Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF $% & '()" "# " # $%&' $%&( * * +', -. (#)' ()* +%&( +%& * * //" 01."'23345 (%# %, +%&" +%& * * 01."647 $33  ")' (#", + &% +%&' * * 8/,." -29":2 % ** ("" $%&* $%&' * *                   !  ;<%"=2>"475 7 %;"475 23"=2>"475 <2"=2>"475 ?33<"=2>"475 -@%A!"475 B"=2>"475 ="A3"475 6>C@"A3"475 B %A3"D% %"475 1 "475 12%;" %42%"475 )E ";") 2  ' ?%" 75A3"475 F%%"475 " #$   ,G%"475 @"=2>"475 ?"= "475 8;  ;"=2>"475 $H4  "475 +@@@%"475 I%%"475 % #&' () '7J@""' %"%<75 (*+  8/,K '#% <%35<  **&(% ,&)# *&,% "&"% ()&%% ,&# &*% %&"% #(%&%% *& % '#&(% '&#% ('(&%% '&"% - "&'% "&#% &%( '&'( - - - - )(&%% ? @"7 7"<%35<                 L" *M L" *M L" *M L" *M L" *M L"  *M L"  *M L" *M L" *M L"  *M L"  *M L" *M  <%3> @%% +A2"#"23" @% 6>"""""""""' 5  5 5  5  5  5 5 5 5 5 5  5 5    5 5                                                 I%3>"#"C!%5"35 + 5"N"4@%   <%3>               BRESKI auðkýfingurinn Richard Branson hét því í gær að verja þrem- ur milljörðum dollara, sem samsvar- ar 210 milljörðum króna, á næstu tíu árum í ýmis verkefni sem tengjast baráttunni gegn loftmengun og lofts- lagsbreytingum í heiminum. Branson, stofnandi fyrirtækja- samsteypunnar Virgin Group, til- kynnti þetta á blaðamannafundi á vegum stofnunar sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, veitir forstöðu og miðar að því að leysa ýmis alvarleg vandamál sem steðja að heiminum. Lofar öllum arðinum Virgin Group hyggst fjárfesta öll- um arði af flugfélaginu Virgin Atl- antic og fleiri samgöngufyrirtækjum á næstu tíu árum í verkefni sem tengjast baráttunni gegn loftslags- breytingum. Meðal annars verður fjárfest í nýrri tækni til að nýta end- urnýjanlega orkugjafa sem eiga að koma í stað jarðefnaeldsneytis. Sérstakt fjárfestingarfélag, Virg- in Fuels, á að annast þessar fjárfest- ingar. Lofar milljörðum gegn loftmengun Í HNOTSKURN » Richard Branson er245. auðugasti maður heims að mati tímaritsins Forbes sem áætlar að eignir hans nemi sem samsvarar 200 milljörðum króna. » Branson fékk þá hug-mynd að verja hagnaði samgöngufyrirtækja sinna til baráttunnar gegn lofts- lagsbreytingum á fundi með Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. AP Rausnarlegur Richard Branson skýrði frá framlaginu til barátt- unnar gegn loftslagsbreytingum á fundi með Bill Clinton. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ● VÍSITALA leið- andi hagvísa fyrir bandaríska hag- kerfið lækkaði í annan mánuðinn í röð. Í hálffimm- fréttum Kaup- þings banka segir að dvínandi bjart- sýni neytenda og samdráttur í fjölda byggingaleyfa hafi einna helst stuðlað að lækkun vísitölunnar sem mjög er horft til sem vísbendingar um stefnu hag- kerfisins. Í gær voru einnig birtar töl- ur um nýskráningar atvinnuleysis, þ.e. fjöldi einstaklinga sem sækja bætur í fyrsta skipti. Þeim fjölgaði töluvert og gefa til kynna að farið sé að hægja á húsnæðis- og vinnu- markaði sem ýtir enn frekar undir væntingar að seðlabankinn muni ná tökum á verðbólgunni og að vaxta- hækkunarferli hans sé senn á enda. Dvínandi bjartsýni í Bandaríkjunum ● AVION Group hefur framlengt til- boð félagsins í allt hlutafé kanadíska félagsins Atlas Cold Storage Income Trust. Tilboðið átti að renna út í dag en það hefur verið framlengt til föstudagsins 6. október næstkom- andi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Avion. Tilboð Avion í Atlas var upphaflega tilkynnt hinn 3. ágúst síðastliðinn og var sent hluthöfum Atlas hinn 17. ágúst. Í tilkynningu Avion segir að skilmálar tilboðsins séu óbreyttir, en það hljóðar upp á um 574 milljónir kanadískra dollara, eða um 36 millj- arða íslenskra króna. Um síðustu mánaðamót var greint frá því að stjórn Atlas hefði hvatt hluthafa félagsins til þess að hafna yfirtökutilboði Avion í félagið. Atlas rekur 53 kæli- og frysti- geymslur í Norður-Ameríku og er skráð í kauphöllinni í Tórontó. Avion framlengir til- boð í Atlas í Kanada ● VELTAN á ís- lenskum hluta- bréfamarkaði hef- ur aukist mikið á undanförnum ár- um og sömuleiðis veltuhraði en hann er reiknaður sem hlutfall veltu og markaðsvirðis bréfanna. Í Vegvísi Landsbanka kem- ur fram að sé litið á heildarveltu sein- ustu 12 mánaða sem hlutfall af meðaltali markaðsvirðis allra skráðra félaga á sama tímabili sjáist að veltuhraðinn sé rétt rúm 100% á ári. Þetta þýðir að á síðustu 12 mán- uðum hafir heildarvelta í viðskiptum verið meiri en virði alls markaðsins. Velta og veltuhraði hlutabréfa eykst BENTE LANDSNES, forstjóri norsku kauphallarinnar, hefur ekki trú á því að það muni gagnast norska hlutabréfamarkaðinum að norsk hlutafélög verði með á hinum svo- kallaða norræna lista OMX sem hleypt verður af stokkunum í byrjun október en fyrir liggur að öll ís- lensku fyrirtækin í Úrvalsvístölunni verða með á honum. Landsnes telur ekki að það myndi leiða til aukinna viðskipta með norsk hlutabréf ef fé- lögin væru skráð á listann. Þetta kemur fram í frétt á vef Dagens Næringsliv (DN). „Þetta er frekar listi fyrir dag- blöðin. [–] Ég tel ekki að norræni listinn myndi auka sýnileika norskra fyrirtækja,“ segir Landsnes í sam- tali við DN. Hún telur að þrátt fyrir augljósa samþjöppun meðal kauphalla í Evr- ópu muni sú norska komast vel af á eigin spýtur og samruni við OMX er ekki á dagskrá: „Við eigum ekki í viðræðum við OMX né nokkurn ann- an. Við getum alveg staðið ein. Mik- ilvægst fyrir okkur er að þróa mark- aðinn í Noregi og skapa honum sem bestar forsendur, til að mynda með því að auka veltuna,“ segir Bente Landsnes. Norska kauphöll- in á eigin fótum GUNNLAUGUR Sævar Gunn- laugsson, stjórnarformaður Trygg- ingamiðstöðvarinnar (TM), var val- inn stjórnarformaður Íslands árið 2006 en Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin. Stjórnarformaður árs- ins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal fram- kvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur verið valinn með form- legum hætti. Gunnlaugur Sævar hefur gegnt stjórnarformennsku hjá TM í fjögur ár en á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Velta félagsins hefur aukist um 50% og hagnaður þess þrefaldast. Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,6% í gær eða í 6.261stig. Verslað var með hlutabréf fyrir um 2,5 milljarða, mest með bréf í Landsbankanum eða fyrir 652 millj- ónir og fyrir litlu minna með bréf FL Group, en gengi þeirra hækkaði mest eða um 0,9%. Bréf Kaupþings lækkuðu mest eða um 1,4%. Krónan veiktist um 0,53% og kostar Bandaríkjadalur nú 70,43 krónur, evran 89,98 krónur og pund- ið 133,86 krónur. Krónan veiktist BANKARÁÐ bandaríska seðlabankans ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,25% á fundi ráðsins síðastliðinn þriðjudag. Þetta er í annað sinn sem bank- inn hreyfir ekki við skammtímavöxtum, en eftir sautján hækkanir á tveimur árum nam bankinn staðar þann 8. ágúst síðastliðinn. Ákvörðunin var ekki einróma; einn meðlimur ráðsins greiddi atkvæði á móti. En að sögn New York Times gaf tónninn í yfirlýsingu bankans til kynna að almennt teldi ráðið að ákvörðunin í ágúst hefði verið rétt. Hefur blaðið eftir Robert V. DiClemente, aðalhagfræðingi Citigroup, að þróun efnahagsmála síðan í ágúst hafi styrkt röksemdir bankans og aukið trúverðugleika hans. Ákvörðunin var í samræmi við spár greiningaraðila, en allar þær 109 spár sem fréttastofa Bloomberg fylg- ist með gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Í röksemda- færslum seðlabankans var kólnun húsnæðismarkaða sögð helsta ástæðan fyrir hægari vexti hagkerfisins en bankinn varar enn við hættunni á frekari verðbólgu. Stýrivextir óbreyttir vestra ALDREI hefur verið fjárfest eins mikið í búðarhús- næði og á fyrri helmingi þessa árs en þá var fjárfest fyrir lið- lega 32 milljarða króna. Það er um 4,8 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra og nemur aukningin um 14% mæld á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýbirtum töl- um Hagstofunnar en greining Glitn- is segir það vekja athygli að á tíma- bilinu frá 1997, eða á því tímabili sem verið hefur mikil hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, hafi verið nær samfelldur vöxtur í íbúðafjár- festingum. „Í nýbirtri þjóðhagsspá okkar reiknum við með því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði dragist saman um 4,5% á næsta ári og um 5,8% á árinu 2008. [-] Vaxtahækkun á íbúðalánum og skert lánaframboð draga úr eft- irspurn á markaðinum ásamt verð- bólguskotinu sem ógnar kaupmætti launa. Framboð er umtalsvert á íbúðarhúsnæði á sama tíma og ekki síst nýju íbúðarhúsnæði sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar. Velta á íbúðamarkaði hefur snar- minnkað undanfarið og vísbending- ar eru komnar fram um verðlækkun sem á endanum mun draga úr ný- fjárfestingum í íbúðarhúsnæði,“ segir í Morgunkorni Glitnis. Met í íbúðafjár- festingu Aukningin um 14% á föstu verðlagi ÞÝSKA lyfjafyrirtækið Merck hef- ur eignast ráðandi hlut í svissneska lyfjafyrirtækinu Serono og ætlar að gera yfirtökutilboð í félagið sem metið er á 932 milljarða króna en það er um 20% yfir markaðs- verðmæti félagsins sem skráð er kauphöllinni í Zürich. Merck hefur greint frá því að félagið hafi gert samkomulag við Bertarelli fjöl- skylduna sem á 64,5% hlut í Serono og ræður yfir 75,5% atkvæða. Hlutabréf í Merck lækkuðu um rúmlega 5% í þýsku kauphöllinni í gærmorgun þegar greint var frá fyrirhugaðri yfirtöku á Serono. En hlutabréf í Serono hækkuðu um 18% í rafrænum viðskiptum fyrir opnun Kauphallarinnar í Zürich. Merck festir kaup á Serono ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.