Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 54
Staðurstund 54 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fjórða breiðskífa Brain Police kemur út á þriðjudaginn. Arnar Eggert ræddi við trommuleik- arann Jónba um afurðina. » 59 tónlist myndlist Ragna Sigurðardóttir hendir upp hattinum sínum fyrir Rom- an Signer, sem sýnir í Safni við Laugaveg. » 57 söfn Ásgeir Ingvarsson fjallar um Ib- sensafnið í Osló og lætur sig dreyma um íslenskt bók- menntasögusafn. » 57 Þjóðleikhúsið frumsýnir verkið Sumardagur eftir Jon Fosse í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. » 56 leikhús Ekkert mál, saga Jóns Páls Sig- marssonar, er vel gerð og mik- ilvæg heimildarmynd að mati Sæbjörns Valdimarssonar. » 58 kvikmynd LÍF fólks í undirheimum Reykjavík- ur er viðfangsefni kvikmyndarinnar Barna, sem verður frumsýnd í Há- skólabíói í kvöld kl. 20.30. Ragnar Bragason er leikstjóri, en myndin er samvinnuverkefni hans og leikhússins Vesturports. Handrit myndarinnar var unnið í samvinnu Ragnars og leikaranna, en í aðal- hlutverkum eru Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. „Ég fékk Vesturport í lið með mér í þetta verkefni eftir að ég fékk þá hug- mynd að vinna handrit og bíómynd í samvinnu við leikara,“ sagði Ragnar Bragason í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, en persónusköpun fór að miklu leyti fram með spunavinnu leikaranna. Aðrir leikarar í myndinni eru Andri Snær, Hanna María Karls- dóttir, Erlendur Eiríksson, Margrét Helga Jóhannesdóttir og Sigurður Skúlason; tónlistina samdi Pétur Þór Benediktsson en kvikmynda- taka var í höndum Bergsteins Björg- úlfssonar. Huldar Freyr Arnarsson sá um hljóðvinnslu og Sverrir Krist- jánsson um klippingu. Börn hefur þegar verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðum er- lendis; á stærstu kvikmyndahátíð í Asíu, Pusan International Film Festival í Suður-Kóreu í lok október, og á alþjóðlegu hátíðinni í San Seb- astian á Spáni nú í lok sept- embermánaðar. Ragnar Bragason sagði að vinnan við myndina hefði verið mjög skemmtileg, allt frá fyrsta degi. „Ég er með mörg börn í myndunum, en flestir leikstjórar hræðast það. Að vinna með börnum á þessum for- sendum var algjör sæla.“ Börn eru sjálfstæður fyrri hluti myndatvennu Ragnars og Vest- urports um fjölskyldutengsl. Seinni myndin heitir Foreldrar, og verður frumsýnd síðar í haust. Frumsýning | Börn Sæla að vinna með börnum Svarthvít Ólafur Darri Ólafsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir í hlutverkum sínum. Áslaug Thorlacius ríður á vaðið í annarri sýning-arröð FUGLs, Félags um gagnrýna list, meðsýningu inni á heimili vinafólks síns í Garði áÆgisíðu. FUGL hóf starfsemi sína árið 2005 með röð sýninga í Verslun Indriða á Skólavörðustíg sem vöktu talsverða athygli. Nú tekur félagið til við sýn- ingarhald á ný en með nokkuð öðru sniði. Í þetta skipti verður listamönnum í sjálfsvald sett hvar sýningaraðstaðan er. „Ég vildi hafa sýninguna persónulega og þess vegna valdi ég Garð á Ægisíðunni. Ég bjó sjálf í húsinu í eitt ár og auk þess vinn ég sjálf mikið í hugmyndum sem tengjast heimilinu. Það var því rakið að fara með sýninguna inn á heimili, heimili sem var einu sinni mitt heimili. Þarna máta ég mitt heimili í málverkum, ljósmynd og skúlptúrum við heimili vina minna. Um leið er ég að velta því fyrir mér hvernig heimilið og starfið rennur saman,“ segir Ás- laug. Það er nokkuð um liðið síðan Ás- laug var með sýningu í Reykjavík en hún hefur sýnt úti á landi og sömuleiðis erlendis. Á leið til Kína með fjölskylduna til að stunda list sína „Ég er að færa mig yfir í hefðbundn- ari miðla þótt það sé orðið talsvert loðið hvað telst ekki vera hefðbundið nú orð- ið. Ég líka alltaf að reyna að láta drauminn rætast um að vera lista- maður. Ég hef alltaf unnið inni á heimilinu mínu og aðstæðurnar hafa ekki leyft það að ég vinni til dæmis mikið þar með olíu. Einhvers staðar á ég mér því stóran draum um vera listamaður sem málar eingöngu olíumyndir.“ Áslaug segir að myndirnar séu að sínu mati afar heimilislegar og málaðar með svokallaðri tempera-aðferð. „Þetta er í grunninn sama aðferð og íkona- málarar notuðu. Kannski er svolítið ýjað að helgi heimilisins í þessum myndum.“ Áslaug hefur verið mjög virk í félagsmálum fyrir myndlistarmenn, er t.a.m. formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, en sér fram á talsverðar breytingar á sínum högum á næstunni. „Við erum að fara fjölskyldan, við hjónin og fjögur börn okkar, nk. þriðjudag til Kína þar sem við ætlum að vera fram yfir áramót. Við ætlum að búa þarna og vera með vinnustofu og hugsa einungis um heimilið og vinnuna. Hugsanlega soga ég inn kínversk áhrif en í það minnsta hef ég gott af þessu,“ segir Ás- laug. Önnur sýningarröð FUGLs, Félags um gagnrýna list, að hefjast í fremur óvenjulegri sýningaraðstöðu Helgi heimilisins í myndum Áslaugar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listakona Áslaug Thorlacius í faðmi fjölskyldunnar með eitt verka sinna. Fjölskyldan er á leið til Kína innan tíðar og mun dvelja þar fram yfir áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.