Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 21 MENNING NÝ sérsýn- ing verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safns Ís- lands í dag en þar gefur að líta út- saumuð handverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin byggist á nið- urstöðum Elsu E. Guðjónsson, textíl- og búninga- fræðings og ber heitið Með silfurbjarta nál – spor miðalda í íslenskum myndsaumi. Textílsýning Handverk liðinna alda GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Á efnisskrá tónleikanna er Svíta eftir franska tónskáldið Couperin, Sónata „Arpeggione“ eftir Franz Schubert, Fantasíu- þættir opus 73 eftir Robert Schumann og Íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgríms- sonar. Gunnar og Selma hafa starfað saman að tónleikahaldi frá 1995 og gefið út tvo geisladiska, Elegía sem kom út árið 1996 og Gunnar og Selma sem kom út fyrir rúmu ári. Tónleikar Gunnar og Selma á selló og píanó Gunnar Kvaran og Selma Guðmunds- dóttir HÖNNUNARSAFN Íslands sýnir í fyrsta sinn finnska list- muni úr gleri og keramik á sýningu sem opnuð er í dag. Hönnunarsafnið er til húsa á Garðatorgi 7 í Garðabæ. Þar hefur áður norræn hönnun frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð verið til sýnis en ekki frá Finnlandi fyrr en nú. Tveir listamenn sýna verk sín í Hönnunarsafni Íslands að þessu sinni en það eru glerlistakonan Camilla Moberg og Karin Widnäs, sem vinnur með keramik og hefur sérhæft sig í japanskri tækni sem kennd er við Raku. Norræni menning- arsjóðurinn styrkti sýninguna. Hönnun Finnsk hönnun í fyrsta sinn FÓTBOLTAKAPPINN Zinédine Zidane er enn í sviðsljósinu, því heimildamyndin um hann, sem Sig- urjón Sighvatsson framleiddi, nýtur mikillar velgengni. Kyrramynd úr myndinni prýðir nýjustu forsíðu listatímaritsins virta Art Forum, en á síðum blaðsins er afar jákvæð um- fjöllun um myndina að sögn Sig- urjóns, og önnur, „svolítið öðruvísi“. Nú er búið að tilnefna leikstjóra myndarinnar Douglas Gordon og Philippe Parreno til Gucci- verðlaunanna, en þau eru veitt lista- mönnum úr öðrum listgreinum sem þykja hafa lagt merkan skerf til kvikmyndalistarinnar. Gucci-verðlaunin eru samstarfs- verkefni Feneyjatvíæringsins, Kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum og Gucci-fyrirtækisins. Gordon og Par- reno eru báðir vel þekktir myndlist- armenn, og verk þeirra prýða meðal annars Pompidou-safnið í París og Guggenheim í New York. Meðal annarra listamanna sem tilnefndir eru til verðlaunanna sem veitt eru í fyrsta sinn nú, má nefna tónlistar- manninn Nick Cave, fyrir handritið að myndinni The Proposition, fyr- irsætuna og ljósmyndarann Helenu Christensen, fyrir leik í myndinni Allegro, og rithöfundinn Alain Robbe-Grillet fyrir leikstjórn mynd- arinnar C’est Gradiva Qui Vous Appellé. „Þegar við byrjuðum á myndinni, fyrir þremur árum, var Zidane enn mjög þekktur, þótt hann væri ekki á toppnum lengur,“ segir Sigurjón. En vinsældir Zidanes áttu eftir að dvína. „Tíminn leið, og þá var ekki eins gaman. Við vorum til dæmis spurðir hvort við vildum ekki frekar gera mynd um Beckham. Við höfð- um þó trú á því að Zidane myndi standa sig í heimsmeistarakeppn- inni.“ Sigurjón segir að margt í mynd- inni verði enn athyglisverðara í ljósi atburðanna í úrslitaleik HM, en sem kunnugt er var Zidane, manni keppninnar, vísað af velli fyrir að hrinda andstæðingi sínum, eftir að sá hafði gengið fram af honum með munnlegum svívirðingum. Kvikmyndir | Heimildamyndin um Zidane skorar víða Keppir um Gucci-verðlaunin „Það er ýmislegt í myndinni sem getur varpað ljósi á það sem gerðist í leiknum, og auðvitað hefur það gjörbreytt meðvitund fólks um hana. Í dag vita allir hver Zidane er. Það hefur hjálpað til, en ekki haft úrslitaáhrif, því hátíðarnar voru þá flestar búnar að panta myndina til sín,“ segir Sigurjón Sighvatsson framleiðandi. Myndin skýrir atburðina á HM HULDA Jónsdóttir, 15 ára fiðl- unemi í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, fær afhenta fiðlu að láni frá Rachel Elisabeth Barton sjóðnum í Chicago í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær lánaða fiðlu frá sjóðnum, sem er kenndur við hinn heimskunna fiðluleikara Rachel Barton Pine, sem tvívegis hefur komið fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Það verður eiginmaður Rachel, Gregory J. Pine, sem afhendir Huldu fiðluna en þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn lánar fiðlu til afburðanemanda utan Bandaríkjanna. Þessi gjörningur er mikil viðurkenning fyrir Huldu því- jafnframt láninu fylgir það skilyrði að hún haldi tónleika í Chicago á vegum stofnunarinnar tvisvar á ári. Lánið er til tveggja ára og fram- lengjanlegt að þeim tíma liðnum. Gregory Pine sagði í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn hefði umráð yfir tólf fiðlum og þar af væru þrjár í eigu sjóðsins. Láns- fiðlan er smíðuð af Vincezzo Sann- ino um 1920. Fiðla Huldu er metin á nærri 40.000 dali, eða tæpar þrjár milljónir króna, sem eru mikil verð- mæti í höndum 15 ára nemanda. Rachel Elisabeth Barton sjóð- urinn var stofnaður 1999, aðallega í kringum fiðlubogasafn sem henni hafði áskotnast. Það var þó ekki fyrr en 2001 sem hljóðfæri komst í eigu sjóðsins og það var einmitt fiðlan sem Hulda hefur núna að láni. Henni fylgdi einnig bogi, smíð- aður af Victor Fetique, sem var konsertbogi Rachel Barton Pine. „Við hittum Huldu fyrst 1999. Í febrúar 2000 bað Guðný Guðmunds- dóttir okkur síðan um að leiðbeina henni og við vorum hrifin af tilfinn- ingalegri dýpt í leik hennar og tæknigetu. Hljóðfæri hennar veitti henni ekki tækifæri til þess að vaxa sem tónlistarmaður og okkur fannst hún þurfa hljóðfæri sem myndi gera henni kleift að nýta hæfileik- ana til hins ýtrasta. Ég held að hún eigi eftir að ná mjög langt sem tón- listarmaður. Hæfileikar skipta miklu máli en hún er líka skipulögð og öguð. Hæfileikar nýtast ekki ef ögun og skipulagning fylgja ekki með.“ Tónlist | Hulda Jónsdóttir fiðlunemi fær afhenta lánsfiðlu Afburðanemi sem getur náð langt sem tónlistarmaður Morgunblaðið/Golli Lánsfiðla Hulda Jónsdóttir mundar fiðluna góðu, sem metin er á tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. Hún hefur fiðluna í láni í tvö ár. Í KÁNTRÍBÆNUM Nashville í Tennessee ríki í Bandaríkjunum er sinfónískri tónlist ekki úthýst, þótt varla fái hún inni í Grand Ole Opry höll sveitasöngvaranna. Í dag verður vígð glæný tónlist- arhöll þar í borg, sem verður að- setur sinfónískrar tónlistar og Sin- fóníuhljómsveitar Nashville. Nashville-búar eru ekki mikið fyrir nýmóðins arkitektúr ef eitt- hvað er að marka myndir af tón- listarhöllinni, því hún er byggð í nýklassískum stíl, og svipar mjög til evrópskra tónlistarhúsa sem byggð voru á 18. og 19. öld. Salur hússins hefur „skókassalagið“ sem þykir gefa afbragðs hljómburð. Herlegheitin kostuðu andvirði tæpra níu milljarða íslenskra króna. Nýklassískur íburður Tónlistar- höllin er afar glæsileg á að líta. Gamaldags arkitektúr í glænýrri tónlistarhöll Nýtt tónlistarhús opnað í Nashville í Bandaríkjunum Á FYRRI helmingi þessa árs heim- sóttu jafnmargir Listasafn Íslands og allt árið í fyrra, rúmlega 30 þús- und manns. Ástæðu þess má rekja til styrkt- arsamnings sem listasafnið gerði við Samson eignarhaldsfélag sem meðal annars fól í sér að fella niður að- gangseyri að safninu. Listasafn Íslands hefur tekið upp nýtt skráningakerfi til að fylgjast með aðsókninni auk þess sem safnið hefur fengið Félagsvísindastofnun til að gera þjónustukönnun meðal safngesta. Könnunin hefur meðal annars leitt í ljós að 75% svarenda telji það líklegt eða frekar líklegt að ókeypis aðgangur verði til þess að þeir heim- sæki safnið oftar. Morgunblaðið/Júlíus Aukin aðsókn Sífellt fleiri sækja sýningar Listasafns Íslands. Stóraukin að- sókn að Lista- safni Íslands »Heimildamyndin Zidane:Portrett 21. aldarinnar verður frumsýnd á Kvik- myndahátíð í Reykjavík í lok september. »Leikstjórar myndarinnarhafa verið tilnefndir til nýrra, stórra kvikmyndaverð- launa, Gucci- verðlaunanna. »Helstu kvikmyndahátíðirheims sýna myndina, þar á meðal þær í Cannes, Sarajevo, Feneyjum, og Toronto. Í HNOTSKURN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.