Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S amgönguvikunni í Reykjavík lýkur í dag, en þetta ku hafa verið í fjórða sinn sem höf- uðborgin okkar tók þátt í Evrópsku samgöngu- vikunni, sem er skipulögð af sam- tökum borga í Evrópu. Í samgönguvikunni í Reykjavík þurfti ég, líkt og venjulega, að fara daglega um borgina. Ég bý í Fossvogi, en sæki vinnu upp í Hádegismóa. Leiðin að heiman liggur um Bústaðaveg að ljósum við Reykjanesbraut og þaðan upp Ártúnsbrekkuna. Á leiðinni eru aðeins ein umferðarljós, svo ég er áreiðanlega vel sett miðað við marga. Í samgönguvikunni í Reykjavík gengu samgöngurnar samt heldur brösuglega. Fyrst lét ég fara að- eins í taugarnar á mér að þegar ég þurfti að ná í stelpurnar mínar á leikskólann í Hlíðahverfi þá komst ég ekki inn Barmahlíðina, enda einhverjar miklar fram- kvæmdir þar og hafa staðið lengi. Ég fór krók að leikskólanum, sem stendur við Engihlíð og furðaði mig á því enn einu sinni hvernig á því stendur að um þá götu geta menn brunað á ofsahraða. Sú um- ferð hefur aukist gríðarlega eftir að Miklubrautarskelfingin var tekin í notkun, því þegar menn æða hana í austurátt og uppgötva svo að allt stendur fast við Lönguhlíð finnst þeim freistandi að skjóta sér í gegnum Hlíða- hverfið eftir Engihlíð. Og aka þar með greitt framhjá leikskólanum, þar sem lítil kríli og foreldrar þeirra eru í stórhættu. Í þessari sömu samgönguviku valt vörubíll með glerfarm í Ár- túnsbrekkunni. Óhöpp geta alltaf orðið og ekkert við því að segja. En þetta óhapp varð á brautinni upp úr borginni, leiðinni sem flestir fara ætli þeir sér að aka Vesturlandsveg eða Suðurlands- veg. Samt tók marga klukkutíma að sópa upp glerið í Ártúnsbrekk- unni og á meðan þokaðist umferð á hraða snigilsins um nærliggj- andi götur. Sjálf átti ég erindi í Kópavog í hádeginu og á leiðinni til baka mjakaðist ég eftir Stekkjarbakka, eins og allir hinir sem ella hefðu ekið Ártúnsbrekk- una. Engin tilraun var þó gerð til að breyta ljósum á mótum Stekkjarbakka og Höfðabakka til að flýta fyrir umferðinni og engin lögreglan var sjáanleg. Allir bíl- stjórarnir í öllum bílunum á Stekkjarbakka urðu bara að bíða rólegir á meðan þeir 2–3 bílar sem óku niður Höfðabakkann hverju sinni gátu í rólegheitum nýtt sér beygjuljós. Ástandið í Ártúnsbrekku minnti mig satt best að segja á Þjóðvegahátíðina miklu árið 1994. Þá sendi Morgunblaðið mig til Þingvalla á þjóðhátíð, en ég gagn- aðist lítið sem blaðamaður þann daginn, enda tók mig rúma fimm tíma að komast alla leið. Drjúga stund sat ég í Ártúnsbrekkunni án þess að mjakast úr stað. Orm- urinn langi hlykkjaðist upp úr borginni, inn allan Mosfellsdal og alla leið að illa skipulögðum bíla- stæðunum. Og annar hlykkjaðist eftir Suðurlandsveginum, því ein- hver tilkynnti í útvarpinu að það væri vænlegri leið, af því að það væru tafir á umferð um Mosfells- dalinn. Reynslan af Þjóðvegahátíðinni miklu, fyrir 12 árum, sýndi ljós- lega að borgarbúar komust ekki út úr borginni ef mikið lá við. Vegakerfið ber einfaldlega ekki allan umferðarþungann. Stjórn- völd hafa nú samt haft drjúgan tíma til að bæta þar úr, en allt er við hið sama. Ég hef kannski litla ástæðu til að kvarta, enda er ég svo lánsöm að komast til vinnu á eigin bíl. Sumir vinnufélaga minna þurfa að stóla á ferðir Strætó og í raun er mesta furða að þetta fólk skuli yfirleitt koma til vinnu. Strætó ákvað nefnilega að leggja niður hraðleiðina S5 í Árbæinn. Ég hef ekki séð neina sannfærandi skýr- ingu á því, en líklega starfa ekk- ert sérstaklega margir hjá Morg- unblaðinu, Orkuveitunni, ÁTVR, Vífilfelli, Osta- og smjörsölunni, MS og hinum smáfyrirtækjunum í Árbæ. Og fáir Árbæingar sem sækja vinnu og skóla niður í bæ, svo samgöngur við þennan borg- arhluta eru smámál. Reyndar búa ekkert fleiri í Árbænum en ein- hver þúsund, kannski rétt tvisvar sinnum fleiri en íbúar Ísafjarðar. Nú hafa reyndar borist af því fregnir að S5 eigi að aka á ný, á álagstímum, og gott að ylja sér við þær fréttir í samgöngu- vikunni. Sundabrautin margumrædda er auðvitað löngu tímabær. Ég heyrði í formanni umhverfisráðs borgarinnar, Gísla Marteini Bald- urssyni, í útvarpinu á miðviku- dag. Gísli Marteinn sagði að nú væri tími til kominn að hætta að forgangsraða, eins og R-listinn hefði gert í tólf ár, og fara að framkvæma. Guð láti á gott vita. Í samgönguvikunni í Reykjavík var ýmislegt sem vakti mig til umhugsunar um það sem betur má fara í samgöngumálum borg- arinnar. Gatnakerfið er hvellspr- ungið, það er löngu ljóst og tepp- an sem myndast þegar Ártúnsbrekkan lokast af ein- hverjum ástæðum er stór- hættuleg. Hvað ef rýma þarf borgina með skömmum fyrirvara? Það er einfaldlega ekki hægt við núverandi aðstæður. Í ljósi þessa er athyglisvert að meginviðfangsefni samgöngu- vikunnar í Reykjavík var lofts- lagsbreytingar. Segi og skrifa: Loftslagsbreytingar. Á mál- þingum var meðal annars rætt um hvort hjólreiðar og ganga geti verið raunverulegur kostur fyrir íbúa Reykjavíkur. Já, satt best að segja eru hjólreiðar og ganga þegar raunverulegur kostur fyrir þá sem komast ekki leiðar sinnar með strætó eða einkabíl vegna endalausra vangaveltna um legu mikilvægra brauta, sem enn bólar ekkert á. Ætli slagorð næstu samgöngu- viku verði kannski „Göngum öll saman?“ Það væru sko samgöngur í lagi. Samgöngur í vikunni »Ég hef kannski litla ástæðu til að kvarta, endaer ég svo lánsöm að komast til vinnu á eigin bíl. Sumir vinnufélaga minna þurfa að stóla á ferðir Strætó og í raun er mesta furða að þetta fólk skuli yfirleitt koma til vinnu. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir NÝÚTKOMIN skýrsla um mat- vælaverð á Íslandi leiðir í ljós að matvælaverð hér á landi er hærra en í nokkru öðru Evrópuríki, hugs- anlega að Noregi undanskildum. Það eru slæmar fréttir fyrir ís- lenskar fjölskyldur að þær þurfi að greiða mun hærra verða fyrir mat en fjölskyldur í ná- grannalöndunum þurfa að gera. Ýmsar skýringar Ýmsar skýringar eru á því hvers vegna matvælaverð á Íslandi er hærra en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það er alveg rétt sem bent hefur verið á að smæð íslenska markaðarins, fjarlægð hans frá öðrum mörk- uðum og kaupmáttur almennings geti haft áhrif á mat- vælaverð til hækkunar. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að stjórnvöld geta gripið til einfaldra aðgerða sem leiða myndu til veru- legrar lækkunar á matarverði á Ís- landi. Stjórnvöld geta m.ö.o. lagt niður eða lækkað verulega álögur á matvæli, lagt af eða dregið veru- lega úr innflutningsvernd fyrir ís- lenskar landbúnaðarafurðir og heimilað innflutning á erlendum landbúnaðarvörum til landsins. Skattar, tollar og vörugjöld Ríkið leggur þrennskonar skatta og tolla á matvæli. 1. Lagður er tollur á innflutt matvæli. 2. Vörugjöld eru innheimt af inn- fluttum og innlendum matvörum. 3. Á kostnaðarverð, flutnings- kostnað, vörugjöld, álagningu og toll er svo lagður virðisauka- skattur. Það segir sig sjálft að allar þess- ar álögur leiða til hækkunar mat- arverðs. Í skýrslunni um mat- vælaverð kemur fram að öll þessi skattlagning er ómarkviss, brengl- ar verðhlutföll, gefur ranga mynd af undirliggjandi verðlagi matvara og leiðir til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Hún er líka til þess fall- in að mynda skjól fyrir óeðlilega hátt verð á sambærilegum mat- vörum, en er ætlað þrenns konar hlutverk: 1. Að vernda innlenda fram- leiðslu, fyrst og fremst landbúnaðarfram- leiðslu. 2. Að stuðla að neyslustýringu. 3. Að afla ríkissjóði tekna. Ríkisstyrkir Þó svo að ásetn- ingur þeirra sem komu núverandi land- búnaðarkerfi á fót hafi eflaust verið göfugur hefur hann reynst ís- lenskum neytendum dýrkeyptur. Er þar ekki síst um að kenna þeim álögum sem lagðar eru á matvæli af hálfu ríkisins. En þá er ekki öll sagan sögð því í ofanálag þurfa íslenskir neytendur að leggja til milljarða króna á ári hverju til að styrkja ís- lenska landbúnaðarframleiðslu, einkum mjólkur- og lambakjöts- framleiðslu. M.ö.o. njóta íslenskar landbúnaðarvörur innflutnings- verndar í formi vörugjalda, tolla og skatta, auk þess sem framleiðsla þeirra er niðurgreidd. Hagur bænda Maður skyldi ætla að hagur þeirra sem starfa í því rekstr- arumhverfi sem hér hefur verið lýst ætti að vera býsna góður. Svo er hins vegar ekki. Þó íslenskir bændur njóti gríðarlegrar verndar og fyrirgreiðslu hefur rekstur þeirra verið í járnum og tekjur lág- ar. Það getur ekki verið kappsmál bænda að standa vörð um núver- andi landbúnaðarkerfi skatta, tolla og niðurgreiðslna. Það getur held- ur ekki verið kappsmál íslenskra neytenda að verja núverandi kerfi, enda hafa þeir þurft að blæða fyrir það með háu matvælaverði. Að mínu mati er runninn upp tími breytinga sem koma myndu neyt- endum til góða sem endurspegl- aðist í lægra vöruverði, nær því sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Taka þarf í taumana Það er löngu tímabært að taka núverandi kerfi til algerrar endur- skoðunar. Það þarf að umbylta úr- eltu kerfi tolla og vörugjalda á inn- fluttum matvælum ásamt því að lækka virðisaukaskatt. Það þarf að heimila innflutning á landbún- aðarvörum til landsins og auka frelsið í viðskiptum með þær. Auð- vitað væri það óskastaða að geta unnið að þessum breytingum í sam- ráði við hagsmunaaðila í landbún- aði. Hingað til hefur aftur á móti þokast heldur hægt. Á meðan hafa íslenskir neytendur og skattgreið- endur goldið fyrir hina úreltu stefnu. Nú er runninn upp sá tími að gæta þarf hagsmuna þorra neyt- enda og skattgreiðenda í þessum málaflokki. Þeir eiga það skilið að stjórnmálamenn taki þeirra mál- stað og grípi til aðgerða. Ég mun berjast fyrir því að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi forystu um að það verði gert. Matvælaverð á Íslandi Sigurður Kári Kristjánsson fjallar um matvælaverð á Íslandi » Það þarf að umbyltaúreltu kerfi tolla og vörugjalda á innfluttum matvælum ásamt því að lækka virðisaukaskatt. Það þarf að heimila inn- flutning á landbún- aðarvörum til landsins og auka frelsið í við- skiptum með þær. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. UM ÞESSAR mundir er um- hverfisráðherra að undirbúa að leggja fram lagafrumvarp um byggingar og skipulag. Frá sjón- arhóli hönnuða er það sem vekur mesta athygli að menn ætla að skylda hönnuði til að setja upp sérstök gæðakerfi sem eru þá breytileg eftir verk- efnum og stærð fyr- irtækis. Þetta skal einnig gilda um eldri hönnuði. Það er gagnlegt að skoða þessi áform annars vegar í ljósi stjórnarskrár en hins vegar í ljósi fyrirskip- ana Evrópusam- bandsins. Ef fyrst er skoðuð sú áætlun að setja hönnuðum ný skilyrði til þess að þeir geti starfað er gott að hafa í huga að ekki má takmarka starfsréttindi nema með lögum frá Alþingi og þarf slík aðgerð að vera vegna brýnna almannahagsmuna. Ekki má vísa til reglugerðar, eins og ráðgert er. Þetta hefur Hæsti- réttur staðfest með dómum sínum. Einnig er rétt að skoða ráðagerð um að setja mismunandi gæða- kerfi á fyrirtæki eftir stærð þeirra í ljósi jafnræðisreglu stjórn- arskrár. Þarna sjáum við að ráð- gert er að brjóta stjórnarskrá með a.m.k. tvennu móti í ofangreindri lagasetningu. Það má geta þess að byggingastjórar og meistarar fá svipaða meðhöndlun. Skoðum nú tilskipun Evrópu- sambands vegna ráðgjafa (hönn- uða). Þar er tilgreint í meginatriðum að menntunin ein og starfsreynsla stjórni starfsréttindum á svæðinu öllu. Nú er það svo að slíkar regl- ur ber að túlka ívilnandi, þ.e. ekki er leyfilegt að bæta við ein- hverjum skilyrðum eða útbúa (ís- lenskar) sérreglur. Við sjáum einnig að væri leyfilegt að setja gæðakerfiskylduna á, þá gæti fyrirtæki sem ætlaði að starfa í Evr- ópu allri þurft að upp- fylla tugi sérákvæða aðildarlandanna. Þetta lokar algjörlega hinum sameiginlega markaði sem á þó að vera opinn. Augljós niðurstaða er sú að ekki er leyfi- legt að setja hömlur með sérreglum á starfsréttindi ráðgjafa. Í samtölum mínum við sjálf- stætt starfandi ráðgjafa er ljóst að það verður látið reyna á réttmæti laganna og þá sérstaklega með til- liti til tilskipana ESB. Þessi fyrirhuguðu lög eru í raun pólitísk gildra sem Framsókn- arflokkurinn er um það bil að falla í. Ekki aðeins vegna þess að þau standast ekki skoðun í ljósi stjórn- arskrár og EES-samnings heldur einnig vegna þeirrar staðreyndar að reynsla annarra landa af svip- uðum lögum hefur verið sú, að lítil og meðalstór fyrirtæki í bygging- argeiranum hafa nánast horfið. Þau eru nú um það bil fimm hundruð í hönnunargeiranum og á milli tvö og fimm þúsund í fram- kvæmdageiranum. Það verður at- hyglisvert að sjá hvað býr á bak við boðaða stefnu formanns Fram- sóknarflokksins, að styðja fyrst og fremst lítil og meðalstór fyrirtæki. Ísland hefur hagnast á mörgum sviðum vegna EES-samningsins. Þar má nefna útrás banka og fyr- irtækja svo og opna markaði fyrir sjávarafla. Það hefur þó komið í ljós að stjórnvöld eiga í erf- iðleikum með að fara eftir samn- ingum þegar þeim líkar ekki ein- hver atriði hans. Hæstiréttur hefur þó með dómum sínum ætíð leiðrétt þetta. Íslensk stjórnvöld eiga auðvitað að halda þennan samning á öllum sviðum, að öðrum kosti eiga menn að rifta honum sem fyrst. Það er einfaldlega ekki hægt bæði að halda og sleppa. Skipulags- og byggingalög Björgvin Víglundsson fjallar um lagafrumvarp um byggingar og skipulag » Íslensk stjórnvöldeiga auðvitað að halda þennan samning á öllum sviðum, að öðrum kosti eiga menn að rifta honum sem fyrst. Það er einfaldlega ekki hægt bæði að halda og sleppa. Björgvin Víglundsson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.