Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 26
Það er mikil frjósemi á Smíða- verkstæðinu um þessar mundir og barnauppeldi og brjóstagjöf algengt umræðuefni. » 28 daglegt |laugardagur|9. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Litríkar, dömulegar og sport- legar töskur eru það sem blífur þegar flakkað er með far- tölvuna. » 30 tíska Það er lítið mál að gera sínar eigin kryddolíur og edik úr garðuppsker- unni. » 31 matur Hún er ljós og lifandi íbúðin þeirra Alfreðs og Evu Bjarkar í Vesturbænum og birta flæðir um áður drungaleg rými. » 32 hönnun „ÞEGAR kona ber svona stóran hring, þá þarf hún í raun ekkert annað skart,“ segir Berglind Gestsdóttir, eigandi Trippen- skóbúðarinnar við Rauðarárstíg, um hringa stórbrotna sem fást í verslun hennar. „Þetta eru allt módelhringar og handunnir eftir pöntunum, en konan sem hannar þessa hringa heitir Daniela De Marchi en hún er ítölsk og fyrirmynd hennar í þessum skartgripum eru kór- allar,“ segir Berglind sem einnig er með eyrnalokka, hálsmen og armbönd í kóralskartinu. Hún segir að vissulega þurfi sterkan perónuleika til að bera svona stóra og áberandi hringa, en samt sem áður hafi hún séð ólíkustu konur falla fyrir þessum hringum. Skart passar vel í skóbúð „Ég er að fara til Parísar í október á sýningar og þar mun ég hitta Danielu, sem er mjög skemmtileg kona,“ segir Berglind og bætir við að fyrsti fundur þeirra hafi verið svolítið fyndinn. „Vinkona mín sem býr í Mílanó átti hring frá Danielu og hún kom mér í tölvupóstssamband við hana og ég keypti af henni skart í gegnum síma til að selja í búð- inni minni. Síðan bauð Daniela mér á sýningu út og þegar við hittumst kom í ljós að hún var í Trippen-skóm og gengur reyndar ekki í annars konar skóm. Ég tjáði henni að í búðinni þar sem ég seldi hringana hennar seldi ég einvörðungu Trippen-skó. Þetta fannst okkur báðum frábær til- viljun.“ Að selja skart og fatnað í skó- verslun er frekar óvenjulegt, en Berglind segir að sér hafi fundist hringarnir tóna vel við Trippen- skóna og sama sé að segja um fötin hennar Ástu Guðmunds- dóttur sem hún selur í versl- uninni. „Skórnir, skartið og fötin mynda sérstaka heild,“ segir Berglind sem einnig selur skart eftir tvo íslenska hönnuði, Óskar Waagfjörð og Dís. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sjávarfang Kóralþemað er þráðurinn í skartgripahönnuninni. Stórir Berglind skartar einum af hringum Danielu, en þá má finna í mörgum útgáfum eins og sjá má. Kóralhringar Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.danielademarchi.it Það eru ólíkleg- ustu konur sem falla fyrir hringa- hönnun Danielu. ER yfirmaðurinn þinn valdasjúkur, hugsar hann bara um að fá sem hæst laun eða leggur hann mest upp úr því að eiga gott samstarf við undirmenn sína og sjá til þess að þeir eflist í starfinu? Sænsk könnun bendir til þess að til séu sex tegundir af stjórnendum. Um 16% sænsku stjórnendanna, sem tóku þátt í könnuninni, sögðu aukin völd vera meg- inástæðu þess að þeir sóttust eftir yf- Martröð launþegans Svæðisstjórinn David Brent, sem Ricky Gervais leikur í gamanþáttunum The Office, er líklega maður sem fáir vildu vinna fyrir. Sex teg- undir yfirmanna irmannsstöðunni en 17% sögðu há laun helstu ástæðuna. Niðurstaða könnunarinnar var sú að skipta mætti stjórnendum í sex hópa:  Stjórnendur sem kappkosta að eiga gott samstarf við undirmenn sína og gleðjast þegar þeir sjá þá dafna í starfinu.  Stjórnendur sem vilja hafa áhrif, hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig stjórna eigi og koma hlutunum í framkvæmd.  Stjórnendur sem leggja mest upp úr völdunum og vilja vera í aðstöðu til að stjórna að eigin geðþótta.  Stjórnendur sem láta sér aðallega annt um frelsið sem fylgir yfirmannsstöð- unni.  Stjórnendur sem leggja mest upp úr því að fá sem hæst laun.  Stjórnendur sem þáðu stöðuna af skyldurækni, eða vegna þess að þeir töldu fjölskyldu sína og vini vænta þess af þeim. Æ FLEIRI konur láta sig hluta- bréfamarkaðinn varða, ef marka má samtök danskra hlutabréfaeigenda (DAF). Á 11 árum hefur fjöldi kvenna í félaginu aukist um 14 pró- sentustig, úr 2% í 16%. Þá er þriðj- ungur nemenda í hlutabréfaskóla samtakanna konur. Í grein á vefútgáfu Berlingske ti- dende er rætt við Ellen Cravach, stjórnarmann í DAF sem segir greinilegt að konur vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum fjöl- skyldunnar er varið, í stað þess að láta eiginmanninum slíkar ákvarð- anir eftir. Algengt umræðuefni meðal vinkvenna Á Netpóstinum, sem gefur út fjármálalegar greiningarskýrslur og býður sjálfstæðum fjárfestum upp á námskeið, taka menn líka eft- ir auknum áhuga á hlutabréfa- viðskiptum meðal kvenna. Þannig hefur fjöldi kvenna á námskeiðum þeirra tvöfaldast úr 10% í 20% að undanförnu. „Í dag er mjög eðlilegt að ung kona hafi áhuga á hluta- bréfamörkuðum,“ segir fram- kvæmdastjóri Netpóstsins, Martin Lykke Nielsen. „Það er alls ekki svo óalgengt að maður heyri konur ræða þessi mál við vinkonur sínar yfir kvöldverði.“ Í desember 2005 átti þriðjungur allra danskra kvenna hlutabréf ef marka má greiningarskýrslu sem unnin var fyrir DAF. Og að mati Claus W. Silfverberg, forstjóra DAF eru konur flinkari í fjárfest- ingum sínum en karlar. Þetta rök- styður hann með því að í Banda- ríkjunum séu til sérstakir hluta- bréfaklúbbar kvenna líkt og hlutabréfaklúbbar karla. Hins veg- ar ná klúbbar kvennanna betri ár- angri að sögn Silfverbergs. fjármál Konur naskar á hlutabréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.