Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 11

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR Kringlunni - sími 568 1822 – www.polarnopyret.se Úlpur og útigallar í miklu úrvali ENGAR upplýsingar liggja enn fyrir um hvort ratsjárstöðvum Íslenska loftvarnakerfisins (IADS) verður haldið gangandi eftir brottför varnarliðsins. Fram kom í gær að í reynd hefur ekkert eftirlit verið haft með ómerktum flugvélum í lofthelgi landsins frá í lok maí þegar varn- arliðið hætti að fylgjast með merkj- um frá Ratsjárstofnun, sem annast rekstur ratsjárstöðvanna. Ratsjárgögn kerfisins hafa einnig nýst við almenna flugumferðarstjórn og skv. upplýsingum sem fengust hjá Flugmálastjórn í gær fær flugum- ferðarstjórnin áfram upplýsingar frá ratsjárstöðvunum og er ekki talið að breytingar verði þar á. Mannvirki og tæki í eigu NATO Loftvarnakerfið er einnig hluti af heildarloftvarnakerfi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) en kerfið hef- ur sent upplýsingar um flugumferð til sambærilegra kerfa í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Bretlandi. Bandaríski flugherinn greiðir allan rekstrarkostnað loft- varnakerfisins, sem áætlað er að verði rúmlega 1,2 milljarðar kr. á yf- irstandandi ári. Rúmlega 60 manns starfa hjá Ratsjárstofnun. „Grundvöllurinn að ákvörðun Bandaríkjanna er sá að hér er ekki sú hernaðarlega ógn sem þetta kerfi er byggt upp til að mæta,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins. „Bandaríkjastjórn til- kynnti íslenskum stjórnvöldum í vor að hún myndi hætta þessari starf- semi. Síðan þá hafa menn þingað um hvað tæki við og jafnframt fékk her- inn þau fyrirmæli að flytja á brott það lið sem væri hérna fyrir lok sept- ember,“ segir Friðþór. „Framtíðin er hins vegar alfarið í höndum íslenskra og bandarískra stjórnvalda.“ Mannvirkjasjóður NATO greiddi allan byggingakostnað við mannvirki og búnað íslenska loftvarnakerfisins. Því á NATO tækin og mannvirkin sem þessu tilheyra en bandalagið leggur þau notendalandinu til, sem í þessum skilningi eru Bandaríkin skv. samkomulagi á milli Íslands og Bandaríkjanna, að sögn Friðþórs. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, vill lítið tjá sig um framtíð stofnunarinnar á meðan við- ræður standa yfir og vísaði á utanrík- isráðuneytið. Allt fram á þetta ár hef- ur verið unnið að endurnýjun og við- bótum á tækjabúnaði Ratsjár- stofnunar. „Þetta er mjög fullkominn bún- aður sem er alveg í fremstu röð í sínu fagi. Stofnunin er með fulla virkni og þjónustu,“ segir Ólafur Örn. Í fyrra var tekið í notkun þráðlaust samskiptakerfi, Link 16, og var kostnaður við verkefnið á þriðja milljarð króna. 1,2 milljarðar í reksturinn á ári Óvissa er ríkjandi um framtíð rat- sjárstöðvanna Loftferðaeftirlit Ratsjárstofnun rekur fjórar ratsjárstöðvar sem eru á Miðnesheiði, Bolafjalli, Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli. var nokkur rígur á milli félaganna fyrstu árin. „Við vorum allir í þriðja flokki, vorum það ungir, og unnum fyrsta kappleikinn sem við tókum þátt í.“ Helgi man einnig sögur frá fyrstu árunum, t.a.m. þegar hann varð YNGRI flokkar knattspyrnudeildar Hauka fögnuðu góðum árangri sumarsins sl. helgi með uppskeru- hátíð að Ásvöllum. Á hátíðinni var Helgi Vilhjálmsson heiðursgestur, ásamt konu sinni Valgerði Jóhann- esdóttur, en hann er einn af þrettán mönnum sem stofnuðu Knatt- spyrnufélagið Hauka 12. apríl 1931, og einn þriggja eftirlifandi stofn- félaga. Helgi, sem er kominn hátt á ní- ræðisaldur, gladdist með krökk- unum á uppskeruhátíðinni auk þess sem hann var heiðraður sér- staklega. Hann man enn vel eftir stofnun félagsins og fyrsta kapp- leiknum. „Við vorum allir KFUM drengir og uppaldir í kristilegu samfélagi. Við höfðum mikið álit á sr. Friðrik og hann hafði stofnað Val og var farinn að ýja að því að við stofnuðum knattspyrnufélag, en við vorum alltaf að spila á göt- unum,“ segir Helgi og minnist þess að annað félag hafi þá verið til í Hafnarfirði. Nefndist það Þjálfi og varaformaður Hauka árið 1933. Þá höfðu þeir rutt knattpyrnuvöll á góðum fleti þar sem þeir léku sín á milli. Faðir eins félagans, Karls Auðunssonar, setti þá niður kart- öflur á vellinum og sinnaðist þá á milli Karls, sem þá var varafor- maður, og hinna félagana. „Hann sagði af sér varaformennskunni en Bjarni Sveinsson, sem var formað- ur, átti þá að tilefna annan í hans stað og var ég þá kjörinn varafor- maður. Ég sinnti því hlutverki í eitt eða tvö ár.“ Ljósmynd/Hanz Stofnfélagi Hauka heiðraður ÁTJÁN fyrirlesarar, þar af sjö ís- lenskir, flytja erindi á tveggja daga ráðstefnu um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í N-Atlants- hafi á Hótel Nordica 11. og 12. sept- ember nk. Ríkisstjórn Íslands stendur fyrir ráðstefnunni sem styrkt er af Norræna ráðherraráð- inu. Kynnt verður nýjasta þekking um möguleg áhrif loftslagsbreyt- inga á straumakerfi N-Atlantshafs- ins og lífríki þess. Að sögn Jóns Ólafssonar, haffræðings hjá Haf- rannsóknastofnun, er ráðstefnunni m.a. ætlað að varpa ljósi á hvað sé að gerast nyrst í Atlantshafinu og hver sé staða rannsókna. „Nú er að ljúka fimm ára vestnor- rænu verkefni milli Íslands, Græn- lands, Færeyja og Noregs þar sem fjallað er nákvæmlega um þessi at- riði,“ segir hann. „Verkefnið gengur að talsverðu leyti út á að gera líkön af samspili lofts, veðurs og hafs auk ástands í sjó. Miklar framfarir hafa orðið á því sviði á undanförnum ár- um og ég býst við að það komi fram gott yfirlit um stöðu þeirra mála á þessari ráðstefnu.“ „Þá höfum við líka fengið sérfræð- ing sem kynnir rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á Golfstraumnum sjálf- um. Einnig verður litið á stöðuna hér á landi og fjallað um setlög sjávarins auk þess sem fjallað verður um hvað hefur verið að gerast undanfarna ára- tugi í tengslum við veður, sjó og hafís hér við land,“ segir Jón. Eftir erindi verða umræður, m.a. um stöðu þekkingar á loftslagi og haf- straumum. Þar að baki býr stærri spurning, hvort hætta sé á mikilli röskun á hafstraumum í N-Atlants- hafi vegna loftslagsbreytinga, sem gæti haft áhrif á lífríki og samfélög. Alþjóðleg ráðstefna um loftslagsbreytingar og hafstrauma Hvað er að gerast nyrst í Atlantshafinu? Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ENGIN innri rannsókn mun fara fram á verklagi og framferði lög- reglunnar í Skeifu-átökunum á laug- ardag að sögn Ingimundar Ein- arssonar vara- lögreglustjóra. Kvartað hefur verið undan lög- reglu vegna tveggja unglinga sem töldu lög- reglu hafa gengið of langt gagnvart sér þá um nótt- ina. Einn starfsmaður Lögreglustjór- ans í Reykjavík sinnir innra eftirliti hjá embættinu og getur hann tekið upp mál að eigin frumkvæði eða að fyrirmælum lögreglustjóra. Ekki hefur náðst tal af starfsmanninum vegna fjarveru hans í orlofi, en Ingi- mundur Einarssonar vara- lögreglustjóri hefur nú ákveðið að ekki muni fara fram innri rannsókn á málinu. Spurður um hvers vegna ekki fari fram nein innri rannsókn á málinu segist Ingimundur hafa skoð- að skýrslu lögreglumanns um at- burði næturinnar. „Þar koma fram allar staðreyndir málsins og ég get ekki séð neina ástæðu fyrir sjálfstæðri athugun á málinu,“ segir hann. – Ræður þú því hvort þetta verði rannsakað af hálfu innra eftirlits? „Já, ég ræð því.“ Um kvartanir foreldra segist Ingi- mundur ekki hafa heyrt af fleiri kvörtunum en þeim tveim sem fram hafa komið vegna meints harðræðis. Engin innri rann- sókn hjá lögreglu Ingimundur Einarsson ÖKUMAÐUR og farþegi jeppa- bifreiðar með tóma hestakerru í eftirdragi sluppu ómeiddir eftir að bifreiðin fauk út af veginum er hún ók austur Borgarfjarðarbraut und- ir Hafnarfjalli um hádegisbil í gær. Að sögn lögreglu snerist bifreiðin á veginum þannig að hún fór heilan hring. Hún endaði svo á hliðinni úti í vegarkanti. Kæruleysi LÖGREGLAN í Reykjavík kvartar undan kæruleysi ökumanna. Hún segir að þetta sjáist glögglega þeg- ar skoðuð séu umferðarlagabrot sem lögreglan í Reykjavík tekur á daglega. Á fimmtudag þurfti að hafa afskipti af mörgum ökumönn- um fyrir ýmsar sakir, t.a.m. hvað varðar bílbeltanotkun og notkun farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá segir lögreglan marga ökumenn eiga erfitt með að virða stöðvunarskyldu. Fauk út af með hestakerru »Ratsjárstofnun hóf starf-semi í maí árið 1987 eftir að íslensk og bandarísk stjórnvöld höfðu gert samkomulag um yf- irtöku Íslendinga á rekstri rat- sjárstöðva varnarliðsins. »Eftirlits- og stjórnstöð Ís-lenska loftvarnakerfisins er á Keflavíkurflugvelli og var hún mönnuð af bandaríska flughernum. »Rekstur ratsjárstöðvannahefur allur verið greiddur af bandarískum stjórnvöldum. »Mannvirkjasjóður Atlants-hafsbandalagsins greiddi allan byggingarkostnað við mannvirki og búnað íslenska loftvarnakerfisins. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.