Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 17
reynslu úr störfum utan þings. Þessu fólki eru ýmsar leiðir opnar.“ Gat ekki losnað Svanfríður Jónasdóttir sat á þingi frá 1995 til 2003, en áður hafði hún m.a. átt sæti í bæjarstjórn Dalvíkur um árabil, en hún var jafnframt kennari þar í bæ. Hún ákvað að leita ekki eftir endurkjöri á þing vorið 2003 og er sátt við lífið eftir þing. „Satt best að segja kom mér á óvart hve margir höfðu orð á að þeir sökn- uðu mín af þingi, en kannski var fólk bara svona útbært á söknuð sinn af því að ég var hvort eð er hætt!“ segir Svanfríður. „Og kannski saknaði fólk mín vegna þess að konur hafa alltaf verið svo fáar á þingi. Mér fannst flóknara að snúa baki við stjórnmálunum en ég átti von á. Ég var allt í einu ekki lengur alþing- ismaður, en það fylgdi alltaf sögunni að ég væri fyrrverandi alþing- ismaður. Mér hefur ekki tekist að losna við þann titil.“ Svanfríði fannst skemmtilegt og áhugavert að vera á þingi, en segir að lífsgæði snúist líka um val og fjöl- breytileika. „Svo leitar það á mann, kannski sérstaklega á vissum aldri, hvort maður ætli ekki að gera fleira í lífinu. Kannski á það líka við um Möggu og Sólveigu, mér finnst það ekki ólíklegt.“ Svanfríður hélt að hún gæti alveg snúið baki við stjórnmálunum. „Reyndar ætlaði ég mér alltaf að vinna eitthvað fyrir Samfylkinguna og tók þátt í starfi Framtíðarhóps hennar. En ég fór líka í nám í stjórn- un. Svo kom að því að skrifa meist- araritgerðina og hún varð auðvitað þrælpólitísk. Ég ætlaði mér kannski að færa mig yfir í akademíuna og gefa mér tíma til að hugsa og skrifa, en einhvern veginn var ég föst í stjórnmálunum og komst ekkert frá þeim.“ Svanfríður er löngu komin á bóla- kaf í pólitíkina aftur, að þessu sinni heima í héraði. Hún er bæjarstjóri Dalvíkur. Og fyrrverandi alþing- ismaður. Sýni titlinum þolinmæði Bryndís Hlöðversdóttir sat á þingi 1995-2005 og er því líka fyrr- verandi alþingismaður. Hún segist hafa sýnt notkun þess titils ákveðna þolinmæði, enda fylgi hann því að hafa verið í kastljósi sem stjórn- málamaður um árabil. Núna er hún hins vegar aðstoðarrektor Háskól- ans á Bifröst og forseti lagadeildar skólans. „Núna er fólk yfirleitt ekki alla sína starfsævi í sama starfinu,“ segir hún. „Mér finnst gott að fólk sé tilbúið til að taka þátt í stjórnmálum um tíma, en afli sér líka reynslu utan þeirra. Endurnýjun á þingi á ekki að snúast um aldur þingmanna, heldur reynslu þeirra og hvað þeir hafa til málanna að leggja. Ég finn að ég bý að gríðarlegri reynslu eftir áratug á þingi og ég nýt þess líka núna að hafa betri tök á vinnutíma og frí- tíma. Í stjórnmálunum vill oft brenna við að miklar tarnir skella á, oft án fyrirvara, og það er erfitt að samræma slíkt fjölskyldulífi og tóm- stundum. Það gat líka verið lýjandi að vera opinber persóna.“ Bryndís kveðst reikna með að tit- illinn fyrrverandi alþingismaður hverfi smám saman. „Það kemur áreiðanlega að því að ég verð bara titluð forseti lagadeildar, án þess að hitt fylgi. Og einhvern tímann verð ég kannski fyrrverandi forseti laga- deildar!“Svanfríður Jónasdóttir Bryndís Hlöðversdóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 17 arlega fjölbreytni, samruna menn- ingarheima og breytingar. Ein bóka hennar „Speglar borgarinnar“ fjallar um los conversos, gyðinga sem taka upp katólska trú til að sleppa undan spænska rannsóknarréttinum. Önn- ur saga, „Flóamarkaðurinn“ segir frá algjörri uppgjöf íbúa í fjölbýlis- húsi í Istanbúl. Shafak ritaði þá bók á ensku, 2004, og uppskar reiði í sinn garð af hálfu íhaldsmanna og þjóð- ernissinna í Tyrklandi. Rótleysi er eins konar leiðarstef í bókum hennar og kemur vart á óvart. Sjálf segist hún eiga sér rætur en þær séu ekki staðbundnar. „Ég er tengd margvíslegri menningu og sú er, tel ég, ein helsta ástæða þess að ég er þeirrar skoðunar að menn geti tilheyrt mörgum menningarsvæðum, mörgum trúarbrögðum og mörgum tungumálum.“ Þessi lýsing á vísast ágætlega við hana. Hún fæddist í Strasbourg í Frakklandi árið 1971 en bjó sem barn og unglingur í Madríd á Spáni hvar móðir hennar vann við sendiráð Tyrklands. Síðar fluttist hún til Jórd- aníu en nú býr hún ýmist í Tyrklandi eða í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún starfar sem háskólakennari. Sjálf hefur hún lýst dvöl sinni þar sem „sjálfskipaðri útlegð“. Forsætisráðherra Tyrklands hef- ur fagnað því að Shafak skuli hafa verið sýknuð af ákærunni og hið sama hafa talsmenn Evrópusam- bandsins gert. Evrópusambandið hefur þrýst á Tyrki um að fella 301. grein hegningarlaganna niður og tryggja að tjáningarfrelsi ríki í land- inu. Að sögn talsmanna samtaka út- gefenda í Tyrklandi eru nú rekin mál gegn rúmlega 40 höfundum sem sak- aðir eru um margvíslegar móðganir í garð þjóðarinnar, ríkisins og Kemals Ataturks, föður Tyrklands nútímans. Vera kann því að niðurstaðan í máli Elif Shafak teljist söguleg þegar fram líða stundir. Í HNOTSKURN »„Það er liðin tíð í þessuþjóðfélagi að stjórn- málastörf, þingmennska til dæmis, verði ævistarf nokkurs manns.“ Sólveig Pétursdóttir. » „Einhvern veginn var égföst í stjórnmálunum og komst ekkert frá þeim.“ Svanfríður Jónasdóttir. » „Það kemur áreiðanlegaað því að ég verð bara titl- uð forseti lagadeildar, án þess að hitt fylgi.“ Bryndís Hlöðversdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.