Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 27
hangir þetta allt saman. Þetta snýst
líka um sanngirnisviðskipti því það
skiptir máli hvernig fólkið, sem fram-
leiðir matinn sem við lifum á, hefur
það. Oft kemur í ljós að á bak við það
sem er ódýrast eru miður fallegir
hlutir.“ Þau segja þetta valda því að
lífrænar vörur geti ekki keppt við
lægsta verðið sem annars staðar
býðst. „Þegar ávaxtabóndinn á Sri
Lanka, kornbóndinn á Indlandi eða
kaffibóndinn í Brasilíu fær betra verð
fyrir sínar afurðir hækkar verðið. En
um leið er verið að meðhöndla fólk á
sómasamlegan hátt. Það er líka meiri
vinna á bak við lífræna ræktun og
jafnvel minni uppskera því hug-
myndin er ekki að ná hámarks-
uppskeru með öllum ráðum og dáð.
Áburðar- og eiturefnanotkun tryggir
kannski að þú fáir nógu mikið af vöru
sem lítur vel út en ekkert endilega að
hún geymist lengi.“
Þau nefna einnig meðhöndlun dýra
í þessu sambandi og mikilvægi þess
að vel sé farið með þau dýr sem
mannskepnan ræktar sér til viður-
væris. Hins vegar eigi aukningin á
sölu lífrænna vara sér líka neikvæðar
hliðar. „Þegar þetta lífræna vex
svona rosalega hratt eykst líka fram-
boð á lífrænum vörum sem eru
kannski ekki nógu góðar. Það eru til
lífrænar vörur frá þriðja heiminum
þar sem menn eru með einskonar
þræla í vinnu til að geta lækkað verð-
ið. Því er mikilvægt að neytandinn sé
svolítið vakandi og kynni sér hvað sé
á bak við mismunandi vörumerki.“
Engin sérviska
Engu að síður fagna þau auknum
áhuga almennings sem hefur brugð-
ist vel við auknu framboði á lífrænum
vörum, til dæmis í stórmörkuðum.
„Venjulegt fólk er farið að tína líf-
rænt kex, lífræna safa, lífrænt hafra-
mjöl og fleira í þeim dúr ofan í inn-
kaupakerruna með öðrum vörum,“
segir Rúnar. „Það er heldur engin
ástæða til að umbylta lífsvenjum sín-
um eða gerast grænmetisætur eða
eitthvað slíkt. Hinn stóri kúnnahópur
í dag er venjulegt fólk, sem finnur
einfaldlega að því líður betur af þessu
fæði. Maður þarf ekki að vera með
neina sérvisku til að borða svona mat.
Þetta mega heldur ekki vera ein-
hverjar öfgar eða prédikun um að
fólk verði að borða eingöngu lífrænt
því þá fallast því einfaldlega hendur.“
Kjósi fólk hins vegar að lifa ein-
göngu á lífrænu fæði er ástæðulaust
að lifa meinlætalífi því hægt er að fá
nánast hvað sem er lífrænt ræktað.
Þau nefna kjöt – og mjólkurvörur,
gos, súkkulaði og kartöfluflögur,
kaffi, kex og aðra munaðarvöru.
„Hins vegar inniheldur hún ekki
herta fitu eða hvítan sykur og ekki
MSG þannig að menn geta borðað
hana með góðri samvisku,“ heldur
Rúnar áfram. „Ég man að þegar við
byrjuðum með lífrænt súkkulaði og
kaffi kom það mörgum á óvart. „Hva,
er þetta ekki heilsubúð? Er til kaffi
hérna? Og súkkulaði?“ spurði fólk í
forundran. Ég bendi hins vegar á að
þetta er fyrst og síðast spurning um
gæði. Fólk á að geta treyst því að
varan sé hrein og holl og heilbrigð.“
Sprenging síðustu ár
Lífrænt ræktað er þó fleira en það
sem maður lætur ofan í sig eins og
Hildur útskýrir. „Í raun og veru er
það allt annað sem við notum, s.s.
þvottaefni, hreinlætisvörur, snyrti-
vörur og nú hefur verið mikil aukning
í lífrænni bómullarrækt. Eiturefni er
skuggalega mikið notað í bómull-
arvörur og t.d. er vitað að það er
betra fyrir þá sem eru með exem og
húðsjúkdóma að klæðast lífrænt
ræktaðri bómull.“ Sjálf selja hjónin
lífrænt ræktaðar hreinlætisvörur og
þvottaefni og þeim verður tíðrætt um
snyrtivörumerkið Dr. Hauschka sem
framleiðir eingöngu úr lífrænt rækt-
uðum jurtum og stjörnur kvikmynda-
iðnaðarins hafa fallið fyrir.
Talið berst að lífrænni ræktun á
Íslandi en hérlendis hafa fáir bændur
lagt hana fyrir sig. „Það hefur lengi
loðað við Ísland að það sé svo hreint
því mengunin fjúki burt út af rokinu.
Að ræktun á Íslandi sé hvort eð er
næstum því lífræn,“ segir Hildur.
„Hins vegar er bæði verið að nota
tilbúinn áburð og alls kyns eiturefni í
ræktun hér þótt það sé í miklu minni
mæli en í útlöndum.“ Hún segir
stjórnvöld lítið gera til að ýta undir
lífræna ræktun sem sé synd því það
sé styttra skref að fara alla leið í þeim
efnum en víða annars staðar. „Þann
tíma sem mesta sprengingin hefur
orðið hér í neyslu lífrænna vara, síð-
ustu fimm ár eða svo, hefur ekki einn
íslenskur bóndi bæst í hóp þeirra sem
stunda lífræna ræktun,“ skýtur Rún-
ar inn í og Hildur heldur áfram: „Hér
hefur líka verið lítil umræða um
erfðabreytt matvæli sem eru alveg
bönnuð í lífrænni ræktun. Margir
telja að erfðabreytt matvæli eigi
mjög stóran þátt í aukningu ofnæmis
og við vitum að langstærsti hluti maís
og soja sem kemur frá Bandaríkj-
unum er erfðabreytt. Engar reglur
eru um að merkja þetta. Um daginn
voru svo fréttir af því að milli 60 og
70% af dýrafóðri sem flutt væri til
landsins væri erfðabreytt.“
Hvað framtíðina varðar segjast
þau vona að áhugi á lífrænni vöru
dafni áfram og að fólk verði heilsu-
hraustara og meðvitaðra um um-
hverfið. „Í mínum huga eru lífrænar
vörur framtíðin þótt maður viti ekki
hvað það taki langan tíma,“ segir
Hildur. „Bara það að skyndi-
bitastaðir eru farnir að bjóða upp á
salat hefur sitt að segja því það smit-
ar út frá sér til annarra sem eru
kannski að taka fyrstu skrefin. Fyrir
okkur, sem höfum velt þessum hlut-
um lengi fyrir okkur eru slíkar mál-
tíðir kannski ekki nógu hollar eða
góðar en þær eru samt skref í rétta
átt.“
ben@mbl.is
Virðing Lífræn ræktun snýst um virðingu fyrir lífinu og umhverfinu.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 27
Sjálfvirk hnakka-
púðastilling,
aðeins í Stressless
– Þú getur lesið eða
horft á sjónvarp í
hallandi stöðu.
Ótrúleg þægindi.
Sérstakur mjóbaks-
stuðningur samtengdur
hnakkapúða-
stillingu. Þú nýtur full-
komins stuðnings hvort
sem þú situr í hallandi
eða uppréttri stöðu.
Ármúla 44
108 Reykjavík
Sími 553 2035
www.lifoglist.is
THE INNOVATORS OF COMFORT ™
Réttu sætin
fyrir heimabíóið
Réttlæti „Þetta snýst líka um sanngirnisviðskipti,“ segir Rúnar.
Kúnnahópurinn var mjög lítill því þeir sem
versluðu við okkur voru aðallega fólk sem hafði
búið erlendis eða gamlir hippar eins og við.