Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 25 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. Sjá einnig heimasíðu: www.fv.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. G LF í Túnis 2007 Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat, leika golf á góðum golfvöllum. Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Dagsetningar eru: 23. febrúar–5. mars og 23. mars–2. apríl Verð í brottför 23. febrúar er 167.000 kr. á mann í tvíbýli. Verð í brottför 23. mars er 171.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 19.000 kr. Fararstjóri er Sigurður Pétursson golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld. Dagskrá: 1. „Íslands konur hefjist handa“ – Ávarp formanns KRFÍ, Þorbjörg Inga Jónsdóttir. 2. „ Bríet - ævi og áhrif“ – Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur. 3. „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ – Ræða Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem birtist í Fjallkonunni 22. júní 1885, Esther Talía Casey, afkomandi Bríetar. 4. Ávarp frá Bríetunum – Hópur ungra femínista. 5. Kvennasöngvar – Sigrún Hjámtýsdóttir, Diddú, undirleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir. 6. Móttaka veitingar í boði Reykjavíkurborgar. 150 ára afmælishátíð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Tjarnarsal Ráðhússins 27. september 2006 kl. 14:00-16:00. Móttaka frá kl. 16:00 til 17:00. Fundarstjóri er Margrét Sverrisdóttir aðila með mér í tökurnar, Börk Sigþórsson sem tökumann og vin- konu mína, Hörpu Þórsdóttur, sem hljóðmann. Við renndum blint í sjó- inn en þetta heppnaðist vonum framar og samstarfið við Kristínu var einstaklega ánægjulegt. Það var því bara eðlilegt í framhaldinu að hún kæmi að næsta verkefni. Kristín er stór hluti af þessu teymi, hún er mjög listhneigð og mikil hugsjónamanneskja og hefur áhuga á að gera hluti sem skipta máli.“ Kvikmyndin endalausa Upphaflega stóð til að gera eina kvikmynd, Börn, en verkefnið varð stærra í sniðum en svo. „Ég var með sex leikara úr Vesturporti sem vildu taka þátt í þessu og ég hóf starfið á því að vinna með hverjum fyrir sig við það að skapa persónur. Að lokum áttum við svo mikið af góðu efni að ég áttaði mig á því að þetta yrði meira en ein kvikmynd. Ég ákvað því að skipta persónun- um upp í tvo hópa, annars vegar börn og hins vegar foreldra, og vinna myndirnar samhliða. Í raun- inni lít ég ekki á þetta sem tvær myndir, ég lít á þær sem eitt verk og kalla þetta tvíburamyndir, því þær eru tengdar í þemanu og fjalla um sömu hlutina. Þær hafa sömu uppbyggingu og stíl en eru alveg sjálfstæðar í söguþræði og per- sónum.“ Nú tala margir um að Börn sé mjög sorgleg og átakanleg kvik- mynd og Ragnar segir að vissulega sé hún það þótt hún sé engin hörm- ungamynd. „Myndin er vissulega átakamikil enda var kveikjan að henni sú að mig langaði að búa til mynd sem hefði sterk tilfinn- ingatengsl við áhorfandann, mynd sem skildi eftir sterkar tilfinningar og fengi fólk til að hugsa að sýn- ingu lokinni. Að mínu mati hefur það tekist því viðbrögð fólks við myndinni eru sterk. Oft fá myndir kurteislegar viðtökur eftir frum- sýningu, fólk óskar manni til ham- ingju og labbar síðan í burtu, en hverri hamingjuósk eftir frumsýn- ingu Barna fylgdu alls kyns já- kvæðar yfirlýsingar. Ég hugsaði myndina fyrst og fremst fyrir ís- lenskan markað því mér finnst mikilvægt að á Íslandi séu gerðar myndir fyrir Íslendinga sem fjalla um samtíð okkar og sem fólk getur speglað sig í. Það er sorglega lítið gert af því í sjónvarpi og það er lít- ill skilningur á því að í dag mótast sjálfsvitund þjóðar að miklu leyti í gegnum fjölmiðla. Þegar ungt fólk hefur ekki annað en erlenda grín- þætti til að spegla sig í þá getum við lent í slæmum málum. Skandin- avísku þjóðirnar, sérstaklega Dan- ir, hafa sterka menningarlega stefnu enda er sjálfsmynd Dana mjög sterk. Við hengjum okkur oft á eina eða tvær poppstjörnur eða eitthvað slíkt, sem er auðvitað gott og blessað. En poppstjörnur eru auðvitað ekki hversdagsleg viðmið.“ Nú eru Börnin hans Ragnars farin í langt og gott ferðalag og hann segir að það hafi komið sér á óvart að eftir fyrstu opinberu sýn- inguna á myndinni á kvik- myndahátíð í Haugasundi í Noregi, þar sem aðilar frá dreifingarfyr- irtækjum og söluaðilar kynna sér hvað er að gerast í kvikmynda- heiminum, hafi kviknað mikill áhugi á henni. Mynd sem þyrfti að fara víða „Hátíðin stóð yfir eina helgi, myndin var sýnd tvisvar og sex stærstu kvikmyndasölufyrirtæki Evrópu sóttust eftir að fá hana. Við gerðum samning við stórt fyrirtæki í Bretlandi, The Works, sem er mjög sterkt á alþjóðamarkaði. Sú staðreynd að það skuli hafa tekið að sér svarthvíta mynd frá Íslandi var eitthvað sem hvorki ég né þeir áttu von á en þeim fannst þetta vera mynd sem þyrfti að komast sem víðast. Ótal kvikmyndahátíðir eru haldnar um allan heim en lík- lega eru þær aðeins tíu sem teljast til svokallaðra A-hátíða. Það skiptir miklu máli að koma myndum þar inn og kvikmyndin Börn komst strax á tvær slíkar hátíðir, annars vegar í San Sebastian á Spáni, sem er ein elsta kvikmyndahátíð í heimi, og einnig í Pusan í Kóreu, sem er stærsta asíska hátíðin og opnar glugga inn á asískan markað. Þessi viðbrögð frá sölu- og dreif- ingaraðilum hafa komið okkur geysilega á óvart miðað við hversu ódýr myndin er og það sannar kannski að kostnaður og gæði hald- ast ekki endilega í hendur.“ Ísland vænlegra en Hollywood Ragnar viðurkennir að hann gangi með alltof margar myndir í maganum og honum gefist ekki tími til að vinna úr öllum hug- myndunum. „Ég er frekar afkasta- mikill í handritaskrifum og fram að þessu hafa hugmyndirnar verið ótakmarkaðar. Ég á tvö eða þrjú handrit í fórum mínum sem öll eru tilbúin fyrir tökur. Ég er ekki al- veg búinn að gera upp við mig hvað ég geri næst.“ Það stendur ekki á svari þegar ég spyr Ragnar hvað hann myndi gera ef hann fengi tilboð frá Holly- wood. „Að svolítið ígrunduðu máli myndi ég bara segja nei takk. Hollywood er heimur sem lýtur allt öðrum lögmálum og ef ég tengi þau við ástæður þess að ég er að standa í þessu, að segja sög- ur og allt það, þá væri í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að gera mynd í Hollywood ef handritið og sagan kæmu frá mér. Þannig að maður á aldrei að segja aldrei. En það er nóg af leikstjórum í Holly- wood, en alls ekki í Evrópu og á Íslandi, sem eru tilbúnir að reyna nýja hluti. Í augnablikinu finnst mér mik- ilvægara að skapa íslenskri kvik- myndagerð styrkari grundvöll og gera myndir fyrir íslenska áhorf- endur.“ Framtíðarsýn „Ég sé ekki fyrir mér stórar breytingar í framtíðinni. Eins og staðan er í dag er ég mjög sáttur við að búa á Íslandi, hér á ég góða fjölskyldu og vini, hér líður mér best og ég finn enga sérstaka hvöt til þess að starfa erlendis. Þegar maður gerir kvikmynd fylgja henni fleiri mánuðir af ferðalögum út fyr- ir landsteinana til þess að svara spurningum fjölmiðla, fara á frum- sýningar og annað slíkt. Kvik- myndagerð fylgir mikið af ferðalög- um og ég svara útþrá minni með því. En ég er og verð alltaf fyrst og fremst Íslendingur.“ Unglingurinn Ragnar fimmtán ára. Foreldrarnir Bryndís Jóhanns- dóttir og Bragi Ragnarsson á brúðkaupsdaginn 1971. »Ég tók ákveðið gjald fyrir að sýna myndina og síðan hálfvirði fyrir að sýna hana aftur á bak. Leikurinn endaði þannig að það fóru að berast kvartanir frá foreldrunum í þorpinu sem voru ekki ánægðir með að ég væri búinn að hirða alla vasapen- ingana af börnunum þeirra. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.