Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Grein eftir Hannes Hólm-stein Gissurarson prófess-or birtist í ritinu Þjóð-málum í gær og ber
yfirskriftina „Hvers vegna hlaut
Gunnar Gunnarsson ekki Nób-
elsverðlaunin 1955?“.
Kemur þar fram að Gunnar hafi
staðið nær því að fá Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum 1955 en
talið hefur verið. „Það, sem kom að-
allega í veg fyrir að verðlaununum
yrði skipt milli Íslendinganna
tveggja, var andróður virtustu bók-
menntamanna þjóðarinnar, umfram
allt Jóns Helgasonar, en líklega
einnig Sigurðar Nordals, og áhuga-
leysi sumra félaga Sænska lærdóms-
listafélagsins, Akademíunnar, um
verk Gunnars. Þetta sýna gögn, sem
ég kannaði í ágúst 2006 í hinu lokaða
skjalasafni Sænska lærdómslista-
félagsins í Börshuset í Stokkhólmi
(sem ég fékk sérstakt leyfi til að
skoða) og úr handritadeild Stifts-
bókasafnsins í Linköping. Gögnin
staðfesta í öllum meginatriðum frá-
sögn mína í Laxness, þriðja bindi
ævisögu Nóbelsskáldsins íslenska,
styrkja tilgátuna, sem þar var sett
fram um andróður gegn Gunnari, og
bæta við fróðlegum smáatriðum,“
segir m.a. í grein Hannesar.
Þar greinir hann frá bréfum Jóns
Helgasonar og Sigurðar Nordal.
Bréf Jóns til Eliasar Wessén er dag-
sett 14. október 1955 og bréf Sig-
urðar 29. október 1955 eða tveimur
dögum eftir að opinberlega var til-
kynnt um Nóbelsverðlaunahafann,
Halldór Kiljan Laxness.
Hannes segir í grein sinni að ekki
þurfi að leita lengi til að sjá hvaðan
Jón Helgason kunni að hafa frétt um
hugsanlega skiptingu Nóbelsverð-
launanna. „Sigurði Nordal hafði bor-
ist til Kaupmannahafnar bréf frá
Eliasi Wessén, dags. 23. september,
daginn eftir að Nóbelsnefndin hafði
gert tillögu sína um skiptingu verð-
launanna milli Gunnars Gunn-
arssonar og Laxness. Þar sagði
Wessén: Í umræðunum um veitingu
Nóbelsverðlaunanna, sem nú eru að
hefjast, hefur komið fram tillaga um
að skipta verðlaununum milli Gunn-
ars Gunnarssonar og Laxness. Báðir
hafa áður verið tilnefndir, Gunnar
um 1920 og Laxness nokkur síðustu
ár. Í ár eru meiri líkur en oft áður á
því að verðlaunin fari til Íslands. Í
þetta skipti má verja það að skipta
verðlaununum, segja þeir, sem til-
löguna gera, þar sem í henni á að fel-
ast hylling til Íslands. Það væri mér
mjög mikils virði að fá að vita hvern-
ig þú myndir bregðast við slíkri hug-
mynd og hvernig þú myndir halda að
almenningsálitið á Íslandi myndi
bregðast við.“
Höfðu bréfin úrslitaáhrif?
Með kenningu sinni um áhrif and-
róðurs íslenskra áhrifamanna kemst
Hannes Hólmsteinn að annarri nið-
urstöðu en þeirri sem Halldór Guð-
mundsson rithöfundur heldur fram:
„Tillagan um að Halldór Kiljan Lax-
ness og Gunnar Gunnarsson fengju
Nóbelsverðlaunin saman árið 1955
voru komnar út af borði sænsku
Akademíunnar áður en Jón Helga-
son, prófessor í norrænum fræðum,
og Sigurður Nordal, þáverandi
sendiherra Íslands í Danmörku,
skrifuðu bréf sín til Eliasar Wessén,
félaga í sænsku Akademíunni og
réðu frá því,“ segir Halldór.
Með því að skoða gögn um fundi
Akademíunnar frá því í október 1955
kemur í ljós, að sögn Halldórs, að
bréf þessara íslensku áhrifamanna,
sem nú hafa verið birt, hafi ekki haft
nein úrslitaáhrif á val Akademíunn-
ar á sínum tíma þegar Halldór Kilj-
an stóð einn uppi sem Nóbels-
verðlaunahafi í bókmenntum.
Fulltrúi íslenskrar
sagnahefðar
Í grein sinni í Þjóðmálum segir
Hannes einnig: „Þótt bréf Sigurðar
væri ekki skrifað fyrr en eftir hina
opinberu tilkynningu um verðlauna-
veitinguna er það eflaust prýðileg
heimild um skoðanir hans, sem hann
hefur varla legið á við menn mán-
uðina á undan. Þeir Nordal, Jón
Helgason og Peter Hallberg hafa
beint eða óbeint komið sjónarmiðum
sínum á framfæri við aðra félaga í
Lærdómslistafélaginu, hvort sem
fleiri skrifleg gögn eiga eftir að finn-
ast um það eða ekki. Hefur Gunnar
Gunnarsson lítt notið þess að hann
flutti þrumuræðu gegn komm-
únisma á fjölmennum fundi Heim-
dallar haustið 1954 og sætti eftir það
hörðum árásum í Þjóðviljanum.“
Að sögn Halldórs Guðmundssonar
sýna gögn að umræður voru um
þessar tillögur 6. og 13. október og í
seinna skiptið var efnt til óform-
legrar atkvæðagreiðslu. Tillagan um
skiptingu verðlaunanna hlaut þá
engan stuðning.
Þrátt fyrir að hætt hafi verið við
að skipta verðlaununum með Gunn-
ari og Halldóri áður en bréf Jóns er
dagsett, segir Hannes það vera ljóst
að þeir íslensku bókmenntamenn,
sem félagar í Sænska lærdómslista-
félaginu treystu best, hafi lagst gegn
því að deila með þeim verðlaununum
þar eð Gunnar hefði haslað sér völl
sem danskur rithöfundur og gæti
ekki talist fulltrúi hinnar íslensku
sagnahefðar. Þrátt fyrir allt væri
Halldór Kiljan Laxness einn verð-
ugur þess árið 1955 að taka við Nób-
elsverðlaununum sem fulltrúi ís-
lenskra bókmennta.
Getgátur og fullyrðingar
Vitað er að þriggja manna Nób-
elsnefnd, undirnefnd Akademíunn-
ar, gerði tillögu hinn 23. september
1955 um að Gunnar og Halldór
skiptu með sér Nóbelsverðlaun-
unum. Hannes sagði í samtali við
Morgunblaðið að nafn Gunnars hefði
horfið úr umræðunni á tímabilinu
10.–14. október. „Ósannað er með
öllu hvað réð úrslitum. Það eina, sem
ég get fullyrt um, er að Gunnar kom
miklu sterkar til greina en áður hef-
ur verið talið og að Jón og Sigurður
beittu sér gegn því að Gunnar fengi
verðlaunin með Laxness.“
Að sögn Halldórs er bréf Jóns
Helgasonar sannarlega mjög nei-
kvætt út í Gunnar, en virðist ekki
hafa ráðið úrslitum um málslok, þó
ekki sé hægt að útiloka önnur af-
skipti þessara manna.
„Það er fróðlegt að vita að Gunnar
kom alvarlega til álita. Mér finnst
hinsvegar kominn tími til að við
sættum okkur við úrslit Nóbelsverð-
launanna. Miklu nær er að þjóðin
fari að lesa Gunnar Gunnarsson svo
hún geti sjálf farið að mynda sér
skoðun á verkum hans.“
„Gunnar kom miklu sterkar til
greina en áður hefur verið talið“
Skiptar skoðanir eru á
þætti íslenskra áhrifa-
manna í því að Gunnari
Gunnarssyni var ýtt til
hliðar þótt Nóbels-
nefndin hefði lagt til að
hann fengi verðlaunin
árið 1955. Jóhanna
Ingvarsdóttir talaði við
Hannes Hólmstein
Gissurarson og Halldór
Guðmundsson.
Gunnar Gunnarsson Halldór Kiljan Laxness
Hannes Hólm-
steinn Gissurarson
Halldór
Guðmundsson
Í HNOTSKURN
»Einkum andróður virtrabókmenntamanna á Ís-
landi kom í veg fyrir að Nób-
elsverðlaunum yrði skipt milli
Gunnars Gunnarssonar og
Halldórs Laxness, að mati
Hannesar H. Gissurarsonar.
»Halldór Guðmundssonsegir bréf íslenskra áhrifa-
manna gegn Gunnari Gunn-
arssyni ekki hafa haft úr-
slitaáhrif á val akademíunnar
á sínum tíma.
ÞEIR sem veita sér þá ánægju stöku
sinnum að sökkva sér í listir, hvort
heldur er myndlist, bókmenntir eða
tónlist upplifa einstaka sinnum upp-
hafningu, sem er svo sterk að í nokk-
ur augnablik hverfur allt annað.
Listaverkið eitt skiptir máli og veitir
ómælda gleði. Að horfa og skoða, að
hlusta, að lesa og fara með eru tækin
til þess að nálgast þetta ástand, ein-
faldir eiginleikar, sem flestum eru
gefnir og unnt er að þjálfa.
Í raun eru þetta ókeypis gæði,
menning, kynslóð fram af kynslóð og
án menningar væru þjóðirnar ekki til.
Á síðustu áratugum tuttugustu aldar
voru það forréttindi og rík ánægja að
fylgjast með listsköpun nokkurra
snillinga á sviði myndlistar, sem unnu
að list sinni af einlægni og án allrar
málamiðlunar. Magnús Kjartansson
var í þeirra hópi. Síðasta stóra einka-
sýning hans var á Kjarvalsstöðum
1994. Þá stóðu margir listunnendur á
öndinni af hrifningu. Áhrifamesta
framlag Magnúsar til íslenskrar list-
ar, skrifaði gagnrýnandi, sem vekur
miklar væntingar og forvitni um
framhaldið.
Með því að skoða sýningarferil
Magnúsar frá 1972 til 1984, alls 11
sýningar, er ljóst að einangruð smá-
þjóð hefur getið af sér einn snilling í
myndlist til viðbótar við nokkra aðra,
sem sumir hafa hlotið viðurkenningu
meðan aðrir eru ennþá týndir snill-
ingar. Tíminn og ritun íslenskrar
listasögu á eflaust eftir að skipa þeim
á bekk með hinum viðurkenndu. En
Magnús var meira en snjall myndlist-
armaður, hann var íhugull lífs- og
mannvinur og umfram allt skemmti-
legur gleðigjafi. Ein lítil og lágvær
setning frá Magnúsi tók fram tilgerð-
arlegu hjali sjálfskipaðra menning-
arvita.
Í mörg ár unnu hjónin Maggi og
Kogga saman að listsköpun, hún
hnoðaði og mótaði leirinn, hann
skreytti gripina, í raun tveir snill-
ingar saman alveg eins og sitt í hvoru
lagi.
Um leið og ég votta Kolbrúnu og
börnum þeirra samúð mína læt ég
fylgja með þessari kveðju upphafs-
erindi úr ljóði Steins Steinars, Tíminn
og Vatnið.
Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
Minning | Magnús Kjartansson myndlistarmaður
Íhugull lífs- og
mannvinur
Magnús Kjartansson
Eftir Knút Bruun