Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 30

Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fartölvur eru orðnar hefð-bundinn partur af dag-legum búnaði margra í at-vinnulífi og námi. Það er ekkert grín að burðast með tölvuna allan daginn og því skiptir far- tölvutaskan miklu máli. Það er ekki langt síðan aðeins var hægt að fá eina gerð af fartölvutöskum; stórar, svartar og frekar ljótar, sem áttu ekki bara að nýtast undir tölvuna heldur líka sem skóla- eða skjala- töskur. Hægt var að geyma svo mik- ið af bókum í töskunni með tölvunni að þyngdin var orðin óviðráðanleg flestu venjulegu fólki og stærðin á töskunum var ekki í samræmi við neinn nema tröllvaxinn væri. Sem betur fer hefur þetta breyst og úr- valið af fartölvutöskum aukist mikið. Eiga að vera flottar Í dag skiptir máli að töskurnar séu nettar og flottar, í stíl við eig- andann og klæðaburð hans. Þær eiga helst ekki að líta út fyrir að vera fartölvutöskur bæði vegna þess að það er flottara og minni hætta er á að þeim sé stolið ef ekki virðist vera tölva innanborðs. Töskurnar eiga að vernda tölvuna vel og eru oft ekki með pláss fyrir neitt annað en hana og kannski hleðslutækið og tölvu- músina, annað er óþarfi. Svartar og hefðbundnar töskur eru ennþá algengastar en þær eru orðnar mikið hentugri en áður. Far- tölvubakpokar sjást líka mikið og eru þeir eins og hver annar bakpoki í útliti og oft sportlegir. Þægilegra er að geta skellt tölvunni á bakið en að burðast með hana á annarri öxl- inni, sérstaklega þegar ferðast er um á hjóli eða fótgangandi. Kven- legar fartölvutöskur hafa rutt sér til rúms og líta oft út eins og hefð- bundnar handtöskur, svo konan geti verið smart þó fartölvan sé með í för. Viðskiptafólkið vill svart Hjá EJS á Grensásvegi er hægt að fá línu innan fartölvutöskumerk- isins Targus sem er eingöngu fyrir konur. Töskurnar eru úr leðri og líta út eins og handtöskur, rauðar og svartar að lit og mjög kvenlegar. „Við erum með þrjú merki af far- tölvutöskum. Það er hægt að fá dömulegar töskur, sportlegar og svo þessar venjulegu,“ segir Hrafnkell Helgason, sölufulltrúi hjá EJS. „Flestir sem eru að kaupa sér tölvu kaupa sér tösku um leið enda geng- ur ekki annað en að hafa tösku utan um tölvuna, nema þú ætlir ekki með hana út úr húsi.“ Hrafnkell segir að svörtu og venjulegu tölvutöskurnar séu vinsælastar enda passi þær með öllu. „Þær ýta undir alvarlegt útlit og því kaupir viðskiptafólkið þær mikið, þú sérð það fólk ekki með sportlega hliðartösku utan um far- tölvuna, framhaldsskólakrakkarnir kaupa þær frekar.“ Í Apple búðinni á Laugavegi er mikið úrval af litskrúðugum far- tölvutöskum þótt þær svörtu slæðist inn á milli. „Við erum aðallega með tvö merki, Acmemade töskur eru mynstraðar, litskrúðugar og penar. Konur kaupa þær meira enda eru þær ekki fartölvutöskulegar. Við höfum verið með þetta merki í tvö ár og seljum alltaf vel af því enda þykir það flott og öðruvísi,“ segir Sigurður Þorsteinsson verslunarstjóri hjá Apple. „Hitt merkið er Crumpler og er það með bakpoka og hliðartöskur í sportlegum stíl. Það er vinsælt núna að kaupa hliðartösku með langri ól sem hægt er að smeygja á ská yfir sig. Hönnunin á Crumpler töskunum höfðar meira til yngra Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Kvenleg Nettar og fallegar far- tölvutöskur sem minna á venjulega handtösku. Frá EJS. Morgunblaðið/Sverrir Töff Sportleg fartölvutaska úr Apple-búðinni. Í dag skiptir máli að töskurnar séu nettar og flottar, í stíl við eigand- ann og klæða- burð hans. Sportlegar, nettar og litríkar fartölvutöskur KAFFI hefur í aldanna rás haldið margri mann- skepnunni gangandi við iðju sína enda fátt sem hristir slenið jafnrækilega af vinnandi fólki og krassandi kaffi. Góður kaffibolli getur gert hrein- asta kraftaverk, breytt slæmum vinnudegi í ljúfan og veitt nauðsynlega skyndiorku þegar mikið ligg- ur við. Ekki má heldur vanmeta hvað góður kaffi- bolli getur gert fyrir sálartetrið þegar argaþras hversdagsins er í þann mund að bera það ofurliði. Að sama skapi verða vonbrigðin yfirþyrmandi þegar kaffið stendur ekki undir væntingum og reynist ekkert annað en sull af verstu sort. Og bjóði vinnustaðurinn ekki upp á annað en fjölda- framleitt maskínuskólp, líkt og víða þekkist, getur það reynt á þolrif kaffiunnandans og dregið úr daglegri starfsgleði svo ekki sé sterkar kveðið að orði. Kaffikonur og -karlar þurfa þó ekki að þjást í hljóði heldur geta þau kitlað kaffitaugarnar með einföldum aðgerðum. Oft þarf ekki annað en litla eins bolla pressukönnu og poka af gæðakaffi til að framkalla sæluhrollinn sem bjargar deginum. Lítill brúsi af kaffisýrópi eða kandísstöng setur svo punktinn yfir i-ið. Tedrykkjufólk getur gert slíkt hið sama með því að sniðganga gamaldags tepoka en taka í staðinn með sér spennandi telauf og eigin síu. Og þá má ekki gleyma persónulega bollanum sem framkallar þá tilfinningu hjá eigandanum að hann sé kominn heim. Kitlandi kaffisæla Morgunblaðið/Ásdís Ilmandi te við tölvuna Te og kaffi, tebolli með síu og loki, 1.595 kr. Bancha japanskt te 100 grömm, 560 kr. Húsatúns hunang, 165 grömm, 325 kr. Eykur orkuna Te og kaffi, Latte- bolli, 1.290 kr. Kandísstangir 5 stk. í pakka 295 kr. Kaffitár, Bodum götumál með pressu fyrir þá sem stöðugt eru á ferðinni 2.990 kr. Morgunblaðið/Ásdís Gott að narta í Húsgagnahöllin, Galzone kaffiglas, stakt 340 kr. eða tvö í pakka með áhangandi skeiðum 890 kr. Galzone diskur 1.280 kr. Kaffitár, Biscotti þríbökur þrjár í pakka 390 kr. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.