Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 48

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Þessi háttur minn hefur orðið til þess að ég á til aragrúa af hugmyndum sem » oftar en ekki eru æði óskyldar. Sumt er und- ir djassáhrifum, annað er leikhúss- og kabar- ettættar, enn annað ballöður og stundum sem ég ljóðræn sönglög með píanóundirspili og svo eru þetta litlar hugdettur sem engin leið er að koma í form. Ég safna þessu yfirleitt saman í hefti og tíni upp brotin síðar og oftar en ekki verða þessi ósköp að lögum sem ég sættist við. Um þessa plötu byrjaði ég fyrst að hugsa fyrir einu og hálfu ári. Ég tíndi til eldri búta og rað- aði upp á nýtt, þannig verður þetta oft dálítið ósamstætt í fyrstu. En svo sker ég miskunn- arlaust niður.“ Leikur að stílbrigðum Diskurinn ber þess vitni að þar leikur Egill sér talsvert að ýmsum stílbrigðum. Á honum er að finna leikhústónlist og dimmar ballöður en líka leikandi bossanova og djass og blús. „Ég er kannski heppnari en margir aðrir að ég tilheyri kynslóð sem lifði um margt sérstaka tíma. Ég til dæmis lifði þá tíma þegar forleggjararnir bandarísku kenndir við Tin Pan Alley gáfu út vinsældatónlist á nótum. Þá tíðkaðist að al- menningur keypti vinsæla tónlist á nótum sem var svo leikin í heimahúsum á forte píanó og allir sungu með. Þessi útgáfa hefst um 1890 og stendur nánast alveg fram undir 1960. Þetta lagðist fljótlega af með tilkomu plötu- spilara í almenningseigu. En ég sá svona út- gáfur og upplifði að sjá fólk skemmta sér yfir þessu. Þetta voru í fyrstu lög úr vinsælum „Vaudeville“-sýningum sem voru einhverskon- ar fjölsýningar, „variety shows“, þar sem fram komu syngjandi konur og karlar, dýr sem léku hundakúnstir, stærðifræðiséní sem höfðu tölur á hraðbergi eða fólk sem gat fett sig og beygt í allar áttir. Svo kom dixeland og ragtime mús- íkin og svo söngleikjaskáldin Gershwin, Porter, Berlin, Rogers o.fl. Þeirra tónlist átti það sammerkt að vera skrifuð fyrir leiksviðið. Móðir mín er tónlistar- unnandi og hlustaði mikið á þetta. Porgy og Bess, söngleikina frá þriðja og fjórða áratugn- um og svo ítölsku óperurnar úr hinni áttinni, Puccini, Verdi, Gounod og fleiri. Ég elst upp við þessa tónlist og inn í þetta koma svo þýsku dægurlögin frá millistríðsárunum og ítölsku slagararnir upp úr fimmtíu, djassinn, þá ka- lypsóið og bossanova og svo rokkið. Þarna var Ríkisútvarpið einnig uppalandinn, á einu rás- inni sem í boði var heyrði maður alla þessa ólíku tónlist. Þetta var einstakur tími. Þarna var grunnurinn lagður að minni tónhugsun. Við höfum í dag úr mörgum útvarpsstöðvum að velja og ég skal vera sanngjarn og segja að það sé sjónarmunur á þeim, en hann er vart heyranlegur. Það er allt of lítil breidd í því sem boðið er almennt upp á. Engu líkara en hlust- endurnir séu allir rétt um fermingu en auðvitað er það ekki svo.“ Öðruvísi tré Egill hefur samt fulla trú á ungu kynslóðinni og segir að hann þurfi ekki annað en að líta til sinna eigin barna til að sjá hve margt þau hafi umfram föður sinn. „Einfaldlega vegna þess að þau eru um margt betur upplýst, ferðast meira og tilfinningalega eru þau opnari. En á hinn bóginn hafa þau ekki sömu rótfestuna. Þau eru öðruvísi tré. Ég held að rótarkerfið hjá minni kynslóð sé ef til vill víðfeðmara eða kannski er það bara aldurinn sem segir til sín með þessum hætti. Þó má segja að þrátt fyrir allt þá lifðum við meiri fjölbreytni – þetta segi ég því það er ljóst að af því að heimurinn hefur minnkað þá tala æ fleiri um það sama. Fréttanetið er orðið nánast eitt og stór hluti heimsins upplifir sömu fréttir á sama tíma. Þetta yfirskyggir nálægari og sérstæðari fréttir – það eykur á einsleitnina. Stóraukið kynslóðabil gerir það líka að verk- um að yngra fólk kynnist ekki þeim sem eldri eru, það er aflagt að börn og unglingar fari í sveit og enn mætti áfram telja – en það breytir ekki trú minni á ungu merkin, þau eiga eftir að skapa um margt betri heim.“ Hann segir að nýja platan endur- spegli að einhverju leyti það tónlist- aruppeldi sem hann hlaut sem barn og unglingur. „Þetta er kannski dá- lítið eins og að renna í gegnum Gufuna frá 1956 til 1969. En um leið er ég að búa til tónlist fyrir þá sem hafa gaman af því sem er ekki hreinræktuð skemmtitónlist en vonandi samt ekki leiðinleg heldur. Ég vona að ég sé í við- ræðu við fullorðið fólk á öllum aldri – ég kýs að kalla músíkina bensín fyrir mjúkar vélar.“ Með á plötu Egils er einvala lið tónlistar- manna. Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjóns- synir leika á saxófón og gítar, Matthías Hem- stock er á trommum, Þórður Högnason á bassa, Steef van Oosterhout á ma- rimbu og Esther Talía Casey syngur bakraddir. Platan er öll tekin upp „live“ í Grettisgati, gamla stúd- íói Þursaflokksins og síðar Stuðmanna. Platan er væntanleg í hljómplötuverslanir á næstu dögum. Morgunblaðið/ÞÖK Söngvarinn Egill hefur komið víða við á sínum tónlistarferli. STUTT- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama hefst í dag í Ár- ósum í Danmörku en hátíðin stendur til 27. þessa mánaðar. Á hátíðinni koma saman að venju kvikmynda- gerðarmenn frá Norðurlöndunum og sýna þar sínar nýjustu stutt- og heimildarmyndir. Hátíðin hefur heldur sótt í sig veðrið á undan- förnum árum og þykir nú mikil lyfti- stöng fyrir norður-evrópska kvik- myndagerð. Íslenskir kvikmynda- gerðarmenn riðu ekki feitum hesti frá hátíðinni í fyrra en árið þar á undan hlaut stuttmynd Rúnars Rún- arssonar, Síðasti bærinn, fyrstu verðlaun í flokki stuttmynda og í kjölfarið var Síðasti bærinn til- nefndur til Óskarsverðlauna. Fjögur íslensk verk sýnd á hátíðinni Samkvæmt Landi og sonum, mál- gagni íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar, eru þrjú ís- lensk kvikmyndaverk sýnd á hátíðinni í ár en þar að auki hefur eitt tónlistarmyndband verið valið til sýninga á hliðardagskrá hátíðar- innar. Í flokki heimildamynda er myndin Act Normal í leikstjórn Ólafs Jó- hannessonar sýnd en það er Poppoli Pictures sem framleiðir. Stuttmynd án titils eftir Lars Emil Árnason verður sýnd í flokki stuttmynda en í þeim flokki verður einnig sýnt tónlistarmyndbandið Whatever með hljómsveitinni Leaves í leik- stjórn Gísla Darra Halldórssonar. Tónlistarmyndbandið My Home Isn’t Me verður svo sýnt á sérstakri hliðardagskrá en það myndband er í leikstjórn Elvars Gunnarssonar við lag einyrkjans Þóris („My Summer as a Salvation Soldier“). Þrjár nýjar myndir kynntar Samhliða hátíðinni verður haldin eins konar söluráðstefna þar sem þrjú íslensk framleiðslufyrirtæki kynna verkefni sín. Þar verða frá Ís- landi Ólafur Sveinsson með Draumalandið, Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos með myndina Queen Raquela og Friðrik Guð- mundsson, Steinþór Birgisson og Þorfinnur Guðnason með verkefnið My Friend Bobby. Þá verður í fyrsta skipti í sögu Nordisk Panorama haldið málþing um stuttmyndir sem Gréta Ólafs- dóttir, leikstjóri og kvikmyndagerð- armaður, situr fyrir hönd íslenskra kollega sinna. Kvikmyndir | Nordisk Panorama hefst í dag í Árósum Þrjár íslenskar myndir keppa Verðlaunamynd Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson hreppti fyrstu verðlaun á Nordisk Panorama 2004. Rúnar og Jón Sigurbjörnsson leikari. „STAÐURINN mun heita Domo,“ segir Kor- mákur Geirharðsson veit- ingamaður og lífskúnst- ner og á þar við nýjan veitinga- og tónlistar- klúbb sem þeir félagar Kormákur og Skjöldur hyggjast opna í Þingholts- strætinu þar sem Sport- barinn var áður til húsa. Útskýrir Kormákur nafn- ið á nýja staðnum þannig að það þýði bæði takk á japönsku og svo hús á esperanto en hvort áhersl- an verður á japanska og esperantíska matseld læt- ur veitingamaðurinn hins vegar ósagt. Þeir Kormákur og Skjöldur reka fyrir Ölstofuna á Vega- mótastíg en sá staður hefur verið vin- sæll samkomustaður leikara og tón- listarmanna. Ljóst þykir að þessar stéttir fagni veitingastaðnum nýja í Þingholtsstrætinu, ekki síst vegna tónlistarklúbbsins sem staðsettur verður í kjallaranum. Teskeiðarnar mega ekki gleymast Kormákur segir að nákvæm tíma- setning fyrir opnunina sé ekki ákveð- in því að leyfi staðarins haldist í hend- ur við hótelið sem nú er verið að leggja lokahönd á fyrir ofan staðinn. „En það verður einhvern tímann í næsta mánuði.“ Að sögn Kormáks er eldhúsið eitt eftir en það hafi kallað á meiri og flóknari tækjakost en áður var reiknað með. „Við verðum með mjög metnaðarfullan matseðil og höf- um þegar ráðið stórskotalið í eldhúsið þannig að við gátum hvergi sparað í tækjum og tólum. Klúbburinn niðri er hinsvegar svo gott sem tilbúinn en þar stefnum við á að bjóða upp á lif- andi tónlist, bæði djass og blús en síð- ur hávaða rokk.“ Aðspurður hvort mikið verði lagt í sjálfa opnunina seg- ir Kormákur að svo verði ekki. „Við viljum fara yfirvegað af stað. Það kann ekki góðri lukku að stýra að opna veitingastað með svo miklum látum að teskeiðarnar gleymast.“ Lífskúnstnerar Skjöldur Sigurjónsson og Kor- mákur Geirharðsson á góðri stundu með Stefán Baldursson leikstjóra sín á milli. Kormákur og Skjöldur opna Domo Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.