Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 26

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 26
Ákössum sem standa í háumstöflum í skemmu í Garða-bænum stendur „ökolog-isch“. Á hillustæðu eftir hillustæðu má sjá kornmeti, kex, þurrkaða ávexti, pasta, sápur, súkku- laði og snyrtivörur sem allar eiga eft- ir að enda á íslenskum heimilum inn- an tíðar. Umfangið er margfalt á við það sem hjónin Hildur Guðmunds- dóttir og Rúnar Sigurkarlsson létu sig dreyma um fyrir 20 árum er þau settu verslunina Yggdrasil á lagg- irnar en í dag sjá þau fram á stöðuga aukningu. Við tyllum okkur á kont- órinn, sem er á palli með góðu útsýni yfir lagerinn og yfir bolla af kaffi – líf- rænt ræktuðu – segja þau frá því hvar ævintýrið hófst. „Þetta byrjaði eiginlega fyrir þrjá- tíu árum. Þá vorum við sjálf farin að spá í eigin mataræði og ætluðum að gerast lífrænir bændur,“ útskýra þau en sú ákvörðun leiddi þau á Steiner- skóla í Järna í Svíþjóð. „Þar var m.a. kennd lífræn ræktun enda var hann frumkvöðull í þeim efnum en í stað þess að fara í ræktunarnám enduðum við í uppeldisfræðinni sem Steiner byggir á,“ segir Rúnar og brosir. Alls urðu árin í Svíþjóð sjö talsins og eftir að hafa lifað og hrærst í um- hverfi þar sem lífræn ræktun þótti sjálfsögð fannst þeim úrvalið af slík- um vörum fátæklegt er heim kom. „Í Svíþjóð höfðum við haft aðgang að líf- rænt ræktuðu grænmeti og þurrvöru en hér var úrvalið afskaplega fátæk- legt. Þær heilsubúðir sem voru til höfðu lítið úrval af lífrænt ræktaðri vöru og oft vissi starfsfólk ekki alveg hvort hún væri lífrænt ræktuð eða ekki. Við ákváðum því að stofna Yggdrasil, þar sem eingöngu yrði boðið upp á lífrænar vörur.“ Hildur segir brosandi frá því að nafn verslunarinnar hafi komið mörgum í opna skjöldu og þau hafi jafnvel verið skömmuð fyrir að klína útlendu nafni á fyrirtækið. Nafnið er hins vegar rammíslenskt, fengið úr norrænu goðafræðinni. „Yggdrasill er tré lífsins sem hýsir allan heiminn, allt frá guðunum í krónunni til ör- laganornanna við ræturnar. Okkur fannst það passa mjög vel vegna þeirrar heildstæðu heimspeki sem býr að baki lífrænni ræktun. Hún snertir alla þætti mannlegs lífs.“ Gamlir hippar Þrátt fyrir að lagt væri upp með stórar hugsjónir var Yggdrasill held- ur smár í sniðum til að byrja með. „Við byrjuðum í sex fermetra kjall- araherbergi í blokkinni þar sem við bjuggum og viðskiptavinirnir hringdu í okkur áður en þeir komu,“ segir Hildur og Rúnar heldur áfram: „Eftir tæp tvö ár fluttum við í um 50 fermetra húsnæði á Kárastíg. Ég man að fyrsta árið var bara opið eftir hádegi þrjá daga í viku enda vann ég á sambýli með þessu og Hildur var með dagbörn. Kúnnahópurinn var mjög lítill því þeir sem versluðu við okkur voru aðallega fólk sem hafði búið erlendis eða gamlir hippar eins og við.“ Vöruúrvalið samanstóð í fyrstu aðallega af kornvörum og þurrmat auk grænmetis en þau hjón hafa ávallt verið í góðu samstarfi við bændur sem rækta lífrænt hér á landi. „Úrvalið var samt ótrúlega fjöl- breytt því þá vorum við byrjuð með Sonett-hreinlætisvörurnar sem eru framleiddar á lífrænan hátt.“ Verslunin stækkaði aftur nokkrum árum síðar þegar þau tóku yfir rýmið við hliðina eftir að bakaríið þar hætti starfsemi. Viðskiptin blómguðust hægt og sígandi sem Rúnar segir hafa verið ósköp þægilegt. „Í fyrstu vann ég fulla vinnu með þessu en svo minnkaði ég hana smám saman, í fyrstu niður í 70%, svo hálfa vinnu og svo framvegis.“ Kona hans tekur orð- ið. „Svo liðu þónokkur ár þar sem við vorum bara tvö í þessu auk einnar hjálparmanneskju. Í raun vorum við bara tvö fyrstu fimmtán árin.“ Ekki eru nema sjö ár síðan Hildur og Rúnar voru bæði komin í fulla vinnu við fyrirtækið og er það til marks um hvílík vakning hefur orðið hjá landanum í þessum efnum að í dag eru 17 manns starfandi hjá Yggdrasil. „Þessi mikli vöxtur hefur eingöngu orðið síðustu tvö, þrjú ár- in,“ útskýrir Hildur en í maí í fyrra var svo komið að verslunin við Kára- stíg var búin að sprengja húsnæðið utan af sér. „Okkur fannst mjög mik- ilvægt að vera með góða miðbæjar- búð og kættumst því mjög þegar við fundum húsnæðið við Skólavörðustíg, sem er frábær staður,“ segir Rúnar. „Það er svo skemmtilegt andrúmsloft á Skólavörðustígnum með öllum sín- um sérbúðum og listagalleríum. Eins vorum við svo heppin að undir búð- inni er stór kjallari með mikilli loft- hæð þar sem er mjög flottur salur og þar höfum við verið með námskeið og fyrirlestra og annað slíkt á veturna.“ Í maí í ár fluttu þau svo lagerinn í þúsund fermetra húsnæði í Suður- hrauni í Garðabæ enda hefur heild- söluþáttur fyrirtækisins vaxið hratt á undanförnum mánuðum og miss- erum. „Við fórum í ákveðið til- raunaverkefni með nokkrum stór- mörkuðum á borð við Fjarðarkaup, Hagkaup og Samkaup,“ útskýrir Rúnar en að auki selja þau vörur í minni verslanir. „Og þetta hefur auk- ist gífurlega. Í Fjarðarkaupum byrj- aði þetta með einni hillu. Svo var ákveðið að bæta við annarri hillu og þriðju hillunni og áður en varði var ákveðið að opna búð í búðinni.“ Siðferðisleg vakning Engin ein skýring er á þessari miklu aukningu í neyslu lífrænna vara hér á landi. „Við Íslendingar höfum verið svolítið á eftir öðrum þjóðum hvað þetta varðar hingað til en erum að taka rosalega vel við okk- ur núna,“ segir Rúnar þegar þetta ber á góma. „Ég hugsa að það sé stutt í að Íslendingar verði á svipuðu róli og nágrannaþjóðirnar í neyslu á lífrænum vörum. Þetta er alls staðar að aukast og til dæmis er gríðarlegur vöxtur í Þýskalandi þar sem eru komnar stórar heilsubúðir svipaðar og stórmarkaðir. Hið sama er hægt að segja um Holland. Og mér skilst að um 20% allra mjólkurafurða í Danmörku séu nú lífræn.“ Rúnar heldur áfram: „Mér finnst vera ákveðin siðferðisleg vakning í gangi,“ segir hann og kona hans sam- sinnir: „Heilsan er bara hluti af þessu því lífræn ræktun snýst um virðingu fyrir öllu lífi og umhverfi okkar. Enda eru umhverfið og heilsan ná- tengd. Það skiptir máli hvernig við meðhöndlum jarðveginn þar sem maturinn vex sem við erum að borða. Á pokunum okkar stendur „heilsa – mannúð – umhverfisvernd“ enda Vinsældir Mikil aukning hefur verið í neyslu lífrænna vara hér á landi. Lífrænt ræktað Ekki bara það sem maður lætur ofan í sig, segir Hildur. Tréð sem hýsir heiminn daglegt líf 26 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SANNGIRNISVIÐSKIPTI eða „Fair Trade“ eru Hildi og Rúnari hugleikin en einn helsti sam- starfsaðili þeirra erlendis er þýska fyrirtækið Rapunzel sem hefur sett slík viðskipti á oddinn í sinni framleiðslu. „Það voru hjón, Jennifer Vermeulen og Joseph Wilhelm, sem stofnuðu þetta fyr- irtæki fyrir 30 árum þegar þau voru rétt rúmlega tvítug. Frá upphafi lögðu þau áherslu á að vera eingöngu með lífrænt rækt- að hráefni og í byrjun framleiddu þau múslí og hnetusmjör. Þau gátu fengið lífrænar hnetur og korn til að framleiða úr en ráku sig á að það voru ekki til lífrænt ræktaðir ávextir til að hafa í múslíinu. Fljótlega fundu þau samt fíkjur sem þeim leist vel á enda voru þær ekki brennisteins- meðhöndlaðar en þær voru flutt- ar inn frá Tyrklandi.“ Börnum tryggð menntun Rapunzel-hjónin keyptu af inn- flytjandanum fíkjurnar sem komu í trékössum og á kössunum var heimilisfang bóndans sem ræktaði þær. „Þau söguðu heim- ilisfangið út úr kassanum, stungu því í bakpoka og tóku svo lest til Tyrklands til að leita þennan bónda uppi.“ Hjónin fundu bónd- ann sem var til í að selja þeim fíkjur beint en létu ekki þar við sitja heldur sendu honum mann til að kenna honum lífræna rækt- un. „Þannig eru þau frumkvöðlar í að kenna bændunum að rækta á lífrænan hátt en í dag rækta 450 tyrkneskir bændur 28 mismun- andi afurðir í beinu samstarfi við þau.“ Bændurnir sem taka þátt í verkefninu hafa ekki einungis viðunandi lífsviðurværi heldur rennur ákveðinn hluti hagnaðar- ins í sjóði til að tryggja börnum þeirra menntun. „Raunar er kveðið á um það í samningnum við bændurna að börn þeirra megi ekki vinna við ræktunina enda á vinna ekki að trufla skóla- göngu þeirra.“ Tyrklandsverkefnið svonefnda hafa hjónin síðan fært yfir til landa í þriðja heiminum og í dag framleiða þúsundir bænda á Ind- landi, í Egyptalandi, Dóminíska lýðveldinu, Kosta Ríka, Bólivíu, Sri Lanka, Tansaníu og Brasilíu hráefni í vörur Rapunzel á sömu forsendum og bændurnir í Tyrk- landi. Hluti hagnaðarins fer svo í uppbyggingu á svæðunum þar sem þeir búa, s.s. í vatnsveitur, uppbyggingu á skólum eða ann- ars konar samfélagsverkefni. „Það er frábært að geta sam- einað lífræna ræktun og sann- girnisviðskipti,“ segja þau Rúnar og Hildur. „Þannig er hvorki ver- ið að pína jörðina né fólkið.“ Pína hvorki jörðina né fólkið Lífrænt ræktaðar vörur rjúka nú út úr verslunum sem aldrei fyrr en annað var upp á teningnum þegar hjónin Hildur Guðmundsdóttir og Rúnar Sigurkarls- son opnuðu verslun sína Yggdrasil fyrir 20 árum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við þessa frumkvöðla í verslun með lífrænan varning hérlendis. Morgunblaðið/Ásdís Frumkvöðlar Það þarf enga sérvisku til að borða lífrænt ræktað fæði, segja þau Hildur og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.