Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 29

Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 29
mbl.isókeypissmáauglýsingar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 29 Valdimar Lárusson vill taka upphanskann fyrir Magna eftir vísu Jóns Ingvars í gær: Ekki er fyrir skildi skarð „skríllinn“ stóð í ljóma. Magni leynt og ljóst því varð landi og þjóð til sóma! Steinar Þór Sveinsson er staðsettur í Írak, las um afrek Magna og sendi vísu heim: Öðrum líkur engum Magni Íslands stærsta von. Ætli núna ekki þagni Andri Snær Magnason. Róbert Marshall skrifaði grein undir fyrirsögninni „Kæri Jón“ í Morgunblaðið og fór fram á stuðning hans við NFS. Sólskríkjan syngur: Ekkert lætur á sig fá áfram leitar vina; mun hann Róbert máski fá Marshall-aðstoðina? Hjálmar Freysteinsson las um bíltúr 10 ára stráks: Á þessu landi þraukar enn þjóðin hæfileikarík og efnilega ökumenn eigum við á Húsavík. VÍSNAHORN Efnilegir ökumenn pebl@mbl.is VÍSINDAMENN hafa mögulega uppgötvað ólíklegt vopn í barátt- unni gegn offitu: þara. Sagt er frá þessu á vef BBC News. Vísindamennirnir komust að því við tilraunir að rottur sem fengu fucoxanthin, sem er lit- arefni úr brúnum þara, töpuðu allt að 10% líkamsþyngdarinnar, aðallega í kringum innyflin. Til- raunir voru gerðar á meira en 200 rottum og músum. Niðurstöð- urnar voru þær að fucoxanthin hafði tvenns konar áhrif á fitu. Í þeim dýrum sem voru of feit örv- aði efnablandan prótein sem kall- ast UCP1 en það veldur nið- urbroti fitu. Blandan gerði það líka að verkum að lifrin fram- leiddi efnasambandið docosahexa- enoic-sýru (DHA) sem getur minnkað slæmt kólesteról tengt offitu og hjartasjúkdómum. Dýrin sem voru notuð í rann- sókninni sýndu engin merki um aukaverkanir. Vonir standa til að hægt verði að þróa lyf sem virkar gegn slæmri fitu úr fucoxanthin. Rannsóknin var gerð í Hok- kaido-háskólanum og voru nið- urstöðurnar nýlega kynntar á læknaráðstefnu í San Fransisco. Eitt aðalhráefnið í miso-súpu Brúnn þari, Undaria pinnati- fida, er eitt aðalhráefnið í hinni svokölluðu miso-súpu, sem er jap- önsk. Vísindamennirnir bentu hins vegar á að þó að fólk drykki súpuna í stórum stíl í því skyni að grennast myndi það hafa lítil áhrif. Dr. Kazuo Miyashita fór fyrir rannsóknarhópnum og haft var eftir honum að enn gætu verið þrjú til fimm ár þangað til megr- unarpilla sem unnin væri úr fu- coxanthin yrði aðgengileg al- menningi. Efnasambandið finnst í miklu magni í nokkrum tegundum af brúnu þangi, en það er ekki að finna í grænu og rauðu þangi sem einnig er notað í asíska mat- argerð. Þari vopn í baráttunni gegn offitu? Reuters Þaratöflur Vonast er til að hægt verið að þróa lyf gegn offitu úr þaranum.   AFMÆLI AFMÆLI•AFMÆLI AFMÆLI•AFMÆLI AFMÆLI•AFMÆLI AFMÆLI• • AFMÆLIAFMÆLI• AFMÆLIAFMÆLI• AFMÆLIAFMÆLI• AFMÆLIAFMÆLI•• AF M Æ LI AF M Æ LI • AF M Æ LI AF M Æ LI • AF M Æ LI • AFM Æ LI AFM Æ LI • AFM Æ LI AFM Æ LI • AFM Æ LI •Í dag föstudaginn 22. september á sjúkranuddstofan mín 5 ára afmæli. Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir viðskiptin býð ég bæði þá og nýja viðskiptavini velkomna. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Síðumúli 15, 108 Reykjavík Sími/fax 588-1408 Gsm: 895 9404 Afmæli Öll börn eiga rétt á að geta greint á milli þess hvað má og má ekki gera við líkama þeirra. Talaðu við barnið þitt og upplýstu það um staðreyndirnar – því fyrr því betra. Barn sem þekkir muninn á réttu og röngu er betur í stakk búið til að neita, segja frá og komast óskaddað frá óeðlilegum kringumstæðum sem það vill ekki taka þátt í. Rjúfðu þögnina og fræddu barnið þitt – það er á þína ábyrgð Þögnin er „Það má enginn fikta við tippið mitt“ Hvernig tölum við um þetta við börnin? Fáðu leiðbeiningar á www.blattafram.is. Ef velferð barns er í húfi hringdu í 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.