Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 26
sjónarhólar og sjónarmið ix 26 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 A f sjónarhóli dagsins verður litið á karisma, eða náðarvald, sem svo hefur verið nefnt. Það er áhugavert skoðunar- efni og hér er litið bæði á fyrirbærið í heild, svo og nokkra einstaklinga, er- lenda og íslenzka, sem taldir eru búnir þessum sjaldgæfa eiginleika. Þegar rætt er um stjórnmálafor- ingja í erlendum blöðum má sjá að höfundum verður stundum tíðrætt um „charisma“. Í Ensk-íslenzku orðabókinni er það skýrt svo: „Charisma (ka riźma) 1. náð- arvald, sérstakur hæfileiki (stjórn- málaleiðtoga eða annarra í opinberu lífi) til að vekja hrifningu, traust eða hollustu meðal almennings. 2. per- sónutöfrar, kyntöfrar; aðdráttarafl. 3. guðleg náðargáfa, t.d. spádóms- gáfa eða lækningamáttur“. Þessi eiginleiki hefur eðlilega þótt eftirsóknarverður, bæði hérlendis og erlendis. Að sama skapi er hann sjaldgæfur og verður líklega ekki tilbúinn með neinskonar þjálfun ef menn hafa ekki fengið hann í vöggu- gjöf. Eins og sjá má af skýringu orðabókarinnar er þetta samsettur eiginleiki, en segja má að þeir sem hafa fengið allan pakkann búi yfir hæfileika til að vekja sérstaka hrifn- ingu og jafnvel verulega aðdáun. Þeir eru oftast skemmtilegir menn og húmoristar, en umfram allt hafa þeir persónutöfra og sérstaka útgeislun, sem erfitt er að skýra. Sé þessi blanda fullkomin fylgja með álitlegir kyntöfrar. Háar stöður og embætti virðast vera sá jarðvegur sem allra helzt lætur náðarvald blómstra og sá sem hefur það þarf að kunna þá list að beita hörku með lagni. Frægir karismakallar Sá sem hefur náðarvald hefur óút- skýranlegt vald yfir öðru fólki. Hann hefur þetta vald jafnvel þótt hann hafi ekki verið kosinn til neinna valda; það er þó miklu sjaldgæfara og venjulega tengist þessi náðargáfa mönnum sem eru í fararbroddi fyrir þjóðum eða samtökum á alþjóðavísu, eða þá að þeir eru frægir íþrótta- eða listamenn. Náðarvald tengist ekki ákveðnu útliti, að því er séð verður, og líklega ekki líkamsstærð heldur. Það sést af því að frægir einstaklingar úr sög- unni, sem næstum er víst að höfðu þetta vald, voru sumir smávaxnir. Nægir að benda á Alexander mikla, sem var smávaxinn, en lagði í brjál- æðislega herleiðangra; háði orrustur og með klókindum náði hann oft að sigra þótt útlitið væri svart í byrjun. Ýmsir nútímamenn, sem hrífast af hernaðarbrölti, hafa lýst yfir aðdáun sinni á Alexander mikla. Hann var frá Makedóníu, næsta bæ við Grikk- land, en lagði undir sig Persíu á 4. öld fyrir Krist og mörg fleiri ríki i Mið- Austurlöndum. Eftir sigursæla her- för til Egyptalands varð honum ljóst að hann var Guð en ekki maður og það var óðar samþykkt. En eins og fleiri dauðlegir menn dó hann á sótt- arsæng á bezta aldri. Náðarvald með hrikalegar afleiðingar Við gefum okkur að Alexander mikli hafi haft þetta eftirsótta náð- arvald; einnig Cesar, Karlamagnús og fleiri fornaldarmenn. Varla er vafi á því að Napóleon mikli hafði það einnig á sinni tíð. Það hjálpaði honum til að leggja undir sig lönd og heyja sín Napóleonsstríð og láta brytja lands- menn sína og þegna niður í grimmd- arlegum orrustum. En Napóleon var ekki annað en smá tittur á velli og víst er að hann sótti ekki náðarvald sitt í líkamlegan glæsileik. Sá útsmogni áróðursráðherra nasista í Þýzkalandi, Josef Göbbels, sótti heldur ekki styrk sinn í mikilfenglegt útlit. Menn með náðarvald í farteskinu eru oftast vel máli farnir og ræðu- snillingar. Margir eru sammála um það nú að Hitler hafi haft ríkulegt náðarvald og klókindalega tilfinn- ingu fyrir því að ná tökum á fjölda- fundum, þar sem hann byrjaði ræður sínar rólega, en lét þær enda með öskri. Mörgum finnst allt að því óskiljanlegt að hægt hafi verið á fjórða tugi síðustu aldar að ná öðrum eins tökum á vel menntaðri þjóð eins og Þjóðverjum og víst er að það var ekki síður kvenþjóðin sem dáði For- ingjann en karlarnir. Þar naut Hitler náðarvaldsins og má af því sjá að þessu valdi hefur eins oft verið beitt til ills. Þó að það liggi ekki eins í augum uppi er líklegt að þeir Lenín og Stal- ín hafi haft náðarvald gagnvart lönd- um sínum og flokksfélögum, en not- uðu það til að gera úr ættjörð sinni eitt allsherjar fangelsi og leiða hörm- ungar yfir heiminn. Varla er það vafa undirorpið að þau skáld íslenzk sem ortu þeim dýrðaróð og spurðu hve- nær Sovét-Ísland, óskalandið, kæmi hafa upplifað náðarvald hinna miklu foringja. Ætla mætti að náðarvald birtist fyrst og fremst hjá stórgáfuðum mönnum með brennandi hugsjónir; mönnum með einstaka útgeislun, sterka rödd og mikið vald yfir tungu- málinu. Rétt er að stundum á þetta við, en ekki alltaf. Var Hitler nokkuð sérstaklega gáfaður og hvernig var skopskyn hans? Í bókinni sem Albert Speer, arkitekt Hitlers og síðar hver- væðingarráðherra, skrifaði í langri fangelsisvist sinni eftir stríðið, segir hann frá löngum samverustundum með Hitler og lesandinn fær á tilfinn- inguna að Foringinn hafi verið frekar leiðinlegur maður, auk þess sem hann var andlega bilaður. Þegar litið er yfir nýliðna öld og skimað eftir leiðtogum með náð- arvald verður John F. Kennedy Bandaríkjaforseti ofarlega á blaði. Á fjölmennum fundi með honum vorið 1962 sá ég hann beita þessu valdi og sú upplifun var einstök. Þó að Churc- hill væri stundum óþægilega líkur bolabít þurfti ekkert minna en mann með náðarvald til að stappa stálinu í landa hans og vinna stríðið. Það dugði honum þó ekki til að vinna sig- ur í kosningum að stríðinu afloknu. Og varla fer milli mála að de Gaulle, sem síðar varð Frakklandsforseti, gat beitt þessu valdi. Í ljósi þess hve staða Bandaríkjaforseta er sterk á heimsvísu, gegnir þó furðu hve náð- arvald virðist sjaldgæft meðal forset- anna allt frá því Kennedy hvarf af sjónarsviðinu, ekki er þó hægt að ganga framhjá Bill Clinton. Á Kúpu hefur fólkið látið sér duga að njóta náðarvalds Castros þótt orðinn sé aldraður og veikur. Og nýlega var frá því greint í fréttum að álitlegur hóp- ur Kínverja hefur komizt að þeirri niðurstöðu að Maó hafi verið Guð. Ekki þarf heldur að efast um náð- arvald þeirra Norður-Kóreufeðga, en flestallt í því landi er umheiminum mikil ráðgáta. Frá því að vera annarsvegar vin- sæll, farsæll og vel látinn og hins- vegar því að hafa náðarvald til að grípa til þegar mikið liggur við er reginmunur. Yfirleitt fer lítið fyrir þessum eiginleika hjá framámönnum Evrópusambandsins, kannski sem betur fer. Norðurlandaleiðtogar eru yfirleitt bara góðir og gegnir kratar og enginn fær í hnén þegar þeir birt- ast. Af Evrópuleiðtogum kemst Blair þó næst því að hafa þetta vald á góð- um degi og þess vegna lafir hann enn í embætti. Þó bitnar meir og meir á honum vinátta og tryggð við Bush Bandaríkjaforseta, sem telja má að sé gersneyddur náðarvaldi. En hvað um konur? Eitthvað eru þær færri sem orðaðar eru við náð- arvald en karlar, en ég ætla að aðdá- endur Margrétar Thatcher hafi ekki verið í vafa. Valdamesta kona heims- ins um þessar mundir er talin vera Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, hámenntuð kona en lætur ekki mikið á sér bera og hefur eftir því sem ég bezt veit, ekki verið orðuð við náð- arvald. En hvað um Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands og fyrstu konu til að gegna forsetaembætti í heiminum? Karisma hennar er hafið yfir vafa; án náðargáf- unnar hefði hún ekki náð svo langt. Að hafa landsföðurútlit er líka áhrifamikið Í stjórnmálasögu Íslendinga fer varla milli mála að Jón Sigurðsson, forseti og foringi Íslendinga í sjálf- stæðisbaráttunni við Dani, hafði náð- arvald í ríkum mæli; stórgáfaður maður og lærður á þess tíma mæli- kvarða, manna bezt máli farinn, og ekki þarf annað en að virða fyrir sér portrettið í Alþingishúsinu til að sjá að enginn nútíma Íslendingur hefur slíkt yfirburða landsföðurútlit. „Lúkkið“ er perfekt, mundu menn segja nú. Merkilegt er að þeir tveir sem mér finnst ganga honum næst eru báðir fæddir á 19. öld; ann- arsvegar Hannes Hafstein ráðherra og hinsvegar skáldið Einar Bene- diktsson. Um Hannes hafa menn sagt að hann muni líklega vera fal- legasti maður 20. aldarinnar á landi hér og svo var hann skáld að auki. Fyrir mátt og áhrif þessara ein- staklinga fengum við sjálfstæði okk- ar fyrr en ella. Ævisöguritarar Hannesar hafa nefnt hvernig hann fór á kostum í veizlum danskra áhrifamanna og Danir áttu þá engan sem gat jafnast á við Hannes. Það segir líka sína sögu að helzti keppi- nautur Hannesar, Valtýr Guðmunds- son, gat ekki leikið þetta eftir Hann- esi og hafði ekki karisma til jafns við Hannes, en var annars hinn gegnasti maður. Að geta „fyllt út í salinn“ án þess að segja orð Jóhannes Kjarval þurfti ekki að gera neitt annað en að láta sjá sig til þess að allt umhverfið færi að snúast um hann og ég hygg að sama hafi átt við um Halldór Laxness, að minnsta kosti eftir að hann fékk Nóbelinn. Gunnar Gunnarsson dró aldrei að sér athygli í sama mæli og alls ekki úr- vals listamenn eins og Einar Jóns- son, Gunnlaugur Scheving og Ás- mundur Sveinsson. Flestöll síðari tíma skáld hafa látið lítið fyrir sér fara; sumir hafa talið það dyggð og hreinlega læðst með veggjum. Þar er Einar Benediktsson undan- tekning og náðarvaldi hans hefur Sigurjón, bóndi og bændahöfðingi í Raftholti, lýzt eftirminnilega. Ég kom að Raftholti við annan mann fyrir margt löngu; Sigurjón skenkti á staup og af einhverjum ástæðum barst tal okkar að skáldinu. Þá sagði Sigurjón frá því þegar hann, ungur að árum, var á ferð í Reykjavík og settist inn á Hótel Ísland. Þar var margt manna. Þá gekk í salinn mað- ur sem Sigurjón þekkti ekki en vissi samt um leið að hlaut að vera Einar Benediktsson. Hann „lagði undir sig salinn“, sagði Sigurjón, „fyllti hann Nokkur orð um náðarvald Hannes Hafstein Einar Benediktsson Davíð Oddsson Jón Baldvin Hannibalsson Vigdís Finnbogadóttir Margaret Thatcher John F. Kennedy Bill Clinton Adolf Hitler Björgólfur Guðmundsson Napóleon Bónaparte Kári Stefánsson Tony Blair Winston Churchill Páll Óskar Hjálmtýsson Bubbi Morthens Eftir Gísla Sigurðsson gislisigurdsson@simnet.is » Jón Sigurðsson, forseti og foringi Íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni við Dani, hafði náðarvald í rík- um mæli. Einnig Hannes Hafstein ráðherra og skáldið Einar Bene- diktsson. Sagt var um Hannes Haf- stein að hann væri fallegasti maður 20. aldarinnar á landi hér. Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.