Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING PLÖTUBÚÐIN Tólf tón- ar á Skólavörðustíg hefur staðið fyrir öflugu tón- leikahaldi í húsakynnum verslunarinnar og í dag kl. 17 verður þar enn enn einn stórkonsertinn. Þar kemur fram Brooklyn hljómsveitin Stars Like Fleas, en sú sveit þykir með þeim áhugaverðustu í Bandaríkjunum í dag. Stars Like Fleas hefur verið líkt við Animal Collective, Town & Country og Xiu Xiu, og Pitchfork vefurinn hælir þeim á hvert reipi auk þess sem tónleikum þeirra hefur verið líkt við heilasprengju. Tónleikar Heilasprengja í Tólf tónum Stars Like Fleas ÞAÐ er ekki á hverj- um degi sem sönghóp- urinn Hljómeyki held- ur tónleika, en hópurinn er þekktur að frumflutningi nýrra verka og frjóu samstarfi við Sum- artónleika í Skálholti. En nú leggur Hljómeyki land undir fót og verður með tónleika á Eiðum á morgun kl. 16. Þar verða íslensk kórverk á dag- skrá. Hljómeyki var stofnað 1974 og flutti í byrjun mest veraldlega tónlist. Í samstarfi við Sumartón- leikana hefur Hljómeyki frumflutt fjöldann allan af trúarlegum kórverkum íslenskra tónskálda. Stjórnandi nú er Magnús Ragnarsson. Tónleikar Hljómeyki með tónleika á Eiðum Hljómeyki SIÐFRÆÐISTOFNUN og Heimspekistofnun standa fyrir málþingi um heimspeki John Stuart Mills á morgun, laug- ardag. Tilefnið er að 200 ár voru liðin frá fæðingu Mills 20. maí sl. Á málþinginu halda tíu heimspekingar fyrirlestra. Fjallað verður um þrjár af merkustu bókum Mills, Frels- ið, Nytjastefnuna og Kúgun kvenna, og þekkingarfræði hans og lýðræð- ishugmyndir reifaðar. Málþingið fer fram í stofu N-132 í Öskju. Dagskráin hefst kl. 9.15 og mun hvert erindið reka annað uns dagskráin er tæmd kl. 17. Heimspeki Málþing um heim- speki J.S. Mill John Stuart Mill Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is ARA Sigvaldason þekkja landsmenn flestir úr sjónvarpinu þar sem hann flytur þjóðinni fréttir af landi og lýð á kvöldin. Það vita hins vegar færri að bakvið ábyrgðarfullt fasið á skjánum leynist myndasmiður sem gengur undir sama nafni. Frá og með morgundeginum geta hins veg- ar áhugasamir kynnt sér svarthvítar mannlífsmyndir Ara því þá verður opnuð sýning hans Reykjavík úr launsátri í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. „Ég er búinn að vera að þessu í ein tuttugu ár,“ segir Ari spurður út ljósmyndaiðkun sína. „En bara sem hobbí og líkamsrækt,“ bætir hann við, en hann gengur mikið um borg- ina með myndavél í hönd í leit að við- fangsefni. „Svo er ég reyndar með vélina á mér öllum stundum. Svona ef maður skyldi sjá eitthvað.“ Myndirnar teknar úr launsátri Ari segir að sem myndasmiður leitist hann fyrst og fremst við að fanga skrítin og skemmtileg augna- blik í lífi fólks. Af því helgast sú tækni hans að taka myndirnar „úr launsátri“, eins og titill sýning- arinnar gefur til kynna. „Það geri ég til að ná óuppstilltum og ómeðvit- uðum mómentum,“ útskýrir Ari og fullyrðir að hann sé þó alls ekki á höttunum eftir myndum sem varpi afkáralegu ljósi á fólk, sýni eitthvað sem það þarf að skammast sín fyrir. „Það er oft kvartað undan fátæklegu mannlífi í Reykjavík,“ heldur hann áfram. „En það er nú kannski meira en margur heldur. Maður þarf bara að leita.“ Myndirnar á sýningunni eru flest- ar teknar yfir tveggja ára tímabil, 2004–2006. Hins vegar lumar Ari einnig á nokkrum gömlum myndum frá upphafi tíunda áratugarins, „svona til að sýna smákontrast“. Hann þvertekur þó fyrir að hafa þroskast nokkuð sem myndasmiður. „Alveg frá því að ég byrjaði að mynda hefur mér fundist skemmti- legast að taka myndir af fólki án þess að það stilli sér upp. Það sem hefur kannski helst breyst er að þegar ég byrjaði var ég feiminn við að mynda fólk á förnum vegi. En það hefur vanist og mér finnst það ekk- ert mál í dag.“ Hann segist aldrei hafa lent í neinu „almennilegu“ klandri vegna iðju sinnar, eins og hann kallar það. »Ljósmyndasýning Ara Sig-valdasonar fréttamanns, Reykjavík úr launsátri, verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi klukkan 16 á morg- un. »Þar getur að líta mannlífs-myndir Ara úr Reykjavík sem flestar eru teknar á ár- unum 2004–2006. »Sýningin er haldin í tilefni220 ára afmælis Reykjavík- urborgar. »Ari hefur fengist við ljós-myndun í tuttugu ár, en kýs að kalla sig myndasmið frekar en ljósmyndara. »Sýningin stendur til 12.nóvember. Í HNOTSKURN Ljósmyndir | Sýning á mannlífsmyndum Ara Sigvaldasonar opnuð í Gerðubergi Á götunni í Reykjavík „Reyndar elti mig einu sinni einhver kall sem ætlaði að berja mig. Og eitt sinn í útlandinu var einhver sem skyrpti á mig. En ég get ekki sagt að ég hafi verið í bráðri lífshættu,“ seg- ir hinn ofursvali myndasmiður og hlær. „Það er bara svo gaman að standa í þessu,“ segir hann í kjölfar- ið og ekki alveg ljóst í fyrstu hvort hann á við hasar eins og lýst er að of- an eða ljósmyndun almennt. Það skýrist þó strax. „Ekki bara að taka myndirnar heldur einnig að velja þær, stækka og spekúlera í öllu.“ „GALLINN við að taka mannlífsmyndir á Íslandi er að fólk strunsar áfram og horfir niður í stéttina í storminum. Maður þyrfti stundum helst að liggja á gangstéttinni til að ná myndum af fólki,“ segir myndasmiðurinn Ari. Ljósmynd/Ari Sigvaldason Horft niður í stétt í storminum KVIKMYND Clints Eastwood, Flags of our Fathers sem var tekin upp hér á landi að miklum hluta, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Sérstakar sýn- ingar voru haldnar í vikunni fyrir blaða- og fréttamenn þar vestanhafs og þegar eru kvik- myndaspekúl- antar farnir að spá myndinni góðu gengi á Ósk- arsverðlaunahátíðinni sem fram fer í mars á næsta ári. Gengi það eftir myndi sú niðurstaða koma fáum á óvart, sér í lagi þegar það er haft í huga að síðustu tvær myndir Eastwood (Mystic River og Million Dollar Baby) hlutu Óskarinn fyrir bæði bestu leikstjórn og bestu kvik- mynd. Greinarhöfundur New York Times segir myndina hafa sterka skírskotun til nútímans þar sem áhrifamáttur eins atburðar í stríðs- áróðri er skoðaður með áhugaverð- um hætti. Þá kemur einnig fram að myndin hafi að miklum hluta verið tekin upp á svörtum Íslands- ströndum fyrir um 90 milljónir Bandaríkjadala sem þykir hófleg upphæð þegar Óskarsverðlauna- mynd er annars vegar. Eastwood spáð Ósk- arnum Kostaði einungis 90 milljónir dala Clint Eastwood NÝTT VERK eftir listmálarann Piet Mondrian hefur nú verið upp- götvað eftir að hafa hangið í antík- verslun til fjölda ára. Listsalinn Frank Buunk keypti verkið á upp- boði fyrir 3.200 dollara. Buunk segist hafa séð verkið og fengið á tilfinninguna að það væri eftir Mondrian. Hann hafi síðan séð undirskrift málarans á bakhlið verksins og tveir sérfræðingar í verkum Mondrian staðfest að það væri eftir hann. Verkið er frá árinu 1903 og hefur fram til þessa verið eignað frænda Mondrian, Fritz Mondrian. Buunk hefur áður uppgötvað Mondrian-verk og ætlar að eiga þetta verk sjálfur. Ljóst er að verk- ið er margfalt verðmætara en það sem Buunk greiddi fyrir það. Nýtt verk eft- ir Mondrian Hingað til lands er komin samíska hljómsveitin Vajas og mun halda tón- leika í kvöld á skemmtistaðnum Nasa fyrir tilstuðlan Vináttufélags sama og Íslendinga (SAMÍS) og Norræna fé- lagsins. Í tónlist sinni sækir Vajas inn- blástur í fornan söng, sönghátt og sönghefð og hópurinn beitir hinni fornu samísku söngaðferð „joik“ í list sinni. Joik er talið eitt elsta form tónlist- ar í Evrópu og spilaði stórt hlutverk í trúarbrögðum sama ásamt trommu- leik. Var joik lengi bannfært af kristnum yfirvöldum sem og hefð- bundnar samískar trommur. Lá nærri að joik-sönglistin dæji út en á síðustu öld gekk joik-listin í end- urnýjun lífdaga og hefur rík joik-hefð blómstrað meðal sama í dag. Vajas-hópurinn setur joikið í ný- stárlegan búning með blöndu af nú- tíma raftónlist, þjóðlagatónlist, djassi, rokki og sígildri tónlist. Hefur hópurinn fengið mikið lof fyrir störf sín heima fyrir, og hljóða umsagnir meðal annars á þann veg að Vajas hafi gefið joikinu nýtt líf og vídd með frumlegum og nýstárlegum flutningi. Hópurinn hefur haldið tón- leika víða um heim, en hljómsveit- armeðlimir eru: Kristin Mellen sem leikur á fiðlu og syngur, Ánde Somby sem joikar og Nils Johannsen sem leikur á hljómborð og tölvu. Þess má geta að Ándé hefur joikað frá blautu barnsbeini, en samhliða tónlistarferli sínum starfar hann sem mannréttindalögfræðingur og kennir frumbyggjarétt við háskólann í Tromsö. Á tónleikunum mun eining koma fram dúettinn Funi sem skipaður er Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Saman tvinna þau fornar íslenskar tónlistarhefðir og enskar. Tónlist | Tríóið Vajas og dúettinn Funi halda tónleika á skemmtistaðnum Nasa í kvöld kl. 22 Ljósmynd/Gunnar Mellem Rómuð Vajas þykir hafa gert ferska og spennandi hluti með samíska sönghefð. Samískt bergmál Húsið verður opnað kl. 21 en tón- leikarnir hefjast kl. 22. Miðar eru seldir við innganginn á 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.