Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 19 Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í KVÖLD verður Sjónlistarorðan veitt í fyrsta sinn með viðhöfn í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Er orðan veitt annars vegar á sviði myndlistar og hins vegar á sviði hönnunar. Þrír listamenn eða hóp- ar eru tilnefndir í hvor- um flokknum fyrir sig og nær tilnefningin til ein- stakra sýninga eða verka sem voru sýnd einhvern tímann á tólf mánaða tímabili frá 2005. Við sama tilefni verður heiðursorða Sjónlistar afhent mynd- listarmanni fyrir ævistarf hans. Sýnt verður frá athöfninni í beinni út- sendingu Sjónvarpsins. Danskur styrktaraðili Vegsemd Sjónlistarorðunnar fylgja peningaverðlaun sem eru með þeim veglegri sem þekkjast hér- lendis, eða tvær milljónir króna í hvorum flokknum. Inn fjárfesting leggur til verðlaunafé fyrir myndlist og mun forstjóri fyrirtækisins, Ing- unn Wernersdóttir, afhenda verð- launin í kvöld. Það vekur svo athygli að það er danskt fyrirtæki, Montana, sem leggur til verðlaunaféð fyrir hönnun. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækis- ins, Peter J. Lassen, mun færa sigurvegaranum verðlaunin en Las- sen er sjálfur þekktur húsgagna- hönnuður. Hann er maðurinn á bak við húsgagnalínu Montana en sú framleiðsla myndar kjarnann í ört útvíkkandi starfssviði fyrirtækisins. Lassen, sem er á 76. aldursári, hefur um langt árabil stutt við bakið á listmönnum af rausnarskap og þykir hann gjarnan djarfur í vali sínu á listafólki. Meðal þeirra sem hann hefur styrkt er Ólafur Elías- son. Þá styrkir hann einnig verkefni á vegum dönsku óperunnar. Aðspurður segir Lassen að Lista- safnið á Akureyri hafi upphaflega leitað til hans og spurt hvort hann vildi koma með þessum hætti að Sjónlistarverðlaununum. Hann hafi einfaldlega slegið til. Hann segist enda hafa trú á að verðlaun sem þessi efli listalífið í landinu. Listina telur Lassen svo hafa mikilvægu hlutverki að gegna. „Ég styð listir þar sem listin göfg- ar. Hún veitir kraft og frelsar and- ann; gerir fólk frjálst til að fara sínar eigin leiðir. Það eru svo margir sem lúta harðstjórn vanans og almenn- ingsálitsins.“ Lassen segist hafa nokkra þekk- ingu á íslenskri hönnun. Þeirri þekk- ingu hefur hann viðað að sér í þó- nokkrum Íslandsheimsóknum sínum og í gegnum dönsku húsgagnahátíð- ina sem haldin er árlega í Bellacen- ter þar í landi. Þá segir hann að við- skiptavini Montana á Íslandi, Eyjólfi í Epal, sé mjög umhugað um upp- gang íslenskrar hönnunar og það sé hans vilji að styðja vin sinn í þeirri viðleitni. Vegleg bókaútgáfa á vegum Listasafnsins á Akureyri Hinir tilnefndu listamenn eru ólík- ir og list þeirra fjölbreytt. Þetta eru Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönn- uður, Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður, arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda og myndlistar- konurnar Hildur Bjarnadóttir, Katr- ín Sigurðardóttir og Margrét H. Blöndal. Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra í Listasafninu á Ak- ureyri en safnið verður opið frá kl. 10 til 22 í dag og á morgun í tilefni verðlaunaafhendingarinnar. Sýn- ingin stendur til 22. október. Safnið gefur einnig út 120 síðna bók á íslensku og ensku um lista- mennina af þessu tilefni. Þar er að finna upplýsingar um feril þeirra, umfjöllun og viðtöl ásamt niðurstöðu dómnefndar og völdum myndum. Ritstjóri er Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, sem jafnframt er sýningar- stjóri og upphafsmaður verkefnisins. Sjónlist | Hátíðarhöld vegna Sjónlistarverðlaunanna 2006 fara fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld Sjónlistarorðan veitt í fyrsta sinn Danskt fyrirtæki styrkir verkefnið um tvær milljónir Mikill listavinur Fyrirtæki Peter J. Lassen, Montana, leggur til verðlaunaféð í flokki hönnunar á Sjónlist 2006. Lassen hefur styrkt marga listamenn í gegnum tíðina, m.a. Ólaf Elíasson, og er sjálfur framúrskarandi hönnuður. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangseyrir kr. 1.500 Fundarstjóri: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.