Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 57 Í byrjun 19. aldar var svo komið, að landsmönnum reyndist orðið illmögulegt að koma höndum yfir Biblíur til eignar. Hóla- prentsmiðja, sem flutt hafði verið suður og fengin Landsuppfræðing- arfélaginu, var nú öll úr lagi geng- in, og því lítils að vænta úr þeirri átt. En björgunin kom svo loks að utan. Árið 1800 hafði verið stofnað Biblíufélag á Fjóni og Holtseta- landi. Var ætlun þess að stuðla að útbreiðslu ritningarinnar um allt Danaveldi, sem þá var. Beindist at- hyglin fljótlega að Íslandi, eftir að Grímur Thorkelín, leyndarskjala- vörður konungs, hafði upplýst menn þar á bæ um, að ekki væru nema um 40–50 eintök Nýja testa- mentisins við lýði þar. Í beinu framhaldi ritaði félagið til Geirs biskups Vídalín, og spurði hann nánar út í málið. Var svar hans á þá leið, að „það væri hinum mestu erfiðleikum bundið að eignast þar þá blessuðu bók, og að ef ekkert væri gert til þess að sjá fyrir nýj- um birgðum, mundi hún innan tíu ára ekki lengur verða til“. Nefndi biskup jafnframt, að „fólkið setti því allar vonir sínar á góðvild krist- inna manna erlendis“. Að fengnum þessum upplýsing- um var ákveðið að láta prenta þeg- ar í stað 2.000 eintök Nýja testa- mentisins. En ekki hafði gefist ráðrúm til að koma þessu í fram- kvæmd, þegar óvæntur liðsauki barst. Þar var á ferð Ebenezer Henderson, sem árið 1805 hafði tekið vígslu til kristniboðs á Ind- landi, á vegum fríkirkjusafnaðar í Edinborg á Skotlandi. Var hann nú staddur í Kaupmannahöfn, ásamt félaga sínum, og biðu þeir eftir skipsrúmi austur á bóginn. Það hins vegar dróst, og að lokum gáf- ust þeir upp og hófu þess í stað kirkjulegt starf í borginni. Um það leyti komast þeir að áformum Bibl- íufélagsins áðurnefnda, sem og því, að íbúar á Fróni séu um 50.000, og að Biblía og Nýja testamenti hafi ekki verið gefið út þar síðan um miðja 18. öld, en reynt sé að bæta úr vöntuninni með seinunnum af- ritunum. Skýrsla Hendersons og sr. Johns Patersons til Edinborgar fer þaðan til bresks smáritafélags, Religious Tract Society, og að lok- um til Hins breska og erlenda Bibl- íufélags í Lundúnum, sem í takt við ráðleggingar þeirra býðst til að kosta 3.000 Nýja testamenti. Voru því prentuð 5.000 eintök, og farið að mestu eftir Þorláksbiblíu, og verkinu lokið árið 1807. Tókst að senda 1.500–2.000 eintök bundin hingað til lands, rétt áður en styrj- öld milli Dana og Englendinga braust út. Afgangurinn lá óbund- inn í Kaupmannahöfn í fimm ár. Af þessu voru 3.000 bækur ætlaðar til gjafa, en hitt átti að seljast á fjög- ur mörk. Jafnhliða téðum stuðningi ákvað Hið breska og erlenda Biblíufélag að ganga skrefinu lengra, og veita fé til undirbúnings að prentun nýrrar útgáfu Biblíunnar. Var Grímur Thorkelín, sem verið hafði umsjónarmaður Nýja testamentis- útgáfunnar, einnig ráðinn til þessa starfa. Að aflokinni letursteypu hófst prentun, en vegna ófriðarins þurfti að hætta fljótlega. Hender- son og Paterson urðu að flýja til Svíþjóðar, en í ágústmánuði 1812 fengu þeir leyfi konungs til að snúa aftur. Voru þeir beðnir um að taka að sér að ganga frá prentun og bindingu hinnar nýju útgáfu, og koma henni síðan á áfangastað. Ekki ber ritheimildum saman um, hvort báðir sneru aftur, en alla vega Henderson. Sjálf fyrirætlunin reyndist ýms- um vandkvæðum bundin. Ekki var t.d. unnt að fá vandaðan pappír frá Svíþjóð, heldur varð að notast við annan lélegri, o.s.frv. En í árslok 1813 tókst samt að ljúka þrykking- unni. Var prentað eftir Vajsen- hússbiblíu (1747), en nú í fyrsta sinn í áttblöðungsbroti, eða svo- kölluðu octavo, og upplag 5.000 eintök. Og til Íslands lagði hinn ungi trúboði af stað með hið lang- þráða orð 8. júní 1814. Til Reykja- víkur kom hann 15. júlí sama ár. Nú stóð á titilblaði, að Biblían væri þýdd á íslensku. Áður hafði jafnan staðið, þar sem tungumáls var á annað borð getið, að útlagt væri á norrænu. Fullt heiti er: Biblia, þad er Aull heilaug Ritning útlaugd á Islendsku og prentud Epter þeirri Kaupmannahaufnsku Útgáfu MDCCXLVII. Auk for- mála Lúthers eru hér felldar niður Apókrýfar bækur Gamla testa- mentisins fyrsta sinni, vegna kal- vínskra áhrifa hluta þeirra, sem fyrir verkið greiddu. Þessi fimmta Biblíuútgáfa okk- ar er jafnan talin sú allra lélegasta, fyrr og síðar, bæði hið ytra sem innra. Er það síst að undra, því öll aðstaða við gerð hennar var afar slæm, eins og komið hefur fram. Nær væri að líta til þess, að út af fyrir sig er afrek að þetta hafi tek- ist. Enda kom í ljós, að hún var þjóðinni ómetanlega dýrmæt sending og tekið fagnandi, og það svo, að lítið er nú til af öllum þeim eintakafjölda sem prentaður var – Biblíunni og Nýja testamentinu, sem þar á ofan var prentað í 5.000 eintökum – og það litla sem til er mun vera illa á sig komið. Bæk- urnar voru nánast lesnar upp til agna. Var þetta síðasta útgáfan, sem rekja má beinlínis til Guðbrands- biblíu. Hendersons- biblía sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fimmta prentun Biblíunnar allrar, sem gerð var í Kaup- mannahöfn árið 1813, er mikilvægt skref í þá átt að gera Heil- aga ritningu að al- menningseign á Ís- landi. Sigurður Ægisson rekur í dag sögu Hendersons- biblíunnar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og vottuðu virðingu við fráfall ÁRNA STEFÁNS ÁRNASONAR. Kristín Þóra Kristjánsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar LÁRUSAR JOHNSEN, Stigahlíð 36, Reykjavík. Jóna Kristjana Jónsdóttir, Jón Kristján Johnsen, Sigrún Gunnarsdóttir, Hannes Johnsen, Lárus Kristján Jonsen. Hjartans þakkir til ykkar allra sem studduð okkur í veikindum og sýnduð okkur samúð og virðingu við andlát og útför okkar elskaða INGA RÚNARS ELLERTSSONAR skipstjóra frá Eystri Reynir, Akraneshreppi, Naustabryggju 55. Sérstakar þakkir viljum við færa Magnúsi Haf- steinssyni og Hrafnhildi Sverrisdóttur, starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi og starfsfólki deildar 11E LSH, neyðarþjónustu Mastercard, Gloria Casa á Spáni og Birki Kristinssyni. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Fjóla Sigurðardóttir, Marteinn Jón Ingason, Kristín, Aðalsteinn, Guðjón, Angela og Agnes. Kæru ættingjar, vinir og samstarfsfólk. Samúð ykkar, bænir og þátttaka í sorg okkar vegna fráfalls elskaðs sonar okkar, bróður, frænda og barnabarns, SIGURÐAR RÚNARS ÞÓRISSONAR, hefur verið ómetanleg. Við fáum aldrei fullþakkað en biðjum Guð að blessa ykkur og launa. Sérstakar þakkir til vinahópsins fyrir ómetanlegan stuðning. Þórir Rúnar Jónsson, Kristín Sæunn Pjetursdóttir, Guðmunda S. Þórisdóttir, Sigvaldi E. Eggertsson, Þóra G. Þórisdóttir, Sævar Þ. Guðmundsson, Valgerður G. Þórisdóttir Gisler, Alex Gisler, Þórir Kr. Þórisson, Karen Martensdóttir, Signý Magnúsdóttir, Rakel E. Sævarsdóttir, Þórir H. Sigvaldason, Marten B. Þórisson, Róbert Thór Gisler, Þóra Gunnarsdóttir. Elskulegur eiginmaðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, HÖRÐUR SIGURJÓN KRISTÓFERSSON bifvélavirkjameistari, Kópavogbraut 1b, lést á heimilinu sínu fimmtudaginn 21. septem- ber. Pálína Stefánsdóttir, Valborg Harðardóttir, Eggert Jóhannsson, Kristín Harðardóttir, Bjarni Halldórsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum. Ég man eftir því þegar ég kom fyrst í Vaðnes fyrir um 12 árum, ég heilsaði þér og þú sagðir að ég væri nú nokkurn veginn eins og þú hefðir ímyndað þér, kannski aðeins minni en svona varstu einmitt, sagðir bara það sem þú hugsaðir þá og þegar. Þegar ég hugsa til baka minnist ég manns sem var góður við alla og sérstaklega barngóður. Þér leið aldrei eins vel og þegar allir voru saman komnir í sveitinni og ekki spillti fyrir ef einhvað var verið að vinna í búskapnum. Þú varst ótrú- lega duglegur og vinnusamur og ég fullyrði það að það eru ekki margir 86 ára sem fara upp í traktor og slá, en það gerðir þú, og núna síð- ast í sumar varstu að tala um að ef þú kæmist upp í traktorinn þá fær- ir þú að slá, þú reyndir að finna ýmsar lausnir á þessum málum. Þú sagðir mér margar sögur af henni mömmu þinni, hún var greinilega hörkudugleg kona og þú leist mikið upp til hennar, það hefði verið gaman að kynnast henni, svo fallega hljómuðu sög- urnar um hana. Kjartan minn þú varst einstakur maður, svo stoltur af öllu þínu og það mátturðu svo sannarlega vera. Það er skrítið að koma í sveitina núna og þú situr ekki í stólnum þínum og horfir á fótbolta eða box í sjónvarpinu eins og þú varst vanur, en því sjón- varpsefni máttirðu helst ekki missa af. Börnin okkar missa góðan afa, en góðs er að minnast. Kjartan minn þú varst tilbúinn að kveðja þennan heim, bið að heilsa mömmu þinni. Hvíl í friði, þín tengdadóttir Dóra. Nú er komið að kveðjustund og er það skrítið því þetta var bara eins og oft áður, þú varst lagður inn á sjúkrahúsið en það sem var nú en aldrei áður var að þú komst ekki aftur til baka í sveitina eins og vanalega. Þú varst svo oft búinn að berjast við það að koma alltaf aftur til að hugsa um kindurnar og svona að ekkert gat stöðvað þig, en núna eftir hetjulega baráttu ertu farinn. En nóg um það, þú varst án efa ein besta manneskja sem ég hef hitt og var alltaf gott að leita til þín um allt mögulegt hvort sem það voru ráð eða bara spjall. Og veit ég að þó að þú sért farinn er alltaf hægt að leita til þín, það er nóg að fara upp í sveit því þar varstu og þar muntu alltaf vera, og því er sveitin einn af bestu stöðum í heiminum fyrir mig að heim- sækja. Það mun alltaf vera mitt annað heimil ef ekki bara þar sem ég mun búa. Sveitin var líka það sem hélt þér gangandi svo lengi og þessar blessuðu rollur og því er ég þakklátur. Þú varst mér góður þessi næstum 16 ár sem við áttum saman enda vorum við mamma alltaf uppi í sveit og ekki skrítið, maður var alltaf velkominn og þú varst alltaf góður. En þetta voru bara seinustu 16 ár ævi þinnar og þá varst þú búinn að lifa í 72 ár og það er ekkert smá sem þú ert bú- inn að gera. Ef ég gæti farið fram eða aftur í tímann vildi ég fara aft- ur í tímann og sjá allt sem þú hef- ur afrekað en ég verð að láta sögur um þig duga en þær eru margar glæsilegar. Þú fórst ungur í sveit og þar lærðir þú á lífið, þú lærðir allt sem þurfti til að lifa af í þess- um erfiða heimi. Svo ungur maður tekur þú við búskap í Ásgarði þar sem þú varst í sveit en stuttu seinna tekur þú við búskap í Vað- nesi og varst þar það sem eftir var. Þar byggðir þú upp svaka búskap sem þú stækkaðir með hverju ári í mörg ár, síðan taka börnin við af þér en þegar að beljurnar fóru og það voru bara rollur þá tókst þú aftur við búinu og sást um það með hjálp alveg þangað til þú kvaddir þennan heim. Ég bið að heilsa og vona að þér gangi vel þangað til ég hitti þig næst. Brynjar Þór Elvarsson. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.