóvember, en árlegir fullveldistón- leikar Salarins í ár verða helgaðir tónskáldinu Árna Björnssyni. Sjaldséður gestur Teremkvartettinn sem gerði allt vitlaust í salnum í fyrra kemur aft- ur í vetur, og verða vonandi jafn- skemmtilegir. Viðar Gunnarsson er sjaldséður gestur á íslensku tónleikasviði, enda búinn að starfa lengi erlendis. Hann verður í salnum í byrjun mars. Viku seinna verður þar annar listamaður sem sést alltof sjaldan á sviðinu, en það er Valgerður Andrésdóttir pí- anóleikari. Efnisskrá hennar er mjög forvitnileg, – þar eru verk eft- ir Peteris Vasks, Toru Takemitsu, Franz Mixa, Mozart og Liszt. Þeim sem heyrðu Bjarna Thor Kristinsson syngja í salnum fyrir nokkrum árum gleymist varla sú stund, og í janúarlok er von á Bjarna aftur á Tíbrártónleika í Salnum. Listinn yfir tónleika vetrarins er mun lengri en hér er upp talið, – enda vel á fjórða tug tónleika í röð- inni. Dagskrá verður í Salnum næsta laugardag kl. 13.30, þar sem tónleikaröðin verður kynnt. Tónlist | Tíbrárröð Salarins kynnt Unga fólkinu gert hátt undir höfði Morgunblaðið/Jim Smart Píanóleikarinn Víkingur Heiðar leikur á tvennum tónleikum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngur í janúar. TENGLAR .............................................. www.salurinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.