Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG UNDIRRITAÐUR, Svavar Sig-
urðsson, skora á ykkur alþing-
ismenn, alla sem einn, að undirbúa
frumvarp til laga um tækjabúnað
fyrir toll og lögreglu, á næstkomandi
þingi.
Tæki sem gerði tolli og lögreglu
kleift að verja börnin okkar fyrir
fíkniefnasölum sem hafa náð að eyði-
leggja annan eins fjölda unglinga
andlega og líkamlega og raun ber
vitni, en talið er að hér á landi hafi
látist um það bil 30–40 manns á ári,
undanfarin 11 ár, fólk í blóma lífsins.
Þið alþingismenn berið ábyrgð
gagnvart þjóðfélaginu á tækjabún-
aði tolls og lögreglu.
Skora ég því aftur á ykkur að
flytja frumvarp um tækjabúnað fyr-
ir toll og lögreglu til að verja landið
okkar fyrir þessum lýð sem stundar
innflutning á fíkniefnum á Íslandi.
Það þarf að verja sérstaklega
Reykjavíkurhöfn og Seyðisfjarð-
arhöfn með stórvirkum tækjum, t.d.
gámagegnumlýsingartækjum.
Ef við grípum ekki til róttækra
ráðstafana heldur fólk áfram að
deyja í blóma lífsins.
Hugsið um ábyrgð ykkar gagn-
vart unga fólkinu.
Ísland – sjálfstæð þjóð fær ekki
staðist miðað við núverandi ástand.
Stöndum saman í að verja börnin
okkar.
Stöndum saman allir sem einn í að
verja æsku vora.
SVAVAR SIGURÐSSON,
áhugamaður um vímuefna-
og forvarnir.
Áskorun
til alþing-
ismanna
Frá Svavari Sigurðssyni:
Fallegt og vel skipulagt um 290 fm einbýlishús á einni hæð með um 80 fm tvöföldum bílskúr á sunn-
anverðu Seltjarnarnesi. Eldhús með hvítri ALNO innréttingu og vönduðum tækjum, gengið í sólskála
úr eldhúsi sem býður upp á mikla möguleika, stofa og borðstofa með miklum glugggum, 4 svefnher-
bergi auk sjónvarpsrýmis/skrifstofu og rúmgott baðherbergi auk gestasnyrtingar. Stórt yfirbyggt and-
dyri og 20 fm herb. undir bílskúr. Parket og
flísar á gólfum. Ræktuð lóð með timburver-
önd til suðurs. Hellulögð upphituð inn-
keyrsla. Einstök eign á eftirsóttum stað í
grónu og rólegu hverfi. Verð 69,0 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag,
frá kl. 15-17.
Sölumaður verður á staðnum.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Nesbali 42 - Seltjarnarnesi
Glæsilegt einbýlishús
Opið hús í dag frá kl. 15-17
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
GRUNDARHÚS 14 - 112 RVK
129,8 fm endaraðhús á góðum stað í nágrenni við
skóla. Þrjú svefnherbergi. Loft. Samliggjandi stofur.
Sólpallur og garður. VERÐ 28,9 millj.
Margrét býður áhugasama velkomna,
sími 567 4921.
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 13-14
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
KRUMMAHÓLAR 10
(íb. 0202) - 111 RVK
Mjög góð 83,5 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í
lyftuhúsi. Sérinngangur af svölum. Parket og flísar á
gólfum. Ný tæki í eldhúsi og nýleg eldhúsinnrétting úr
kirsuberjavið. Geymsla í kjallara ekki í fermetratölu.
VERÐ 16,3 millj.
Ingvar Ragnarsson, sölufulltrúi Akkurat,
verður á staðnum og býður áhugasama
velkomna, sími 822-7300.
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 13-14
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Einimelur - Glæsilegt einbýlishús
Stórglæsilegt og vel skipulagt 246 fm einlyft einbýlishús með innb. 36 fm
bílskúr. Húsið var byggt árið 1990 á afar vandaðan og smekklegan máta. Eignin
skiptist m.a. í rúmgóða og bjarta stofu, borðstofu með útgangi á verönd,
rúmgott eldhús með fallegi ljósri viðarinnrétt., vönd. tækjum og eyju,
sjónvarpsstofu, 3 herb. auk fataherb. innaf hjónaherb. og vandað baðherb. sem
er flísalagt í gólf og veggi auk gestasnyrtingar. Aukin lofthæð og innfelld lýsing
er í stórum hluta hússins. Falleg ræktuð lóð með timburverönd í suður.
Garðastræti - Glæsileg neðri
sérhæð ásamt bílskúr
Glæsileg og vel skipulögð 156 fm neðri sérhæð í fallegu steinhúsi í miðborginni
auk 23 fm bílskúrs. Hæðin skiptist m.a. í stórt hol með miklum skápum, eldhús
með eikarinnréttingum og góðum borðkrók, stórar samliggj. skiptanl. stofur
með arni og útgangi á suðursvalir, 2 herbergi og flísalagt baðherbergi með
hornbaðkari. Ný verönd með skjólveggjum og lýsingu. Stór innkeyrsla, nýlega
hellulögð. Verð 49,9 millj. Mögulegt er að fá einnig keypta um 100 fm 3ja
herb. íbúð í kjallara sömu eignar.
Lindargata - 101 Skuggi
5 herb. útsýnisíbúð með stórum suðursvölum
Stórglæsileg 5 herb. 128 fm íbúð á 8. hæð í vönduðu nýju lyftuhúsi í
miðborginni, þ.m.t. 13,9 fm geymsla í kjallara. Íbúðin er öll innréttuð á afar
vandaðan og smekklegan máta. Vönduð tæki í eldhúsi og á baðherbergi. Arinn
í stofum sem eru mjög stórar og ná í gegnum íbúðina. Hjónaherbergi með
miklum skápum og tvö barnaherbergi. Hnotuparket á öllum gólfum utan
baðherbergi, sem er flísalagt og bæði með baðkari og stórum sturtuklefa.
Hnotuviður í innihurðum. Fallegt útsýni og stórar suðursvalir með glerhandriði.
Aðeins tvær íbúðir á hæð. Sérstæði í bílageymslu. Verð 59,0 millj.
Lómasalir - Kópavogi - Mjög góð
3ja herb. íbúð með sérinngangi
Glæsileg 104 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi auk sérstæðis í
bílageymslu. Stórar og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á um 20 fm
sólpall með skjólveggjum, 2 rúmgóð herbergi og baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf. Vandaðar innréttingar í eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni
m.a. til Reykjaness. Verð 25,8 millj.
Fallegt og vel staðsett 180 fm par-
hús á þremur pöllum með inn-
byggðum bílskúr og ca 60 fm
óskráðu geymslurými í kjallara.
Húsið skiptist í anddyri, gestasnyrt-
ingu, þvottahús, innbyggðan bíl-
skúr, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú
svefnherbergi, baðherbergi innaf
hjónaherbergi, baðherbergi og
geymslurými í kjallara V. 43,5 m.
5777
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Háhæð - Garðabæ - Laust
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Bréf til blaðsins | mbl.is
Fréttir á SMS