Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
öll afþreyingin, bíó og tónleikar, að
ekki sé talað um skemmtanir og
útihátíðir.“
Þjónar en ekki uppalendur
Eyjólfur segir að fyrir vikið séu
foreldrar oft og tíðum frekar í hlut-
verki þjónsins en uppalandans. „For-
eldrar halda að þeir eigi að vera eins
og útspýtt hundskinn. Þeir eru fyrst
og fremst í hlutverki bílstjóra sem
skutlar og sækir barnið á víxl. Er það
ekki orðið eitthvað öfugsnúið þegar
foreldrar eru sífellt í þjónustu-
hlutverki fyrir félagasamtök og stofn-
anir? Þetta er að verða eins og hjá
enskri hirð í gamla daga. Börnin búa
á efri hæðinni en foreldrarnir á þeirri
neðri.“
Það er ekkert nýtt að Íslendingar
hafi í mörg horn að líta en Eyjólfur
segir að fyrr á tíð hafi eigi að síður
gefist tími til að tala saman eftir
kvöldfréttir eða yfir sunnudagssteik-
inni. „Ég efast um að það gerist leng-
ur. Núorðið eru allir heimilismenn
með sér sjónvarp. Og sunnudags-
steikin? Veit ungt fólk um hvað ég er
að tala?“
Eyjólfur óttast að alltof margar
fjölskyldur hafi ekki tíma til að njóta
samvista og kunni það hreinlega ekki
lengur. Hver sitji í sínu horni og sinni
sínum hugðarefnum. „Maður er ekki
lengur manns gaman.“
Óþolinmæði er annar ókostur okk-
ar tíma, að mati Eyjólfs. „Gulrótin
verður alltaf að koma strax. Þetta
læra börnin af fullorðna fólkinu. Það
er engin biðlund. Menn virðast búnir
að gleyma því að enginn verður óbar-
inn biskup. Að hafa þarf fyrir hlut-
unum.“
Áhrif fjölmiðla og jafnaldra
Af minnkandi samskiptum foreldra
og barna leiðir að áhrifavöldum barna
hefur fjölgað á síðustu árum. Að áliti
Ingibjargar Rafnar eru hinir nýju
áhrifavaldar ekki síður mikilvægir.
„Ef við lítum þrjátíu ár aftur í tímann
eru foreldrarnir í fyrsta sæti, svo
koma skólarnir og jafnvel afi og
amma. Nú hefur þetta breyst á þann
veg að jafnaldrar hafa meira vægi og
ekki síður fjölmiðlar. Börn búa fyrir
vikið við allskonar áreiti sem for-
eldrar hafa oft og tíðum lítið vald yfir.
Það er atriði sem við getum skoðað og
að einhverju marki tekið á.“
Ingibjörg segir brýnt að fjölmiðlar
geri sér grein fyrir vaxandi áhrifum
sínum á börn og ungmenni. „Það er
svo merkilegt að fjölmiðlar eru alveg
ógurlega viðkvæmir fyrir því að vera
nefndir í þessu sambandi. En þeir
verða að þola gagnrýni eins og aðrir.
Tökum bara áhrifamesta miðilinn
þegar börn eiga í hlut, sjónvarpið.
Það tekur að mínu mati ekki nægilegt
tillit til ungra barna. Það er að ein-
hverju leyti því að kenna að útvarps-
löggjöfin gæti verið strangari. Ég hef
bent á það að sú grein í útvarpslög-
unum sem snýr að vernd barna, 14.
greinin, er ekki eins ákveðin og hald-
góð ég vildi sjá. Þegar lögin voru end-
urskoðuð árið 2000 voru þau löguð
betur að tilskipun Evrópusambands-
ins en ég hefði viljað sjá menn taka þá
tilskipun upp orðrétt eins og Norð-
menn hafa gert.“
Ekki gróft og
ljótt efni á daginn
Ingibjörgu þykir sjónvarpið geta
sýnt ungum börnum þá tillitssemi að
vera ekki með gróft og ljótt efni á
dagskrá fyrr en eftir ákveðinn tíma á
kvöldin. Telur hún heppilegt að miða
við klukkan níu í því sambandi, líkt og
í Bretlandi. „Mér finnst sjálfri að
þetta hljóti að vera auðvelt í fram-
kvæmd og engin fórn fyrir fjölmiðla.
Í fréttum getur auðvitað verið ljótt
efni en foreldrar vita það fyrirfram og
geta fylgst með og verndað börnin.
En foreldrar eiga ekki að þurfa að
vera á vaktinni öllum stundum og fyr-
ir klukkan níu á kvöldin á að vera
óhætt að hafa opið fyrir sjónvarp án
þess að börnin skaðist.“
Ingibjörg nefnir dagskrárkynn-
ingar sérstaklega. „Þar birtast ljótar
senur á ýmsum tímum úr myndum
sem á að sýna að kvöldlagi. Eins aug-
lýsingar frá kvikmyndahúsum. Fyrir
þessu eru börnin algjörlega ber-
skjölduð. Umboðsmaður barna hefur
margoft bent á þetta. Svo er líka ver-
ið að sýna efni á miðjum degi sem
klárlega er ekki við hæfi barna. Þá
eru börnin kannski ein heima. Þó
þetta sé e.t.v. á stöðvum sem for-
eldrar eiga að geta bannað börnum að
horfa á er málið ekki alltaf svo ein-
falt.“
Ingibjörg vill sjá á þessu tekið.
„Börn eiga að fá að vera börn og það
er engin ástæða til að hræða þau með
þessum hætti. Ég er ekki sérfræð-
ingur í þroskasálfræði en er sann-
færð um að við þetta skapast hjá
þeim kvíði og andleg vanlíðan sem
getur heft þroska barna.“
Andleg vanlíðan er sífellt að verða
mönnum betur ljós í hinum vestræna
heimi, bæði vegna betri greiningar og
aukinnar umræðu, og margir halda
því fram að hún fari vaxandi. Ekki
síður hjá börnum en fullorðnum. „Það
að þetta á einkum við í hinum efnuðu
vestrænu samfélögum segir sína
sögu,“ segir Ingibjörg.
Hinn áhrifavaldurinn sem Ingi-
björg nefnir eru jafnaldrarnir. „Hluti
af skýringunni á því hvers vegna
áhrif vina og félaga eru meiri í dag er
vafalaust sú að foreldrar eru ekki eins
mikið heima og áður. Ég var alin upp
við það að móðir mín var heima og
sömu sögu má segja um marga á
mínu reki. Þetta er mun sjaldgæfara í
dag.
Ég vil alls ekki koma upp sam-
viskubiti hjá ungu fólki. Þetta er nú-
tíminn og ég tók sjálf þátt í því að
móta hann, með því að mennta mig og
fara út á vinnumarkaðinn, eins og ég
vildi. Það breytir því þó ekki að áhrif
okkar foreldranna eru minni en áður.
Áhrif jafnaldranna aukast eftir því
sem barnið verður eldra en þessara
áhrifa er farið að gæta í sífellt yngri
aldursflokkum.“
Heimilið og heimurinn
Að dómi Eyjólfs er gríðarlega mik-
ilvægt fyrir börn að læra að vinna og
hegða sér í hóp. „Það er engin til-
viljun að Forn-Grikkir kenndu alltaf í
hópum. Ef menn ætla að virka í sam-
félaginu verða þeir að kunna að vinna
saman í hóp. Við erum allsstaðar í
hópum, á heimilinu, í skólanum, úti í
samfélaginu. Í minni æsku lærði mað-
ur líka hóphegðun í sveit og vinnu.“
Eitt af grundvallaratriðum hóp-
samvinnu er að hjálpa næsta manni.
Eyjólfur er þeirrar skoðunar að
þessu sé víða ábótavant á heimilum.
Og áhrifin eru keðjuverkandi. „Ef
börn læra ekki að hjálpa til á heim-
ilinu og í skólanum eru þau ekki líkleg
til að veita öðrum aðstoð þegar út í
þjóðfélagið er komið. Félagslegri
hæfni er ábótavant. Það kemur út á
eitt, heimilið og heimurinn.“
Með þessu er Eyjólfur ekki að
segja að óæskilegt sé að hleypa börn-
um út fyrir hópinn. Þvert á móti sé
nauðsynlegt að gera það líka. „Auð-
vitað verða börn að fá svigrúm til að
komast út fyrir hópinn svo hæfileikar
þeirra geti blómstrað. En hópeflið má
ekki sitja á hakanum.“
Hann segir fullorðna gera alltof
mikið af því að leika við börn og
stjórna þeim. Fylgjast þurfi með
börnum og leiðbeina þeim – en ekki
stjórna.
Of miklir peningar í íþróttum
Eyjólfur var sjálfur mikill íþrótta-
maður á yngri árum og segir það eng-
um vafa undirorpið að íþróttir geti
verið ákjósanlegt tæki til hópeflingar.
Þá agi þær börn og þroski ef rétt er
haldið á málum. „Hér áður var yf-
irleitt ekki greitt fyrir íþróttaþjálfun.
Menn tóku slíkt að sér af áhuga. Það
hefur breyst. Í dag myndi ekki
hvarfla að nokkrum manni að taka að
sér þjálfun án þess að þiggja laun fyr-
ir. Auðvitað er best að skóli og
íþróttafélög vinni saman og að starf-
inu sé stjórnað af menntuðum kenn-
urum sem jafnframt eru góðir leið-
togar.“
Eyjólfur hefur efasemdir um að
íþróttahreyfingin sé á réttri leið. „Það
eru alltof miklir peningar komnir í
spilið. Félögin eru mörg hver orðin að
fyrirtækjum, þar sem hálfatvinnu-
mennska er stunduð, og æfingagjöld
sem innheimt eru vegna barna- og
unglingastarfs fara örugglega að
verulegu leyti í rekstur meist-
araflokkanna. Það jafnast fátt á við
íþróttaiðkun – en það er lykilatriði að
rétt sé að málum staðið.“
Aukið agaleysi hjá
ungmennum
Mikið hefur verið rætt og ritað um
aukið agaleysi í samfélaginu hin síð-
ari misseri, ekki síst meðal barna.
Ingibjörg segir þá umræðu ekki til-
efnislausa. „Ég hugsa að það sé alveg
rétt að aukið agaleysi birtist í fram-
göngu barna og unglinga. Ég held
hins vegar að það tengist þeim ekki
sérstaklega. Agaleysi hefur aukist í
öllu samfélaginu og jafnvel í stjórn-
kerfinu sjálfu. Það er eitthvað sem við
Íslendingar þurfum að fara að skoða
og bæta úr. Það er svo aftur stóra
spurningin, hvar á að byrja?“
Ingibjörg hefur tilfinningu fyrir því
að agaleysi á Íslandi hafi smám sam-
an verið að magnast á mörgum und-
anförnum árum. „Það skýrist að hluta
til af því hvað einstaklingshyggjan er
rík hjá okkur. Svo er það einkennandi
fyrir okkur Íslendinga að við höfum
alltaf rétt fyrir okkur, hver um sig, og
eigum alltaf réttinn. Ég held t.d. að
fáar þjóðir fari jafn oft fyrir dómstóla
með sín mál.“
Ingibjörg segir óhollt fyrir ung-
menni að alast upp við agaleysi. „Mál-
tækið „erfitt er að kenna gömlum
hundi að sitja“ er sígilt og það er mín
skoðun að brýnt sé að kenna börnum
strax umgengnisreglur sem duga
best þegar út í lífið er komið. Reglu-
verkið er ekki til fyrir sjálft sig heldur
hefur það tilgang. Hann er sá að setja
okkur reglur um mannleg samskipti
til að gera þau auðveldari, öruggari
og árangursríkari og tryggja jafn-
ræði. Við eigum að ala börnin okkar
upp í kærleiksríkum aga. Það kemur
þeim best í lífinu.“
Virðingarleysi gagnvart
lagabókstafnum
Ingibjörg óttast að ákveðið virðing-
arleysi sé komið upp gagnvart laga-
bókstafnum. Það hafi sýnt sig víðar
en á Íslandi. „Þetta er mjög áberandi
í umferðinni. Þannig fækkar þeim
stöðugt sem gefa stefnuljós. Það er
eins og engum komi við hvert maður
er að fara.
Ég veit það sjálf og það er nóg.
Þetta er hugsunarhátturinn. Reglur
um stefnuljós eru hins vegar gefnar
út til að auka öryggi í umferðinni. Það
vill gleymast.“
Hvað varðar börn og unglinga seg-
ir Ingibjörg ákveðin tæki vera til
staðar, skóla og leikskóla, sem auð-
veldi mönnum að taka á þessu aga-
leysi. „Það á að vera tiltölulega auð-
velt að taka á þessu á þeim vettvangi í
samstarfi við foreldra.
Við þurfum m.a. að huga að því í
þessu, eins og öðrum mannlegum
samskiptum, að skilgreina betur
ábyrgð og hlutverk aðila. Það er eitt
af því sem okkur Íslendingum er ekk-
ert sérlega tamt. Sumum finnst það
bara formalismi og argasti óþarfi.“
Foreldrar telja mjög erfitt aðsamræma atvinnu og fjöl-skyldulíf og eru í stöðugu
kapphlaupi við tímann. Þetta kem-
ur fram í rannsókn sem Guðrún
Hannesdóttir uppeldisfræðingur
gerði fyrir fáeinum misserum. Um
er að ræða eigindlega rannsókn-
araðferð og byggist rannsóknin á
viðtölum við konur og karla sem
störfuðu hjá fyrirtækjum sem öll
höfðu tekið þátt í verkefninu Hið
gullna jafnvægi. Um er að ræða há-
skólamenntaða foreldra og áttu all-
ir börn á grunnskólaaldri.
Niðurstöður úr rannsókninni
benda almennt til að foreldrar hafi
ekki samviskubit gagnvart börnum
sínum þó þeir telji að sam-
verustundirnar séu ekki margar.
En til þess að losna við sam-
viskubitið virðast foreldrar hafa til-
hneigingu til að sannfæra sjálfa sig
um hversu gott það sé fyrir börnin
að foreldrar þeirra séu útivinnandi.
Fram kom að foreldrar sem rætt
var við vildu ekki minnka við sig
vinnu til að geta verið meira heima.
Bent var á að á daginn séu flestöll
börn í leikskóla og því engir leikfélagar í nágrenni
heimilisins. Guðrún segir að eflaust eigi slíkt sjón-
arhorn þátt í að auðvelda foreldrum að sinna vinnu
sinni án samviskubits.
Bera sig saman við aðra foreldra
Foreldrar í rannsókninni bera sig saman við aðra
foreldra í þjóðfélaginu. Sú hugmynd að aðrir for-
eldrar séu einnig í tímaklemmu og sinni því börnum
sínum e.t.v. ekki mjög mikið virðist friða samvisku
þeirra. Foreldrarnir voru einnig sannfærðir um að
þeir væru ekkert betri foreldrar ef þeir væru heima
hjá börnum sínum. Þannig túlka þeir líðan barna
sinna með jákvæðum hætti og halda til vinnu án telj-
andi samviskubits.
Foreldrar í rannsókninni sögðu ekki með beinum
hætti að vinnan hefði forgang en þarfir á vinnustað
og viðvera þar virtist þó hafa forgang fram yfir heim-
ilið svo framarlega sem hægt var að fá einhvern aðila
til að sjá um börnin. „Þarna er um ríka og eðlilega
ábyrgðartilfinningu að ræða gagnvart fjölskyldunni.
Hér má merkja mikla samviskusemi foreldra gagn-
vart vinnustað sínum sem er skiljanlegt í ljósi auk-
innar samkeppni á vinnumarkaði sem og mikilvægi
starfsöryggis,“ segir Guðrún.
Þrátt fyrir vinnusemina benda
niðurstöður til þess að fyrirtæki
ætlist ekki til þess að fólk sé að
vinna yfirvinnu. Viðverukúltúrinn
svonefndi er ekki lengur í hávegum
hafður. En þrátt fyrir liðna tíð við-
verukúltúrsins þá er krafan um ár-
angursríkt starf og það að standa
sig í starfi í síharðandi samkeppn-
isumhverfi ávallt til staðar. „Ekki
er ólíklegt að þar sem framlag
hvers og eins er metið meira en áð-
ur aukist álagið að sama skapi og
það getur ýtt undir lengri vinnu-
dag; bæði á vinnustaðnum og heima
við. Einstaklingssamningar virðast
orðnir mun algengari en áður þar
sem hver og einn semur fyrir sig
og það getur leitt af sér aukna inn-
byrðis samkeppni milli starfs-
félaga,“ segir Guðrún.
Vilja losna við
hefðbundnar þarfir
Foreldrarnir í rannsókninni virð-
ast aðallega meta þarfir barna
sinna almennt út frá þeirra lík-
amlegu þörfum, s.s. næringu, en
ekki félagsþörf eða fjölda samverustunda með börn-
unum. Matur og matarinnkaup teljast til neikvæðs
áreitis og því telja foreldrar gott ef hægt væri að
sleppa oftar við slíkar athafnir. „Nú hefur heilsdags-
skóli orðið að veruleika víðast hvar og nú beinist at-
hyglin að þörfum barnsins þar. Heitur matur í hádeg-
inu og tómstundir inn í skólana er það sem foreldrar
telja að geti minnkað álagið á þeim. Foreldrar hér
vilja helst losna við það að þurfa að mæta hefð-
bundnum þörfum barna sinna þá daga sem skólinn er,
því einungis þannig takist þeim að samræma vinnu og
heimili,“ segir Guðrún.
Stjórnendur í fyrirtækjum, sem rætt var við,
skynja vissulega mikið álag á starfsfólki í dag. Þeir
telja þó ekki að álagið sé tilkomið vegna barna, því al-
mennt séu dagvistarmál í góðum farvegi. Svo virðist
sem álagið sé fremur til komið vegna tímapressunnar
í nútímaþjóðfélagi. Allt á að gerast sem fyrst og sem
hraðast. Innbyrðis samkeppni á vinnustað og krafan
um að standa sig kemur þar eflaust einnig til. „Miklar
skipulagsbreytingar innan fyrirtækja eru afar álags-
valdandi því sú hætta er fyrir hendi að til uppsagna
komi. Því er þarna um ákveðinn álagsþátt að ræða
sem ekki er auðvelt að takast á við,“ segir Guðrún.
Foreldrar ekki með samviskubit
Morgunblaðið/ÞÖK
Tímaklemma „Sú hugmynd að aðr-
ir foreldrar séu einnig í tíma-
klemmu og sinni því börnum sínum
e.t.v. ekki mjög mikið virðist friða
samvisku foreldra,“ segir Guðrún
Hannesdóttir uppeldisfræðingur.
»Regluverkið er
ekki til fyrir sjálft
sig heldur hefur
það tilgang.
Morgunblaðið/ÞÖK