Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
’Í stjórnmálum verður að vera hæfilegendurnýjun en ekki stöðnun.‘Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem gefur ekki
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir alþing-
iskosningarnar næsta vor.
’Ég er alveg sannfærð um að Samfylk-ingin sem ég tók þátt í að búa til er ekki
lengur barn.‘Margrét Frímannsdóttir, þingkona, sem líkt og Sól-
veig hyggst ekki gefa kost á sér í kosningunum á vori
komanda.
’Sá árangur sem ég hef náð er því aðþakka að ég hef átt góða konu.‘Halldór Blöndal, þingmaður og fyrrum ráðherra, sem
einnig hefur boðað að hann sækist ekki eftir endur-
kjöri.
’Vilhjálmur, átt þú pollagalla?‘Spurning sem börn á leikskólanum Regnboganum við
Bleikjukvísl sendu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg-
arstjóra.
’Við buðum okkur fram sem hina nýjuhófsömu, við unnum kosningarnar sem
hinir nýju hófsömu og við munum einnig
stjórna Svíþjóð með vinum okkar í banda-
laginu sem hinir nýju hófsömu.‘Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, eftir sigur borgaraflokkanna í þingkosningunum.
’Við höfum tapað kosningunum en við er-um ekki sigraður flokkur.‘Göran Persson, fráfarandi forsætisráðherra, við sama
tækifæri.
’Djöfullinn kom hér og þessi staður angarenn af brennisteini.‘Hugo Chavez, forseti Venesúela, um hinn bandaríska
starfsbróður sinn, George W. Bush, í ræðu á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna.
Ummæli vikunnar
Víkurfréttir/Ellert Grétarsson
Vopnin kvödd Síðustu þyrlu varnarliðsins var pakkað saman og komið fyrir í flutningavél á
Keflavíkurflugvelli í liðinni viku. Þeir varnarliðsmenn, sem eftir eru, kveðja næstu helgi og
síðasti vinnudagur um 500 íslenskra starfsmanna verður á föstudag. Viðræður íslenskra og
bandarískra stjórnvalda um varnarsamninginn eru á lokastigi.
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
S
vonefndir „umbótasinnar“ eru
jafnan fyrirferðarmiklir í alþjóð-
legum fréttum. Oftar en ekki vís-
ar þetta hugtak til þess að við-
komandi mæli fyrir djúpstæðum
breytingum og þá iðulega á sviði efnahags-
og stjórnmála. Þannig töldu vestrænir fjöl-
miðlar lengi til þessa hóps menn þá sem
greiddu fyrir því að þjóðarauðnum væri stol-
ið í Rússlandi. Talsmenn óheftrar markaðs-
hyggju og „hnattvæðingar“ teljast nú um
stundir „umbótasinnar“ en andstæðingarnir
gjarnan „risaeðlur“.
Junichiro Koizumi, fráfarandi forsætisráð-
herra Japans, fyllir hins vegar skilyrðislaust
flokk réttnefndra „umbótasinna“. Hann hef-
ur enda marga hildi háð við „risaeðlurnar“ í
japönskum stjórnmálum og oftast farið með
sigur af hólmi. Koizumi lætur af embætti
forsætisráðherra á þriðjudag og hafa ýmsir
efasemdir um að eftirmaður hans, Shinzo
Abe, búi yfir sömu seiglu og persónutöfrum.
Munu pólitískar umbætur Koizumis halda
velli í Japan?
„Leikhús Koizumis“
Ekki verður um það deilt að Koizumi hef-
ur reynst boðberi nýrra tíma þar eystra.
Hann hefur öðrum stjórnmálamönnum betur
nýtt sér sjónvarpið og það hefur hann ekki
eingöngu gert til að draga athyglina að eigin
persónu. Sjónvarpið reyndist Koizumi öflugt
vopn í glímunni við „risaeðlurnar“ innan
Frjálslynda lýðræðisflokksins, þessa maka-
lausa valdaflokks í japönskum stjórnmálum.
Trúlega náði þessi nýstárlega aðferðafræði
Koizumis hámarki í fyrra er hann valdi
frambjóðendur til að fara gegn andstæð-
ingum sínum í prófkjörum flokksins. Konur
og fólk sem nýtur fjölmiðlafrægðar í Japan
voru þar í broddi fylkingar og sjónvarpið
tók þessum liðsmönnum forsætisráðherrans
fagnandi. Með þessu móti tókst Koizumi að
höfða til grasrótarinnar í flokknum og snið-
ganga rótgrónar og samþættar valdaklíkur
stórauðvalds, embættis- og stjórnmála-
manna. „Leikhús Koizumis“ skilaði tilætl-
uðum árangri og forsætisráðherrann tryggði
sér stuðning við „umbætur Koizumis“ en líkt
og margir valdamenn (Margaret Thatcher
kemur upp í hugann) talar hann gjarnan um
sjálfan sig í þriðju persónu.
Slíkt kann að hljóma til marks um form-
festu en sú einkunn á aðeins við um Koizumi
að litlu leyti. Vitanlega hefur forsætisráð-
herrann ekki blásið á allar þær hefðir sem
gilda um þetta háa embætti í Japan. En
strax í upphafi árið 2001 sló hann algjörlega
nýjan tón. Mesta athygli vakti hárgreiðslan
en Koizumi er jafnan prýðilega síðhærður
og grásprengdur makkinn var nokkuð sem
ekki hafði sést áður í forsætisráðuneytinu
þar sem ótölulegur fjöldi steinrunnina gam-
almenna hafði lengstum haldið til. Skömmu
eftir að hann tók við völdum kom út geisla-
diskur í Japan á hverjum var að finna safn
þeirra laga Elvis Presleys sem Koizumi hef-
ur mestar mætur á. Hann bætti um betur
fyrr í ár þegar hann lék á „luftgítar“
(ímyndaðan gítar) er hann sótti Graceland,
safn um minningu Presleys, heim ásamt
George W. Bush Bandaríkjaforseta. Í fyrra
safnaði Koizumi saman uppáhaldslögum sín-
um eftir tónskáldið Ennio Morricone sem
þekktastur er fyrir tónlist sína í svonefndum
„spagettí-vestrum“. Hann hefur iðkað bog-
fimi í Mongólíu, dansað tangó við leikarann
Richard Gere, og klæðst að hætti innfæddra
í útreiðartúr um eyðimerkur Jórdaníu.
Breyttir tímar
Koizumi er ausinn lofi þessa dagana og
ekki að ástæðulausu. Allt stjórnkerfið í Jap-
an er nú annað og gegnsærra en þegar hann
hófst til valda, kraftur er hlaupinn í efna-
hagslífið og Japanar sýnast nú tilbúnir til að
auka skriðþunga þjóðarinnar á alþjóðavett-
vangi. Koizumi hefur raunar verið vændur
um ögranir á því sviði; nágrannaþjóðir hafa
lítt kunnað að meta tíðar ferðir hans til Ya-
sukuni, helgistaðar í Tókýó þar upphafin er
minning þeirra hermanna (og að sögn stríðs-
glæpamanna) sem fallið hafa fyrir keis-
arann. Og Japanar ræða nú af fullri alvöru
stjórnarskrárbreytingar sem m.a. munu
gera þeim kleift að senda hermenn til fjar-
lægra átakasvæða. Umdeild var sú ákvörðun
Koizumi og stjórnar hans að senda friðar-
gæsluliða til Írak en víst má heita að Jap-
anar hyggjast láta til sín taka af auknum
krafti á sviði alþjóðlegra öryggismála og þá
sérstaklega í Asíu þar sem mikil vígvæðing
fer nú fram.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið
við völd í Japan nánast sleitulaust frá árinu
1960. Breytingar, „umbætur“, voru því
óhugsandi í samfélaginu án þess að þær
færu fram á vettvangi flokksins. Þetta gerði
Koizumi sér ljóst strax í upphafi valdatíðar
sinnar. Gífurleg valdþreyta einkenndi sam-
félagið, stöðnun ríkti á flestum sviðum og
efnahagsævintýrið mikla var úti. Valdaklíkur
og hagsmunahópar réðu för og upphafningu
fulltrúa flokksins. Stjórnkerfið einkenndist
af spillingu og verðleikasamfélagið var fjar-
lægur draumur.
Seigla og persónuvinsældir Koizumis
tryggðu honum sigur í þeirri baráttu sem
hann háði lengst af innan flokksins. Há-
marki náði þessi barátta í hreinsunum fyrir
þingkosningarnar í fyrra. Sigurinn sem
fylgdi í kjölfarið er einn sá stærsti í nútíma-
stjórnmálasögu Japans og líkur eru á að
helsta baráttumál Koizumis, einkavæðing
póstþjónustunar (sem jafnframt er stærsti
banki landsins), nái nú loks fram að ganga.
Fjölmiðlaljúfur einfari
„I love you, I want you, I need you,“ sagði
Koizumi einhverju sinni og vísaði í skáld-
skap Elvis Presleys er hann lýsti sambandi
Japana og Bandaríkjamanna. George Bush
missir traustan bandamann í næstu viku en
flest bendir til að Shinzo Abe hyggist hvergi
hverfa frá stuðningi við forsetann í „hryðju-
verkastríðinu“.
Koizumi hyggst hins vegar draga sig í hlé
og vonast nú til að fá tíma til að sinna helsta
áhugamálinu, tónlistinni. Þrátt fyrir að hann
dragi jafnan að sér athygli og sé fjölmiðla-
ljúfur í hvívetna er þessi byltingarmaður
japanskra stjórnmála sagður hæglátur ein-
fari; haft er fyrir satt að hann snæði helst
kvöldverðinn í einrúmi. Margir munu sakna
hans og halda þeirri kröfu á lofti að umbæt-
ur Junichiro Koizumi reynist varanlegar.
Tjaldið fellur
ERLENT»
» „I love you, I want you, Ineed you,“ sagði Koizumi
einhverju sinni og vísaði í
skáldskap Elvis Presleys er
hann lýsti sambandi Japana og
Bandaríkjamanna.
REUTERS
Byltingarmaður Junichiro Koizumi þykir hafa nýtt sér fjölmiðla á nýstárlegan og afar snjallan
máta í viðureign sinni við valdahópa innan Frjálslynda lýðræðisflokksins. Þrátt fyrir umtals-
verða fjölmiðlagleði er Koizumi sagður hæglátur einfari.
Junichiro Koizumi lætur af
embætti forsætisráðherra Japans
Í HNOTSKURN
» Junichiro Koizumi fæddist íYokosuka 8. janúar 1942 (Elvis
Presley var einnig fæddur 8. janúar).
Faðir Koizumi og afi voru stjórn-
málamenn.
» Hann lagði stund á hagfræði íJapan og Bretlandi og hóf afskipti
af stjórnmálum 1969 þegar faðir hans
lést en honum mistókst að vinna sæti
á þingi. Hann náði kjöri 1972 og vann
sig upp innan Frjálslynda lýðræð-
isflokksins. Ráðherra varð hann fyrst
1988 og 1994 gekk hann til liðs við
hreyfingu umbótasinna innan flokks-
ins. Hann var kjörinn leiðtogi flokks-
ins í aprílmánuði 2001 og tók þá við
embætti forsætisráðherra.
» Hann gekk í hjónaband 1978 enskildi fjórum árum síðar og mun
hafa heitið því að kvænast ekki á ný.