Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 16

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Chris Stephen BÖRNIN koma hlaupandi á móti jeppanum þegar við komum í Red Chilli-flóttamannabúðirnar í Norð- ur-Úganda. Þau hrópa í sífellu „ciao, ciao“, kveðju, sem þau lærðu af ítölskum hjálparstarfsmönnum. Red Chilli-búðirnar ættu eiginlega að vera dæmi um það, sem best hefur tekist til um í hjálparstarfi í Afríku. Síðan samið var um vopnahlé milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í síðasta mánuði hafa búðir eins og þessar sprottið upp mjög víða. Fólk- ið er fegið því að yfirgefa gömlu, yf- irfullu flóttamannabúðirnar og að fá aftur tækifæri til að erja hrjóstruga jörðina. Í langan tíma hefur það lifað á matargjöfum frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna en þar er nú verið að huga að því að útvega fólk- inu sáðkorn og verkfæri svo það geti snúið aftur til síns fyrra lífs. Vandinn er aftur á móti þessi: Andspyrnuher guðs, LRA, upp- reisnarherinn, hefur slitið friðarvið- ræðum og segist tilbúinn til að grípa aftur til vopna nema Alþjóðasaka- máladómstóllinn, ICC, falli frá öllum ákærum á hendur leiðtogum hreyf- ingarinnar. Svar hans við þeirri kröfu er hins vegar skýrt og skor- inort nei. LRA er einhver grimmasta og miskunnarlausasta uppreisnar- hreyfingin í Afríku. Í tvo áratugi hefur hún haldið uppi hernaði í Norður-Úganda og á þeim tíma hef- ur inntak hennar breyst. Áður var hún andspyrnuhreyfing en er nú orðin að eins konar átrúnaði, allt snýst um persónu leiðtogans, Josephs Konys, sem segist búa yfir guðlegum krafti. Kony er kunnastur fyrir að ræna börnum. SÞ segja að LRA hafi rænt meira en 30.000 manns, aðallega ungu fólki. Drengirnir eru heila- þvegnir og gerðir að hermönnum en stúkurnar hafðar sem kynlífsþrælar. Ef engin þörf er fyrir einhver barnanna eru þau drepin og oft til að kúga aðra til hlýðni. Þau, sem tekist hefur að flýja, segja að stundum hafi byssum verið beint að börnum og þeim skipað að höggva foreldra sína. Kony segist fara eftir skipunum radda innra með sér og segir að hernaðurinn sé til að tryggja að stjórnvöld í Úganda fari eftir boð- orðunum tíu. Réttlæti eða „hefðbundið réttlæti“ Stjórnarhernum í Úganda hefur ekki tekist að ráða niðurlögum LRA og aðallega vegna þess að hann er með búðir sínar í nágrannaríkjun- um, Kongólýðveldinu og Súdan. Það var svo fyrir tveimur árum að Yoweri Museveni, forseti landsins, bað um aðstoð ICC. Var það fyrsta verkefni samtakanna af þessu tagi. Árangurinn kom á óvart. Kony bauðst til að hætta hernaðinum gegn uppgjöf saka. Það kom yfirmönnum ICC hins vegar ekki síður á óvart, að Museveni skyldi taka undir það. Raunar er ekki erfitt að skilja Museveni. Vopnahléið, sem um samdist í ágúst, er aðeins til bráða- birgða og engir friðarsamningar hafa verið undirritaðir. Það er ekk- ert, sem hvetur leiðtoga LRA til að hætta hernaðinum, megi þeir búast við að verða sóttir til saka. Museveni vill að í þessu máli verði beitt „hefðbundnu réttlæti“. Acholi- fólkið hefur öldum saman efnt til flókinna athafna, sem felast m.a. í því að drekka sauðablóð, í því skyni að binda enda á ættbálkadeilur. Eru þær fremur „fyrirgefning“ en „rétt- læti“ og inntakið það að sættast og gleyma til að friður megi ríkja. Í Haag hafa menn hins vegar áhyggjur af því að verði gerð und- antekning á með Kony muni stríðs- herrar í öðrum Afríkuríkjum, til dæmis í Kongó, Mið-Afríkulýðveld- inu og í Darfur í Súdan, krefjast þess sama. Á báðum áttum Nokkur óvissa er um stuðning al- þjóðasamfélagsins við þessa afstöðu ICC. Evrópusambandið, sem leggur mest til ICC, hefur fátt um málið sagt og svo er líka með SÞ. Hvorug stofnunin vill vera sökuð um að hafa endurvakið ófriðinn með stuðningi við ICC. Jan Egeland, sem sam- ræmir hjálparstarf SÞ, gerði hvort- tveggja í senn, að lýsa yfir stuðningi við ICC og segja, að hann mætti ekki koma í veg fyrir frið í Úganda. „Þeir, sem hafa verið ákærðir, eiga að koma fyrir rétt,“ sagði Ege- land, en „það sem mestu máli skiptir er að koma á friði“. Í Úganda er líka um þetta deilt. Margir styðja ICC og segja að fara verði að lögum en í Red Chilli-búð- unum veit fólkið ósköp vel að það mun finna fyrir því fyrst, fari allt í bál og brand. Óvissutímar í Úganda LRA, Andspyrnuher guðs, ein miskunnarlausasta uppreisnarhreyfing í Afríku, býðst til að hætta mannránum og morðæði en þó því aðeins að leiðtogum hreyfingarinnar verði gefnar upp allar sakir Í HNOTSKURN » LRA, Andspyrnuher guðs,hefur staðið fyrir hernaði í Norður-Úganda í rúm 18 ár og unnið þar ótrúleg ódæðisverk. Talið er að hann hafi rænt meira en 30.000 manns, þar af 20.000 börnum. » Vitað er að LRA nýturstuðnings Súdanstjórnar, sem hefur meðal annars látið hann fá vopn. » Í ágúst síðastliðnumsamdist um vopnahlé en leiðtogi LRA, Joseph Kony, setur það sem skilyrði fyrir varanlegum friði að honum og öðrum foringjum hreyfing- arinnar verði gefnar upp sak- ir. Þeirri kröfu á ICC, Al- þjóðasakamáladómstóllinn, erfitt með að kyngja. Reuters Morðæði Joseph Kony, leiðtogi Andspyrnuhers guðs, sem staðið hefur fyrir uppreisn og mann- drápum í N-Úganda í nærri 20 ár. Höfundur er breskur blaðamaður og hefur sérhæft sig í umfjöllun um stríðsglæpadómstóla. Istanbúl. AFP. | Dómstóll í Tyrk- landi sýknaði í gær rithöfundinn Elif Shafak af ákærum um að hafa móðgað tyrkneska þjóð- arsál með skrif- um sínum um fjöldamorð Tyrkja á Arm- enum í fyrri heimsstyrjöld. Voru sönn- unargögn talin ónóg. Stjórnvöld í Tyrklandi eru sögð anda léttar eftir þennan úrskurð en sektardómur hefði sett strik í reikninginn að því er varðar ósk- ir þeirra um inngöngu í Evrópu- sambandið. Engu að síður hefur framkvæmdastjórn ESB varað Tyrki við því að þeir verði gera breytingar á refsilöggjöf sinni en þar eru viðurlög sem ESB telur hefta mjög málfrelsi. Shafak er 35 ára og var sökuð um að nið- urlægja tyrkneska þjóðarímynd með skrifum sínum í bókinni „Bastarðurinn frá Istanbúl“. Átti hún yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm. Shafak sýknuð vegna skorts á sönnunargögnum Elif Shafak Lucknow. AFP. | Mikið hneyksli er komið upp í kunnum, íslömskum skóla á Indlandi en hann hafði á sín- um tíma töluverð áhrif á talib- anahreyfinguna í Afganistan. Komið hefur í ljós, að klerkarnir við skólann seldu frá sér trúarlegar tilskipanir út og suður en sjón- varpsmönnum tókst að mynda samninga um slíkt með leynd. Hneisan er ekki minni fyrir það, að skólinn hefur þótt mjög harður í horn að taka í trúarlegum efnum en ýmsir sérfræðingar í íslam segja, að almennt séu trúarlegar tilskip- anir klerkanna að verða mark- lausar. Oft stangist þær á og snúist ósjaldan um einhver ómerkilegheit. Mammon reyndist í mestum metum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HINIR nýju ráðamenn í Taílandi hertu í gær tökin og stjórnmála- flokkum landsins hefur verið bannað að halda fundi í kjölfar valdaráns hersins á þriðjudag. Hins vegar hef- ur skriðdrekum á götunum verið fækkað og minna ber á hermönnum á almannafæri. Fólk sneri aftur til vinnu í gær en gefið var almennt frí á miðvikudag og þriðjudag. Stjórn- endur fjölmiðla voru kallaðir á fund ráðamanna til að ræða hertar reglur um fréttaflutningi, þ. á m. birtingu smáskilaboða frá almenningi í sjón- varpsútsendingum. Hvergi mun hafa komið til átaka, ekki heldur í norðurhéruðunum þar sem vitað er að Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði mikinn stuðning. Thaksin, sem staddur er í Bretlandi, hvatti í gær til þjóðarsáttar og sagðist vera hætt- ur í stjórnmálum. Þotan sem Thaksin fór með til New York á fund Sameinuðu þjóð- anna fyrir fáeinum dögum lenti aftur í Bangkok í gær og var neydd til að lenda á herflugvelli. Hermenn leit- uðu vandlega í þotunni til að ganga úr skugga um að Thaksin væri ekki að reyna að laumast heim. Sonthi Boonyaratglin hershöfð- ingi, sem fer fyrir valdaræningjun- um, hefur sagt að Thaksin sé vel- komið að snúa heim en svo geti farið að hann verði ákærður, líklega fyrir spillingu. Bandalag pólitískra and- stæðinga Thaksins krafðist þess í gær að eignir hans yrðu frystar. Fjölmiðlar í mörgum grannríkjum Taílands fordæmdu valdaránið. „Það er ekki hægt að réttlæta slíkt valda- rán í Taílandi þar sem þingræði var að festa rætur og þroskast, þótt ekki gengi það vandræðalaust fyrir sig,“ sagði í grein í South China Morning Post í Hong Kong. En sumir fjöl- miðlar sögðu Thaksin hafa kallað vandann yfir sig með óskynsamlegri stefnu sem hefði klofið þjóðina. Tals- menn stjórna Bandaríkjanna og Bretlands hafa fordæmt valdaránið og hvatt hina nýju ráðamenn til að efna sem fyrst til frjálsra kosninga. Herforingjarnir herða enn tökin í Taílandi Setja fjölmiðlum skorður og banna fundi stjórnmálaflokka AP Friðsemd Óbreyttir borgarar í úthverfi höfuðborgarinnar Bangkok gefa hermönnum í skriðdreka mat. Hermenn- irnir fylgdust með umferð á einni af aðalgötunum út úr borginni. Vestræn ríki hafa fordæmt valdaránið í Taílandi. Los Angeles. AFP. | Ríkisstjórn Kali- forníu tilkynnti í fyrradag, að hún hefði höfðað mál á hendur sex bíla- framleiðendum í Bandaríkjunum og Japan fyrir þeirra hlut í gróð- urhúsaáhrifunum svokölluðu. „Gróðurhúsa- áhrifin eða meiri lofthiti hafa skað- að umhverfið, efnahagslífið, landbúnað og heilsufar almenn- ings hér í Kaliforníu og útgjöldin vegna þessa eru mikil og fara vax- andi,“ sagði Bill Lockyer, dómsmála- ráðherra Kaliforníuríkis, er hann gekk frá málshöfðuninni. „Útblástur frá bifreiðum er mesta uppspretta koltvísýrings í andrúmsloftinu en samt hafa alríkisstjórnin og bifreiða- iðnaðurinn neitað að bregðast við af fullri alvöru.“ Fyrirtækin, sem nefnd eru í málshöfðuninni, eru Chrysler, General Motors, Ford, Honda, Niss- an og Toyota. Kalifornía fylgi Kýótó-sáttmála Kalifornía er fjölmennasta og auð- ugasta ríkið í Bandaríkjunum. Þar búa 35 millj. manna eða heldur fleiri en bílarnir, sem eru 32 millj. Er Los Angeles oft efst á blaði yfir meng- uðustu borgir í Bandaríkjunum. Arnold Schwarzenegger ríkis- stjóri er repúblikani en hann er al- gerlega andsnúinn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í umhverfis- málum. Ætlar hann að setja sérstök lög um útblástur og mengun og vill, að Kalifornía verði fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til að fara eftir ákvæðum Kýótó-sáttmálans. Kærir bílafram- leiðendur Arnold Schwarzen- egger ríkisstjóri. Segir þá eiga mesta sök á menguninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.