Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Drjúgum hluta barnæskunnarer varið í skólanum og Ingi-björg Rafnar, umboðs-
maður barna, og Eyjólfur Magn-
ússon Scheving, grunnskólakennari,
eru sammála um að hlutverk skól-
ans í uppeldi barna hafi sjaldan ver-
ið stærra. En eru íslenskir skólar
starfi sínu vaxnir?
Ingibjörg upplýsir að hún hafi
bent á það í sambandi við endur-
skoðun grunnskólalaganna sem nú
er nýhafin að það sé afar mikilvægt
að grunnskólalögin skilgreini betur
ábyrgð hvers aðila, þ.e. sveitarfé-
lagsins sem rekur skólann, skólans
sjálfs, foreldranna og nemendanna.
„Samstarf foreldra og skóla hefur
aukist mikið á liðnum misserum en
eigi að síður er hægt að gera betur í
því efni. Það er til dæmis áberandi
að eina skyldan sem grunn-
skólalögin setja á herðar foreldrum
er sú að þeir innriti börnin sín í
skóla og sjái til þess að þau sæki
skólann. Um margt er auðvitað um
sameiginlegt hlutverk foreldra og
skóla að ræða en annað stendur
bara upp á foreldrana eins og t.d.
að sjá til þess að börnin séu mót-
tækileg fyrir fræðslunni, að þau
mæti í skólann, að þau mæti á rétt-
um tíma, að þau hafi borðað, séu
rétt klædd og útsofin. Auðvitað eru
þetta sjálfsagðir hlutir en það getur
vel verið að í einhverjum tilvikum
þurfi að segja það við fólk.“
Ingibjörg kveðst hafa rekist á
það í bæklingi sem Reykjavíkur-
borg gefur út fyrir útlendinga að
þar séu svona atriði skilgreind. „En
ég hef hvergi séð þetta sett fram
gagnvart íslenskum foreldrum. Ef
réttaröryggi foreldra og barna
þeirra er tryggt er hægt að gera
strangari kröfur varðandi aga. Skól-
anum yrði stoð í því.“
Miðstýring hefur aukist
Eyjólfur er eldri en tvævetur í
kennslu. Hann hefur kennt sleitu-
laust í grunnskólum frá því á önd-
verðum sjöunda áratugnum, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.
Eyjólfur var skólastjóri á Hvamms-
tanga um sex ára skeið. Þar að auki
hefur hann alla tíð verið virkur í fé-
lagsstarfi barna og unglinga, þjálf-
un og héraðsstarfi, svo fátt eitt sé
nefnt. Auk kennararéttinda hefur
Eyjólfur próf í atferlisfræði frá
Noregi.
Hann segir að fleira starfsfólk sé
í skólum í dag en þegar hann hóf
kennslu. Það sé ekki endilega af
hinu góða. „Miðstýring í kennslu
hefur aukist mikið á síðustu árum.
Ég hélt að þetta myndi breytast
þegar sveitarfélögin tóku við grunn-
skólanum en það er öðru nær. Mið-
stýringin hefur aldrei verið meiri.
Skólastjórar eru háðir fjárveit-
ingum frá sveitarfélaginu og eru
fyrir vikið bundnir á klafa. Geta sig
hvergi hrært. Skólinn er alltaf að
spara. Ég hélt að návígi væri kostur
Ekki nóg að greina