Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 43 ✝ Sólrún Þor-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 12. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðríður Þórólfsdóttir hús- móðir, f. 20. sept- ember 1894, d. 8. nóvember 1980, og Þorbjörn Guð- laugur Bjarnason pípulagningameistari, f. 14. júlí 1895, d. 8. nóvember 1971. Systur Sólrúnar eru Rósa Björk, f. 30. mars 1931, maki Árni Pálsson, og ber 1955, Ólafur Haukur, f. 13. september 1957, Magnea Auður, f. 4. október 1959, Þorbjörn Reynir, f. 25. desember 1960, Gísli, f. 12. febrúar 1963, og Matthías Rúnar, f. 25. apríl 1969. Barnabörnin eru 21 og langömmubörnin sjö. Sólrún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, hún lauk námi í hraðritun og stundaði framhaldsnám í tungumálum. Hún vann um tíma við listsaum í kirkju- klæðum hjá Unni Ólafsdóttur og síðan við skrifstofustörf hjá Vél- smiðjunni Hamri þar til hún giftist og sinnti hún húsmóðurstörfum eftir það. Útför Sólrúnar verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Ragnhildur, f. 17. júlí 1935, maki Bragi Geirdal sem er lát- inn. Árið 1954 giftist Sólrún Gísla Ferdin- andssyni skó- smíðameistara, f. 13. október 1927, en hann er einn af sjö börnum hjónanna Magneu Guðnýjar Ólafsdóttur, f. 4. apr- íl 1895, d. 20. mars 1981, og Ferdinands Eiríkssonar skó- smíðameistara, f. 13. ágúst 1891, d. 12. febrúar 1978. Börn Sólrúnar og Gísla eru: Guðríður Valva, f. 12. maí 1954, Kolbeinn, f. 16. desem- Í raun má líkja mömmu við Hvítá. Í upptökum renna í hana efnismiklar jökullitar ár. Ofarlega myndar hún tignarlega fossa, fer um þröng gil. Þegar giljum sleppir myndar hún straumþungar flúðir. Nær Tungufljóti breikkar árfarveg- urinn og saman renna Hvítá og Tungufljót í eitt. Þrátt fyrir veru- lega aukið vatnsmagn breytist hvorki litur né nafn árinnar. Fljót- lega eftir samrunann bætast í Hvítá stórar ár og svo aðrar minni. Oft geta orðið stórkostleg flóð í Hvítá en einnig á hún til að þorna að mestu vegna krapa og íshröngls sem stíflar ána. Þegar áin hefur ferðast lengstan veg sinn til sjávar breytist nafn hennar í Ölfusá. Fyrir ofan Selfoss er farvegur árinnar af- ar sérkennilegur, nokkrar flúðir og hávaðar en enginn foss. Áin breikk- ar fljótlega aftur og verður feikna- breið og verður að einu mesta ósa- svæði landsins og gætir þar mjög sjávarfalla. Þegar hásjávað er hafa sjávarföll áhrif á vatnsstöðu árinnar langt inn í land. Ölfusá er mikil vetrarflóðaá sérstaklega þegar hláka með ofsaregni steypist yfir gaddfreðið og vatnsþétt vatnasvið lindaánna. Þurrðir hafa komið í Hvítá og Ölfusá og vakið furðu og um þær hafa skapast skemmtilegar furðusögur. Meginstraumur árinnar er við Austurlandið. Á milli lóns og sjávar liggur lágur og mjór sandtangi. Austast á tanganum liggur alldjúp- ur áll þar sem áin rennur til sjávar. Úti fyrir suðurströndinni má sjá jökullitað vatn Hvítár-Ölfusár. Steinefni jökulvatnsins nærir lífrík- ið útifyrir ströndinni. Minningin lifir. Þinn sonur Gísli. Hver barnsfæðing er undur, kraftaverk. Fyrsta barn hjóna, lítil stúlka, kemur í heiminn, sannkallað óskabarn. Heillaður faðirinn fagnar með móðurinni og finnst hann verði að fara út í náttúruna til að finna barninu verðugt nafn. Hann kemur ljómandi til baka, Sólrún það er nafnið, og ljóma bar hún alla tíð. Gáfur hlaut hún frábærar til munns og handa. Fegurð, góðvilja og glaðværð. Alla ævi einkenndu hana viðkvæmni, geðríki og stolt. Umvafin ást og umhyggju góðra foreldra og ættingja vex hún upp eins og fífill í túni, dugleg og óvenju kjarkmikil. Hún menntaðist vel, eignaðist vænan mann og sjö vel gerð og gjörvileg börn. Í lífi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Hver reynsla sem tekist er á við af reisn þroskar manninn. Að bogna, ef til vill um stund, en brotna ekki. Árum saman, með nokkrum hléum, berst Sólrún af reisn við sjúkdóm andlega og lík- amlega þjáningarfullan. En verst og mest niðurlægjandi voru hleypi- dómar og grimmd samfélagsins. Sárt var að sjá brothætt sjálfs- traustið og sjálfsvirðingu þessarar stoltu konu komast á ystu nöf. Sú ósk er heitust að örari fram- farir megi verða í stuðningi félags- og heilbrigðisþjónustu við þá sjúk- linga og aðstandendur sem þurfa að takast á við þennan og aðra geð- ræna sjúkdóma, sem og á um- hyggju og viðhorfum okkar allra í samfélaginu. Ég þakka líf hennar allt og allan hennar kærleika. Starfsfólki Sóltúns, sem var heimili hennar síðustu árin, þakka ég þá umhyggju og vináttu sem henni var sýnd. Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Sólrún frænka, móðursystir mín, er látin. Hennar lokastríð frá því í vor var þungt. Sólrún Þorbjörnsdóttir var fædd árið 1928 og ólst upp í Reykjavík, hjá foreldrum sínum Guðríði Þór- ólfsdóttur og Þorbirni G. Bjarna- syni, sem bæði voru ættuð úr Vest- ur-Skaftafellssýslu. Þessi fallega stúlka giftist Gísla Ferdinandssyni skósmið. Saman eignuðust þau sjö mannvænleg og myndarleg börn sem öll komust vel til manns. Já, það var heldur betur líf í tuskunum þegar þau Valva, Kolli, Óli, Auður, Þorbjörn Reynir, Gísli og Matti uxu úr grasi. Fyrst í Drápuhlíð 21, í kjallaranum hjá Guðríði og Þorbirni og síðan í Arat- úninu, þar sem þau Gísli og Sólrún gerðust frumbyggjar í Garða- bænum. Í minningu drengs sem átti þessi fjörugu frændsystkini, bar hæst lífsgleði og endalaus uppá- tæki. Það mæddi því mikið á Sól- rúnu að halda utanum hópinn sinn fríða. En skuggar lágu í leyni. Á þessum árum var ekki talað hátt um geðræn vandamál. Þó mátti smám saman skynja að Sólrún frænka átti bágt, sinnið var þungt og dökkt var yfir. Á milli flaug hug- urinn hátt. Fallega brosið hennar bræddi mann samt alltaf, t.d. þegar hún skildi svo vel uppátektasemi í okkur Óla er við komum í Aratúnið skítugir upp fyrir haus úr læknum. Eins þegar hún gekk um í heim- sókn hjá okkur fyrir vestan og spurði, eins og maður væri fullorð- inn, um eitthvað sem fyrir augun bar í náttúrunni. Sólrún var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og ég man hennar smitandi hlátur. Þessar stundir urðu þó æ færri. Hún átti sólar- geisla sína í börnunum og síðar barnabörnum, vildi þeirra hag alltaf sem mestan. Og vissulega átti hún á milli sína góðu daga. Dýrmætt er að eiga minninguna um heimsóknir í Sóltúnið þar sem hún fékk góða umönnun. Það var líka eins og á stundum fengi hún meiri ró, þegar líkamleg heilsa hennar versnaði. Það virðist nefnilega vera sam- þykkt að hafa líkamlega kvilla með- an samfélagið á erfiðara með að horfast í augu við andlega sjúk- dóma. Kæri Gísli og allir krakkarnir hennar Sólrúnar. Löngu stríði er lokið og ég veit að mikið mæddi á ykkur. Þegar Sólrún hefur nú loks fengið sína hvíld þá trúi ég að góð- ur Guð taki henni vel og veiti henni þá eilífu hamingju sem hún þráði og á svo vel skilið. Þórólfur Árnason. Eitt laufblað á tré mínu titrar. Og tómleg gatan er. Það hárautt fellur við húsið mitt. Hausta fer. Og órólegt haustsins hjarta Spyr: Hvar er þín minning geymd? Er ilmur vorsins og ást þín öllum gleymd? Um andlit þitt ljósgeisli leikur mitt litla, fallna blað. Og birtan í hjarta þér ber þig á betri stað. (Gunnar Dal) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Gísla og fjölskyldu. Eysteinn og Valgerður. Sólrún Þorbjörnsdóttir Eitt laufblað á tré mínu titrar. Og tómleg gatan er. Það hárautt fellur við húsið mitt. Hausta fer. Og órólegt haustsins hjarta Spyr: Hvar er þín minning geymd? Er ilmur vorsins og ást þín öllum gleymd? Um andlit þitt ljósgeisli leikur mitt litla, fallna blað. Og birtan í hjarta þér ber þig á betri stað. (Gunnar Dal) Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Gísla og fjöl- skyldu. Eysteinn og Valgerður. HINSTA KVEÐJA Það er stundum erf- itt að sætta sig við veruleikann, að þú sért hrifin frá okkur í blóma lífsins. Hvers vegna svona ósanngjarnt og ótímabært? Okkar góði vinskapur hófst fyrir rúmum tuttugu árum, þegar dætur okkar Sólrún og Selma hófu skólagöngu á Álftanesi. Samband okkar efldist með árunum, þú varst mín besta vin- kona. Hestaferðirnar, kvenfélags- ferðirnar innanlands sem utanlands Anna Hafsteinsdóttir ✝ Anna Hafsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1958. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 9. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 18. september. og ófáar ferðirnar í lík- amsræktina Hress í Hafnarfirði, standa eftir í minningunni ásamt svo mörgu öðru góðu. Samneyti fjöl- skyldnanna var okkur báðum ómetanleg. Við Gummi og fjölskylda vottum Ársæli og fjöl- skyldu dýpstu samúð okkar. Minning um Önnu mun ávallt lifa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg. Sig.) Anna Thorlacius. Okkar ástkæri liðs- maður, Bryngeir Guð- mundsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram, eftir stutta en hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Bryngeir starfaði hjá Vistor (áð- Bryngeir Guðjón Guðmundsson ✝ Bryngeir Guð-jón Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 5. desem- ber 1957. Hann lést á gjörgæsludeild 12B á Landspítala við Hringbraut 9. september síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hjallakirkju 20. september. ur Pharmaco) frá 1999 við þjónustu á lækninga- og rann- sóknatækjum á veg- um fyrirtækisins. Í starfi sínu átti hann í samskiptum við fjölda fólks, s.s. tæknimenn sjúkra- húsa, lækna og hjúkrunarfólk auk samstarfsmanna hjá Vistor sem sjá nú á eftir góðum félaga. Það er óhætt að segja að Bryngeir hafi verið fagmaður í fremstu röð í sínu fagi og hvers manns hugljúfi í öllum samskiptum við samstarfs- fólk og viðskiptavini. Hann gerði sér vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem í starfinu fólst og var ávallt til þjónustu reiðubúinn þegar á þurfti að halda. Það var sama á hverju gekk, Bryngeir nálgaðist öll verk- efni með miklu jafnaðargeði og yf- irvegun og leysti þau með útsjón- arsemi. Þrátt fyrir veikindi sín vildi Bryngeir stunda vinnu eins og honum var kleift á meðan hann hafði krafta til. Hann bar ekki sín mál á torg og vildi ekki vorkunn. Við samstarfsfélagar hans hjá Vistor erum harmi slegin yfir frá- falli hans og mun hans verða sárt saknað. Við höfum misst frábæran liðsmann. Missir fjölskyldunnar er þó enn meiri og ólýsanlegt áfall fyrir eig- inkonu og börn. Ég sendi eigin- konu, börnum og fjölskyldu Bryn- geirs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vernda ykkur öll á þessum erfiðu tímum. F.h. Vistor hf. og samstarfsfólks, Hreggviður Jónsson. Nú er hún Margrét farin og söknuður okk- ar sem vorum svo lán- söm að eiga hana að vini er mikill. Minningar líða um hugann. Margrét kemur í leikfimina, aðeins of sein, svo mikið að gera í vinnunni – sérstaklega um mánaða- mót – og samviskusemin mikil. Hún kom á hjólinu, heit og rjóð og fer auðvitað fremst í flokki, fimust, feg- Margrét Ólafsdóttir ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Neskaupstað 31. janúar 1950. Hún lést á heimili sínu, Tómasarhaga 12, aðfaranótt 7. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 15. september. urst og fótvissust. Áfram streyma minn- ingarnar, Margrét á hjólinu, glæsileg, Mar- grét á hraðri göngu um bæinn að ná því sem þarf að ná, Mar- grét klappar á kinn og segir: „Þetta verður örugglega allt í lagi.“ Margrét á fjallstindi og augun tindra af gleði, Margrét í Döl- unum að loknum góð- um göngudegi, græn- meti skorið í kjötsúpu og Margrét hlær svo dátt að tárin renna niður kinnarnar, Margrét á þorrablótinu að dansa við Gretar, ást þeirra og vinátta svo augljós, Mar- grét að æfa fyrir jólagleði Kram- hússins, stígur aldrei feilspor, við hin getum stólað á hana þegar við fip- umst, sem við gerum ævinlega. Nú er engin Margrét að horfa til. Enginn tók á jafn áreynslulausan hátt þátt í gleði og sorgum annarra og Margrét. Engan höfum við þekkt sem tók með jafn mikilli reisn og jafnaðar- geði á eigin lífi og Margrét eftir að hún fékk sjúkdómsgreininguna. Vandfundin verður sú fjölskylda sem vinnur jafn fallega að því verkefni að lifa lífinu áfram og þakka fyrir hvern dag. Enda sýndi það sig undir lokin hve fallegt samband þeirra var þegar Gretar og strákarnir önnuðust hana heima fram á hinsta dag af þeirri natni og ástúð sem er fágæt. Þar gátu þeir þakkað Margréti sinni fyr- ir allt og allt og sýndu um leið hví- líkar hetjur hún átti. Minning Margrétar mun lifa og við sem eftir stöndum hnípin getum svo margt af henni lært. Sigríður Jónsdóttir, Ólafur Örn Thoroddsen. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.