Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 32

Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁFANGI Í LANDGRUNNSBARÁTTU Samkomulag það, sem náðst hef-ur á milli Íslands, Noregs ogFæreyja um skiptingu land- grunnsins á alþjóðlega hafsvæðinu syðst í Síldarsmugunni svokölluðu, er mikilvægt fyrir margra hluta sak- ir. Í fyrsta lagi er þetta enn eitt deilu- málið, sem norræn ríki leysa með samningum sín á milli, í sátt og bróð- erni. Eins og sagan sýnir er slíkt langt í frá sjálfgefið í samskiptum ríkja, raunar frekar undantekningin en reglan. Norðurlönd hafa hins veg- ar borið gæfu til að leysa sín deilu- mál með þessum friðsamlega og upp- byggilega hætti. Í öðru lagi er hér líklega um að ræða fyrsta samkomulagið milli þriggja strandríkja um skiptingu landgrunns utan 200 mílna efnahags- lögsögu, eins og Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, bendir á í Morgunblaðinu í gær. Það getur orðið mikilvægt fordæmi um gerð svipaðra landgrunnssamninga. Við Íslendingar hljótum að horfa til þess að leitast nú við að ná Bretum og Írum að samningaborði með okk- ur og Færeyingum til að gera sams konar samkomulag um landgrunnið á Hatton-Rockall-svæðinu. Á því svæði er hins vegar líklega eftir meiru að slægjast en í Síldarsmugunni, m.a. eru möguleikar á að þar geti fundizt olía. Því má ætla að þær samninga- viðræður geti orðið flóknari. Í þriðja lagi styrkir þetta sam- komulag auðvitað stöðu Íslands er það krefst alþjóðlegrar viðurkenn- ingar á kröfu sinni til landgrunns- réttinda í Síldarsmugunni, á Hatton- Rockall-svæðinu og á Reykjanes- hrygg. Samkomulagið milli landanna þriggja verður ekki endanlegt og formlegt fyrr en landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur fjallað um kröfur ríkjanna og þau fært sönnur á að þau eigi tilkall til jafn- stórs svæðis og samið var um. Í fjórða lagi er það rétt, sem Val- gerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra segir hér í blaðinu í gær, að já- kvæð niðurstaða í þessu máli bætir væntanlega andrúmsloftið í ýmsum öðrum samskiptum Íslands og Nor- egs, ekki sízt varðandi skiptingu norsk-íslenzka síldarstofnsins. Þannig er samkomulagið, sem undirritað var í New York í fyrra- dag, á margan hátt jákvætt fyrir ís- lenzka hagsmuni. Það er verulegur áfangi að sá þáttur í utanríkisstefnu Íslands að krefjast réttinda á land- grunninu sé farinn að bera árangur. Raunar er ekki svo langt síðan slík kröfugerð varð hluti af opinberri stefnu stjórnvalda. Upphafsmaður þessarar stefnu, Eyjólfur Konráð Jónsson heitinn, talaði iðulega fyrir daufum eyrum þegar hann tók þetta mál upp, en brátt verða þrír áratugir frá því að hann vakti fyrst máls á réttindum Ís- lands á landgrunninu. Í dag getum við hins vegar þakkað fyrir framsýni hans og þrautseigju við að halda þessu máli vakandi. FÁRÁNLEGT KERFI Morgunblaðið sagði frá því í gærað allmörg dæmi væru um að hjón eða sambúðarfólk, þar sem kon- an væri erlendur ríkisborgari og ekki sjúkratryggð hér á landi, þyrfti að greiða fullt verð fyrir þjónustu sjúkrahúss við fæðingu barns síns. Þetta ætti við þótt faðir barnsins væri Íslendingur og sjúkratryggður. Í blönduðum hjónaböndum, þar sem karlinn er útlendingur og ekki sjúkratryggður, en konan íslenzkur borgari, borgar fólk hins vegar ekki neitt fyrir þjónustu fæðingardeildar- innar frekar en aðrir. Þetta er auðvitað fráleit mismunun og ber vott um að enn eimi eftir af eldgömlum hugsunarhætti. Að börn séu frekar talin tilheyra mæðrum sín- um en feðrum og að þungun og barns- fæðing sé sjúkdómsástand en ekki lífsins eðlilegi gangur. Nýr einstaklingur, sem á íslenzkt foreldri og annað erlent, er auðvitað jafnmikill Íslendingur, hvort sem það er faðir hans eða móðir, sem er ís- lenzkur borgari. Og sá einstaklingur hlýtur að eiga að njóta almanna- trygginga foreldra sinna, hvort sem um móður eða föður er að ræða. Auðvitað hlýtur að vera um það að tefla, eins og Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss, bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær, að tryggja heilsu og velferð barnsins. Henni er augljóslega stefnt í voða, ef fólk tekur t.d. þann kostinn að láta barn sitt fæðast heima eða ferðast til landsins, þar sem móðirin er sjúkra- tryggð, til að losna við kostnað sem að lágmarki nemur um 250.000 krón- um. Hafliði Sigfússon, faðir ófædds barns, sem er í þessari ankannalegu stöðu ásamt bandarískri eiginkonu sinni, segir í Morgunblaðinu í gær: „Mér finnst þetta fáránlegt kerfi. Ég hef alltaf átt lögheimili á Íslandi og borgað hér skatta síðan ég fór að vinna. Stór partur af þeim fer í heil- brigðisþjónustuna. En loksins þegar ég þarf á þessari þjónustu að halda vegna barnsins míns eru mér öll sund lokuð af því að ég er giftur útlenskri konu.“ Því má við bæta að ástæða þess að Katherine Davidson, kona Hafliða, er enn ekki sjúkratryggð á Íslandi, er að það dróst að afgreiða umsókn hennar um dvalarleyfi í landinu hjá Útlend- ingastofnun. Og þá fellur allur kostn- aðurinn vegna væntanlegrar fæðing- ar á Hafliða sem einu fyrirvinnu fjölskyldunnar, af því að eiginkona hans getur ekki sótt um atvinnuleyfi á meðan hún hefur ekki dvalarleyfi. Þetta er að sönnu fáránlegt kerfi og rétt að breyta því sem fyrst. Hinn jafnréttissinnaði heilbrigðisráð- herra, Siv Friðleifsdóttir, ætti að beita sér fyrir breytingum á þessum úreltu reglum. V ísir að íslenskri leyniþjónustu eða ör- yggislögregludeild var starfrækt hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina og voru það áhyggjur ráðamanna af uppgangi nasista og kommúnista sem réðu mestu um stofnun hennar og reynsla þeirra af framgöngu kommúnista á fjórða áratugnum, meðal annars Gúttóslagnum svonefnda þegar 19 af 28 lögreglu- mönnum lágu sárir og blæðandi og óvígir eftir átök við æstan múg, vopnaðan bareflum. Þetta kemur meðal annars fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, í nýju tölublaði af Þjóð- málum, undir heitinu Smáríki og heimsbyltingin, þar sem sagt er frá viðbrögðum íslenska ríkisins við hættunni sem lýðræðisskipulaginu stóð af byltingarstarfsemi og ofbeldisverkum á tímum kreppu, heimsstyrjaldar og kalda stríðsins. „Eftirgrennslanakerfi“ Þór segir að öfugt við það sem margir halda séu liðin tæp sjötíu ár „frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjór- anum í Reykjavík að koma upp „eftirgrennslana- kerfi“ í aðdraganda styrjaldar 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregl- una til mótvægis gegn kommúnistum og nasist- um, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins.“ Hann bendir á að á Íslandi hafi ríkið hvorki búið yfir styrk til að verja öryggi sitt inn á við né út á við. Þetta hafi verið varanlegur vandi sem stjórn- völd glímdu við í nokkra áratugi á sama tíma og öryggið út á við hafi verið tryggt í samstarfi við önnur vestræn ríki. Til dæmis hafi 25–30 Íslend- ingar verið við nám í Moskvu á fjórða tug ald- arinnar í hinum leynilega Lenínskóla, þar sem þeir hafi meðal annars fengið tilsögn í vopnaburði, launráðum og hernaðarlist. Agnar Kofoed-Hansen sem var nýskipaður lög- reglustjóri á þessum tíma hófst handa um að efla lögregluna með því að fjölga í henni og kaupa ný og öflugri vopn fyrir hana. „Einn liður í eflingu lögreglunnar var stofnun „eftirgrennslanadeild- ar“. Í kynnisferð til Danmerkur stakk yfirlög- reglustjóri Dana upp á því við Agnar, að stofnuð yrði íslensk öryggislögregludeild í samvinnu við hina dönsku. Þetta komst ekki í verk fyrr en að stríði loknu, en Agnar beitti útlendingaeftirliti lögreglunnar sem eftirgrennslanadeild og réð sér leynierindreka fyrir fé úr sérstökum sjóði, sem dómsmálaráðuneytið fékk honum.“ Þór segir síðan frá því að tæpum tíu árum síðar hafi lögreglunni í Reykjavík bæst maður „sem átti eftir að gegna lykilhlutverki í íslenskum öryggis- málum í tæpa fjóra áratugi. Hann hét Árni Sig- urjónsson, var 23 ára gamall prestssonur frá Vest- mannaeyjum, sem numið hafði verkfræði í eitt ár í Kanada, en stundað sjómennsku á sumrin. Eftir því sem best er vitað var Árni fyrsti maður, sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna ör- yggismálum og gagnnjósnum. Árni var skráður starfsmaður hjá útlendingaeftirlitinu, sem sinnt hafði öryggismálum öðrum þræði a.m.k. frá 1939, en í raun hafði hann frjálsar hendur og eftirlitið var að hluta til yfirvarp („cover“) fyrir leynistörf hans næstu áratugina. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, sem var að láta kanna kosti þess að koma hér upp öryggisdeild hjá lögregl- unni, eins og Hermann Jónasson hafði ráðgert, stóð á bak ráðningu Árna. Gerðist hann fljótt mjög handgenginn ráðherranum og yfirmanni sínum, lögreglustjóranum nýja, Sigurjóni Sig- urðssyni, sem Bjarni hafði einnig ráðið til starfa.“ Með ramma bassarödd Í greininni er Árna lýst með svofelldum hætti: „Árni Sigurjónsson (1925–2000) var hár maður vexti og allmikill á velli, álútur nokkuð og þungbú- inn, fámáll, með ramma bassarödd, bar lengi lituð gleraugu, og reykti sterkar sígarettur. Samstarfs- menn segja að Árni hafi helgað sig starfi sínu af gríðarlegum áhuga, hugrekki og einbeitni. Hann hafi ekki látið sig muna um að vaka svo sólar- hringum skipti og krafturinn virst óþrjótandi. Árni hafi einnig verið með afbrigðum þagmælskur v a a u s H i u f o F þ v s á þ u P m k v á k k o b s o s i v h Ö s f G og lagt ofuráherslu á að öryggisstörfin færu fram með ströngustu leynd, enda var það fyrsta boðorð í þjálfun hans í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Dan- mörku og Þýskalandi. Árni hafi hæglega verkað fráhrindandi og leyndardómsfullur gagnvart ókunnugum, en í raun hafi hann verið afar hjartahlýr maður, trölltryggur með ágætt skopskyn, og leikhæfileika. Leik- félag Kópavogs rak hann um skeið. Trúnaðarupp- lýsingar frá Árna hafi aðeins farið í hendur tveggja manna um áratugaskeið: Sigurjóns Sig- urðssonar, sem var jafnhneigður til leyndar og Árni, og Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu. Í áratugi sóttu þeir vinirnir Sig- urjón og Árni fundi öryggisstjóra Atlantshafs- bandalagsríkja, þar sem ráðgast var um sameiginleg málefni og skipst á upplýsingum. Árni varð varðstjóri í lögreglunni 1962, fulltrúi lögreglustjóra í öryggismálum 1969 og 1970 varð hann yfirmaður útlendingaeftirlitsins og sinnti því starfi jafnhliða öryggismálunum. Með ólíkindum er að í landi, þar sem allt fréttist, skyldi þeim Sig- urjóni og Árna takast að halda þvílíkri leynd yfir öryggisstarfi lögreglunnar um áratugaskeið, að landsmenn töldu almennt fráleitt að hún sinnti slíku starfi.“ Þór segir síðan frá því að Bjarni Benediktsson hafi talið brýnt að efla það öryggisstarf sem Árni „hafði tekið að sér í skjóli útlendingaeftirlitsins með því að setja upp strangleynilega öryggisþjón- ustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sig- urðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson, sem var 46 ára gamall, til þessa starfs úr hópi lög- regluþjóna. Sigurjón leit á hann sem mann, er gæti leyst úr öllum óvæntum vanda „með skap- stillingu og dómgreind“, en auk þess var hann með afbrigðum þagmælskur, jafnvel lokaður að sumra sögn. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæð í gömlu Lögreglustöðinni í Pósthússtræti, þar sem lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn sátu fyrir. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, eins og síðar verður skýrt, en einnig var þar komið upp tengingu við Símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarsímkerfið, en til þess þurfti lögum sam- kvæmt heimild dómara. Pétur var með lausráðna erindreka og hjálparmenn á sínum vegum, en Strangleyni deild stofnu Íslensk öryggislögregla eða leyni- þjónusta var starfrækt hér á landi um áratugaskeið á tímum kalda stríðsins, að því er fram kemur í grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum. Lögreglumenn búnir kylfum og svörtum stálhjálmum en það er eitt dæmið um átök á fjórða og fimmta árat HBjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.