Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„VERA goðsögn í lifanda lífi“ er
ofnotuð klisja, en kraftlyftinga-
maðurinn, heljarmennið og
skemmtikrafturinn Jón Páll Sig-
marsson stendur undir stóru orð-
unum. Hann féll frá í blóma lífsins
en hafði afrekað margfalt meira á
stuttri ævi en flesta dreymir um á
lífsleiðinni. Hann var ekki aðeins
afburða hraustmenni sem vann til
fjölda titla í kraftlyftingum, lík-
amsrækt, alþjóðlegum krafta-
keppnum og nafnbótarinnar
„Sterkasti maður heims“, heldur
var hann einatt hrífandi málsvari
íslensku þjóðarinnar. Keppandinn
sem hirti ekki aðeins gullið heldur
alla athyglina eins og hún lagði
sig, því meðal ríkulegra vöggu-
gjafa sem honum voru gefnar var
góð greind, orðheppni, keppnis-
skap og drenglyndi sem ávann
Jóni Páli virðingu hvar sem hann
kom.
Það hlaut að koma að því að
reistur yrði kvikmyndalegur
bautasteinn um slíkan mann og nú
hefur hann séð dagsins ljós. Þetta
er ekkert mál – saga Jóns Páls
Sigmarssonar, er vel gerð, mikil-
væg heimildarmynd, unnin af vin-
um hans, Steingrími Jóni Þórðar-
syni og Hjalta Árnasyni. Hún
fylgir hefðbundnum efnistökum,
unnið úr miklu myndefni sem til er
um kappann knáa, rætt er við
samferðamennina hans, vini og
mótherja, sem oftar en ekki eru
einu og sömu persónurnar. Hluti
Þetta er ekkert mál, er sviðsettur
með leikurum og fellur hann nán-
ast snurðulaust að heimildunum.
Sá sem þessar línur skrifar er
enginn sérstakur aðdáandi lyftinga
né líkamsræktar, en á meðan Jóns
Páls naut við lá ég, líkt og stærst-
ur hluti þjóðarinnar, sem límdur
við skjáinn þegar „Okkar maður“
átti í hlut á mótum úti
um heimsbyggðina.
Jón Páll lyfti keppn-
unum sem hann tók
þátt í upp í æðra
veldi, þarna var sann-
ur víkingur á ferð,
sem gerði atburðina
að ósviknu einvígi:
Annars vegar þessi
glæsilegi, ljóshærði
beljaki, sem enginn
velktist í vafa um
hvaðan kæmi, og svo
allir hinir. Sem Jón
Páll lagði oftar en
ekki að velli, ekki að-
eins líkamlega, heldur
andlega. Jafnan heið-
arlegur keppnismaður
sem þjarmaði að and-
stæðingnum með fullri virðingu.
Kom, sá og sigraði, og þá sjaldan
það gerðist, þá tapaði hann með
reisn. Var sannkallaður herramað-
ur og bardagamaður.
Þetta er efni heimildarmyndar-
innar um brosandi víkinginn og
unnið af þeirri einlægni sem hæfir
umfjöllunarefninu. Kvikmynda-
gerðarmennirnir geta sannarlega
verið stoltir af árangrinum. Eini
ljóðurinn að mínu mati er undir
lokin þar sem lopinn er teygður í
viðtölum við samferðafólkið, það
hefði mátt fækka þeim þar sem
meira er gert úr viðmælandanum
en viðfangsefninu. Flestir, einkum
Skotarnir, tala þannig um hann að
maður hrærist og sér þessa gömlu
mótherja hans í fallegri birtu og
gerir sér enn betur ljóst hversu
mikils og víða hann var metinn.
Ég veit ekki hvort það er í anda
minningarinnar um þennan síkáta,
orðsnjalla gleðigjafa sem var með-
fætt og einkennandi að gera öllum
lífið ólíkt meira spennandi og
skemmtilegra, að dvelja jafnlengi
við sálminn góða og þann kafla.
Með fullri virðingu fyrir hugarþel-
inu á bak við þá ákvörðun og
harmleik skammrar ævi og ótíma-
bærs fráfalls.
Þetta eru smáatriði, aðalmálið
er að Þetta er ekkert mál er engin
glansmynd, þó efnið bjóði uppá
það, heldur heiðarleg, fróðleg og
yfir höfuð bráðskemmtileg mynd
af manninum sem fetaði í fótspor
Alberts Guðmundssonar, Friðriks
Ólafssonar og örfárra afreks-
manna til viðbótar, sem unnu sér
þann glæsilega sess að verða
Óskabörn þjóðarinnar.
Brosandi víkingurinn
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Selfoss-
bíó, Borgarbíó Akureyri, Sam-
bíóin Keflavík, Akranesi, Fjarðar-
byggð, Patreksfirði
Heimildarmynd. Leikstjórn, kvikmynda-
taka og klipping: Steingrímur Jón Þórðar-
son. Önnur myndataka: Friðþjófur Helga-
son og Hjalti Árnason. Handrit: Hjalti
Árnason og Steingrímur Jón Þórðarson.
Tónlist: Sigurgeir Sigmundsson. Aðalleik-
arar: Skarphéðinn Hjaltason (Jón Páll
sem barn), Garðar Unnarsson (Jón Páll
ungur), Sæmundur Unnar Sæmundsson
(Jón Páll fullorðinn). Viðmælendur m.a.:
Þorgrímur Þráinsson, Ómar Ragnarsson,
Finnur Karlsson, Skúli Óskarsson, Tom
Magee, dr. Douglas Edmunds, Hjalti
Árnason, og fleiri. 110 mínútur. Goðsögn
kvikmyndagerð. Ísland. 2006.
Þetta er ekkert mál Heimildarmynd „Kvikmyndagerðarmennirnir
geta sannarlega verið stoltir af árangrinum.“
Sæbjörn Valdimarsson
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Kortasala hafin!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Litla hryllingsbúðin – síðustu aukasýningar
Lau 9. sept kl. 19 UPPSELT
Lau 9. sept kl. 22 UPPSELT
Sun 10. sept kl. 20 UPPSELT
Fim 14. sept kl. 20 Ný aukasýn. í sölu núna!
Fös 15. sept kl. 19 örfá sæti laus
Lau 16. sept kl. 19 UPPSELT – síðasta sýning
Leikhúsferð með LA til London
Expressferdir.is - 5000 kr. afsláttur fyrir kortagesti.
www.leikfelag.is
4 600 200
Rokksveit
Rúnars Júlíussonar
í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar.
www.kringlukrain.is Sími 568 0878
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Sun 10/9 kl. 20 Sun 24/9 kl. 20
Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Í kvöld kl. 20 Fös 22/9 kl. 20
Lau 23/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20
ALLIR Í LEIKHÚSIÐ
Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgar-
leikhúsið í fylgd með forráðamönnum.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI
Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept.
fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu.
Sun 17/9 kl. 20 UPPS.
Mán 18/9 kl. 20
Þri 19/9 kl. 20
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar.
Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN.
MEIN KAMPF
Lau 23/9 frumsýning UPPS.
Mið 27/9 kl. 20
Fös 29/9 kl. 20
MIÐASALA HAFIN.
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„EKKI HUGSA.
DANSAÐU!“
Miðasala 568 8000 www.id.is
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
STYRKTAR-
TÓNLEIKAR
FL GROUP
OG SINFÓNÍU-
HLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
Í DAG
KL. 17.00
fl group og sinfóníuhljómsveit
íslands halda styrktartónleika í
dag kl. 17.00 fyrir bugl, barna- og
unglingageðdeild landspítala -
háskólasjúkrahúss.
SÖNGUR SÓLVEIGAR Í HÁSKÓLABÍÓI
Í DAG 9. SEPTEMBER KL. 17.00
STYRKTU GOTT MÁLEFNI OG
NJÓTTU GÓÐRAR TÓNLISTAR UM LEIÐ
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einsöngvari ::: Solveig Kringelborn
EFNISSKRÁ:
Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur
Edvard Grieg ::: Fimm söngvar
Nikolaj Rimskíj-Korsakov ::: Sheherazade
MIÐASALA ::: SÍMI 545 2500
WWW.SINFONIA.IS
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
LEIKHÚSTILBOÐ:
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
Föstudag 8/9 kl. 20 Uppselt
Laugardag 9/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 10/9 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 13/9 kl. 20 Uppselt
Föstudagur 15/9 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 16/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 17/9 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 23/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 24/9 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27/9 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 28/9 kl.20 Laus sæti
Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 6/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8/10 kl. 20 Örfá sæti
Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 14/10 kl. 20 Örfá sæti
Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 21/10 kl. 20 Laus sæti
Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu