Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skagafjörður | Kaupfélag Skagfirð- inga ætlar að nýta góða afkomu til þess að halda áfram að styrkja menntamál heima í héraði, og í gær var undirritaður samningur milli kaupfélagsins, Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar og Akra- hrepps um 100 milljón króna fram- lag þessara aðila til skólamála í héraði á næstu fjórum árum. Við undirritunina sagði Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri að á vor- dögum þegar haldinn var aðal- fundur félagsins hefði komið fram sú hugmynd, vegna mjög góðrar fjárhagsafkomu félagsins, að láta hagnað nýtast sem best innan hér- aðs, enda væri Kaupfélag Skag- firðinga eign héraðsbúa, það væri „héraðslegt fyrirtæki, og því eðli- legt að góð afkoma skilaði sér á þann hátt sem að bestum notum kæmi, og fyrir sem flesta“. Sagði Þórólfur að í Skagafirði væri ekki um nýjung að ræða, kaupfélagið hefði á undanförnum árum komið verulega að uppbygg- ingu Hólaskóla, og því hefði nú sá kostur verið valinn að láta öll skólastig héraðsins njóta þessa einnig, nú væri verið að víkka verkefnið út og blása til verulegr- ar sóknar. Þórólfur sagði, í samtali við Morgunblaðið eftir athöfnina, að meginmarkmið með samnings- gerðinni væri að gera gott skóla- starf betra og þoka Skagafirði framar, helst þannig að aðrir gætu litið til þessa staðar sem fyrir- myndar. Þetta væri unnt að gera þegar afkoma fyrirtækjanna væri góð, og með góðri samvinnu við sveitarfélögin og aðra hagsmuna- aðila mætti áorka miklu. Þá sagði hann að með þessu vildu heima- menn sýna að þeir gerðu fyrst kröfur til sjálfra sín, en einnig gæti átakið fært okkur í þá stöðu að ríkisvaldið mundi fúsara að taka höndum saman við heima- menn til enn frekari átaka. Ókyrrð stoppaði ráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlaði að vera viðstödd undirritunina en á síðustu stundu var flugi til Sauð- árkróks aflýst vegna ókyrrðar í lofti. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri dó þó ekki ráðalaus, heldur flutti ávarp hennar og kveðjur. Í ávarpi ráðherra, Þorgerðar Katrínar segir: „Þetta er stór stund og sá sáttmáli sem hér var undirritaður nú rétt í þessu mark- ar ákveðin tímamót, ekki einungis í skólamálum hér á svæðinu heldur um land allt. Það frumkvæði sem Kaupfélag Skagfirðinga og sveit- arfélögin hér á svæðinu sýna með þessu er merkilegt og mun vafalít- ið vekja athygli. Það er til marks um stórhug ykkar Skagfirðinga og mikinn metnað í skólamálum.“ Þar segir ennfremur: „Þegar lit- ið er til framtíðar er mikilvægt fyrir byggðir landsins að þar sé boðið upp á góða menntunarval- kosti á öllum skólastigum, jafnt sem spennandi atvinnutækifæri fyrir einstaklinga að loknu námi. Ég hef oft sagt að efling mennt- unar sé öflugasta byggðastefnan og besta leiðin til að viðhalda blómlegri byggð með öflugu at- vinnulífi. – Sá sáttmáli sem hér hefur verið undirritaður er til marks um að Skagfirðingar sjá tækifærin og hyggjast blása til sóknar. Sem menntamálaráðherra segi ég: Þið hafið veðjað á réttan hest, menntun íbúa svæðisins.“ Kaupfélagið greiðir 17,5 milljónir Í Samningi til sóknar í skóla- málum í Skagafirði, kemur fram að til verkefnisins verja aðilar 100 milljónum króna sem skiptast í jöfn framlög á fjögurra ára tíma- bili eða 25 milljónir króna árlega. Síðar í samningnum segir að ár- legt framlag samstæðufyrirtækja Kaupfélags Skagfirðinga til átaks- ins sé 17,5 milljónir kr. Árlegt mótframlag sveitarfélaganna er 7,5 milljónir. Sérstök verkefnis- stjórn útfærir nánar markmið átaksins. Sama verkefnisstjórn út- hlutar fjármagni og heldur stjórn- unarlega og fjárhagslega utan um verkefnið. Verkefnisstjórn er óbundin varðandi ráðstöfun fjár- magns að öðru leyti en því að fjár- munum skal ekki varið til hefð- bundinna fjárfestinga, t.d. bygginga. Samt skal heimilt að verja allt að 40% af árlegu fjár- magni til kaupa á tækjum og bún- aði. Sáttmáli til sóknar í skólamálum undirritaður í Skagafirði Markar tímamót í skóla- málum fyrir allt landið Morgunblaðið/Björn Björnsson Sáttmáli undirritaður Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitar- stjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, rita nafn sitt á sáttmálann. BARNAHÚSIÐ hlaut svonefnd Multidiscipl- inary Team Award fyrir árið 2006 á heims- ráðstefnu Alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN, (International Society for the Pre- vention of Child Abuse and Neglect), sem hald- in var í York í Englandi 3. – 6 september sl. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, veitti verðlaununum viðtöku við loka- athöfn ráðstefnunnar. ISPCAN eru einu þverfaglegu heims- samtökin á sviði barnaverndar og hafa að mark- miði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og van- rækslu barna alls staðar í veröldinni. Samtökin voru stofnuð árið 1977. Snar þáttur í starfsemi þeirra er að miðla fræðslu á meðal fagfólks úr ólíkum fræðigreinum um vísindalegar rann- sóknir, starfsemi og verklag sem telst til fyr- irmyndar á sviði barnaverndar auk þess að auka þekkingu og vitund almennings sem stjórnvalda á réttindum og þörfum barna. Frekari upplýsingar um ISPCAN má finna á heimasíðu samtakanna www.ispcan.org Barnahús var tilnefnt til þessara verðlauna af dr. Patti Toth, lögfræðingi hjá Washington State Criminal Justice Commission og fyrrver- andi samstarfsmönnum hennar hjá Harbour- view Medical Center í Seattle, en þeir hafa fylgst með stofnun og starfsemi Barnahúss frá upphafi. Hafa valdið þáttaskilum Í tilnefningunni kom fram það álit að Barna- húsið hefði valdið þáttaskilum á meðferð kyn- ferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Þá hefði framlag Ís- lands til að vinna að framgangi þverfaglegra vinnubragða varðandi kynferðisbrot gegn börn- um í Evrópu verið einkar árangursríkt eins og opnun barnahúsa í Svíþjóð bæri ótvíræðan vitn- isburð um. Á heimasíðu Barnahúss, bvs.is, kemur fram að Barnahús hefur áður fengið ýmsa viðurkenn- ingu, t.d. frá Save the Children Europe árið 2002, svo og fyrstu viðurkenningu samtakanna Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í málefnum barna og réttinda þeirra árið 2002. Þar segir að verðlaunaveiting ISPCAN nú sé líkleg til að skapa mikinn áhuga á Barnahúsi, ekki einungis í Evrópu svo sem verið hefur, heldur mun víðar. Barnahús fær alþjóðlega viðurkenningu Verðlaunað Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tekur á móti verðlaunum á ráðstefnu ISPCAN í Englandi í vikunni. HVERFISRÁÐ Miðborgar mun beita sér fyr- ir því að gerð verði fagleg úttekt á öryggi borg- aranna í miðborginni og samanburður gerður við aðrar borgir í Evrópu. Telur hverfisráðið að um leið og öryggismál séu tekin föstum tök- um sé einnig mikilvægt fyrir uppbyggingu í miðborginni, ekki síst ferðaþjónustu, að stað- inn sé vörður um ímynd miðborgarinnar, að því er segir í tilkynningu. Hverfisráðið hélt sinn fyrsta samráðsfund í Ráðhúsi Reykjavíkur með hagsmunaaðilum í gær og var yfirskrift fundarins „Er miðborg Reykjavíkur örugg og hvernig eflum við ör- yggiskennd?“ Fundinn sátu m.a. fulltrúar frá Þróunarfélagi miðborgar, Samtökum ferða- þjónustunnar, lögreglan, prestar og fulltrúar atvinnufyrirtækja sem starfrækt eru í mið- borginni. Farið var yfir þær breytingar sem orðið hafa á yfirbragði miðborgarinnar á undanförnum árum. Var það mat fundarmanna að þrátt fyrir að ofbeldisglæpum hefði fækkað og fjölbreytni miðborgarlífsins aukist hefði fjölmiðlaumfjöll- un oft og tíðum verið óþarflega neikvæð í garð miðborgarinnar. Telur hverfisráðið að um leið og öryggismál séu tekin föstum tökum sé einnig mikilvægt fyrir uppbyggingu í miðborginni, ekki síst ferðaþjónustu, að staðinn sé vörður um ímynd miðborgarinnar og að hún fái sanngjarna og rétta umfjöllun í fjölmiðlum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Beita sér fyrir faglegri úttekt á öryggi íbúanna JARÐSKJÁLFTI sem mældist þrír á Richter varð í Djúpuvík í Reykj- arfirði á Ströndum í gærmorgun. Skjálftinn átti upptök sín um þrjá kílómetra vestur af Djúpuvík í Reykjarfirði. Annar minni skjálfti, 2,7 á Richter, varð á sömu slóðum skömmu síðar. Ekki er vitað til þess að skjálftarnir hafi fundist en um innflekaskjálfta er að ræða. Ekki er gert ráð fyrir frekari skjálftavirkni þarna, samkvæmt upplýsingum frá eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands. Jörð skelfur við Djúpuvík STJÓRNSKIPUÐ nefnd sem starfað hefur á vegum norska dómsmálaráðuneytisins hefur nú lagt fram skýrslu þar sem lagt er til að sett verði á laggirnar Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Búast má við að bráðlega taki norska ríkisstjórnin afstöðu til þeirra til- lagna sem skýrslan hefur að geyma. Þetta kemur fram á heimasíðu Barnavernd- arstofu. Á sl. ári fóru fram umræður í norska Stórþinginu um úrbætur á sviði kynferð- isbrotamála gegn börnum þar sem fram kom þverpólitískur vilji til að stofna Barna- hús að íslenskri fyrirmynd. Í kjölfarið skip- aði norska dómsmálaráðuneytið nefnd sem var ætlað að undirbúa tilraunaverkefni um nýja leið til að rannsaka málefni barna sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu eða lík- amlegu ofbeldi. Var nefndinni sérstaklega falið að skoða íslenska Barnahúsið og hvort starfsemi þess gæti fallið að norskum að- stæðum. Nefndin heimsótti Ísland, auk þess sem Barnaverndarstofa hafði milligöngu um heimsókn nefndarinnar til Bandaríkjanna í því skyni að skoða barnahús þar Í skýrslu nefndarinnar er fjallað ítarlega um íslenska Barnahúsið auk þess sem nokk- uð er fjallað um það fyrirkomulag á skýrslu- töku af börnum sem viðhaft er í héraðsdómi Reykjavíkur. Þá er m.a. fjallað um Barna- húsið í Linköping, sem tók til starfa að ís- lenskri fyrirmynd á sl. ári. Þá er gerð grein fyrir nokkrum leiðum til að efla vinnslu mála um kynferðisbrot gegn börnum í Nor- egi. Niðurstaða nefndarinnar er hins vegar afdráttarlaust sú að Barnahús að íslenskri fyrirmynd þjóni hagsmunum barna best. Barnaverndarstofa lítur svo á að í þessari niðurstöðu norsku nefndarinnar felist mikil viðurkenning á þeim árangri sem náðst hef- ur með starfsemi Barnahúss hérlendis, segir í frétt á heimasíðu Barnaverndarstofu. Barnahús í Noregi undirbúið »Barnahús hóf starfsemi í nóvember1998. Rekstur þess er á vegum Barna- verndarstofu sem fer með stjórn barna- verndarmála í umboði félagsmálaráðu- neytisins. »Barnahús sinnir málefnum barna semgrunur leikur á að hafi sætt kynferð- islegri áreitni eða ofbeldi. » Í Barnahúsi fóru fóru fram 56 rann-sóknarviðtöl á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af 10 skýrslutökur eða 17,9% allra rannsóknarviðtala. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 25. Fjórar lækn- isskoðanir fóru fram í Barnahúsi á þess- um tíma. »Fjölmargir dómar hafa fallið í málumsem Barnahús hefur átt aðild að, bæði í undirrétti og Hæstarétti. Í HNOTSKURN LÖGREGLAN í Reykjavík hafði uppi á þjóf sem stal ferðatösku skammt frá miðborginni í gær, í töskunni var m.a. fartölva. Þjóf- urinn nýtti tækifærið á meðan eig- andi töskunnar leit undan og hrað- aði sér á brott með hana. Lögreglan hafði hendur í hári þjófsins stuttu síðar, en hann telst til góðkunn- ingja hennar. Ferðatöskuþjófur handtekinn Í KJÖLFAR aukinnar umræðu um ofbeldi gagnvart heilbrigðisstarfs- fólki hefur Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga ákveðið að gera könn- un til að afla upplýsinga um tíðni ofbeldis sem félagsmenn verða fyrir, svo og hvers eðlis ofbeldið er. Könn- unin er rafræn á heimasíðu félags- ins. www.hjukrun.is, og geta allir hjúkrunarfræðingar tekið þátt í henni. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að kortleggja um- fang ofbeldis sem félagsmenn verða fyrir. Þær má síðan nota sem inn- legg í frekari umræður og aðgerðir til að auka öryggi hjúkrunarfræð- inga á vinnustað. Því er það mik- ilvægt að félagsmenn bregðist skjótt við og taki þátt í könnuninni. Ætla að kanna tíðni ofbeldis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.