Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
egar ég kom inn í vestursal
Gerðarsafns við opnun sýningar
þar á áður óþekktum og óbirtum
verkum Valgerðar Briem varð ég
strax gagntekin af að sjá nýja,
óvænta hlið á henni. Salurinn birtist sem
máttugt náttúruverk myndað af fjölda sjálf-
stæðra jafnstórra verka.
Enginn veit með vissu hvernig hún vann
myndirnar sem hér eru sýndar.
Dóttir hennar, Valgerður yngri, segir
móður sína hafa unnið þær við frumstæðar
aðstæður í þvottahúsi fjölbýlishússins sem
hún bjó í. Skilið þær eftir flokkaðar í merkt-
um möppum.
Við nánari umhugsun og smátilraunir, rifj-
ast upp fyrir mér ýmsar vinnuaðferðir sem
hún kynnti fyrir okkur nemendum sínum við
teiknikennaranám fyrir rúmum 50 árum.
Vinnuferlið er mér samt að nokkru hulið; ég
skynja það sem fléttu af ýmiss konar þrykk-
og þurrktækni, þar sem áhrifavaldar eru
rakastigið í pappírnum, litamagnið í þrykk-
inu, pensildrættirnir og áfram mætti halda;
vinnufléttan og tjáning Valgerðar skilar ein-
stökum árangri. Þessi salur er dásamlegur,
Andi Valgerðar svífur yfir, andi þessarar
merku konu sem enginn getur gleymt sem
kynnst hefur.
Þessi yfirgripsmikla myndröð virðist hafa
tekið um þrjú ár í vinnslu, en hún vann að
henni á árunum 1967 til 1970, þá á sextugs-
aldri.
Var Valgerði Briem það virkilega nóg að
vinna myndirnar, þurfti hún ekki sjálfrar sín
vegna að sýna þær? Ég get ekki varist þess-
ari hugsun og finn svar í viðtali Gísla Sig-
urðssonar við hana í tilefni annarrar sýn-
ingar. (Lesbók Mbl. 1.11. 1980) „Aldrei hef
ég unnið myndir til að bera á torg, heldur af
innri þörf. Og ekki hef ég hugsað þær sem
ígildi peninga, heldur sem minningar ákveð-
inna tímabila.“
En mikið er ég fegin að fá að sjá mynd-
irnar, þótt seint sé. Skyldu víðar leynast í
fórum aðstandenda genginna listamanna
menningarverðmæti af þessu tagi?
Hún bar ómælda virðingu fyrir sköp-
unarverkinu og manneskjunni, mynd- og
hljóðheimi hennar og taldi alla hafa eigin-
leika til persónulegar sköpunar; hjálpa ætti
hverju barni snemma í skólastarfi að þróa
sinn eigin tjáningarmáta en að hér á landi
hæfist það ferli alltof seint.
Valgerður Briem birtist mér alltaf á minn-
isstæðan hátt:
Hávaxin kona í ljósfjólublárri slá og dökk-
um síðbuxum gengur brosmild í gegnum
barnahópinn á horni Bergþórugötu og
Snorrabrautar, heldur á gítar og stefnir í átt
að Njálsgötu. Hár hennar er dökkt, upp-
greitt en lifandi. Ég horfi með undrun og að-
dáun eftir þessari konu. Svona konu hef ég,
5 ára gömul, aldrei séð fyrr. Stóra systir
segir mér hver hún sé, hún kenndi henni
teikningu í barnaskóla.
Ári síðar, í vorskóla í Austurbæjarskól-
anum tekur Valgerður á móti mér og 30 öðr-
um börnum og kennir í fjórar dásamlegar
teiknivikur. Ég trúi henni fyrir því að ég
ætli að verða listmálari þegar ég verði stór.
Ég hitti hana næst á sextánda ári í mynd-
listardeild Handíðaskólans. Hún kennir svo-
kallaða mynsturteikningu. Ég var ekkert
upprifin yfir mynsturteikningu en bar mikla
virðingu fyrir Valgerði og reyndi mitt besta.
Hún fór með okkur á Þjóðminjasafnið. Lauk
upp fyrir okkur sjónlistaarfinum. Hvatti
okkur áfram. Opnaði mér dyr að uppsprettu
hönnunarvinnu minnar síðar á ævinni. Talaði
um myndir alþýðunnar í gegnum aldirnar og
myndirnar í hvunndeginum sem birtast við
hvert fótmál. Ólík spor í sandi og leðju,
mynstur í spori, för eftir báru, hið óvænta
sem gleður augað.
Ég man eftir því að hún lagði sig fram um
að fá teiknikennaranemana til að takast á við
æfingar sem töluðu ekki til allra en opnuðu
fyrir skilning á spennu milli lína og forma.
Hún brýndi okkur. „Ég er hissa á að þú
skulir ekki ná þessu, svona myndvanur mað-
ur,“ sagði hún eitt sinn við Gest Þorgríms-
son og auðvitað virkaði brýningin. Allt sem
fyrir augu bar var ígildi myndar og bar að
umgangast sem slíkt. Henni þótti t.d. klæðn-
aður flestra karlmanna litlaus og ræddi það
við okkur; ég man að Hafsteinn Austmann
fékk hól fyrir fagurbláa flauelsjakkann sinn.
Hól frá Valgerði fór ekki milli mála. Hún
tjáði sig sterkt.
Á síðasta ári mínu í Handíðaskólanum fór
ég í teiknikennaradeildina, því námið var að
öllu leyti eins og á myndlistarsviðinu, en að
auki fengum við sálfræði og kennsluæfingar
undir handleiðslu Valgerðar. Þá varð mér
ljóst hvílíkur mannvinur og myndhugsuður
hún var. Hún tók mig eitt sinn í kennsluæf-
ingu í 12 ára bekkinn sinn, sem hún hafði
haldið utan um og kennt öll fög frá 7 ára
aldri. Þetta var skriftartími. Hún hafði kennt
bekknum svokallaða formskrift sem var ný-
lunda þá. Hún gekk með mér um bekkinn og
ræddi um persónuleika barnanna og eðlis-
læga rithönd, tengslin þar á milli og sýndi
mér ólík dæmi: Stór og sterklegur strákur
hafði skrifað ójafna illlæsilega hönd. Hún
taldi að ójöfnurnar væru honum eðlilegar og
hann myndi ekki ná valdi á jafnri rithönd og
hjálpaði honum því að þróa sína eigin form-
skrift. Opna letrið, ýkja stærðarmuninn,
nota bilin sem mynduðust við ójafna skrift-
ina og fylla rýmið þar með stærri stöfum.
(Algjör viðhorfsbylting fyrir 17 ára teikni-
kennaranema sem hafði leiðst í skriftar-
tímum fram til þessa.) Árangurinn sýndi sig
í lifandi og áferðarfallegu skriftarblaði og
stórauknu sjálfstrausti drengsins. Annar
nemandi, fíngerð stúlka, fann sig ekki í
formskriftinni en gat skrifað fínlega kopar-
stungu. Valgerður vildi ekki þvinga hana inn
í formskriftina heldur leiðbeindi henni og
örvaði við að ná valdi á þessari gömlu skrift-
arhefð. Þetta var kennslustund í innsæi,
virðingu og nærgætni við nemendur og trú á
að efla bæri færni nemenda á þeirra eigin
forsendum.
Hvað getum við lært af þessum mikla
kennara og stórbrotnu myndlistarkonu?
Hún svarar okkur sjálf og talar til okkar
með verkum sínum öllum, bæði myndum og
skrifum. Benda má á erindi hennar um þró-
un myndvits í vandaðri sýningarskrá sem
börn hennar gáfu út í tilefni sýningarinnar.
Valgerður var langt á undan sinni samtíð í
flestu tilliti. Nú, tæpum 40 árum eftir sköp-
un þessarar myndraðar, kemur hún sem
sending úr fjórðu víddinni, tímanum. Og við
eigum þess kost að njóta hennar. Núna. En
aðeins nokkra daga í viðbót, því sýningunni
lýkur hinn 1. október.
Listasafn Kópavogs, og allir sem þar
lögðu hönd á plóg, eiga heiður skilinn fyrir
að koma upp sýningum mæðgnanna Val-
gerðar Briem og Valgerðar Bergsdóttur.
Það er fróðlegt að njóta leiðsagnar Val-
gerðar yngri um sýningu á verkum móður
sinnar í austur- og vestursölum safnsins
ásamt sýningu hennar sjálfrar á vinnuferli
glugga Reykholtskirkju á neðri hæð safns-
ins. Við eigum þess kost laugardaga og
sunnudaga klukkan þrjú eftir hádegi.
Sýningarnar eru stórviðburður sem eng-
inn listunnandi ætti að láta fram hjá sér
fara. Stígið inn fæti og njótið meðan tími
gefst.
Máttugt náttúruverk Úr Vestursal Gerðarsafns: LANDLIT, hluti myndraðar Val gerðar Briem frá um 1967-1970, blönduð tækni.
Opinberun í Vestursal
Gerðarsafns
Kristín Þorkelsdóttir
Stórbrotin myndlistarkona Valgerður Briem, 1952. Vatnslitamynd eftir Barböru Árnason.
Höfundur er myndlistarmaður og grafískur hönn-
uður.
» Valgerður var langt á und-
an sinni samtíð í flestu tilliti.
Nú, tæpum 40 árum eftir sköp-
un þessarar myndraðar, kem-
ur hún sem sending úr fjórðu
víddinni, tímanum.
Kristín Þorkelsdóttir skrifar um
sýningu á verkum Valgerðar Briem í
Gerðarsafni.