Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSNET hf. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna fram- kvæmda við nýjar háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Hellisheiði og að álveri Alcan í Straumsvík en línulagnirnar eru nauðsynlegar komi til stækkunar á álverinu. Einnig verða eldri línur endurbættar og flutningsgeta þeirra aukin. Með þessu er einnig verið að búa í haginn fyrir hugs- anlegt álver í Helguvík. Landsnet kynnti nýverið tillögu sína til áætlunar vegna mats á um- hverfisáhrifum vegna fram- kvæmdanna og er hún aðgengileg á vef félagsins, www.landsnet.is. Frumkostnaðaráætlun Landsnets vegna háspennulínanna og tengi- virkjana er um 10 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Landsneti er bent á að rekstur fyrsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar hefjist nú í haust en orkunni er ráðstafað til stækkunar Norðuráls í Hvalfirði. Stefnt sé að því að stækka virkj- unina á árunum 2007 og 2008 vegna frekari orkusölu til Norðuráls. Þá kemur fram að OR hafi gert samn- ing við Alcan í Straumsvík um sölu á raforku sem verði framleidd með stækkun Hellisheiðarvirkjunar og með byggingu virkjana við Hvera- hlíð og Ölkelduháls. Þá standi yfir samningaviðræður milli Landsvirkj- unar og Alcan um aukna orkusölu vegna stækkunarinnar og muni ork- an að megninu til koma frá fyr- irhuguðum virkjunum neðarlega í Þjórsá. Þessi aukna framleiðsla á rafmagni og áli kalli á fleiri há- spennulínur. Sjónmengun mótmælt Nú liggja þrjár háspennulínur framhjá Kolviðarhóli og að Sand- skeiði en verði af framkvæmdum verða línurnar fjórar. Ný lína bætist við frá Kolviðarhóli að Sandskeiði og einnig verður lögð ný lína frá Sandskeiði að tengivirki í Hamra- nesi í Hafnarfirði. Þá verður einni línu bætt við að álverinu í Straums- vík. Náttúruvaktin hefur þegar mót- mælt harðlega áformum Landsnets og segir það sæta furðu að enn skuli áformað að leggja háspennulínur með þeirri gríðarlegu sjónmengun sem þær valda þegar kostur sé á að leggja þær í jörðu. Þorgeir J. Andrésson, skrifstofu- stjóri Landsnets, segir að ekki sé talið koma til greina að leggja svo öflugar háspennulínur í jörðu þar sem kostnaðurinn við slíkt sé allt að tíu sinnum meiri en með því að reisa möstur. „Það er einfaldlega of mik- ið,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Ástæðan fyrir hinum mikla kostnaði við að grafa línur í jörðu sé að einangrun fyrir línurnar sé afar dýr og í sumum tilvikum þurfi einnig að steypa undir þær. Viðgerð á jarðstrengjum taki einnig mun lengri tíma en loftlínu og það skipti verulegu máli fyrir rekstrar- öryggi álvera. Kostnaður við lagningu há- spennulína í jörðu fer eftir því hversu flutningsgeta þeirra er mikil. Spennustig línunnar er mæld í kíló- voltum (KV). Samkvæmt upplýsing- um frá Landsneti er jafndýrt að leggja 66 kV línur í jörðu og í möstrum eða í staurum. Ef línan er 132 kV er talið að um 30–50% dýr- ara sé að leggja hana í jörðu sem þýðir að hver kílómetri af jarðlögn myndi kosta um og yfir 20 milljónir í stað 15 milljóna í staurum. Há- spennulína sem er 220 kV og lögð er í jörðu kostar um 4–6 sinnum meira en lína sem er lögð í möstur, í stað þess að hver kílómetri kosti 30 millj- ónir kostar hann því 120–180 millj- ónir. Þegar línan er 420 kV er kostnaður við að leggja í jörðu tí- faldur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti kostar hver kílómetri af 420 kV línu um 40 milljónir, sé hún lögð í möstur en myndi kosta 400 milljónir ef hún yrði lögð í jörðu. Myndu krækja fyrir flugvöllinn Nýlega var fjallað um áætlanir um rannsóknarboranir á Reykja- nesskaga, í Brennisteinsfjöllum og Krýsuvík, með tilliti til jarðvarma- virkjana. Þorgeir segir að athugun á hugsanlegum línustæðum frá virkj- unum sé á frumstigi. Aðalhöfuð- verkurinn í því sambandi væri að fyrirhugaðar gufuaflsvirkjanir væru svo litlar að það yrði fyrst að tengja þær saman með raflínum, áður en orkan yrði leidd frá þeim. Allar nú- verandi hugmyndir gerðu ráð fyrir loftlínum á þessu svæði. Aðspurður sagði Þorgeir að ef ál- ver risi í Helguvík yrðu háspennu- línur lagðar eftir Reykjanesskaga og síðan myndu þær væntanlega krækja vestur og norður fyrir Keflavíkurflugvöll, þ.e.a.s. ef loftlín- ur yrðu á annað borð lagðar síðasta spölinn að Helguvík. Ekki væri hægt að koma loftlínum fyrir milli flugvallar og Reykjanesbæjar. Stækkun í Straumsvík kallar á fleiri háspennulínur                                  !  "!   #                                                                !    " "         #$   %      !"         !"  #$  &'       !"      !"  #$   &'     """    !     #$ %! & $' (         """   #$ %! & $'   #$ %! & $' )   #$ %!       !   !" ! !    #  $       !      !    %   !  &  !  '  (  !  )  !   Í HNOTSKURN » Nýrri línu frá virkjun við Öl-kelduháls er ætluð lega undir Skarðsmýrarfjalli en aðrir möguleikar eru til skoðunar. Gert er ráð fyrir tengingu frá Hverahlíð yfir Suðurlandsveg. » Ný lína, Kolviðarhólslína 1,verður reist frá Kolviðarhóli að Sandskeiði, samkvæmt áætlun Landsnets. » Búrfellslína 2, frá Sandskeiðiað Geithálsi, verður tekin niður og í staðinn verður reistur seinni hluti Kolviðarhólslínu 1. » Búrfellslína 2 frá Kolvið-arhóli að Sandskeiði verður tekin niður og í staðinn reist lína með meiri flutningsgetu og verð- ur það fyrri hluti Kolviðarhóls- línu 2. » Búrfellslína 3B, frá Sand-skeiði að tengivirki í Hamra- nesi, verður síðari hluti Kolvið- arhólslínu 2. » Ný lína verður reist fráSandskeiði að Hamranesi og verður hún samsíða Kolvið- arhólslínu 2. Nýja línan fær nafn- ið Búrfellslína 3. » Frá Hamranesi að álverinu íStraumsvík verða reistar tvær aðskildar línur. » Til athugunar er að færaHamraneslínur 1 og 2 til á kafla. Morgunblaðið/RAX Skógur Á Hellisheiði er þéttur skógur háspennumastra. Vegna hugsanlegrar stækkunar í Straumsvík er gert ráð fyrir að þétta skóginn frá Kolviðarhóli og reisa ný möstur vegna tveggja nýrra virkjana á Hellisheiði. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í AÐDRAGANDA alþingiskosninga verður formi þeirra greina, sem lúta að prófkjörum flokkanna, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri. Frambjóðendum býðst að skrifa greinar í blaðið og verður lengd greinanna miðuð við 3.000 tölvuslög með bilum. Greinar sem skrifaðar eru til stuðnings eða gegn einstökum framboðum eða frambjóðendum verða eingöngu birtar á mbl.is. Engin lengdarmörk eru á þeim greinum er þar birtast. Þær verða yfirfarnar af starfsmönnum ritstjórnar Morgunblaðsins en réttritun er á ábyrgð höfunda. Eingöngu gegnum mbl.is Eingöngu verður tekið við greinum sem skilað er í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is. Smellt er á reitinn „Senda inn efni“ á forsíðu mbl.is. Þá er valinn reiturinn „Kosningar“ og opnast þá stílsnið sem hægt er að skrifa eða „líma“ greinarnar inn í. Þeir sem ekki hafa sent greinar áður í gegnum þetta stílsnið þurfa að skrá sig inn og fá þá sent lykilorð í tölvupósti. Að því fengnu er hægt að nota stílsniðið. Einnig er hægt að senda myndir af höfundum í gegnum stílsniðið. Þar sem nokkrar greinar frambjóðenda í próf- kjörum bárust blaðinu áður en þetta fyrirkomu- lag var kynnt munu nokkrar greinar, sem eru umfram fyrrgreind lengdarmörk, birtast í blaðinu næstu daga. Nánari upplýsingar gefa Guðlaug Sigurðar- dóttir, gudlaug@mbl.is, s. 569-1323 og Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is, s. 569-1224. Breytt form greina vegna prófkjöra ELDUR kviknaði í mannlausu húsi á Eyrarvegi 8 á Þórshöfn í gærmorg- un og urðu allnokkrar skemmdir. Húsið er komið til ára sinna og ekki hefur verið búið í því um allangt skeið, að sögn lögreglu. Tilkynning um eldinn barst klukk- an 11.20 og var slökkvilið fljótt á staðinn. Í gær hafði lögregla þær upplýsingar að líklega hefði ekki verið rafmagn á húsinu en rannsókn hennar beinist m.a. að því hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Eldur í mannlausu húsi á Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.