Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Gamanleikurinn MeinKampf, sem Borgarleik-húsið frumsýnir annaðkvöld, fjallar um sambýli gyðingsins Slómó og Adolfs Hit- lers er hann kemur úr sveitinni frá fæðingarbæ sínum Braunau am Inn til Vínarborgar. Listin á hug hans allan. Hann hyggst gera til- raun til að komast inn í Listaaka- demíuna í þeim tilgangi að gerast listmálari, en hann fær afdrátt- arlausa synjun skólayfirvalda. Mein Kampf verður til Synjunin veldur Hitler miklu hugarangri. Í einstæðingsskap sín- um og peningaleysi ratar hann inn á gistiheimili fyrir húsnæðislausa og hittir þar fyrir tvo gyðinga, sem taka hann að sér, ganga honum að heita má í móður stað, kenna hon- um grundvallaratriði í mannasiðum og hjálpa honum við að finna hina réttu braut í lífinu. Gyðingurinn Slómó er að skrifa bók og vantar titil á bókina. Eftir miklar vanga- veltur verður þrautalendingin Mein Kampf eða Baráttan mín sem er sá titill, sem Hitler kaus að kalla Biblíuna sína. Gyðingarnir tveir átta sig hins vegar ekki á hrikalegri tortíming- aráráttu Hitlers fyrr en alltof seint. Æfingaferlið hefur staðið yfir í mánuð og verið ævintýri líkast, að sögn Hafliða Arngrímssonar leik- stjóra. Sex leikarar taka þátt í sýningunni. Sjöundi leikarinn, ef leikara skyldi kalla, birtist svo áhorfendum þegar þar að kemur, segir leikstjórinn leyndardóms- fullur á svip og neitar alfarið að láta neitt meira uppi. Stórmerkilegur leikhúsmaður Höfundur verksins George Ta- bori á langan feril sem leikskáld, skáld, handritshöfundur, leikstjóri, leikhússtjóri og leikari. Hann er 92 ára ungverskur gyðingur og er einn af merkustu höfundum sem leikhúsið á í dag, að sögn Hafliða. Eftir Tabori liggja tugir verka og hefur hann hlotið flestöll leiklist- arverðlaun, sem nöfnum tjáir að nefna. Hann er elsti starfandi leik- húsmaður í heimi um þessar mundir, en hann er nú búsettur í Berlín. Sófókles hætti leikhússtarfi er hann var áttræður. Hann er breskur ríkisborgari og bjó í Bretlandi um skeið eftir að hafa flúið frá Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. „Berlín er ekki nógu stór fyrir okkur báða,“ sagði hann eitt sinn og átti þá við sjálfan sig og Hitler. Hann vann um árabil sem blaðamaður í Lond- on, starfaði sem stríðsfréttaritari BBC í Istanbúl og víðar, en fyrsta skáldsagan hans, Beneath the Stone kom út árið 1941. Árið 1945 var honum boðin vinna í Hollywood við að skrifa kvikmyndahandrit, m.a. fyrir Alf- red Hitchcock. Þar kynntist hann Bertolt Brecht, sem kveikti ævi- langa ástríðu Taboris á leikhúsinu sem olli skilnaði hans og leikkon- unnar frægu Vivecu Lindfors. Kímnigáfan er bjarghringur Upphaflega skrifaði Tabori verk- ið Mein Kampf sem skáldsögu, en leikritið var frumsýnt í hans leik- stjórn í Vínarborg árið 1987. „Það er heilmikill sannleikur í verkinu og sjálfur kallar höfundurinn það guðfræðilegan farsa. Það er vel hægt að horfa á helförina í spé- spegli. Það vill svo til að höfund- urinn er sjálfur gyðingur og missti ættmenni, m.a. móður sína, í út- rýmingarbúðunum í Auschwitz. Leikritið er meðal annars um kímnigáfu, en höfundurinn segir að í öllum bröndurum sé falin lítils háttar helför. Þegar menn hafa lent í hremmingum, hvort sem það er í einkalífinu eða á æfingum í leikhúsinu, þá segja þeir gjarnan frá síðar í brandarastíl, þ.e.a.s. ef þeir hafa komist lífs af. Kímnigáf- an er því nokkurs konar bjarg- hringur, ekki þó til að forðast raunveruleikann heldur til að kom- ast í gegnum hann. Leikritið fjallar einnig um ástina í ýmsum myndum, himneska ást, jarðneska ást, erótíska ást og kynlífslega ást. Ef maður tekur ritninguna alvar- lega, sem fólk ætti að gera í ríkari mæli, hvort sem litið er til biblíu gyðinga eða kristinna manna á manni að þykja jafnvænt um óvin sinn og sjálfan sig og það er ein- mitt mottó gyðinganna í þessu leikriti. Ef menn tækju þá sér til fyrirmyndar hefði verið hægt að koma í veg fyrir ýmsar hremm- ingar mannkynssögunnar,“ segir Hafliði. Helförin í spéspegli Morgunblaðið/Árni Sæberg Titilhlutverkið Bergur Þór Ingólfsson fer með hlutverk Hitlers í gam- anleiknum Mein Kampf sem frumsýndur er á morgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamanleikur Mein Kampf segir frá ungum Adolf Hitler sem gerir tilraun til að komast inn í Listaakademíuna í Vínarborg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinátta Gyðingurinn Slómó vingast við Hitler. Þór Tulinius og Bergur Þór í hlutverkum sínum sem vinirnir tveir. Eftir: George Tabori. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Hafliði Arngrímsson. Leikmynd/búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helga- son. Sýningastjórn: Chris Astridge. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Þór Tulinius, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Marta Nordal. Mein Kampf Borgarleikhúsið frumsýnir annað kvöld gamanleikinn Mein Kampf eftir George Tabori í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. Höfundurinn hefur kosið að kalla verk sitt guðfræðilegan farsa, en það fjallar ekki síst um kímnigáfuna og ástina í ýmsum myndum. Hvað segirðu gott? Bara fínt! Hvernig sérðu ár (tímaeininguna) fyrir þér? (Spurt af síð- asta aðalsmanni, Ólöfu Arnalds.) Sem sívalning. Kanntu þjóðsönginn? Ég er svolítið ryðgaður þar. En yfirleitt þegar ég heyri hann get ég sungið með. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég var síðast með eiginkonu minni á eyjunni Santorini í gríska eyjahafinu. Algjör paradís. Uppáhaldsmaturinn? Ég er svo mikill matarkarl að ég gæti ómögulega gert upp á milli, mér finnst flest gott. Bragðbesti skyndibitinn? Búlluborgari. Besti barinn? Getur bar verið bestur? Hvaða bók lastu síðast? Ég er oft með margar bækur í gangi í einu, síðast kláraði ég Draumalandið og bókina The Declaration of Independ- ent Filmmaking eftir Polish-tvíburana. Mjög áhugaverðar báðar tvær. Hvaða leikrit sástu síðast? Afganga í Austurbæ eftir Agnar Jón Egilsson þar sem Elma Lísa, eiginkona mín, og Stefán Hallur fara á kostum. En kvikmynd? Ég horfi á kvikmyndir nánast á hverjum einasta degi. Síð- ast sá ég Volver eftir Almodóvar og hafði gaman af. Hann er snillingur í að vinna með karaktera og hikar aldrei við að hafa þá ýkta. Svo hlakka ég mikið til að sjá Börn. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er með svo mikið af allskonar tónlist í tölvunni minni að ég hef varla hlustað á heila plötu í langan tíma. Ætli sú síð- asta hafi ekki verið tónleikaplata með Nick Cave sem ég á, svona til að hita mig upp fyrir tónleikana. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Rás 2. Besti sjónvarpsþátturinn? The Simpsons og Family Guy. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei takk, mér líður betur fyrir aftan myndavélina. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Ef spurt er um mig, þá venjulegar. Helstu kostir þínir? Jákvæður, hress og brjálæðislega „sexý“! En gallar? Móðgunargjarn og stundum of jákvæður. Besta líkamsræktin? Að lyfta með Gústa og vinum mínum í Matur & massi. Hvaða ilmvatn notarðu? Pi frá Givenchy. Ertu með bloggsíðu? Nei. Pantar þú þér vörur á netinu? Já, flugmiða og hótel. Flugvöllinn burt? Þetta er stór spurning, Já, ef svæðið fær að safna gróðri og búinn verður til stór garður líkt og Tiergarden í Berlín. Svo geta komandi kynslóðir ákveðið hvað verður um land- ið. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ertu ástfanginn? Íslenskur aðall | Reynir Lyngdal Jákvæður og hress matarkarl Morgunblaðið/Ásdís Leikstjóri Reyni langar að vita hvort næsti aðalsmaður sé ástfanginn. Aðalsmaður vikunnar hefur tekið að sér það vandasama verk að leikstýra áramótaskaupi Sjónvarpsins í ár. Hann heitir Reynir Lyngdal og honum líður best fyrir aftan myndavélina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.