Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ ER herinn farinn og varn-
arsamningurinn við Bandaríkin er í
endurskoðun. Verulegar breytingar
eru að verða á stöðu Keflavík-
urflugvallar. Af breytt-
um aðstæðum leiðir að
yfirstjórn Keflavík-
urflugvallar getur ekki
lengur sætt einhverri
sérstöðu. Flugvöll-
urinn er ekki lengur
hernaðarmannvirki.
Hann er og verður eitt
af veigamestu sam-
göngumannvirkjum
landsins. Og vægi hans
í samgöngum landsins
fer vaxandi.
Ekkert mælir lengur
með því að utanrík-
isráðuneytið fari áfram með málefni
Keflavíkurflugvallar þótt greinilegur
vilji sé til þess þar á bæ. Meðan her-
inn var hér, fór utanríkisráðuneytið
með öll málefni á Keflavíkurflugvelli
vegna óskar Bandaríkjamanna um
að þessi háttur yrði hafður á í sam-
skiptum við þá. En nú er tími varn-
arsamningsins liðinn. Löggæsla og
tollgæsla hlýtur því að fara í eðlilegt
horf, og að því er þegar unnið. Einn-
ig símamál, heilbrigðismál og önnur
þau mál, sem tengdust veru hins er-
lenda varnarliðs í landinu. Stjórn
flugumferðar og rekstur flugvall-
arins hlýtur að gera það einnig. Það
ófremdarástand hefur ríkt, að
stjórnun flugmála hefur verið tví-
skipt vegna veru hersins hér. Við það
verður tæpast unað lengur.
Á Íslandi er stjórnsýslan með
þeim hætti að samgönguráðuneyti
fer með stjórnun samgöngumála, þar
með flugmála. Það er mikilvægt að
stjórnkerfi samgöngumála sé einfalt
og skilvirkt. Boðleiðir í flugörygg-
ismálum þurfa að vera sérstaklega
skýrar og án milliliða.
Flugstöðin er mikið gullegg, sem
vafalaust margir vildu eiga í sínu
hreiðri. Stjórnendur flugstöðv-
arinnar hafa lýst þeirri skoðun, að
eðlilegt væri að færa flugvöllinn und-
ir rekstur flugstöðvarinnar og nýta
tekjur af henni til reksturs flugvall-
arins. Þessi hugmynd er ekki al-
slæm. Eðlilegt er að nýta tekjur af
flugtengdri starfsemi til reksturs
samgöngumannvirkisins, enda er
þetta meginreglan víðast um heim.
En í þeirri mynd, sem hugmyndin
hefur verið kynnt af
stjórnendum flugstöðv-
arinnar hefði hún í för
með sér áframhald tví-
skiptingarinnar í stjórn
flugmála sem er með
öllu órökrétt. Er
kannski einhverjum að
detta í hug að löggæsl-
an, tollgæslan og dóm-
gæsla innan flugvall-
arins verði áfram í
höndum utanríkisráðu-
neytisins? Íslenska ut-
anríkisráðuneytið nyti
þá sérstöðu um víða
veröld.
Það er mín skoðun og jafnframt
skoðun þeirra sem starfa með mér í
flugráði, að með öllu sé óásættanlegt
að viðhalda tvískiptingu í stjórn flug-
mála. Það er kostnaðarsamt. Það
stuðlar ekki að flugöryggi. Það dreg-
ur úr skilvirkni. Það gerir okkur erf-
itt fyrir í alþjóðlegu samstarfi. Það
dregur úr samkeppnishæfi okkar Ís-
lendinga til að stjórna flugumferð á
norðurhveli jarðar.
Eðlilegast væri því að samgöngu-
ráðuneytið tæki við rekstri allra
þessara samgöngumannvirkja.
Rekstur starfseminnar í flugstöðinni
yrði síðan boðinn út. Þeir tímar eru
auðvitað löngu liðnir að ríkið eigi að
vera að selja súkkulaði og næl-
onsokka.
Þegar unnið var að samningu
þeirra frumvarpa um breytingar á
stjórn flugmála á landinu er voru
ákvarðaðar í lögum sl. vor, var ítrek-
að um þessi mál fjallað í flugráði. Þá
var ekki vitað að herinn væri á för-
um. Engu að síður var lögð á það
áhersla í ráðinu, að nauðsynlega
þyrfti að leggja af tvískiptingu í
stjórnkerfi flugmála. Ályktanir þess
efnis voru sendar stjórnvöldum.
Þrátt fyrir gullið tækifæri til þess að
koma þessum málum í rétt horf þeg-
ar Alþingi samþykkti breytingar á
skipan flugmála s.l. vor, var það ekki
gert. Losaragangur var í ríkisstjórn-
inni og óvænt uppákoma um nánast
fyrirvaralausa brottför hersins trufl-
aði. Pólitískur grundvöllur var ekki
skýr. Þess vegna var gripið til bráða-
birgðalausnar með stofnun rík-
isstofnunar til að annast rekstur
Keflavíkurflugvallar. Þáverandi ut-
anríkisráðherra, sem nú er forsætis-
ráðherra, sagði það skoðun sína í
umræðum um frumvörpin á Alþingi,
að stjórn flugvallarins yrði í fyllingu
tímans færð til samgönguráðuneyt-
isins. Það kann því að vera ótíma-
bært að óttast að niðurstaðan verði á
annan veg.
Um næstu áramót taka gildi þær
breytingar, sem gerðar hafa verið á
stjórnun flugmála. Skipan mála
verður þá að öllu leyti í samræmi við
það, sem alþjóða flugsamfélagið ger-
ir kröfur um, að öðru leyti en því, að
Keflavíkurflugvöllur er undanskil-
inn. Á sama tíma heyrast raddir
hagsmunaaðila í fjölmiðlun um að
viðhalda eigi þeirri skipan mála, sem
allir rekstraraðilar í flugi hafa talið
óviðunandi, þ.e. tvískiptingunni og
að flugstöðin eigi að verða einhvers
konar eyland í stjórnkerfinu. Gripið
er til þess ráðs að flíka sjónarmiðum
um atvinnuuppbyggingu á Suð-
urnesjum þessu til framdráttar. Slík
rök eiga ekkert erindi í þessa um-
ræðu.
Það er ástæðulaust að draga
ákvörðun í þessu máli eða drepa því
á dreif. Enn er tími til að koma á
heildstæðri breytingu á stjórnun
flugmála um næstu áramót.
Þjóðin á rétt á því að rekstur flug-
samgöngukerfisins sé með þeim
hætti, að hann sé eins skilvirkur og
hann getur verið, eins öruggur og
hann getur verið og eins ódýr og
hann getur verið.
Tvískipting í stjórnun
flugmála óásættanleg
Gísli Baldur Garðarsson fjallar
um Keflavíkurflugvöll og rekst-
ur flugsamgöngukerfisins
»Eðlilegast væri þvíað samgöngu-
ráðuneytið tæki við
rekstri allra þessara
samgöngumannvirkja.
Rekstur starfseminnar í
flugstöðinni yrði síðan
boðinn út.
Gísli Baldur Garðarsson
Höfundur er formaður flugráðs.
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Vesturberg
Mjög fallegt 197,4 fm raðhús á 2 hæðum, þar
af 32 fm bílskúr. 4-5 svefnherbergi. Nýlegt
eldhús. 32 fm stór svalaverönd (mögul. á að
byggja yfir). 2 baðherbergi. Frábært útsýni yfir
borgina. VERÐ 37,9 millj.
María og Jón Ægir bjóða þig og þína
velkomna, sími 557 2430.
Opið hús í dag milli kl. 18:00 og 19:00
Til leigu í Vesturbænum
Nýtt 184 m² verslunarhúsnæði í Vesturbænum til leigu og afhendingar strax. Húsnæð-
ið snýr að umferð við Ánanaust og stendur við hlið Domino's. Bílastæði eru beint fyrir
framan inngang og getur húsnæðið hentað hvers kyns hverfaverslunum eða undir
veitingastað sem það var upprunalega hannað fyrir með bakinngangi og vörumóttöku
að aftanverðu og lagnaleið fyrir loftræstingu upp á þak. Nýr dúkur á gólfum, niðurtek-
in loft með innfelldri lýsingu. Snyrtingar að mestu uppkomnar í bakrými. Sjón er sögu
ríkari. Mánaðarleiga kr. 295.000.
Sími 511 2900
Áhugasamir hafið sambandi við skrifstofu
Leigulistans eða Guðlaug í s. 896 0747.
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali
Góð 3ja til 4ra herbergja 131 fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð í fallegu fjölbýlishúsi í
Vesturbænum. Íbúðinni fylgir 25 fm bílskúr með hita og rafmagni. Mjög stórar svalir og
sérgarður. Frábær staðsetning í hjarta vesturbæjarins með útsýni af svölum út á KR völlinn.
Stutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Falleg og gróin lóð með leiktækjum fyrir börnin.
Flyðrugrandi 20 verður til sýnis í dag á milli kl. 16 og 18.
Upplýsingar gefur Gunnar Tryggvason sölumaður í síma 895 6554
FLYÐRUGRANDI 20
Sérinngangur, bílskúr og stórar svalir
SÖLUSÝNING Í DAG Á MILLI KL. 16 OG 18
FASTEIGNASALAN
GIMLI
GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
OPIÐ HÚS
KLEIFARSEL 3 - EINBÝLI
Fallegt og mikið endurnýjað 171 fm einbýlishús á tveimur hæðum
auk 33 fm bílskúrs (samtals 204 fm). Á neðri hæð er anddyri, stór
og björt stofa með útg. á stóra timburverönd (suðvestur), stórt
eldhús, gestasalerni og þvottahús. Á efri hæð er stórt fjölskyldu-
rými með útg. á svalir, baðherbergi og þrjú stór herbergi. Bílskúr
fullbúinn. FALLEG EIGN Á GÓÐUM STAÐ.
Valgerður og Sigurður sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verð 45 millj.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn