Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRSTA íslenska heildsalan, Ó.
Johnson & Kaaber, stóð fyrir mikl-
um fögnuði í gær, en hundrað ár
eru liðin frá stofnun fyrirtækisins.
„Þetta er náttúrulega stórkostleg
stund og á þessum tímamótum
minnist maður þeirra sem lögðu
grunninn að þessu og eru nú fallnir
frá,“ segir Helga Guðrún Johnson,
stjórnarmaður í stjórn fyrirtæk-
isins. Hún segir að vissulega sé
freistandi að horfa á 100 ára gamalt
fyrirtæki sem elliært gamalmenni.
„Við höfum því ákveðið að gera orð
Emily Dickinson að okkar: Við
verðum ekki eldri með árunum,
heldur nýrri með hverjum deg-
inum,“ segir Helga.
Heildverslunin Ó. Johnson og
Kaaber var stofnuð árið 1906 af
þeim Ólafi Þ. Johnson og Ludvig
Kaaber. Á þeim tíma var ritsíminn
að ryðja sér til rúms og þeir félagar
sannfærðir um að tækið myndi ger-
breyta öllum viðskiptaháttum.
Fyrstu vörurnar sem félagið keypti
og hafði á lager voru tóbak, rúg-
mjöl og nýlenduvörur. Árið 1910
urðu tímamót í sögu fyrirtækisins
en þá hóf það umfangsmikinn út-
flutning og árið 1920 var ull og
fiskimjöl flutt til Ameríku, saltkjöt
til Noregs og hestar til Danmerkur,
svo dæmi séu tekin. Ólafur dvaldi
langdvölum vestan hafs meðan á
fyrri heimsstyrjöldinni stóð og ann-
aðist matvöruinnkaup fyrir Íslend-
inga, en reynsla hans af viðskiptum
við Bandaríkin kom sér afar vel fyr-
ir land og þjóð. Í fyrstu ferð sinni
fyrir íslensk stjórnvöld yfir Atl-
antshafið lagði Ólafur af stað ásamt
Sveini Björnssyni, síðar forseta,
með norsku skipi sem fyllt var með
gærum og síldartunnum. Þegar til
Bandaríkjanna var komið hófu tví-
menningarnir að koma vörunum í
verð og stofna til viðskipta-
sambanda og skömmu seinna sneru
þeir heim á drekkhlöðnu skipinu.
Allar götur síðan þá hefur fyr-
irtækið staðið að umfangsmiklum
innflutningi á hvers kyns neyslu-
vöru, allt frá minnstu önglum til
bifreiða. Ýmis matvara hefur einnig
verið framleidd hérlendis á vegum
fyrirtækisins, og er kaffið þar
sennilega þekktast, en kaffi-
brennsla ÓJ&K var stofnuð árið
1924.
„Nýrri með hverjum deginum“
100 ár liðin frá
stofnun Ó. John-
son & Kaaber
Morgunblaðið/ÞÖK
Aldarafmæli Ólafur Ó. Johnson og Helga Guðrún Johnson voru glað-
beitt í afmælisfagnaði ÓJ&K í höfuðstöðvunum í gærkvöldi.
INNVIÐIR gamla Morgunblaðshússins í Kringlunni
hafa nú tekið miklum breytingum, og hefur tækni-
og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík nú tekið
þar öll völd.
Þau Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík, og Bjarki A. Brynjarsson, forseti tækni-
og verkfræðideildar skólans, opnuðu dyr deild-
arinnar fyrir gestum í gær til að sýna nýja húsnæðið.
Búið er að breyta ritstjórn og skrifstofum í nokkrar
kennslustofur, skrifstofur kennara og annarra
starfsmanna, auk þess sem þar eru nú komnar rann-
sóknarstofnanir tækni- og verkfræðideildar.
Morgunblaðið/Sverrir
Háskóli yfirtók Morgunblaðshúsið
FYRSTA sakamál sinnar tegund-
ar þar sem reynt var að afrita seg-
ulrönd kreditkorta með sérstökum
svindlbúnaði við bensínsjálfsala í
Reykjavík hefur nú komið til kasta
lögreglunnar. Búnaðurinn var
settur utan á sjálfsalann en málið
uppgötvaðist seint í ágúst þegar
viðskiptavinir kvörtuðu undan því
að sjálfsalinn virtist bilaður. Þegar
viðgerðarmaður kom á vettvang
varð fljótlega ljóst að einhver
hafði átt við sjálfsalann.
Verið er að kanna hvort þeir
sem þar voru að verki hafi náð
upplýsingum af einhverjum kort-
um, en Hörður Jóhannesson yf-
irlögregluþjónn segist telja að
tjónið hafi orðið mjög takmarkað,
ef nokkurt, þar sem málið upp-
götvaðist fljótt.
Enginn hefur verið handtekinn
en málið er í rannsókn. „Þetta er
fyrsta og eina tilvik sinnar teg-
undar sem við höfum orðið varir
við,“ segir Hörður. „Um er að
ræða viðbót sem er sett framan
við kortaraufina á sjálfsalanum og
er algerlega óháð starfsemi hans.“
Þegar kortinu er rennt í gegn fer
það í gegnum búnaðinn. Þannig
getur þjófurinn m.a. aflað sér upp-
lýsinga um PIN-númer kortsins.
Svik reynd
í sjálfsala
„TILLÖGURNAR eru í samræmi
við þær áherslur sem sjálfstæðis-
menn hafa haft í þessum málum um
aukið val og frelsi,“ segir Júlíus Víf-
ill Ingvarsson, formaður mennta-
ráðs Reykjavíkurborgar, aðspurður
hvort borgin hyggist feta í fótspor
Kópavogsbæjar sem í fyrradag til-
kynnti tillögur sínar um mánaðar-
legar greiðslur til foreldra ung-
barna, frá lokum fæðingarorlofs til
tveggja ára aldurs. Júlíus segir að
svipaðar tillögur hafi áður verið til
umræðu hjá borgarstjórnarhópi
Sjálfstæðisflokksins, þótt þær hafi
ekki verið áberandi fyrir kosning-
arnar í vor. „Þetta er leið sem við
munum hafa í huga og skoða nánar
sem kost í þessum efnum.“
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, segir tillög-
urnar ekki hafa verið ræddar á
fundum bæjarstjórnar. „Hins vegar
finnst mér tillögurnar koma fylli-
lega til greina og í raun um áhuga-
verðan kost að ræða,“ segir Jón-
mundur. Hann kveður að annar
kostur sem menn hafi rætt varðandi
málið sé að lækka inntökualdur
barna á leikskólum niður í 12 mán-
uði í stað 24. „Ég hef sett af stað
undirbúningsvinnu á vegum skóla-
skrifstofu bæjarins vegna þessa
máls og þegar hún liggur fyrir get-
um við tekið formlega afstöðu til
þess með hvaða hætti við munum
standa að þessu,“ segir hann. Að-
spurður hvort bæjaryfirvöld líti á
málið sem jafnréttismál segir Jón-
mundur svo vera. „Við sveitar-
stjórnarmenn erum og eigum að
leggja okkur eftir því að gera fólki
jafnhátt undir höfði.“
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir að ekki hafi verið
tekin sérstök ákvörðun um auknar
greiðslur til þeirra foreldra sem eru
heima við með börn sín. Nú þegar
greiðir sveitarfélagið þeim foreldr-
um 11.000 kr á mánuði. „Við erum
hins vegar farin að greiða foreldr-
um barna frá níu mánaða aldri
40.000 krónur ef börn þeirra eru hjá
dagforeldrum, sem er hæsta upp-
hæðin á höfuðborgarsvæðinu,“ seg-
ir Gunnar. Ennfremur bendir hann
á að bæjarfélagið hafi nýlega gert
samning við Hjallastefnuna um að
settur verði á fót smábarnaleikskóli
í bænum fyrir börn frá 12 mánaða
aldri. „Við gerð fjárhagsáætlunar á
næstu misserum munum við svo
ræða hvernig við getum haldið
áfram að koma til móts við þennan
hóp.“
Jákvæð viðbrögð sveitarfélaga við tillögum um greiðslur til foreldra ungbarna
Svipaðar tillögur hafa verið
til umræðu í Reykjavík
Í GÆR höfðu um 900 sjálfboðaliðar skráð
sig til þátttöku í landssöfnun Rauða kross
Íslands (RKÍ) sem fram fer í dag. Kristján
Sturluson, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, seg-
ir að þótt veðurspá sé
ekki eins og best verður
á kosið reikni hann með
að fjöldi sjálfboðaliða til
viðbótar skrái sig á
söfnunarstöðvum víðs
vegar um landið.
„Við höfum reyndar
alltaf fengið ágætt veð-
ur. Það sem skiptir
mestu er að það sé ekki
algert slagveður. Ef veðrið verður slæmt
rétt til að byrja með kemur fólk sennilega
bara aðeins síðar um daginn,“ segir Krist-
ján. „Þegar fólk ákveður að taka þátt í
svona verkefni held ég að þurfi töluvert
leiðinlegt veður til að það aftri fólki frá
því að mæta.“
Þetta er í fjórða skipti sem RKÍ efnir til
söfnunar undir kjörorðinu „Göngum til
góðs“, og verður því fé sem safnast varið
til aðstoðar við börn í sunnanverðri Afr-
íku, sem eiga um sárt að binda vegna al-
næmis. Um 2.000 sjálfboðaliða þarf til þess
að ganga með söfnunarbauka í hvert hús á
landinu, auk þess sem sjálfboðaliðar munu
manna 67 söfnunarstöðvar víðs vegar um
land.
„Við finnum mikla stígandi í þessu nú
síðustu daga, og erum mjög bjartsýn,“
segir Kristján. Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar,
og mun hann safna fé bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og á Akureyri.
Kristján hvetur landsmenn til að taka
vel á móti sjálfboðaliðum sem banka upp
á, og hafa reiðufé tilbúið. Einnig er hægt
að gefa í söfnunina með því að hringja í
síma 907 2020, og dragast þá frá 1.200
krónur frá næsta símreikningi.
Vel gengur að undir-
búa landssöfnun
Kristján
Sturluson
ÁRNI Pétur Jónsson, sem tók við starfi for-
stjóra Dagsbrúnar af Gunnari Smára Egils-
syni í síðasta mánuði,
sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gær ekki
kannast við að verið
væri að skipta Dagsbrún
í tvennt. Engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar.
Ríkissjónvarpið birti
frétt þessa efnis í gær-
kvöldi.
„Um leið og þær verða
teknar þá verða þær til-
kynningaskyldar inn á
Kauphöll, og síðan þyrfti að kynna þær fyr-
ir hluthöfum og fjárfestum. Síðan þyrfti að
boða til hluthafafundar og það er hann sem
í raun og veru myndi ákveða hvort þetta
yrði gert eða ekki. Ákvörðun hefur ekki
verið tekin í stjórn félagsins um að leggja
það til fyrir hluthafafund,“ segir Árni.
Engar ákvarðanir um
skiptingu Dagsbrúnar
Árni Pétur Jónsson
BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Barr
Pharmaceuticals hefur lagt fram endur-
skoðað yfirtökutilboð í króatíska lyfjafyr-
irtækið Pliva, að því er fram kemur í frétt
AFX-fréttastofunnar. Ekki er gefið upp
hvað felst í tilboðinu sem Barr hefur lagt
fram til fjármálaeftirlits Króatíu. Sam-
kvæmt lögum í Króatíu er óheimilt að
greina frá því hvað felst í tilboðinu þar
sem fjármálaeftirlitið hafði áður lagt
blessun sína yfir fyrra tilboð Barr.
Fyrra tilboð Barr hljóðaði upp á 2,3
milljarða bandaríkjadollara en Actavis
lagði í síðustu viku fram tilboð í Pliva sem
hljóðar upp á 2,5 milljarða dollara, eða um
175 milljarða íslenskra króna.
Barr leggur fram
breytt tilboð í Pliva
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók kl. 22 í
gærkvöldi fjóra unga menn sem voru á stol-
inni bifreið í Efra-Breiðholti. Lögreglan,
sem stöðvaði mennina við venjubundið eft-
irlit, færði þá á lögreglustöð þar sem tekin
var af þeim skýrsla. Að sögn lögreglu
sýndu mennirnir engan mótþróa við hand-
töku. Lögreglan segir að bifreiðinni hafi
verið stolið í Keflavík en frekari upplýs-
ingar um málið var ekki að fá í gærkvöldi.
Fjórir handteknir
á stolinni bifreið
»Tillögur bæjarstjórnarKópavogsbæjar miða að
því að foreldrar ungbarna fái
greiddar 30 þús. kr. mán-
aðarlega með hverju barni.
»Greiðslurnar yrðu óháðarþví hvort barnið væri í
dagvistun eða hjá foreldrum.
»Fulltrúar nágrannasveit-arfélaga Kópavogs líta
hugmyndina opnum augum.
Í HNOTSKURNEftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is