Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 259. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LÍF EFTIR PÓLITÍK EKKI LENGUR TILTÖKUMÁL AÐ ALÞINGIS- MENN SÖÐLI ALVEG UM >> VIKUSPEGILL BERSERKUR CLIFF BURTON MINNTI Á HEKLU Í HAM RAUÐA VINDMYLLAN >> 32 BEIN danskrar móður síðasta keisara Rússlands voru flutt áleiðis til Sankti Pét- ursborgar í gær, laugardag, 140 árum eftir að hún fór fyrst til Rússlands. Maria Feodorovna hafði óskað eftir því að verða grafin við hlið eiginmanns síns, Al- exanders III keisara. Dagmar Danaprinsessa fæddist árið 1847, breytti nafni sínu og gekk í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna þegar hún giftist keisaranum. Þau eignuðust sex börn, þeirra á meðal síðasta keisara Rússlands, Nikulás II, sem var tekinn af lífi ásamt fjölskyldu sinni í byltingu bolsévíka 1917. Minningarathöfn fór fram í gær í dóm- kirkjunni í Hróarskeldu þar sem líkkista keisaraynjunnar hefur verið frá því að hún lést árið 1928. Við athöfnina voru Margrét Danadrottning, afkomendur keisaraynj- unnar og danskir og rússneskir embætt- ismenn. Kista keisaraynjunnar var flutt til Kaup- mannahafnar um borð í skip sem á að flytja hana til Sankti Pétursborgar þar sem hún verður grafin á fimmtudaginn kemur. AP Keisaraynju minnst Patríarkinn Alexí II við minningarathöfn um Feodorovnu. Bein keisara- ynju flutt Maria Feodorovna grafin í Sankti Pétursborg ÞINGVALLANEFND hefur ákveðið að kynna þjóðinni tillögu sem fram er komin að nýrri brú yf- ir Öxará. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og formað- ur nefndarinnar, segir að kynning- in muni fara fram á vefsíðu nefnd- arinnar, thingvellir.is, og leggur áherslu á að ný brú verði ekki lögð yfir ána komi fram veruleg and- staða við þá hugmynd. Að sögn Björns Bjarnasonar er von nefndarmanna sú að almenn- ingur tjái sig um tillöguna á vefsíð- unni. Tillagan að brúnni er eftir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt sem vann hana í samvinnu við verkfræðistofuna Línuhönnun. Vísað til gliðnunar Manfreð segir hugmyndina þá að tveir armar gangi frá bökkum árinnar, þó þannig að þeir nái ekki saman. Með þessu verði vísað til gliðnunar landsins á Þingvöllum. Bilið á milli armanna verður úr gleri og mun því fólk geta horft af brúnni niður í Öxará. Glerið verður á hinn bóginn ekki breiðara en svo að menn munu auðveldlega geta klofað yfir það. Brúin verður fyrst og fremst göngubrú en þó verður unnt að aka yfir hana. Hugmynd Manfreðs er sú að dekk brúarinnar verði klætt harð- viði, trúlega hnotu. Kveðst Man- freð með þessu leitast við að fella efnið að umhverfinu. Hið sama mun gilda um arma brúarinnar sem verða úr ryðlitu stáli sem vísar til frumlita náttúrunnar og fellur því að umhverfinu. „Með þessu efn- isvali yrði brúin spengileg og von- andi ekki krefjandi fyrir augað. Mín ætlan er sú að hún verði hófleg og falli vel að staðháttum,“ segir Manfreð Vilhjálmsson. Björn Bjarnason leggur í viðtali við Morgunblaðið í dag áherslu á að varlega þurfi að fara í breyting- um og uppbyggingu á Þingvöllum enda sé staðurinn helgur í huga þjóðarinnar. Kynna þjóðinni tillögu að nýrri brú yfir Öxará Samþykki Ný brú verður ekki lögð yfir ána komi fram veruleg andstaða við þá hugmynd. Vilja að almenningur tjái sig um brúna á vefsíðu Þingvallanefndar  Verndun Þingvalla | 6 SAMFYLKINGIN kynnti í gær tillögur sínar sem stefna að því að lækka matarreikning heimilanna að meðaltali um 200.000 krónur eða um rúmlega fjórðung. Í tilkynn- ingu frá Samfylkingunni segir að flokkurinn hafi einn flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á und- anförnum árum en ríkisstjórnar- flokkarnir hafi staðið gegn slíkum breytingum. „Við leggjum til að lækka mat- vælareikning fjölskyldnanna um allt að 200.000 krónur á ári og það gerum við með því að fara í þær til- lögur sem Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri gerði í skýrslu um matarverð. Við viljum fella niður vörugjöld, lækka tolla strax um helming og síðan er það tillaga okkar, sem við höfum margflutt, um að virðisaukaskattur á íslensk matvæli verði lækkaður,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Þetta væri einhver besta lífskjarabót sem völ væri á fyrir íslenskan almenning. Ingibjörg Sólrún minnti einnig á að þegar ríkisstjórnin hefði lagt til lækkun á tekjuskattshlutfallinu hefði Samfylkingin alltaf lagt áherslu á að í staðinn yrðu álögur á matvæli lækkaðar enda myndi það nýtast öllum almenningi mun bet- ur. Er hún var spurð um áhrif á ís- lenskan landbúnað sagði hún að ræða yrði við bændur hvernig stað- ið yrði að málum. Horfast yrði í augu við að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær farið yrði út í slíkar aðgerðir því almenning- ur sætti sig ekki lengur við að borga allt að 50% meira fyrir mat- væli en nágrannaþjóðirnar. Matarreikningur heimila lækki um 200.000 krónur Samfylkingin leggur til aðgerðir til lækkunar á matvælaverði Í HNOTSKURN » Vörugjöld af matvælumverði felld niður. » Innflutningstollar á mat-væli verði felldir niður í áföngum þannig að 1. júlí nk. verði helmingur felldur niður en afgangurinn ári síðar. » Virðisaukaskattur á mat-væli lækkaður um 50%. » Teknar verði upp tíma-bundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is París. AFP. | Franskt dagblað birti í gær skýrslu frá leyniþjón- ustu Frakklands þar sem skýrt er frá því að yfirvöld í Sádi-Arabíu séu sannfærð um að Osama bin Laden hafi dáið úr taugaveiki í Pak- istan fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðuneyti Frakklands sagði að ekki væri hægt að staðfesta fréttina og varnarmálaráðherr- ann fyrirskipaði rannsókn á því hver hefði „lekið upplýsingunum“ í franska dagblaðið L’Est Républicain. Blaðið segir að í skýrslu leyniþjónust- unnar frá 21. september komi fram að bin Laden hafi veikst alvarlega af taugaveiki 23. ágúst. Vegna einangrunar hans við landamæri Pakistans og Afganistans hafi læknar ekki komist til hans og sádi-arab- íska leyniþjónustan hafi fengið upplýsingar um andlát hans 4. september. Segir bin Laden látinn Osama bin Laden ♦♦♦ ÞINGVALLANEFND hafa borist ábendingar um að iðkaðar séu gróf- ar aðferðir við urriðaveiði í Þingvallavatni og segir Björn Bjarnason upplýsingar þessar valda verulegum áhyggjum. Hann segir nú liggja fyrir að menn fari um Þingvallavatn á bátum með nákvæm fiskileit- artæki og leiti uppi stóra urriða. „Þeir egna síðan fyrir hann með groddalegum beitum, sem minna munu einna helst á útlendar geddu- beitur með mörgum þríkrækjum og húkka hann jafnvel upp úr vatn- inu. Þetta er ekki forsvaranlegur veiðiskapur. Aðferðir sem þessar geta fljótt gengið nærri urriðanum og eyðilagt það vel heppnaða upp- byggingarstarf sem við erum að vinna,“ segir Björn í samtali sem Morgunblaðið birtir í dag. Groddalegar veiðiaðferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.