Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 19

Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 19 Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í KVÖLD verður Sjónlistarorðan veitt í fyrsta sinn með viðhöfn í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Er orðan veitt annars vegar á sviði myndlistar og hins vegar á sviði hönnunar. Þrír listamenn eða hóp- ar eru tilnefndir í hvor- um flokknum fyrir sig og nær tilnefningin til ein- stakra sýninga eða verka sem voru sýnd einhvern tímann á tólf mánaða tímabili frá 2005. Við sama tilefni verður heiðursorða Sjónlistar afhent mynd- listarmanni fyrir ævistarf hans. Sýnt verður frá athöfninni í beinni út- sendingu Sjónvarpsins. Danskur styrktaraðili Vegsemd Sjónlistarorðunnar fylgja peningaverðlaun sem eru með þeim veglegri sem þekkjast hér- lendis, eða tvær milljónir króna í hvorum flokknum. Inn fjárfesting leggur til verðlaunafé fyrir myndlist og mun forstjóri fyrirtækisins, Ing- unn Wernersdóttir, afhenda verð- launin í kvöld. Það vekur svo athygli að það er danskt fyrirtæki, Montana, sem leggur til verðlaunaféð fyrir hönnun. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækis- ins, Peter J. Lassen, mun færa sigurvegaranum verðlaunin en Las- sen er sjálfur þekktur húsgagna- hönnuður. Hann er maðurinn á bak við húsgagnalínu Montana en sú framleiðsla myndar kjarnann í ört útvíkkandi starfssviði fyrirtækisins. Lassen, sem er á 76. aldursári, hefur um langt árabil stutt við bakið á listmönnum af rausnarskap og þykir hann gjarnan djarfur í vali sínu á listafólki. Meðal þeirra sem hann hefur styrkt er Ólafur Elías- son. Þá styrkir hann einnig verkefni á vegum dönsku óperunnar. Aðspurður segir Lassen að Lista- safnið á Akureyri hafi upphaflega leitað til hans og spurt hvort hann vildi koma með þessum hætti að Sjónlistarverðlaununum. Hann hafi einfaldlega slegið til. Hann segist enda hafa trú á að verðlaun sem þessi efli listalífið í landinu. Listina telur Lassen svo hafa mikilvægu hlutverki að gegna. „Ég styð listir þar sem listin göfg- ar. Hún veitir kraft og frelsar and- ann; gerir fólk frjálst til að fara sínar eigin leiðir. Það eru svo margir sem lúta harðstjórn vanans og almenn- ingsálitsins.“ Lassen segist hafa nokkra þekk- ingu á íslenskri hönnun. Þeirri þekk- ingu hefur hann viðað að sér í þó- nokkrum Íslandsheimsóknum sínum og í gegnum dönsku húsgagnahátíð- ina sem haldin er árlega í Bellacen- ter þar í landi. Þá segir hann að við- skiptavini Montana á Íslandi, Eyjólfi í Epal, sé mjög umhugað um upp- gang íslenskrar hönnunar og það sé hans vilji að styðja vin sinn í þeirri viðleitni. Vegleg bókaútgáfa á vegum Listasafnsins á Akureyri Hinir tilnefndu listamenn eru ólík- ir og list þeirra fjölbreytt. Þetta eru Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönn- uður, Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður, arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda og myndlistar- konurnar Hildur Bjarnadóttir, Katr- ín Sigurðardóttir og Margrét H. Blöndal. Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra í Listasafninu á Ak- ureyri en safnið verður opið frá kl. 10 til 22 í dag og á morgun í tilefni verðlaunaafhendingarinnar. Sýn- ingin stendur til 22. október. Safnið gefur einnig út 120 síðna bók á íslensku og ensku um lista- mennina af þessu tilefni. Þar er að finna upplýsingar um feril þeirra, umfjöllun og viðtöl ásamt niðurstöðu dómnefndar og völdum myndum. Ritstjóri er Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, sem jafnframt er sýningar- stjóri og upphafsmaður verkefnisins. Sjónlist | Hátíðarhöld vegna Sjónlistarverðlaunanna 2006 fara fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld Sjónlistarorðan veitt í fyrsta sinn Danskt fyrirtæki styrkir verkefnið um tvær milljónir Mikill listavinur Fyrirtæki Peter J. Lassen, Montana, leggur til verðlaunaféð í flokki hönnunar á Sjónlist 2006. Lassen hefur styrkt marga listamenn í gegnum tíðina, m.a. Ólaf Elíasson, og er sjálfur framúrskarandi hönnuður. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangseyrir kr. 1.500 Fundarstjóri: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.