Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 51 Sjónlistarorðan verður afhent í kvöld kl. 20.10 í beinni útsendingu Sjónvarpsins Nánari upplýsingar um Sjónlist 2006 má nálgast á vefslóðinni www.sjonlist.is Aðalfyrirtækjabakhjarl Verðlaun veita Aðrir samstarfs- og styrktaraðilar Bakhjarl dagskrárgerðar Nýtur stuðningsSjónlist er samstarfsverkefni Listaháskóli Íslands Hönnunarvettvangur CIA.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Margt kemur upp í hugannvið hið óvænta brotthvarfmálarans Magnúsar Kjartanssonar úr þessari jarðvist, af mörgum vænum hliðum að taka en nærtækast að hefja skrifin á upphafsreit kynna okkar. Í þann mund er kennsla var að hefjast í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands haustið 1969 sá Hörður Ágústsson þáverandi skóla- stjóri tilefni til að taka mig tali eins- lega. Sagði hvorutveggja upprifinn sem alvarlegur, að nú fengi ég erf- iðan nemanda en mikið listamanns- efni að fást við. Taldi einhver tor- merki á því að ég eða nokkur annar kennaranna réði við verkefnið, sagði viðkomandi einrænan, léti ekki segja sér fyrir verkum og því mætti við ýmsu búast. Þessar lítt uppörvandi fréttir voru það fyrsta sem ég fékk að vita af persónu Magnúsar Kjartanssonar, sagði þó strax að til þessa hafi ekki komið fram óstýrilátur nemandi í forn- ámsdeild sem ekki hafi verið mögu- legt að koma til jarðar og ég væri alls óhræddur. Hörður glotti, brosti kankvíslega út í annað munnvikið líkt og hann teldi þetta oflæti í mér, en ég gekk rakleiðis inn í stofu og uppgötvaði fljótlega að Magnús hafði hreiðrað um sig yst í norð- urhorninu. Og alveg rétt, hér var kominn sérstæður ungur glókollur, nýútskrifaður stúdent, grannur, mjósleginn og virtist forn í háttum. Fljótlega varð ég var við að hann mætti alltaf með snjáða skólatösku sem hann skorðaði við aðra hvora hlið sér og seildist reglulega í. Ekki ónýtt að upplýsa unga fólkið í dag um, að í töskunni var rammíslensk fæða, náttúrulegir og styrkjandi sterar eins og harðfiskur, hangiket, rúg- og flatbrauð, súr hvalur og jafnvel hákarl, ásamt vökva til að blandast kræsingunum og láta þær renna ljúflegar niður. Kannski áhrif frá dularfullum matarvenjum Kjarvals sem Magnús hlýtur að hafa þekkt allvel, meður því að Guðbrandur í ríkinu, einn helsti aðdáandi málarans, var afi hans, og sá var alltaf hátt hátt uppi í skýj- unum en af öllu öðru en áfengi. Magnús mun í æsku hafa verið past- urslítill, einrænn og feiminn og kann það að hafa verið ástæða þess að hann var útbúinn slíku kjarna- fæði að heiman. Úr honum teygðist rækilega er fram í sótti en ekkert yrði vöðvabúntið frekar en meist- arinn, trúlega vegna þess að báðum hugnaðist meir að þjálfa kraftbirt- ing anda en efnis.    Satt að segja var þetta meðtöskuna ekki alveg í takt við skráðar og óskráðar reglur skól- ans, en á stundum er til blessunar að kennarinn loki öðru auganu, og sjaldan mun það hafa borið meiri ávöxt í ljósi framvindunnar sem varð nokkuð önnur en skólameist- arinn óttaðist. Hér nefnilega kom- inn einn áhuga- og dugmesti nem- andi sem á fjörur skólans hafði rekið, að auki sannkölluð vítam- ínasprauta á vinnuandann í bekkn- um. Hinn feimni og einangraði ung- lingur var að vinna sig upp úr kreppu og félagslegri einangrun í gegnum myndlistina, og má þar vera fundin ástæða fyrir metn- aðinum og framkvæmdaákafanum í skólanum. Litið til baka situr minningin um þetta fast skorðuð í huga mér og er með því ánægjulegasta sem ég minnist á öllum kennsluferli mín- um, til viðbótar var drjúgu úrvals- liði skilað til næsta árs, þarnæst framhalsdeilda og loks út í þjóðfé- lagið eftir útskrift. Magnús sótti og fleira til fornámsins en trausta grunnmenntun því samtíða honum var bráðmyndarlegt fljóð, Kolbrún Björgólfsdóttir (Kogga), sem hann hafði allgott útsýni til á ská yfir endilanga stofuna. Róðanlímið og músan í lífi hans í heil 36 ár þegar hann fyrir grimman sjúkdóm sem engu eirði var kallaður til feðra sinna. Þetta var á gullaldarárum skól- ans þegar enn var gaman að vera innan dyra í Skipholti 1, allir þekktu alla, og skólinn á góðri leið með að komast á akademískt há- skólastig í sjónlistum. Mikill sam- gangur milli kennara og nemenda, engin fast mörkuð landamæri, og samt var aginn og vinnuandinn einn sá besti sem þekktist í skólakerfinu og sagður mun betri en í hlið- stæðum skólum erlendis. Við litum varla á okkur sem kennara sam- kvæmt niðursoðinni löggildingu starfsheitisins, öllu frekar nokkurs konar leiðbeinendur sem miðluðu mikilvægum hlutum til sjálfsþekk- ingar, ásamt eldsneyti til frekari átaka í fyllingu tímans þegar skóla- dyr féllu aftur. List er fljótandi en ekki flokkandi hugtak eins og menn hafa til skamms tíma skilgreint fyr- irbrigðið.    Við Magnús náðum fljótlega sam-an og urðum er fram liðu stundir góðir vinir og gekk aldrei sundur þótt samvistir strjáluðust með árunum. Löngu seinna kom hann að skólanum sem kennari og þar drjúgur liðsmaður, en honum þótti kennslan taka of mikið frá sér svo hann hætti, sem var vitræn og hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Hannesi Sigurðssyni, forstöðu- manni Listasafns Akureyrar, mælt- ist vel á dögunum þá hann sagði Magnús eftirminnilegan lærimeist- ara og fortakslaust aristókratann í hópi yngri kennara: „Magnús fyllti mann kannski ekki neinum eldmóð svipað og félagar hans Sigurður Örlygsson og Árni Jóhannsson, hins vegar andaði hann frá sér vissri höfgi (með smá bóhemískri tauga- veiklun og samblandi af angurværð og depurð), nærveran sveimlynd og dálítið brothætt.“    Magnús hélt til Kaupmanna-hafnar til framhaldsnáms við Konunglegu listakademíuna 1972. Richard Mortensen, einn nafnkunn- asti fulltrúi strangflatalistarinnar í Evrópu, var þar lærimeistari hans í þrjú ár. Þegar ég átti leið til Hafnar á þessum árum heimsótti ég hann jafnaðarlega á akademíuna og átti við hann fróðlegar samræður. Mað- urinn sem fyrr sér á báti og ekkert tiltakanlega að þóknast hinum heimsfræga prófessor, hélt sínu striki þótt fyrir vikið fengi hann á köflum minni athygli meistarans en aðrir nemendur. Mortensen virtist nefnilega vilja sjá sem flestar smá- útgáfur af sjálfum sér, sem aftur á móti var höfuðverkur Matisse löngu áður og gerði að verkum að hann hætti með einkaskóla sinn í París. Og Deyrolle, annar prófess- orinn minn í München, var og ekki par hrifinn ef nemendur tóku upp á því að fara í smiðju hans og þannig gat ég ekki annað en hvatt Magnús til að standa fast á sínu, gefa ekki eftir. Við Magnús og Kogga lifðum margar góðar stundir í Höfn, fórum á söfn og sýningar, veitingastaði og krár, af og til var Tryggvi Ólafsson með í för, ásamt því að leikurinn barst stundum til hans og var þá sem oftar kátt í ranni karls. Magnús og Kogga höfðu komið sér vel fyrir á Laugarnesinu og upp risin hin myndarlegasta vinnustofa við hlið gömlu húsasamstæðunnar. Mikil prýði í umhverfinu, en því miður hefur það tekið alltof mörg ár og byggingin ekki enn komin í gagnið. Hér hugsjónafólk á ferð sem lifði fyrir list sína og var ekki með neinar málamiðlanir til hags fljótteknum ávinningi.    Magnús stóð á hátindi listarsinnar er hann missti trúna á núlistir og hætti með öllu að fást við hin viðameiri verk, hins vegar vann hann í smámyndum í vatnslit og að- stoðaði Koggu á verkstæði hennar, skreytti leirlistaverk með sínum lipru og þjálfuðu fingrum. Einnig kom til að hann var langþreyttur á óheilindunum í íslenskri myndlist- arpólitík og ómyrkur í máli þar um. Í stað þess að takast á við hin stærri viðfagsefni hóf hann nú að rækta blóm og hlúa að þeim í garðinum heima og í þeim athöfnum og snert- ingu við lífæðar gróðurmold- arinnar uppgötvaði hann nýjar víddir. Fann svo lífi sínu enn meiri tilgang er hann heimsótti vin sinn í Mexíkó sem ók honum vítt og breitt um landið, milli safna, hofa og hörga, upptendraðist og ljómaði er hann sagði frá þeim lifunum sínum, og ekki langt síðan hann fór aðra ferð og tók nú Koggu sína með sér. Ekki ólíklegt að ferðirnar hefðu getað orðið honum hvati til að bretta upp ermarnar til átaka og landvinninga í stórum og svipmikl- um dúkum. En hér ber ekki að vera með neinar ágiskanir, heldur halda sig við jörðina, skal þá helst virða að verðleikum og þakka svipmikið dagsverk sem var meira að vöxtum en margan grunar. Myndverkin jafnframt með því ágætasta sem gert var á landi hér um daga lista- mannsins. Í minningu Magnúsar Kjartanssonar Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Eftir Magnús Lágmynd í blandaðri tækni. bragi_asgeirsson@msn.com AF LISTUM Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell Listamaðurinn Magnús Kjartansson við eitt verka sinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.